Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Hinn látni var Íslendingur 2. Fannst rænulítill í búningsklefa 3. Ríkharður og Edda nýtt par 4. Lögðu milljónir inn á reikning … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Bogomil Font sendi frá sér plötuna Bananaveldið fyrir ellefu árum og heldur upp á tíu ára afmæli hennar, ári of seint, með tónleikum á Kex hosteli annað kvöld kl. 21. Á plötunni lék djasstríóið Flís, skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Helga Svavari Helgasyni og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni, og leikur það á tónleikunum ásamt Eiríki Orra Ólafssyni trompetleikara og Róberti Reynissyni, gítar- og úkúleleleikara. Ár og dagur er síðan Flís hélt síðast tónleika og má búast við miklu ca- lypso-fjöri á Kex hosteli. Flís snýr aftur  Sextett bassa- leikarans og tón- skáldsins Sigmars Þórs Matthías- sonar kemur fram á tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Sigmar Þór varð þrítugur í lok apríl og heldur af því tilefni tónleika með dagskrá af nýjum og eldri tón- smíðum sínum, útsettum fyrir sextett. Sextett á Múlanum  Bandarísk heimildarmynd um myndlistarmanninn Jóhann Eyfells, A Force in Nature: Jóhann Eyfells, eftir leikstjórann Hayden M. Yates, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Hill Country Film Festival í Texas sl. helgi og var hún valin besta heim- ildarmynd há- tíðarinnar. Tökur fóru m.a. fram hér á landi en Jóhann býr og starfar í Texas. Mynd um Jóhann verðlaunuð í Texas Á fimmtudag, föstudag og laugardag Hægir vindar, víða létt- skýjað og hiti 13 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en sums staðar mun svalara í þokulofti við sjávarsíðuna. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 m/s og skýjað við suður- og vesturströndina framan af degi, en annars hægari sunnanátt og víða léttskýjað. Hlýnandi veður og hiti að 20 stigum norðaustan til. VEÐUR Aðalmarkvörður Aftureld- ingar í Mosfellsbæ í Olís- deildinni undanfarin ár, Dav- íð Svansson, ætlar að láta gott heita sem leikmaður og eyða tíma sínum í annað. Davíð staðfesti þetta við Morgunblaðið og ætlar að stíga skrefið yfir í þjálfun af meiri þunga. Davíð þjálfar kvennalið Aftureldingar og segist hafa meiri áhuga á þjálfun um þessar mundir. » 1 Davíð ekki í marki Aftureldingar Þór/KA er á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu eftir góðan 1:0 sigur á Breiðabliki á Akureyri í gær. Liðið hefur unnið Val og Breiðablik í tveimur fyrstu umferðunum og gæti ekki hafa óskað sér betri byrjunar á mótinu. FH hafði betur gegn Fylki, 2:0, í Hafnarfirði og eru þá bæðin lið- in komin með þrjú stig eftir tvær um- ferðir. »2 Sigrar gegn stórliðum í fyrstu leikjum Þórs/KA ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef aldrei lent í jafn mikilli rign- ingu 1. maí sem nú. Búningarnir eru úr ullarefni og regnið þyngdi þá til muna. Við komum köld og blaut niður á Ingólfstorg þar sem við fengum þó húsaskjól á milli atriða. En hvað sem veðráttu líður þá var þetta skemmti- legt,“ segir Eggert Jónasson, félagi í Lúðrasveit verkalýðsins. Fer senn á flautuna Í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí var venju sam- kvæmt farið frá Hlemmi niður á Ing- ólfstorg og þar var lúðrasveitin fram- arlega í röðinni. „Spilamennska á þessum degi er einn af hápunktunum í starfi okkar. Yfir árið komum við fram um 30 sinnum og það við hin ýmsu til- efni. Svo eru æfingar á mánudags- kvöldum; endurnærandi stundir þangað sem fólk mætir örþreytt en labbar út núllstillt,“ segir Eggert sem alla jafna leikur á flautu með lúðra- sveitinni. Er hins vegar 1. varamaður í slagverksdeild og í göngunni á mánu- daginn sló hann saman simbölum sem á góðu máli heita málmgjöll. „Þetta eru heljarmiklir og þungir hlemmar og það getur verið þreytandi að halda á þeim og slá rétta taktinn. Einhverjum finnast gjöllin kannski líta út eins og lok á stórum sláturpotti, en það var nú ekki svo að ég hlypi beint úr eldhúsinu með þessi stykki,“ segir Eggert sem verður á slagverk- inu næstu vikur en færir sig svo yfir á flautuna sem er hans aðalhljóðfæri. Fyrir margt löngu kom minn- ingargrein í Morgunblaðinu hvar sagði að það væri „löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðra- sveitum“, eins og komist var að orði. „Ég hef heyrt um þessa grein og er sammála; ég á marga frábæra vini í gegnum tónlistina og þennan frá- bæra félagsskap sem ég hef tilheyrt síðan 1976,“ segir Eggert sem var formaður Lúðrasveitar verkalýðsins í sex ár og varð heiðursfélagi fyrir þremur árum. Nýir á klarínett og flautu „Þátttakan í lúðrasveitastarfinu er góð og við fáum alltaf reglulega inn nýtt fólk. Það er til dæmis algengt að krakkar félaga í sveitinni komi til okkar þegar þau hafa náð aldri og eru komin áleiðis í tónlistarnámi. Í skól- um hafa til dæmis tréblásturs- hljóðfæri, klarínett og flauta, haldið sínu,“ segir Eggert sem til viðbótar hefur lengi verið viðloðandi Lúðra- sveit Vestmannaeyja og tekið þátt í hennar starfi. Málmgjöll eru miklir hlemmar  Eggert í 41 ár með Lúðrasveit verkalýðsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Taktur Eggert Jónasson með simbalana, sem svo eru nefndir, en með þeim gaf hann taktinn fyrir lúðraspilið mikla. Á hverjum tíma eru félagar í Lúðrasveit verkalýðsins oft í kring- um 40 til 50. Hópurinn er vel skip- aður og stjórnandinn Kári Hún- fjörð Einarsson hefur lag á að ná því besta frá hverjum og einum. Verkefni sveitarinnar eru mörg hefðbundin, svo sem spilamennska á hátíðisdögum – t.d. Nall- inn 1. maí og Öxar við ána á 17. júní. Svo eru alltaf ýmsar uppá- komur fyrir jól og að vori eru tón- leikar með afrakstri vetrarstarfs- ins. „Ekki er langt síðan við héldum tónleika þar sem músík kvik- myndatónskáldsins Johns Willams var í aðalhlutverki og svo tókum við lög hins ameríska Leroy And- erson ekki alls fyrir löngu. Þá unn- um við plötu með hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum fyrir nokkr- um árum og í raun og veru er alltaf eitthvað skemmtilegt að detta inn hjá okkur,“ segir Eggert Jónasson. Spila Nallann og Öxar við ána FJÖLBREYTT VERKEFNI OG VEL SKIPAÐUR HÓPUR Lúðradís Blásið alveg í botn. Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson segist ekki hafa náð sér fullkomlega af nárameiðslunum sem héldu hon- um frá HM í Frakklandi í janúar en lýsir þeim sem óþægindum eins og staðan sé í dag. Hann segist í fínu formi að öðru leyti og er þess full- viss að fá sig endanlega góðan af meiðslunum í sumarfríinu. »1 Aron allur að koma til eftir nárameiðslin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.