Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
✝ Eyþór GuðjónHauksson fædd-
ist á Sauðárkróki
10. desember 1955.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 9. maí 2017.
Foreldrar hans
eru Haukur Har-
aldsson, f. 5. maí
1927, d. 9. sept-
ember 2013, og Erla
M. Guðjónsdóttir, f. 3. september
1932. Systir Eyþórs er Jóhanna
Hauksdóttir, f. 8. mars 1959.
Maður hennar er Kristján A.
Ómarsson, f. 19. febrúar 1962,
og sonur þeirra er Haukur Krist-
jánsson, f. 4. apríl 1989. Unnusta
hans er Ylfa Rún Sigurðardóttir
f. 21. ágúst 1992.
Eyþór var fæddur og uppalinn
á Sauðárkróki. Hann lauk lands-
prófi frá gagnfræðaskóla Sauð-
árkróks 1971. Þá lauk hann
hann kapp á að halda tungumál-
inu við eftir heimkomu frá
Þýskalandi. Það gerði hann með-
al annars með bókalestri,
ástundun þýskunámskeiða og
með þýsku sjónvarpsefni. Eyþór
byrjaði ungur að spila bridge
sem var hans helsta áhugamál í
gegnum tíðina. Við spilaborðið
eignaðist hann góða vini og vann
til verðlauna. Báðir foreldrar
hans spiluðu bridge og var því
ósjaldan gripið í spilin þegar Ey-
þór heimsótti þau norður. Þrátt
fyrir að honum hafi líkað einkar
vel að búa í Reykjavík var hann
heimakær og fór öll jól norður til
foreldra sinna sem og heimsótti
þau flest sumur. Eyþór var ávallt
fús til frekara náms og stundaði
hann meðal annars tölvu-,
teikni-, og málaranámskeið og
málaði reglulega síðastliðin ár.
Útför Eyþórs fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 18. maí 2017, klukkan 13.
sveinsprófi í húsa-
smíði frá Iðnskól-
anum á Sauðárkróki
1976. Eftir það flutti
hann til Reykjavíkur
og lauk raun-
greinadeildarprófi
frá Tækniskólanum
1979 og brautskráð-
ist frá sama skóla
sem bygging-
artæknifræðingur
árið 1982. Þótti hann
góður námsmaður, sérstaklega á
sviði raungreina eins og stærð-
fræði og eðlisfræði. Eyþór vann
við byggingar- og smíðatengd
störf allan sinn starfsferil. Hann
starfaði helst á vegum verktaka
á höfuðborgarsvæðinu og voru
þeir fjölmargir í gegnum árin.
Hann fluttist til Þýskalands á tí-
unda áratugnum, starfaði þar til
nokkurra ára við húsasmíðar og
ferðaðist um landið. Þýskan var
Eyþóri alltaf hugleikin og lagði
Elsku besti Eyþór minn, nú líður
þér betur, og ert laus við þrautirn-
ar. Ég mun sakna skemmtilegu
stundanna okkar og allra símtal-
anna en þú varst svo duglegur að
hringja alltaf í mig norður. Eyþór
minn fæddist á dimmasta tíma árs-
ins í desember en færði okkur for-
eldrunum mikla hamingju og gleði.
Það kom snemma í ljós að hann
hafði rólega og góða skapgerð og
var góðum gáfum gæddur. Nokkr-
um árum síðar fæddist Jóhanna
systir hans og var þá litla fjölskyld-
an fullsköpuð. Í nágrenninu voru
aðrar barnafjölskyldur svo hann
eignaðist fljótt góða leikfélaga.
Skólaárin liðu fljótt og fór hann í
smíðanám á heimaslóðum. Eftir
það lá leiðin til Reykjavíkur til frek-
ara náms. Borgarlífið átti alltaf vel
við hann en jafnan kom hann heim í
jóla- og sumarfríum. Þá var oft far-
ið í góða bíltúra því Eyþór átti alltaf
góða bíla. Einnig var oft slegið í slag
því hann var góður bridgemaður.
