Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 12
Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Kári Björn Þorleifsson er aðklára þriðja árið af fjór-um í BFA námi í ljós-myndun í hinum virta Parsons School of Design í New York borg. Hann lærði fyrst til mat- reiðslumanns, en byrjaði að taka myndir af alvöru þegar hann fylgdi eiginkonu sinni Kolbrúnu Ýri Ro- landsdóttur til Nýja-Sjálands, þar sem hún var skiptinemi. „Ég sótti um atvinnuleyfi en það urðu mistök í umsókninni og ég fékk ekki leyfið og hafði því töluvert mikinn frítíma. Þá kom myndavélin sem við höfðum keypt okkur nokkru áður að mjög góðum notum,“ segir Kári Björn sem komst inn í skólann með fortíð- artengdu verkefni sem var að mestu leyti tekið í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík. „Það fjallaði um elítisma og fjarlægð frægra manna sem liggja í þessum kirkjugarði,“ út- skýrir Kári Björn. Vill segja sögur af fólki „Þegar ég var í Kvennaskól- anum var alltaf stefnan hjá mér að verða blaðamaður og ritstýrði ég m.a. skólablaðinu. Hér í New York er svo mikið af fólki að maður kemst ekki hjá því að fá áhuga á fólki og sögum þess og þannig hefur bland- ast saman áhugi minn á ljósmyndun og áhuginn á að segja sögur af fólki. Ég myndi segja að þetta væri heim- ildaljósmyndun í eins víðum skiln- ingi og hægt er. Sannleiksgildi ljós- mynda er ofarlega í öllu sem ég geri, að ljósmyndin geti aldrei verið hinn alheilagi sannleikur og að ljósmynd- arinn varpi alltaf fram sinni hlið með vali á myndefni, búnaði og eftir- vinnslu. Ég tek hluti úr umhverfinu hér í New York og varpa þeim fram eins og ég sé þá. Fréttaljósmyndun er hlutlausari og tengist við núið, en ég vil vinna með fortíðina, nútíðina og framtíðina, eins og í verkefninu mínu með Otis Johnson.“ „Ég tók valáfanga fyrir tveimur árum þar sem átti að fjalla um Rik- ers Island fangelsið, en kennarinn minn hafði sjálfur setið þar inni fyrir fíkniefnbrot fyrir allmörgum árum síðan,“ segir Kári Björn. „Það eru 2,3 milljónir manna sem sitja á bakvið lás og slá, en það eina sem er rætt er um eru stífari refsingar og öruggari fangelsi, og í rauninni eyða fylkin litlum pen- ingum í að hjálpa föngum að halda sig á beinu brautinni. Það er talið að um 40% þeirra í Harlem sem setið hafa inni muni enda aftur á bak við lás og slá innan þriggja ára. Það fannst mér áhugavert og hafði sam- band við stofnunina Exodus í Aust- ur-Harlem, sem sérhæfir sig í að laga fyrrverandi fanga að samfélag- inu, t.d. með kennslu í nútímatækni og samskiptahæfileikum við vinnu- veitendur og eftirmeðferðaraðila.“ Þar hitti Kári Björn Otis John- son sem sat í fangelsi í tæp 40 ár fyr- ir brot sem hann hefur aldrei játað á sig. Kári Björn hefur unnið með hon- um vídeó- og ljósmyndaverkefni um líf hans, og heldur einnig utan um söfnun fyrir Otis á söfnunarsíðunni gofundme.com. Handtekinn út af útlitinu „Nýlega voru einmitt 42 ár liðin frá því að Otis var handtekinn hér í Harlem, þann 5. maí 1975. Hann var grunaður um manndrápstilraun á tveimur lögreglumönnum, en sá glæpur var framinn í nokkurra gatna fjarlægð. Einhver hringdi í 911 og sagði að það væri maður í ljósum jakka í anddyrinu að selja eit- urlyf, mögulega vopnaður. Tveir lög- reglumenn mættu á staðinn, sáu manneskju í hvítum jakka flýja, þeir elta en maðurinn skýtur aðra lögg- una í magann og rétt framhjá höfði hinnar. Hálftíma seinna er Otis staddur á þessu horni að ræða við foreldra um stofnun sjálfsvarn- arskóla fyrir krakka í hverfinu, og var í æfingagalla og ljósum leð- urjakka utanyfir. Hann var handtek- inn bara vegna útlitsins; svartur maður í ljósum jakka. Hvorki lög- maðurinn sem honum var skipaður né saksóknarinn höfðu uppi á mann- eskjunni sem hringdi, og það var þaggað niður í unglingsstrák sem steig fram sem vitni með góða sönn- Stóra myndin í ljósmyndum Ljósmyndaneminn Kári Björn Þorleifsson vinnur að ljósmyndabók um fyrrveandi fangann Otis Johnson. Í sameiningu varpa þeir félagarnir ljósi á þá gífurlegu fordóma og ósanngjarna réttarkerfi sem viðgengst í Bandaríkjunum. Fangi Otis Johnson í hinu alræmda Sing Sing fangelsi. Otis Við störf fyrir NAACP í Green Haven State fangelsinu. Sögur af fólki F.v. Útsýnið úr glugganum í karateskóla í Bronx þar sem Otis kenndi um hríð, upphitunaræfingar i garðinum á köldum marsmorgni, heimilislaus maður í Harlem. Kári Björn Þorleifsson Kári Björn hefur unnð vídeó- og ljósmyndaverkefni með Otis Johnson, sem sat í fangelsi í tæp 40 ár fyrir brot sem hann hefur aldrei játað á sig 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is LAGERSALA ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð 50% afsláttur af völdum vörum Líf margra kvenna í Mið-Austur- löndum hefur breyst á undanförnum árum og fjöldi kvenna berst fyrir aukn- um réttindum. Staða þessara kvenna er til umfjöllunar í bókinni Framúr- skarandi dætur sem nýlega kom út hjá Sölku. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður málþing um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum kl. 12 - 13. 15 í dag, þriðjudag 16. maí í Veröld, húsi Vigdís- ar. Frummælendur eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Margrét Guð- mundsdóttir og Þórir Jónsson Hraun- dal en þau hafa öll yfirgripsmikla þekkingu á málefnum Mið-Austur- landa. Framúrskarandi dætur gefur innsýn í daglegt líf á miklum umbreytinga- tímum þegar ný kynslóð sjálfstæðra ungra kvenna sækir menntun og vill láta til sín taka á vinnumarkaðinum. Skrásetjari bókarinnar er blaðakonan Katherine Zoepf sem hefur búið og starfað í Mið-Austurlöndum í meira en áratug. Hún dvelur í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina og lýsir þjóðfélagi á tímamótum, í Líbanon, sem á yfir- borðinu er frjálslyndara en jafnframt mótsagnakenndara, en önnur ríki Mið- Austurlanda, Abú Dabí þar sem konur eru í síauknum mæli á frjálsum vinnu- markaði, í Sádi-Arabíu þar sem konur hafa mótmælt akstursbanninu og storkað forræði karla og loks í Egypta- landi þar sem konur gegndu veiga- miklu hlutverki í uppreisninni og arab- íska vorinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru vel- komnir en Salka og Mið-Austur- landafræði við HÍ standa fyrir mál- þinginu. Málþing í Veröld, húsi Vigdísar í dag Framúrskarandi dætur – Staða ungra kvenna í Mið-Austurlöndum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Þórir Jónsson Hraundal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.