Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Undirbúningur svokallaðrarborgarlínu er kominn ótrú-
lega langt miðað við það að umræð-
ur um hana hafa varla farið fram.
Fjölmiðlar fjalla varla um málið,
sem þó mun í það
minnsta kosta tugi
milljarða króna.
Þetta áhugaleysi er
gagnrýnivert þegar
svo miklir fjárhags-
legir hagsmunir
skattgreiðenda eru
í húfi, en er því mið-
ur allt of algengt.
Og enginn skyldi fara í graf-götur um að borgarlínan verð-
ur ekki lögð nema fyrir skattfé.
Hún mun aldrei bera sig. Og hún
verður ekki heldur lögð fyrir þá
skatta sem þegar eru innheimtir, til
að leggja línuna þarf skattahækk-
anir eða nýja skatta.
Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndiKjartan Magnússon borg-
arfulltrúi þau áform. Hann benti á
að undir forystu Samfylking-
arinnar í borgarstjórn hefðu skatt-
ar verið hækkaðir mikið, meðal
annars hefði útsvarið farið úr leyfi-
legu lágmarki upp í hámarks-
útsvar.
Kjartan bætti við: „Nú vill meiri-hlutinn leggja á nýjar álögur.
Hann getur ekki hækkað útsvarið
og það er orðið erfitt að sækja við-
bótartekjur með álagningu fast-
eignagjalda. Þá er fundin upp ný
leið til að leggja á skatta og fundið
upp fínt orð eins og innviðagjald.“
Mikilvægt er að borgarfulltrúarog aðrir kjörnir fulltrúar
Reykvíkinga og annarra íbúa höf-
uðborgarsvæðisins tjái sig með
skýrum hætti um þessar fyrirhug-
uðu framkvæmdir og þær skatta-
hækkanir sem þeim tengjast. Kjós-
endur verða að vita hvar fulltrúar
þeirra standa.
Kjartan
Magnússon
Fínt orð um
skattahækkanir
STAKSTEINAR
Matvælastofnun (MAST) hefur svipt
bónda á Suðurlandi öllum kindum
sínum, um fimmtán talsins. Í til-
kynningu frá stofnuninni segir að
ástæða sviptingarinnar sé sinnuleysi
umráðamanns en um er að ræða frí-
stundabónda.
Gunnar Þorkelsson, héraðs-
dýralæknir á Suðurlandi, segir að
búfjáreftirlitsmaður í vettvangsferð
hafi gert athugasemdir við aðbúnað
dýranna og umhirðu. Nauðsynlegt
sé að vitja sauðfjár daglega, sér-
staklega þegar á sauðburði stendur,
en úttekt leiddi í ljós að því var ekki
framfylgt. Í kjölfarið var eigand-
anum gert að bæta ráð sitt og hon-
um gefinn knappur frestur til þess.
Því var ekki sinnt og hefur dýrunum
þess vegna verið komið fyrir í umsjá
tilsjónarmanna þar til sauðburði lýk-
ur og féð heldur til fjalla. Gunnar
segir óvíst hvað verður um það
næsta vetur. Hann segir mál sem
þessi sem betur fer ekki algeng, en
þó komi þau alltaf upp af og til. Auk
vörslusviptingar er stofnuninni
heimilt að beita fjársektum en til
þess hafi ekki komið að þessu sinni.
agunnar@mbl.is
Frístunda-
bóndi svipt-
ur kindum
Sinnuleysi í sauð-
burði orsök sviptingar
Fyrsta skemmtiferðaskip sumars-
ins, Celebrity Eclipse, kom til hafn-
ar á Akureyri um síðustu helgi og
með því tæplega 3.000 farþegar. Fór
mikill fjöldi farþeganna austur í Mý-
vatnssveit með rútum meðan skipið
lá við bryggju.
Talning ferðamanna við eina vin-
sælustu náttúruperlu Mývatns-
sveitar gefur til kynna að skipakom-
unum fylgi aukaálag á viðkvæm
svæði, að því er fram kemur í frétt á
heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Í apríl voru settir upp teljarar til
að mæla umferð gangandi manna.
Samkvæmt teljara í Dimmuborgum
varð aðsóknarsprenging þar sama
dag og farþegarnir úr skemmti-
ferðaskipinu voru á faraldsfæti. Um
1.000 gestir sóttu Dimmuborgir um
hádegisbilið síðastliðinn laugardag
samkvæmt teljaranum, margföld sú
umferð sem er þar að jafnaði dag
hvern á þessum árstíma.
Í fréttinni er haft eftir Davíð Örv-
ari Hanssyni, sérfræðingi hjá Um-
hverfisstofnun í Mývatnssveit, að
slíkur fjöldi á svo skömmum tíma
valdi töluverðu álagi. Hann segir
mikilvægt að skipulagning hópferða,
ekki síst þegar um er að ræða þús-
undir einstaklinga, taki mið af því að
dreifa komum yfir sem lengstan
tíma. Það bæti bæði upplifun gesta
af náttúruperlum og dragi úr álagi á
náttúrugæði. sisi@mbl.is
Þúsund manns í Dimmuborgum
Farþegar skemmtiferðaskips Nýi teljarinn kom að góðum notum
Morgunblaðið/Golli
Dimmuborgir Vinsæll staður.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástSnickers vinnuföt í
Veður víða um heim 17.5., kl. 18.00
Reykjavík 7 rigning
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 4 skýjað
Nuuk 2 alskýjað
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 13 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 28 heiðskírt
Dublin 15 skúrir
Glasgow 15 skýjað
London 14 rigning
París 27 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 22 heiðskírt
Moskva 8 skúrir
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 24 heiðskírt
Róm 25 skýjað
Aþena 16 súld
Winnipeg 6 alskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 26 léttskýjað
Chicago 27 skýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:02 22:48
ÍSAFJÖRÐUR 3:39 23:20
SIGLUFJÖRÐUR 3:21 23:04
DJÚPIVOGUR 3:25 22:24