Nú eru þetta allt minningar. Að
leiðarlokum þakka ég þér fyrir
samfylgdina og þína ljúfu fram-
komu við mig alla tíð.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð blessi minningu þína.
Erla.
Elsku bróðir. Mig óraði ekki
fyrir því að þú myndir kveðja okk-
ur svona snemma. Nú ertu laus
við þrautirnar og ert farinn á
víddir annarra heima og eins og
þú orðaðir það þegar faðir þinn
lést. Þetta voru stutt en erfið veik-
indi hjá þér og var ljóst frá upp-
hafi að þetta yrði mjög erfitt. Þú
undir hag þínum vel hér í borginni
og stóðst þig vel í þinni iðngrein,
smíðunum. Eftir þig liggja falleg
húsgögn sem þú gerðir fyrir okk-
ur fjölskylduna. Samband okkar
var alltaf gott en ólík vorum við og
þótti okkur gaman að kýta við
hvort annað. Þú hafðir góða nær-
veru og varst til staðar þegar við
þurftum á aðstoð að halda. Fyrir
það er ég þakklát. Þú komst
reglulega til okkar í heimsókn á
laugardögum með dagblöðin sem
við lásum og ræddum svo málefni
líðandi stundar. Það voru góðar
samverustundir hjá okkur.
Eyþór var áhugamaður um
bridge og spilaði reglulega í
bridgesambandinu, tók þátt í
keppnum og spilaði hann mikið á
internetinu síðustu ár. Hann átti
íslenska og erlenda spilavini en
þeir voru helst frá Þýskalandi.
Hann hafði mikinn áhuga á
Þýskalandi og þýsku máli eftir að
hann dvaldist þar við vinnu. Hann
nefndi það oft við mig hvað ferða-
lögin á bjórhátíðirnar voru
skemmtileg og eftirminnileg. Nú
að leiðarlokum vil ég þakka þér
fyrir allar okkar samverustundir
og er ég einnig þakklát fyrir að við
fjölskyldan gátum verið saman
hjá þér þegar þú kvaddir okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning þín.
Þín systir
Jóhanna.
Jæja, elsku frændi minn. Þá er
þessari stuttu en erfiðu baráttu
lokið. Þú gerðir þér vel grein fyrir
alvarleika veikinda þinna en ekki
grunaði okkur að þetta ætti eftir
að enda svona snöggt.
Ein af fyrstu minningunum
mínum um okkur er frá því þegar
þú varst búsettur í Þýskalandi og
ég þá líkega um 5 eða 6 ára gamall.
Þá sendir þú mér reglulega gjafir,
oftast legó en einnig gríðarmörg
kinderegg. Það sem mér þótti
einna best við þau var að inni í
þeim var oftast eitthvað sem
krafðist þess að vera sett saman.
Það átti einnig við legóið og sam-
anstóð stóra legósafnið mitt lík-
lega mestmegnis af legói sem þú
hafðir fært mér að gjöf til margra
ára, einnig eftir að þú komst heim.
Þú hefur svo gantast með það ár-
lega alla tíð síðan, að í jólagjöfinni
þinni til mín sé bara legó. Það var
nú síðast bara um liðin jól en þá
var gjöfin öllu veglegri, gjafabréf
handa okkur Ylfu Rún út að borða
á einum flottasta veitingarstað
landsins. Þú varst alltaf svo góður
við mig, frændi. Hafðir nýlega
smíðað handa mér bókaskáp og
sett upp gardínur fyrir okkur Ylfu
Rún í nýju íbúðinni. Vinnustiginn
þinn er enn þá hjá okkur út á svöl-
um, enda ætlaðirðu þér einnig að
setja upp gardínurnar í stofunni.
