Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Bíleigendur orðnir brjálaðir
2. Bannað að hlýja sér í áhalda …
3. Miklar yfirborganir á íbúðum
4. Hættir vegna ágreinings
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Lokatónleikar á vordagskrá djass-
klúbbsins Múlans verða haldnir ann-
að kvöld kl. 21 á Björtuloftum í
Hörpu. Á þeim leikur hljómsveitin
Lester Young Tribute Band en hljóm-
sveitin kemur nú saman aftur eftir
langt hlé og verða leikin lög af efnis-
skrá saxófónleikarans Lester Young
sem var einn áhrifamesti djassleikari
millistríðsáranna. Meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru saxófónleikarinn
Haukur Gröndal, Ásgeir J. Ásgeirsson
sem leikur á gítar, Þorgrímur Jóns-
son leikur á bassa og trommuleikar-
inn Erik Qvick. Sérstakur gestur á
tónleikunum verður píanóleikarinn
Hjörtur Jóhannsson.
Lester Young Tribute
Band á Múlanum
Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, bók-
menntafræðingur og enskukennari,
segir frá námsleiðum sem nýta bók-
menntir til að vinna gegn fordómum,
í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Ragn-
heiður vísar í doktorsritgerð sína
„Learning How to Teach „Other Peop-
le’s Children“, þ.e. Að læra hvernig
kenna skuli „börnum annarra“, sem
hún varði við Wisconsin-háskóla í
Madison í Bandaríkjunum í maí árið
2003. Titillinn á viðburðinum í kvöld,
„Bókmenntir til bjargar“, vísar til
björgunar frá samfélagskvillum á
borð við fordóma, kynþáttahatur og
jafnvel einelti. Aðferðir
í kennslu þar sem
bókmenntir nýtast
sem tól til að þjálfa
markvisst samkennd
og víðsýni verða m.a.
kynntar. Miðasala fer
fram á vefnum
midi.is
Bókmenntir til bjarg-
ar í Hannesarholti
Á miðvikudag Norðan 8-18 m/s, hvassast norðvestan til. Víða rign-
ing, en að mestu þurrt á SV-landi. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag Minnkandi norðanátt og rigning, einkum norðanlands,
en skýjað með köflum og þurrt á sunnanverðu landinu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og yfirleitt þurrt síðdegis, en
norðaustan 8-13 og rigning norðan til á Vestfjörðum. Hiti 6 til 15 stig.
VEÐUR
Eftir jafntefli Vals og FH
á Hlíðarenda í gærkvöld,
1:1, hafa öll liðin í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu
tapað stigum. Valur náði
Stjörnunni og KA að
stigum á toppi deildar-
innar og FH-ingar eru
líka taplausir eftir þrjár
umferðir en gerðu sitt
annað jafntefli. Bæði
mörkin á Valsvellinum
voru skoruð úr víta-
spyrnum. » 3
Jafntefli og allir
tapa stigum
„Átta dögum fyrir Norðurlandamótið
tjáði læknirinn mér að óhætt væri að
fara í rólegar gönguferðir. Ég fór þá í
hálftíma göngutúr í Öskjuhlíðinni en
leið eins og ég hefði farið í gegnum
maraþonhlaup. Ég var eftir mig vegna
veikindanna og lyfjanna,“ segir júdó-
kappinn Þormóður Árni Jónsson sem
þrátt fyrir slæmt
heilsufar undan-
farið stóð uppi sem
Norðurlanda-
meistari um
helgina.
» 1
Hálftíma göngutúr var
eins og maraþonhlaup
Þór/KA hélt áfram sigurgöngu sinni í
gærkvöld og er með fullt hús stiga á
toppnum eftir fjóra leiki í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu. Akureyrarliðið
vann Hauka 2:0. Breiðablik og FH unnu
bæði sinn þriðja leik, Blikar sigruðu
Fylki 2:0 og FH lagði KR að velli, 2:1.
Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra
María Jessen léku báðar sinn fyrsta
leik eftir langvarandi meiðsli. »2
Akureyringar áfram
á sigurbrautinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, færði fyrir hönd fyr-
irtækisins fulltrúum nokkurra
sveitarstjórna í Færeyjum, hafn-
arstjórna og fyrirtækja sérstakt
veggspjald að gjöf í liðinni viku.
„Færeyingar hafa alltaf sýnt Ís-
lendingum mikinn hlýhug og við
reynum að endurgjalda þeim vinátt-
una,“ segir Gísli.
Hluti stærra korts
Agnar Jónsson, kortagerðar-
maður hjá Sjóminjasafninu í
Reykjavík, fékk þá hugmynd fyrir
nokkrum árum að taka saman upp-
lýsingar um skipskaða við Ísland frá
1870. Hann leitaði víða fanga, meðal
annars hjá Færeyingum, og kynnti
hugmyndina fyrir Gísla Gíslasyni.
„Hann greip hana á lofti og við Guð-
jón Ingi Hauksson auglýsingateikn-
ari útbjuggum síðan kort, sem var
til sýnis á Miðbakkanum sumrin
2014 til 2016,“ segir hann.
Gísli segir að upplýsingarnar hafi
vakið mikla athygli ferðalanga og
annarra. Færeysk skip hafi verið
áberandi í samantektinni og því hafi
verið ákveðið að gera sérstakt kort
yfir 12 tonna og stærri færeysk
skip, sem fórust við Ísland 1870-
1993.
Mikill fróðleikur er á kortinu.
Greint er frá nöfnum og gerð skip-
anna, hvaðan þau voru, hvar þau
fórust og hvenær og hvað margir
létu lífið hverju sinni. Um er að
ræða 66 skip og 400 manns. Gísli
bendir á að atvinnuþátttaka Fær-
eyinga á Íslandi á árum áður hafi
verið meiri en gengur og gerist og
mikilvægt sé að halda þeirri sögu
lifandi. „Þessi kort eru gulls ígildi
og merkileg heimild,“ segir hann.
„Þau minna okkur og Færeyinga á
liðna tíð og þær fórnir sem þeir hafa
fært í fiskveiðum.“
Gísli segist lengi hafa verið með-
vitaður um áhuga Færeyinga á sjó-
sókn þeirra við Ísland, en það hafi
komið skemmtilega á óvart að alls
staðar, þar sem hann hafi afhent
kort, hafi hann fundið fyrir sterkri
tengingu móttakenda við þessar
eldri kynslóðir sjómanna. „Skip-
skaðarnir snerta marga beint per-
sónulega og margir þekkja vel til
bæði skipanna og áhafnanna sem
hafa farist.“
Í þessu sambandi má nefna að
Annika Olsen, borgarstjóri í Þórs-
höfn, fann strax á kortinu kútterinn
Verðandi frá Tóftum, sem fórst á
Húnaflóa austur af Horni 26. októ-
ber 1944, en langafi hennar var á
meðal 15 skipverja. „Við gleymum
þessu aldrei,“ sagði hún og þakkaði
af alhug fyrir rausnarlega gjöf.
Fórnir Færeyinga kortlagðar
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kom færandi hendi til Færeyja
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Þórshöfn í Færeyjum F.v.: Gunvør Balle varaborgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Júlíus Víðir Guðnason skipstjóri og Annika Olsen borgarstjóri.
Sjávarútvegssýningin í Klakksvík Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, og Jógvan Skorheim, bæjarstjóri í Klakksvík, hlusta á Gísla.