Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017
Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is
Áratuga reynslaÖrugg þjónusta
Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum,
barmmerkjum og hlutamerkjum og fleira
Stimplar eru okkar fag
það eru skiltin líka
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
G. Jökull Gíslason, rannsóknarlög-
reglumaður hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu segir að tölvuveir-
an WannaCry, sem herjað hefur á
heiminn síðan á föstudag sé „ágætis
áminning“ til stjórnvalda og almenn-
ings um að huga vandlega að tölvu-
öryggismálum. Ekki sé hins vegar
ástæða til uppnáms.
Veiran ræðst á Microsoft Wind-
ows-stýrikerfið og árásin er af áður
óþekktri stærðargráðu, að sögn evr-
ópsku lögreglunnar Europol. Veiran
dreifist með vefveiðiárásar-tölvu-
pósti (e. phishing) en notar einnig
forritið EternalBlue sem þróað var
af bandarísku öryggisstofnuninni
(NSA), en var lekið þaðan til óprútt-
inna aðila, til að dreifa í gegnum
tölvur sem ekki hafa uppsettar nýj-
ustu MS Windows-öryggisupp-
færslur, eins og þá sem var gefin út
af Microsoft hinn 14. mars sl.
Microsoft hefur í framhaldinu tek-
ið það óvenjulega skref að gefa út
öryggisuppfærslu fyrir eldri stýri-
kerfi. Töluvert hægði á árásinni eftir
að grúskari kom auga á innbyggðan
slökkvara í veirunni og upplýsti um
það en nú þegar hefur fundist ný út-
gáfa af veirunni þar sem slökkvarinn
hefur verið fjarlægður.
Stöðugt þarf að uppfæra varnir
Besta vörnin gegn veirum og
tölvuárásum er að uppfæra stöðugt
stýrikerfi, eldveggi, veiruvarnir og
tölvupóstkerfin með öryggisupp-
færslum, segir G. Jökull, og að auki
sé ráðlagt að opna aldrei vinabeiðnir
eða tölvupósta frá torkennilegum
aðilum, fylgiskjöl, keyra forrit eða
smella á hlekki. Hann skrifaði fróð-
lega grein sem birtist í Lögreglu-
blaðinu í desember 2016, en þar er
m.a. að finna upplýsingar um helstu
netglæpi. Í tilfelli WannaCry-veir-
unnar virðist vera nauðsynlegt að
slökkva á svokölluðum SMB-sam-
skiptum, en sýktar tölvur smita aðr-
ar með þeim.
Íslensk fyrirtæki virðast vera með
uppfærð stýrikerfi, en aðeins 5 til-
kynningar til athugunar hafa borist
netöryggissveit Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS), CERT-ÍS, frá því
á föstudag. G. Jökull segir að best sé
að afrita öll verðmæt gögn, oft og á
fleiri en einn stað. Mörg fyrirtæki
geri það reglulega, en almenningi er
ráðlagt að eiga utanáliggjandi tölvu-
minni til að afrita gögnin sín reglu-
lega á. Varast þarf að hafa það í
sambandi við tölvuna nema rétt á
meðan afritun á sér stað. Telji fólk
sig hafa orðið fyrir tölvuárás eða
-sýkingu er þeim bent á að taka tölv-
una strax úr netsambandi og hafa
samband við CERT-ÍS. Þá er fólki
eindregið ráðlagt að greiða ekki
lausnargjald fyrir gögn í gíslingu, þó
svo að ekki sé um mikla peninga að
ræða, m.a. þar sem að það sé engin
trygging fyrir því að gögnin verði
„leyst úr haldi“.
G. Jökull kveðst bjartsýnn á að
tölvuþrjótarnir finnist þar sem að
NSA sé á höttunum eftir þeim sem
lak EternalBlue frá stofnuninni og
vegna þess að lausnargjaldið sé í
netgjaldmiðlinum bitcoin, en færslur
með honum eru öllum opnar og
gagnsæjar. Greiðslunum sé beint að
3 bitcoin-hólfum og eru þau nú í
vöktun. Upplýsingar um varnir og
viðbrögð við árásinni er að finna á
vef PFS og CERT-ÍS, www.pfs.is.
Morgunblaðið/Ófeigur
Öryggi Öryggisuppfærslur tölvukerfa Íslendinga virðast hafa sloppið þokkalega við vírusinn enn sem komið er.
