Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  119. tölublað  105. árgangur  www.lyfja.is Barnadagar Tilboð til 28. maí 15–30% afsláttur af völdum barnavörum VALUR OG FH SKIPTU MEÐ SÉR STIGUM ANNES ER Á JAÐRINUM VINNUR VERKEFNI MEÐ OTIS JOHNSON, FYRRVERANDI FANGA DJASSKVÖLD Á KEXINU Í KVÖLD 30 KÁRI BJÖRN LJÓSMYNDANEMI 12ÍÞRÓTTIR  Árlega eru um tvö þúsund öku- menn hér á landi staðnir að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna eða án tilskilinna ökurétt- inda. „Það hefur verið mikill stöð- ugleiki í þessum brotaflokki í 20 til 30 ár,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að sér sýnist að mun fleiri hlutfallslega séu teknir fyrir ölvunarakstur hér á landi en í Bandaríkjunum og nágrannalönd- unum. Þetta sé umhugsunarvert. Þrátt fyrir fangelsisdóma fyrir ítrekuð brot taka flestir út dóma sína með samfélagsþjónustu. »14 Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Eftirlit með umferðinni. Tvö þúsund teknir fyrir ölvun árlega  Aldursforsetinn í hópi evrópskra álfta fannst dauður skammt frá Hriflu í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu í vor, en hræ álftarinnar kom í ljós er snjóa leysti. Hún var rúmlega 30 ára gömul og ekki var eldri álft að finna á lista yfir evrópsk aldursmet. Sverrir Thorstensen merkti álft- ina sem unga við Engivatn á Fljóts- heiði í byrjun september 1986. Fuglinn fékk einkennisstafina BXN A1495 og í maí í fyrra var Sverrir enn á ferðinni og las á merki álftar- innar við Arndísarstaði í Bárð- ardal. Það var síðan í síðustu viku að Sigtryggur Vagnsson, bóndi á Hriflu, fann álftina dauða skammt frá bænum. »10 Elsta evrópska álftin fannst dauð við Hriflu Yfirvöld þurfa að marka stefnu til að hindra útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, svo- kallaðra ofurbaktería, sem m.a. dreifast með matvælum. Liður í því er að skima innlendar og innfluttar kjötvörur fyrir þessum bakteríum. Þetta kemur fram í nýrri grein- argerð sem unnin var af starfshóp velferðarráðuneytisins. Alþjóðastofnanir eins og t.d. Al- þjóðaheilbrigðismálstofnunin hafa lýst því yfir að útbreiðsla sýkla- lyfjaónæmis sé ein helsta heilbrigð- isógn sem að okkur steðjar. Skimun sem þessi hefur verið gerð í öðrum Evrópulöndum um nokkurra ára skeið, en hefur ekki verið gerð hér á landi fyrr en nú vegna fjárskorts. Þetta segir Sigur- borg Daðadóttir yfirdýralæknir sem sæti á í starfshópnum. Önnur dreifingarleið þessara baktería er með ferðamönnum og segir Sigurborg brýnt að bæta hreinlætisaðstöðu á ferðamanna- stöðum. „Þegar ferðamenn ganga örna sinna utandyra fer saurinn annað en í skólplagnir, hann leitar að sjálfsögðu eitthvert annað og dreifist síðan í umhverfinu eins og annað í hringrás náttúrunnar.“ »6 Kalla eftir ofurbakteríustefnu  Nauðsyn að hindra útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn Ein dreifingarleið ofur- bakteríanna er með ferðamönnum.  Einkahluta- félag, sem gjald- færði sem kostn- að 250 milljóna króna tap af veð- málum á vefsíð- unni Betfair, þarf að sæta endur- ákvörðun opin- berra gjalda, launakostnaðar og tryggingargjalds, um sömu upphæð. Þetta er niðurstaða yfirskattanefnd- ar eftir að félagið kærði samhljóða úrskurð ríkisskattstjóra. Yfirskattanefnd telur eins og rík- isskattstjóri að um sé að ræða per- sónuleg útgjöld eiganda einkahluta- félagsins sem tengist ekki atvinnurekstri þess. »15 Tap af veðmálum ekki frádráttarbært Krían er fyrir nokkru komin til landsins og því óhætt að segja að sumarið sé komið enda eltir fuglinn sumarið. Hópur kría hefur gert sig heimakom- inn á Seltjarnarnesi eftir langt ferðalag heimskauta á milli á varpstöðvar sínar eins og ljósmyndari komst að raun um við fjöruna á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Ómar Ærslagangur í svöngum kríum eftir langt ferðalag Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunnar í tvígang í gær vegna slysa sem alls tíu erlend- ir ferðamenn lentu í við bílveltur. Alvarlega slasaður ferðamaður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Gæsl- unnar eftir að húsbíll fauk út af Suðurlands- vegi við Reynisfjall í gærkvöldi. Sex manns voru í bílnum en samkvæmt Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi var einn fluttur með þyrlu á sjúkrahús, aðrir voru ekki slas- aðir. Húsbíllinn er hins vegar gjörónýtur og var unnið fram á kvöld á vettvangi. Töluverð- ur vindur var á svæðinu en samkvæmt síðu Vegagerðarinnar fór vindhraði upp í 36 m/s í hviðum. Flytja þurfti fjóra erlenda ferðamenn með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll keyrði út af þjóðveg- inum við sveitabæinn Hólabak í Húnavatns- sýslu. Allir sem voru í bílnum voru fluttir á sjúkrahús og er einn talinn þónokkuð slas- aður að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Lögreglumaðurinn Höskuldur B. Erlings- son varð vitni að slysinu en hann sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. „Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi, þar sem einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku, sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112,“ sagði hann. Alvarleg slys á ferðamönnum  Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunnar í tvígang í gær vegna slysa sem ferðamenn lentu í  Tveir alvarlega slasaðir af tíu sem lentu í bílveltu í gærkvöldi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bílvelta Aðkoman á slysstað var hörmuleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.