Morgunblaðið - 16.05.2017, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017
» Stórsveit Reykjavíkur hélttónleika í Kaldalóni í Hörpu í
gærkvöldi. Voru það árlegir tón-
leikar þar sem sveitin frumflytur
nýja íslenska tónlist sem samin
hefur verið sérstaklega fyrir
sveitina. Tónleikar þessir hafa
undafarin ár getið af sér verð-
launaplötur með tónlist Jóels
Pálssonar og Stefáns S. Stefáns-
sonar. Að þessu sinni voru flutt
verk eftir Snorra Sigurðarson,
Kjartan Valdemarsson, Hauk
Gröndal og Önnu Grétu Sigurð-
ardóttur. Stjórnandi var Snorri
Sigurðarson. Eins og sjá má af
meðfylgjandi myndum gaf
hljómsveitin sig alla í flutninginn
á þessum nýju verkum.
Stórsveit Reykjavíkur flutti nýja tónlist í salnum Kaldalóni í Hörpu í gærkvöldi
Stórsveit Reykjavíkur Meðlimirnir gáfu ekkert eftir í því að blása í hljóðfærin af miklu listfengi.
Sæl Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Óskar Guðjóns, Anna Gréta Sigurðardóttir.
Mikið í lagt Snorri Sigurðarson sá um að stjórna stórsveitinni en hann var einnig meðal höfunda þeirra laga sem frumflutt voru í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Ánægðar Þessar þrjár voru sáttar, Ulrika, Lind og Marie frá Svíþjóð.
Bíó Paradís mun bjóða upp á sýn-
ingu á hinni sígildu kvikmynd Með
allt á hreinu 1. júlí nk. í tilefni af 35
ára afmæli myndarinnar. Sýningin
verður sk. „sing-along“ sýning, þ.e.
bíógestum frjálst að syngja með og
verður hún í endurnýjaðri hljóð- og
myndbættri útgáfu með sérstökum
fjöldasöngstextum sem birtast með
söngvum myndarinnar.
Vart þarf að fjölyrða um vinsældir
með Allt á hreinu hér á landi þar
sem kvikmyndin hefur allt frá frum-
sýningu verið ein af þeim ástsælustu
í sögu íslenskra kvikmynda. Stuð-
menn og Grýlurnar fóru með aðal-
hlutverkin í myndinni sem fjallar um
tvær hljómsveitir, Stuðmenn og
Gærurnar, ástir og afbrýði meðlima
þeirra, samkeppni milli hljómsveit-
anna og spaugilegar uppákomur í
ferðalagi þeirra um Ísland. Einungis
ein söngsýning verður haldin á
myndinni í Bíó Paradís, 1. júlí kl. 20.
Söngsýning á endurnýjaðri
útgáfu Með allt á hreinu
Sígild Úr tónlistar- og gamanmyndinni Með allt á hreinu. Grýlurnar í hlutverkum Gæranna á tónleikum.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Þri 16/5 kl. 20:00 aukas. Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn
Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn.
Sprenghlægilegur farsi! Síðustu sýningar leikársins komnar í sölu.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 aukas.
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Mið 17/5 kl. 20:00 2. sýn. Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn.
Fim 18/5 kl. 20:00 3. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.