Áminning til stjórn-
valda og almennings
Nokkrar tilkynningar um hugsanlegt tölvuveirusmit
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þeir sjúklingar sem velja að fara í
aðgerðir erlendis frekar en hér
heima ákveða sjálfir hvaða sjúkra-
stofnun þeir fara á með því skilyrði
Sjúkratrygginga Íslands að um við-
urkennda stofnun sé að ræða og
meðferðin sem sótt er um sé með-
ferð sem almannatryggingar í því
landi sem um ræðir greiði fyrir.
Þeir fimm einstaklingar sem fóru í
liðskiptiaðgerðir í Svíþjóð í síðustu
viku, samkvæmt biðtímaákvæðinu,
fóru allir til einkareknu klíníkur-
innar Capio Movement í Halmstad. Í
samningi Sjúkratrygginga Íslands
(SÍ) við sjúklingana kemur fram að
greiðsluþátttakan sé samþykkt með
þeim fyrirvara að meðferðin fari þar
fram.
„Þetta tiltekna sjúkrahús er
einkarekið en það er með samning
við ríkið um slíkar meðferðir. Þar af
leiðandi fellur það undir ákvæðið,“
segir Halla Björk Erlendsdóttir,
deildarstjóri alþjóðadeildar Sjúkra-
trygginga Íslands.
Halla segir að oftast séu það
læknarnir sem aðstoði sjúklingana
við að finna viðeigandi sjúkrastofn-
anir erlendis eða einstaklingarnir
sjálfir skoði möguleika sína ef þeir
hafa hug á að fara út í aðgerð. „Við
erum til aðstoðar og höfum skoðað
að hafa einhverja valmöguleika fyrir
fólk ef það hefur ekki hugmynd um
hvert það á að leita, en eins og stað-
an er í dag beinum við fólki ekki á
einhverja ákveðna spítala.“
1,3 m.kr. fyrir mjaðmarlið
Fimmmenningarnir sem fóru til
Svíþjóðar óskuðu fyrst eftir sam-
þykki Sjúkratrygginga Íslands fyrir
greiðsluþátttöku í meðferð á Klíník-
inni í Ármúla og höfðu Capio Move-
ment til vara. Ekki er samningur til
staðar milli ríkisins og Klíníkurinnar
svo sjúklingarnir fóru til Svíþjóðar,
en Hjálmar Þorsteinsson, bæklunar-
skurðlæknir hjá Klíníkinni, starfar
líka hjá Capio Movement og gerði
aðgerðirnar á einstaklingunum þar.
Mjaðmarliðsskipti kosta 1.158.462
kr. hjá Klíníkinni, samkvæmt
verðskrá á heimasíðunni, þar segir
ennfremur að Klíníkin fylgi
verðskrá Landspítalans með 5% af-
slætti. Hjá Capio Movement kosta
mjaðmarliðsskipti um 1,3 m.kr. m.v
fimm legudaga en á Íslandi eru legu-
dagar einn til tveir.
Velji sjúklingur að fara í
mjaðmarliðsskipti hjá Klíníkinni
greiðir hann fyrir aðgerðina að fullu
sjálfur en ef hann fer til Capio Move-
ment í Svíþjóð greiða Sjúkratrygg-
ingar Íslands fyrir alla læknis-
meðferð, ferðakostnað og uppihald
og fyrir fylgdarmanneskju ef þarf.
Halla segir að SÍ hafi ekki enn
borist reikningar vegna aðgerðanna
fimm í Svíþjóð, sem voru þrjár
mjaðmaraðgerðir og tvær á hné. En
samkvæmt áætlun sem SÍ barst áð-
ur en hópurinn fór út kosta hver
mjaðmarliðsskipti 1,3 milljónir
króna og þá er miðað við aðgerð með
fimm legudögum. Ofan á þessa upp-
hæð bætist svo ferðakostnaður og
uppihald í Svíþjóð.
Margar milljónir
fyrir mjaðmarliði
Sjúklingurinn velur sjúkrahúsið
sjálfur samkvæmt skilyrðum
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Hægt er að fara í að-
gerðir út ef biðin er löng hér heima.
Netöryggissveitin CERT-ÍS, var stofnuð með lögum árið 2012 og er í nánu
samstarfi við netöryggissveitirnar á Norðurlöndunum. Talsvert samstarf
er innan EES á sviði netöryggismála, en Ísland á aðild að ENISA (Euro-
pean Union Agency for Network and Information Security). Til stendur
að efla samstarf CERT-ÍS og lögreglunnar, ásamt því að bæta löggjöf á
sviði net- og upplýsingaöryggis. Þegar er hafinn undirbúningur við inn-
leiðingu á Evróputilskipun 2016/1148 um net- og upplýsingaöryggi (e.