Reglulegu laugardagsheim-
sóknirnar þínar á Kleppsveginn
spanna nú líklega um og yfir 20 ár.
Ég man að um árabil komstu upp
á hvern laugardag og alltaf var ég
jafn spenntur að hitta frænda. Nú
á seinni árum eftir að ég byrjaði í
náminu komstu oft inn í herbergi
til mín, fannst einhverja læknabók
og spurðir mig hvort ég væri
nýbúinn að kaupa þessa. Alltaf
tókst þér svo að spyrja mig heldur
erfiðra spurninga um námið og
fræðin, oft með heimspekilegu
ívafi. Sjaldnast átti ég svör á
reiðum höndum enda var yfirleitt
aldrei neitt eitt rétt svar við þínum
spurningum. Fyrir um 2-3 árum
ákvað ég svo að vera duglegri við
að heimsækja þig. Það hef ég gert
og er ég í dag gríðarlega ánægður
með það. Það voru góðir stundir,
einfaldar og þægilegar. Síðast hit-
uðum við okkur upp ömmu-pizzu
með nautahakki, tókum því rólega
og skoðuðum landafræði á Google
Earth. Þú varst nægjusamur, ein-
lægur, duglegur og hlýr. Ég á eftir
að sakna þín alveg ógurlega,
frændi.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði.
Þinn frændi,
Haukur.
Elsku Eyþór. Það var svo ein-
staklega gaman alltaf að hitta þig.
Ég á eftir að sakna þess sérstak-
lega að heilsa þér. Þú tókst á móti
manni með þetta bjarta, glaðlega
bros og svo föðmuðumst við. Mér
hefur aldrei fundist ég eins lítil og
á þessum stundum enda varstu
svo hávaxinn. Jafnvel undir það
Eyþór Guðjón Hauksson
✝ Sigríður VilborgGuðmundsdóttir
fæddist á Ísafirði 12.
október 1939. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Ási í Hveragerði
27. apríl 2017. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún Sig-
urðardóttir, hús-
freyja á Ísafirði og
síðar kaupkona í
Hafnarfirði, f. 1907, d. 1988, og
Guðmundur Sveinsson, bókari á
Ísafirði og síðar kaupfélagsstjóri
í Hafnarfirði, f. 1905, d. 1947.
Systkini Sigríðar Vilborgar eru
Bragi, f. 1932, d. 20. febrúar
2008, Jón Páll, f. 1935, d. 5. maí
Sigríður Vilborg eignaðist
börnin sín ung og var orðin fjög-
urra barna móðir þegar hún var
aðeins 25 ára. Eftir að börnin
urðu eldri og sjálfstæðari þá hóf
Sigríður Vilborg störf í bóka-
versluninni Vedu í Kópavogi sem
hún og Pétur festu síðan kaup á .
Sigríður Vilborg sá alfarið um
reksturinn á þeirri búð í áraraðir
og var bókabúðin oft eins og
hálfgert félagsheimili í Kópa-
vogi.
Eftir að Sigríður seldi búðina
fluttu hún og Sævar til Þorláks-
hafnar. Þar undi hún hag sínum
vel og tók mikinn þátt í öllu
eldriborgarastarfi á staðnum.
Þegar heilsunni tók að hraka var
hún fyrst í dagvistun en fór síðan
á Kumbaravog. Þegar Kumb-
aravogi var lokað fluttist hún á
Ás í Hveragerði .
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
2015, Kristín Svein-
björg, f. 1941, og
Guðrún Guðmunda,
f. 1945. Sigríður Vil-
borg giftist Pétri
Þresti Sveinssyni
þann 24. maí 1958 og
eignuðust þau fjögur
börn, Vilmar, Guð-
nýju, Guðrúnu og
Þórunni. Barnabörn-
in eru 12 og lang-
ömmubörn sex. Sigríður Vilborg
og Pétur Þröstur skildu. Sigríð-
ur Vilborg giftist Sævari Björns-
syni 16. júní 1994. Börn hans eru
Jóhann, Björn, Sæunn og Ing-
veldur. Barnabörn hans eru níu
og langafabörn fimm.
