Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is ótorlokar ir allar stærðir kerfa. tum einnig boðið mótorloka llar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss M fyr Ge á a LLA-308 PRO álstigi 2,27-5,05 m 17. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tröppur og stigar LFD 90AL70x33x100 cm 9.990 3x rep 99 LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 16.990 Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.390 Áltrappa 3 þrep 3.990 Í ÖLLUMSTÆRÐUMOG GERÐUM Elín Friðriksdóttir, húsfreyja og hússtjórn- arkennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, er látin á 94 aldursári. Elín var fædd á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði, en ólst upp á Sunnuhvoli í sömu sveit og var elst þrett- án barna Friðriks Kristjáns Hallgríms- sonar og Unu H. Sig- urðardóttur. Elín var gagnfræð- ingur frá Héraðsskól- anum á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, tók svo húsmæðrakennarapróf frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands ár- ið 1948 og stundaði m.a. framhalds- nám í hússtjórnar- og hótelfræðum í Kaupmannahöfn. Elín bjó og starfaði á Laugum, þar sem hún rak Sumarhótelið á Laugum ásamt manni sínum Óskari Ágústssyni íþrótta- kennara og kenndi við Húsmæðraskólann á Laugum. Óskar lést árið 2011 á 91. aldurs- ári. Elín og Óskar bjuggu síðari búskap- arár sín á Kvisthaga í Reykjavík, en fluttu svo í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Börn þeirra eru Ágúst Óskarsson, Hermann Óskarsson, Knútur Ósk- arsson og Una María Óskarsdóttir. Afkomendur Elínar eru á fjórða tug- inn. Andlát Elín Friðriksdóttir Nýi Magni var í reglubundnu viðhaldi í Slippnum við gömlu höfnina í Reykjavík. Tæp 11 ár eru síðan bát- urinn fékk nafn sitt við hátíðlega athöfn á sjómanna- deginum á Miðbakka árið 2006. Báturinn var keyptur frá skipasmíðastöðinni Damen í Hollandi líkt og drátt- arbátarnir Haki og Jötunn. Báturinn er fimmti í röðinni með sama nafni en fyrsti Magni var keyptur fyrir Reykjavíkurhöfn árið 1928, notaður frá Þýskalandi. Nýi Magni hefur togkraft allt að 39,5 tonnum en til samanburðar hafði öflugasti bát- ur hafnarinnar til þessa 17 tonna togkraft. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fimmti Magni í viðhaldinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Fluglestarinnar – þróunar- félags, segir að í sumar muni skýrast hvort og þá með hvaða hætti fyrir- huguð fluglest muni tengjast leiða- kerfi fyrirhugaðrar borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé unnið í samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Fluglestin yrði ofanjarðar frá Keflavíkurflugvelli til Straumsvíkur og svo neðanjarðar að endastöð á höfuðborgarsvæðinu. Á korti hér til hliðar má sjá mögulega legu hennar. Runólfur segir rætt um að tengja verkefnið við borgarlínuna. Endastöð verði á BSÍ-reitnum „Við erum þessa dagana að ræða við þá sem standa að borgarlínu- verkefninu um tengipunkta og snertifleti. Við höfum unnið út frá því í samráði við Reykjavíkurborg að endastöðin verði á BSÍ-reitnum og að ein millistöð sé í suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir máli að hún sé afar vel tengd við al- menningssamgöngur, þar með talið borgarlínu. Við fáum á næstu vikum vonandi niðurstöður greiningarvinnu sem al- þjóðlegt verkfræðifyrirtæki, Tracte- bel, hefur unnið fyrir okkur. Þar er- um við m.a. að skoða heppilega staðsetningu á þessari millistöð og aðra valkosti fyrir endastöð.