Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Sýrlensk stjórnvöld starfrækja um- fangsmikla líkbrennslu í herfangelsi í norðurhluta landsins, að því er talsmaður bandarískra stjórnvalda fullyrti í gær. Því er haldið fram að allt að 50 manns séu hengdir á degi hverjum í fangelsinu. Stuart Jones, starfandi aðstoðar- utanríkisráðherra á skrifstofu mál- efna Austurlanda nær, greindi frá þessu á fundi með fjölmiðlamönnum í Washington í gær. Birti hann gervihnattamyndir sem áttu að sýna fram á mikla snjóbráðnun á þaki hússins. „Snemma árs 2013 hófust breyt- ingar á húsnæði í Saydnaya-búð- unum til að starfrækja það sem við teljum vera líkbrennslu,“ sagði Jon- es og vísaði til herfangelsis norður af höfuðborginni, Damaskus. „Þrátt fyrir að fjöldi hryllingsverka stjórn- arinnar sé ljós teljum við að með uppsetningu líkbrennslunnar vilji hún reyna að breiða yfir þau fjölda- morð sem eiga sér stað í Saydna- ya.“ Jones sagði að gögn stjórnvalda í Washingon væru frá trúverðugum mannúðarsamtökum og bandarísk- um leyniþjónustustofnunum. Aðstoðarráðherrann gaf ekki upp hve margir eru taldir hafa látið lífið í fangelsinu, en vitnaði í skýrslu Amnesty International þar sem því er haldið fram að á milli 5 og 11 þúsund manns hafi verið drepnir þar frá 2011 til 2015. Umfangsmikil líkbrennsla  Bandaríkjastjórn sakar Sýrlendinga um að breiða yfir fjöldamorð í fangelsi  Þúsundir fanga drepnar síðustu ár? Reuters Grimmd Bashar al-Assad forseti, en stjórn hans er sökuð um fjöldamorð. Hættir við framboð Mohammad Bag- her Ghalibaf, borg- arstjóri Tehran, höfuðborgar Írans, hætti í gær við for- setaframboð sitt. Ghalibaf, sem er mjög íhaldssamur, var einn af sex frambjóðendum sem höfðu hlotið leyfi klerkaráðsins til þess að bjóða sig fram. Ákvörðun Ghalibafs er talin auka líkurnar á því að annar harðlínu- maður komist í seinni umferð kosn- inganna gegn Hassan Rouhani, sitj- andi forseta. Hvatti Ghalibaf stuðningsmenn sína til þess að styðja við bakið á Ebrahim Raisi á föstudaginn, en hann er íhaldssamur klerkur og dómari. Sagði Ghalibaf það nauðsyn- legt fyrir „hagsmuni fólksins, bylt- ingarinnar og landsins“ að Raisi næði kjöri. Mohammad Bagher Ghalibaf  Kosið í Íran á föstudaginn Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forsvarsmenn Microsoft-tölvuris- ans gagnrýndu í gær stjórnvöld í Bandaríkjunum fyrir að hafa þróað kóðann sem notaður var til þess að gera netárásina á föstudaginn, þar sem svonefnt gíslatökuforrit, sem kallað er Wannacry, náði valdi á meira en 200.000 tölvum víðsvegar um veröldina og olli um leið talsverð- um skaða. Á meðal þeirra stofnana og fyrirtækja sem urðu fyrir skakka- föllum vegna árásarinnar voru breska heilbrigðiskerfið NHS, spænska símafyrirtækið Telefonica, og lestarkerfi Þýskalands. „Ríkisstjórnir heimsins ættu að líta á þessa árás sem ástæðu til þess að vakna af værum draumi,“ sagði Brad Smith, forstjóri Microsoft, á vefsíðu sinni. „Árásin sýnir enn og aftur hvers vegna það er vandamál þegar ríki sanka að sér veikleika- punktum,“ bætti hann við og vísaði til þess að bandaríska þjóðarörygg- isstofnunin NSA hefði hannað kóð- ann sem tölvuþrjótarnir nýttu sér, en kóðanum var stolið og lekið á net- ið í síðasta mánuði. Sagði Smith að frekari dæmi um slíkan stuld sýndu að þetta væri við- varandi vandamál. Væri þetta að hans mati sambærilegt við það ef stýriflaugum væri stolið úr vopna- búri