Mamma ólst upp í Hafnarfirði
og var þriðja í röð fimm systkina.
Faðir hennar lést þegar yngsta
barnið var nýfætt og amma stóð
uppi með barnahópinn. Hún hóf þá
verslunarrekstur til að sjá fyrir
sér og barnahópnum. Hvernig
amma tókst á við þetta með dugn-
aði og jákvæðni var sá raunveru-
leiki sem mamma ólst upp við og
mótaði hana og hennar systkini.
Leiðir mömmu og föður okkar,
Péturs Þrastar Sveinssonar, liggja
sama og reisa þau sitt heimili á
Snælandi í Kópavogi þar sem
Sveinn og Guðný, föðurafi og
amma okkar, voru með búskap.
Þar fæðumst við systkinin fjögur
með stuttu millibili, það fyrsta
1959, og ölumst upp. Á meðan við
erum að slíta barnsskónum er
mamma að mestu leyti heimavinn-
andi eins og fleiri konur sem
bjuggu á torfunni. Við krakkarnir
á Snælandi gátum því leikið okkur
áhyggjulaus undir vökulum aug-
um mæðrahóps í Hagkaupsslopp-
um reykjandi Viceroy.
Afi og amma á Snælandi tóku
ástfóstri við tengdadóttur sína og
voru henni og okkur gríðarlega
mikilvæg í uppvextinum. Í minn-
ingargrein um Svein afa segir hún:
„Ég tel það mína mestu lífsgæfu að
hafa átt Guðnýju og Svein sem voru
mér sem móðir og faðir og félagar.“
Mamma var listræn, málaði og
var nýjungagjörn í matargerð.
Hún saumaði á okkur systkinin og
allt lék í höndum hennar. Þegar
við systkinin vorum að komast á
unglingsárin hóf mamma störf í
bókabúðinni Vedu. Síðar keyptu
foreldrar okkar þá verslun og rak
hún hana með glæsibrag í fjölda
ára. Þar nýttust kostir hennar vel
og það uppeldi sem hún hafði með
sér frá ömmu. Hún vann langan
vinnudag, átti auðvelt með sam-
skipti við viðskiptavini, starfsfólk
og birgja, og smekkvísi hennar
nýttist við útstillingar og uppröð-
un. Síðast en ekki síst nýttist létt
lund hennar og færnin til að sjá
skoplegar hliðar hlutanna vel þeg-
ar mikið álag var í verslunar-
rekstrinum. Öll störfuðum við
systkinin þar meira og minna í
versluninni og enn þann dag í dag
erum við oft spurð að því hvort við
séum eitt af Vedu-systkinunum.
Leiðir foreldra okkar skildi og
síðar giftist hún Sævari Björns-
syni. Þau áttu saman góð ár, ferð-
uðust mikið og nutu lífsins. Þau
fluttu til Þorlákshafnar og þar var
mamma virk í kórstarfi eldri borg-
ara, málaði, prjónaði lopapeysur
og naut lífsins. Mamma greindist
með Alzheimer og Sævar sýndi
henni mikinn stuðning og um-
hyggju. Hún var seinustu árin á
Kumbaravogi og leið þar mjög vel,
naut góðrar umhyggju, settist með
starfsfólkinu og tók með þeim lag-
ið.
Elsku mamma, hafðu þökk fyrir
allt.
Vilmar, Guðný,
Guðrún og Þórunn.
Elsku mamma.
Þótt dauðinn sé líkn eru alltaf
tímamót að kveðja, hugurinn reik-
ar aftur til bernskunnar og minn-
ingarnar streyma fram.
Þú alltaf að stússast, sauma,
prjóna, mála og veggfóðra heim-
ilið. Á vor- og sumarkvöldum að
vinna í garðinum.