Network and Information Security Directive (NIS)), skv. innanríkisráðu-
neytinu. NIS-tilskipunin krefst þess t.d. að aðilar sem sjá um mikilvæga
innviði eða nauðsynlegra þjónustu grípi til tiltekinna ráðstafana. Fyrir-
hugað er að fara í verulegt fræðsluátak, m.a. í tengslum við fyrirhugaða
innleiðingu NIS-tilskipunarinnar. Nánar á www.ut.is.
Áhersla á alþjóðlegt samstarf
ÖRT VAXANDI NETGLÆPIR KALLA Á ÁÆTLUN STJÓRNVALDA
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bryndís Haraldsdóttir, formaður
skipulagsnefndar Mosfellsbæjar,
telur ólíklegt að bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar fallist á umsókn eigenda
Krónunnar um að deiliskipulagi
verði breytt í Háholti 13-15, þar sem
Krónan rekur verslun sína, en fyr-
irtækið vill setja upp sjálfsaf-
greiðslustöðvar fyrir bensín, olíu og
rafmagn á lóð sinni.
Morgunblaðið greindi frá því þann
10. desember 2015 að Festi, móður-
félag Krónunnar, hefði sótt um leyfi
til þess að reisa og reka slíka stöð við
verslun sína á Granda í Reykjavík en
borgaryfirvöld synjuðu erindinu.
Skipulagsnefnd fundaði um erindi
Krónunnar sl. föstudag, en upphaf-
lega var málið tekið fyrir í nefndinni
þann 27. febrúar sl. og síðan hefur
umsagna heilbrigðisfulltrúa og Sam-
keppniseftirlits verið leitað. Umsögn
heilbrigðisfulltrúa sveitarfélagsins
var neikvæð.
„Við erum ekki búin að afgreiða
málið formlega, en á fundi okkar á
föstudag lá fyrir umsögn Samkeppn-
iseftirlitsins, sem var á þá leið að það
telur að skipulagshömlur sveitarfé-
laga hamli mjög samkeppni á þess-
um markaði og mælir í raun gegn því
að skipulagsyfirvöld setji slíkar
hömlur. Samkeppniseftirlitið talar
fyrir því í umsögn sinni að hið op-
inbera megi ekki hamla samkeppni,“
sagði Bryndís. Hún sagði að þrátt
fyrir jákvæða umsögn Samkeppnis-
eftirlitsins í garð þess að slík stöð
væri heimiluð á lóð Krónunnar, þá
væru mjög skiptar skoðanir um mál-
ið innan bæjarstjórnar, bæði innan
meirihlutans og minnihlutans.
„Þetta mál hefur verið til umfjöll-
unar hjá okkur í svolítinn tíma og
það gætir efasemda innan beggja
fylkinga í bæjarstjórn. Eins og stað-
an er í dag finnst mér mjög ólíklegt
að við í skipulagsnefnd Mosfellsbæj-
ar og bæjarstjórnin í heild afgreið-
um málið með jákvæðum hætti og
því efast ég um að það sé meirihluti
fyrir því í bæjarstjórninni að heimila
byggingu og rekstur slíkrar stöðv-
ar,“ sagði Bryndís.
Litlar líkur á samþykki
Krónan vill reisa bensín-, olíu- og rafmagnshleðslustöð á
lóð sinni í Mosfellsbæ Umsögn Samkeppniseftirlits jákvæð
Fimmta umferð Íslandsmótsins í
skák fór fram í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. Héðinn Steingrímsson
(2.562) er sem fyrr efstur á mótinu
en hann hefur 4½ vinning. Hann
vann Dag Ragnarsson (2.320) í vel
tefldri skák í gær.
Guðmundur Kjartansson (2.437)
fylgir stórmeistaranum eins og
skugginn en hann lagði stórmeist-
arann Hannes Hlífar Stefánsson að
velli.
Guðmundur fórnaði biskupi, sem
Hannes mátti ekki taka, og hafði
nokkuð öruggan sigur í framhald-
inu, segir í frétt frá Skáksamband-
inu.
Björn Þorfinnsson (2.407), sem
byrjaði illa á mótinu, er nú orðinn
þriðji með 3½ eftir þrjá sigra í röð.
Héðinn efstur á Íslandsmótinu í skák