Bandaríkjanna. Kallaði Smith eftir því að ríki heims myndu gangast undir „Genf- arsáttmála á netinu“, þar sem þeim yrði gert skylt að láta framleiðanda hugbúnaðar vita af veilum í honum, frekar en að reyna að hagnýta sér hann til notkunar í nethernaði. Unnu vinnuna sína um helgina Óttast var að ný árásarhrina myndi hefjast í gær þegar fólk sneri aftur til vinnu eftir helgina, en svo virtist sem tekist hefði að koma í veg fyrir það að mestu í Evrópu. „Fórn- arlömbum virðist ekki hafa fjölgað og ástandið virðist stöðugt í Evr- ópu,“ sagði Jan Op Gen Oorth, tals- maður evrópsku lögreglusamtak- anna Europol, við AFP-fréttastof- una. „Svo virðist sem margir tækni- menn hafi unnið heimavinnuna sína um helgina og uppfært hugbúnaðinn eins og þurfti.“ Samkvæmt heimildum Europol sýktust meira en 200.000 tölvur víðs- vegar um heiminn af Wannacry- gíslatökuforritinu, og sagði stofnun- in árásina hafa verið „án allra for- dæma“. Forritið er hið fyrsta sem vitað er um, sem hegðar sér bæði eins og ormur og gíslatökuforrit, en þeir eiginleikar leyfa forritinu að dreifa sér hratt um þau netsvæði sem sýkjast, þar sem forritinu nægir að komast inn á eina tölvu til þess að smita aðrar tölvur sem tengdar eru inn á sama net. Samkvæmt Europol er nú unnið að þróun forrits sem get- ur aflæst þeim tölvum sem sýktust, en það gæti tekið sinn tíma. Ættu að líta á árásina sem viðvörun  Forsvarsmenn Microsoft gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir framleiðslu á „vopnum fyrir nethernað“  Svo virðist sem tekist hafi að lágmarka skaðann af „Wannacry“-gíslatökuforritinu um helgina Samkvæmt Europol sýktust meira en 200.000 tölvur í um 150 löndum Wannacry-forritið fór um víða veröld Heimild: Intel.malwaretech.com Tveir súmóglímukappar halda hér á lofti grátandi börnum fyrir framan dómarann í miðjunni í svokallaðri „Barnagráts-Súmó“ keppni, sem haldin var á sunnu- daginn í Shintohofinu í Sagamihara í Japan. Um 150 börn undir tveggja ára aldri tóku þátt í hinni árlegu keppni, en samkvæmt Shinto-trú eiga súmó- glímukappar að geta látið börn gráta út úr sér ósk um að þau muni vaxa úr grasi heilbrigð og hraust. AFP Glíma við að græta börn Edouard Phil- ippe, 46 ára þingmaður Lýð- veldisflokksins og borgarstjóri Le Havre, er nýr forsætisráð- herra Frakk- lands. Macron forseti tilkynnti það í gær og í dag kemur líklega í ljós hverjir setj- ast í aðra ráðherrastóla. Forsetinn gerir sér vonir um stuðning við nýjan flokk sinn hvað- anæva af hinu pólitíska litrófi, fyrir þingkosningar í júní, og val á manni utan eigin flokks í embættið er af mörgum talið skynsamlegt skref í átt til samstöðu í þeim pólítíska ólgu- sjó sem nú ríður yfir Frakkland. Philippe barðist ungur með Mic- hel Rocard, forsætisráðherra Sósíal- ista en varð, eftir pólitíska hægri beygju, náinn samstarfsmaður Alain Juppé, forsætisráðherra Lýðveldis- flokksins. Hann er kvæntur Edith Chabre, kennara við Sciences Pro háskólann. Í frístundum skrifar Philippe glæpasögur ásamt Gilles Boyer og tvær hafa verið gefnar út. Pennafær borgar- stjóri í forsætið MACRON MYNDAR STJÓRN Edouard Philippe www.danco.is Heildsöludreifing Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Eingöngu sala til fyrirtækja Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Pinnamatur í útskriftina Fjölbreytt úrval af pinnamat og smáréttum í útskriftina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.