Mig, unglinginn, langar óskap-
lega mikið í tískujakka sem kost-
aði mikið og ekki til peningar. Þá
saumaðir þú fyrir mig jakkann.
Ég í hjúkrunarnámi og þú að
hlýða mér yfir fyrir próf, mikið
hlegið þegar þú varst að bera fram
latnesk læknisfræðiheiti.
Ég, ung einstæð móðir, þú og
pabbi veittuð mér ómetanlega að-
stoð.
Við í Ástralíu á 70 ára afmælinu
þínu. Síðasta faðmlagið.
Góða nótt, sofðu rótt, suumu-
leiðis.
Þín dóttir,
Guðný.
Elsku Sigga amma mín er fallin
frá. Amma var yndisleg kona, hlý
og umhyggjusöm. Það var gott að
vera nálægt henni og spjalla um
daginn og veginn.
Mér eru minnisstæðar allar
stundirnar sem við áttum saman í
bókabúðinni. Þar fékk ég að taka
þátt í ýmsum störfum og amma
kenndi mér helstu handtökin. Ég
fékk að verðmerkja, afgreiða, taka
upp sendingar og pakka inn
vörum, ásamt öðrum verkefnum
sem eru mér eftirminnileg úr
barnæsku. Þessar stundir með
ömmu voru mér dýrmætar og mér
leið alltaf vel að vera með henni í
bókabúðinni að spjalla og fá okkur
kaffibolla, þó mínir hafi nú verið
mjólk með smá kaffi. Hún lagði
einnig mikla áherslu á að við pöss-
uðum okkur vel og kenndi okkur
að halda rétt á skærum og passa
okkur á bílunum.
Sigga amma var hæfileikarík
handavinnukona og gaf okkur
frændsystkinunum mikið af falleg-
um handprjónuðum munum sem
nýttust alltaf vel. Einnig málaði
hún og skreytti fallega glermuni.
Mér þykir mjög vænt um það í dag
að eiga þessa fallegu muni til þess
að minna mig á ömmu og allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Amma aðstoðaði mig
stundum með handavinnuverkefni
og kenndi mér að hekla. Þó ég sé
ekki með hennar handavinnuhæfi-
leika finnst mér ennþá gaman að
prjóna og mér finnst það alltaf
tengja mig við ömmu. Ég minnist
Sigríður Vilborg
Guðmundsdóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
ELVA M. ÓLAFSDÓTTIR,
Aflagranda 40, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum 7. maí.
Ættingjar vilja koma á framfæri þökkum til
starfsfólks Vífilsstaða og starfsfólks deildar
12 E, Landspítala.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Útförin var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Heimir Guðjónsson Ragnhildur Elín Lárusdóttir
Ólafur Guðjónsson Lísbet Ósk Karlsdóttir
Haukur Heimisson Baldur Búi Heimisson
Guðjón Karl Ólafsson Hilmir Freyr Heimisson
Elva Björk Ólafsdóttir Ásta Lovísa Heimisdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
RAFNS HARALDSSONAR
frá Bræðrabóli,
Ölfusi.
Sigurbjörg Jónsdóttir
Daði Rafnsson Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir
Hlín Rafnsdóttir Derek Murphy
Rafn Haraldur Rafnsson Ásgerður Kristrún Sigurðard.
Sigríður Rafnsdóttir Manello Marakabei
og barnabörn
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, amma
og langamma,
EDDA ÍSAKS
frá Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 8. maí.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Rafn Sigurbergsson
Rún Rafnsdóttir
Páll Rafnsson
Grétar Rafnsson
og fjölskyldur
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
SVEINN SIGURBJÖRNSSON,
varð bráðkvaddur á Skógarbæ 29. apríl.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar
fyrir góða umönnun.
Ósk Sveinsdóttir Karl Þór Þorvaldsson
Ari Sveinsson
og barnabörn