“ Runólfur segir spurningakönnun meðal innlendra og erlendra flugfar- þega benda til að það borgi sig ekki að hafa endastöð í Straumsvík. Millistöð í Kringlunni? Notkunin verði ekki nógu mikil til að svara kostnaði. Ásamt BSÍ-reitn- um séu Kringlan og Smáralind nú álitnar mögulegar endastöðvar. Þá sé horft til þess að hafa millistöð í Hafnarfirði, á Vífilsstöðum, í Smára- lind eða í Kringlu. Millistöðin verði tengd við almenningssamgöngur. „Það er lykilatriði að tæpur helm- ingur af þeim farþegum, sem við ger- um ráð fyrir, er aðrir farþegar en flugfarþegar. Þeir eru að ferðast til og frá vinnu og í öðrum erindagjörð- um. Það er mjög mikið atriði fyrir okkur að tengja þetta atriði vel við borgarlínuna. Og reyndar aðrar al- menningssamgöngur.“ Á kortinu hér til hliðar má sjá hug- myndir að legu lestarganga fyrir fluglestina á höfuðborgarsvæðinu. Þessar leiðir voru markaðar til að greina jarðfræðilegar forsendur gangagerðarinnar. Runólfur segir leiðir 3 og 4 hafa verið taldar óhagkvæmar. Það sé m.a. vegna þess að þær liggi undir sjó að hluta. Verkfræðilegir ráðgjaf- ar hafi komist að þessum niðurstöð- um. Ræðir þar um Verkfræðistofuna Eflu, Tractebel og fleiri erlend fyrir- tæki. Meðal þeirra er Per Aarsleff AS í Danmörku, sem er stærsti hlut- hafinn í Fluglestinni – þróunarfélagi. Dýpið reyndist of mikið „Út frá verkfræðilegum forsend- um er dýpið í þessum leiðum of mik- ið. Leið 4 er til dæmis að töluverðum hluta undir sjó og út frá öryggiskröf- um fylgja því vandræði varðandi neyðarútganga. Það yrði erfitt í framkvæmd. Leið 3 liggur m.a. undir Fossvoginn. Það kemur í ljós að brekkan [eftir að komið er yfir Foss- voginn] yrði of brött að endastöðinni [á BSÍ-reitnum]. Það falla því flest vötn til þess Dýrafjarðar sem leið 1 er. Hún liggur um Smáralind, Vífils- staði og Kringluna. Það sem mælir með henni eru betri tengingar við út- hverfin,“ segir Runólfur. Hann segir fleiri en eina millistöð koma til greina fyrir fluglestina. Sé ein millistöð sé ferðatími frá Kefla- víkurflugvelli innan við 20 mínútur. Fluglestin þoli lengri ferðatíma. Spurningakannanir bendi til þess. Skoða millistöðvar fyrir fluglestina  Leið 1 er nú talin fýsilegust  Á næstu vikum skýrist hvort og þá hvernig kerfið verður tengt við borgarlínuna Möguleg lega lestarganga á höfuðborgarsvæðinu REYKJAVÍK KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR Heimild: Verkfræðistofan EFLA Kársnes Álftanes Öskjuhlíð Mjódd Vífilsstaðir Vatnsmýri Hamra- borg Kringlan Smára- lind Hvaleyrar- holt Straumsvík LEIÐ 1 LEIÐ3 LEIÐ 4 LEIÐ 2 Nýi kjarasamningurinn sem Verka- lýðsfélag Akraness og Elkem Isl- and gerðu sl. föstudag er mjög góð- ur og í anda samnings starfsmanna Norðuráls, að mati formanns fé- lagsins en samningurinn hefur nú verið kynntur starfsmönnum. Á vefsíðu VFLA eru tekin dæmi þar sem segir t.d. að ofngæslumenn hækki um 9% í heildarlaunum á fyrsta ári samningsins. „Heild- arlaun ofngæslumanns með 10 ára starfsreynslu voru fyrir samning- inn fyrir utan desember- og orlofs- uppbætur 517.609 kr. en fara upp í 564.988 kr. sem er tæplega 50.000 kr. hækkun á mánaðarlaunum eða eins og áður sagði 9,15%,“ segir þar. Þá var bónuskerfið lagfært en það getur gefið að hámarki 10,5%. Orlofs- og desemberuppbætur hækka umtalsvert og hækka um 11,3% á fyrsta ári. Þá var samið um starfstengt nám í svokölluðum El- kem-skóla. Umtalsverðar hækk- anir hjá Elkem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.