Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Enda Kenny, forsætisráðherra Ír-
lands, tilkynnti í gær að hann hygð-
ist láta af embætti, eftir að hafa
verið sex ár við stjórnvöl írsku rík-
isstjórnarinnar. Kenny, sem er 66
ára, verður í forsæti þar til í byrjun
júní þegar nýr formaður verður
kjörinn í flokki hans, Fine Gael.
Tími Kenny í pólitík
á enda runninn
Lok Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.
SVIÐSLJÓS
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Vindar blésu enn hressilega um Do-
nald Trump Bandaríkjaforseta í logni
og blíðu vestanhafs í gær. Tvennt er
nú í brennidepli; fréttir af beiðni hans
til forstjóra alríkislögreglunnar, FBI,
um að hætta rannsókn á meintum
samskiptum fyrrverandi þjóðarör-
yggisráðgjafa forsetans við Rússa, og
sú staðreynd að hann lét utanrík-
isráðherra Rússa á dögunum í té
leynilegar upplýsingar um hryðju-
verkasamtökin Ríki íslams sem
Bandaríkjamönnum höfðu borist frá
Ísraelum.
Æpandi þögn
Trump hefur verið iðinn við að tísta
á twitter síðan hann settist í forseta-
stólinn en athygli vekur að í gær-
kvöldi hafði hann enn ekki tjáð sig
persónulega um fréttir af minnisblaði
James Comey, forstjóra FBI, frá
fundi með forsetanum í febrúar. Tals-
menn Trumps hafa þó harðneitað því
að fréttirnar séu sannleikanum sam-
kvæmar.
„Ég vona að þú getir látið þetta
falla niður,“ hefur Comey eftir forset-
anum í ítarlegu minnisblaði sem dag-
blaðið New York Times greindi frá í
fyrrakvöld. Þar vísar Comey til sam-
tals þeirra forsetans um rannsókn á
meintum samskiptum Michael T.
Flynn við Rússa.
Bandarískir fjölmiðlar segja minn-
isblað Comey sýna að Trump hafi
reynt að hafa bein áhrif á rannsókn
dómsmálaráðuneytisins og FBI á
meintum tengslum samstarfsmanna
Trumps við Rússlands.
Nefndum Flynn var vikið úr starfi
þjóðaröryggisráðgjafa eftir að upp
komst að hann hafði rætt við Rússa
um efnahagslegar refsiaðgerðir
Bandaríkjamanna, áður en Trump
tók við embætti forseta. Ennfremur
kom í ljóst að Flynn laug um sam-
skipti sín við sendiherra Rússlands í
Bandaríkjunum, Sergey Kislyak.
Í gær fór leyniþjónustunefnd öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings þess á
leit við Comey að hann bæri vitni fyrir
nefndinni, bæði á opnum fundi og á
bak við luktar dyr. Trump rak Comey
nýlega úr starfi forstjóra FBI sem
kunnugt er.
„Við verðum að fá staðreyndirnar
fram,“ sagði Paul Ryan, flokksbróður
forsetans, leiðtogi repúblikana í full-
trúadeild þingsins, í gær. Haft var eft-
ir bæði repúblikönum og demókrötum
að rannsaka yrði málið ofan í kjölinn.
Fram kom að þingið hefur farið fram
á öll gögn um fund forsetans og FBI-
forstjórans sem kunna að vera fyrir
hendi í Hvíta húsinu, þ.á m. hljóð-
upptökur. Þingið hefur og óskað eftir
upplýsingum frá FBI um öll samskipti
Comey við ýmsa embættismenn, m.a.
Trump og Obama, fv. forseta.
Enn blása vindar hressilega
um forsetann í vorlogninu
Samskipti Trumps og forstjóra FBI skoðuð ofan í kjölinn Enn ekkert tíst
AFP
Sögulegur fundur Demókratinn Adam Schiff, fulltrúi í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar þingsins, fyrir fund með
fjölmiðlum í gær. Aftan við hann ljósmynd af Trump forseta og Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í síðustu viku.
Önnur umfangsmikil netárás, mun
stærri en árásin sem gerð var á
tölvukerfi heimsins í síðustu viku,
stendur nú yfir, að sögn sérfræðinga
hjá tölvuöryggisfyrirtæki.
Fram kemur í frétt frá AFP-
fréttaveitunni að nýja árásin, sem
nefnd er Adylkuzz, beinist að sömu
veikleikunum og WannaCry-árásin.
En í stað þess að frysta skrár og
krefja eigendur þeirra einskonar
lausnargjalds nýtir Adylkuzz-árásin
hundruð þúsunda tölva sem talið er
að hafi verið smitaðar af veiru sem
nota má til að komast yfir netgjald-
miðla og færa fé sem þannig verður
til yfir á reikninga höfunda tölvu-
veirunnar.
Sérfræðingar hjá alþjóðlega
tölvuöryggisfyrirtækinu Proofpoint
hafa orðið varir við þessa nýju árás,
að sögn Nicolas Godier, sem starfar
hjá fyrirtækinu. Netgjaldmiðar á
borð við monero og bitcoin nota tölv-
ur sjálfboðaliða, sem fá stundum
eitthvað fyrir sinn snúð, til að skrá
færslur. Á tölvur þessara notenda
herja netglæpamennirnir. Proof-
point segir í bloggfærslu að vegna
þess að þessi nýi tölvuormur láti lítið
fara fyrir sér og tölvunotendur verði
lítið varir við hann sé árásin mun
ábatasamari fyrir netglæpamenn-
ina. Í raun séu fórnarlömb árás-
arinnar að styðja árásarmennina
fjárhagslega án þess að vita af því.
AFP
Tölvubúnaður Fullyrt er að ný tölvuárás standi yfir þótt hljótt fari.
Önnur netárás sögð
vera yfirstandandi
Donald Trump lýsti því yfir í gær að
meðferð fjölmiðla á honum væri for-
dæmalaus. Hann var þá viðstaddur
brautskráningu nema úr skóla banda-
rísku strandgæslunnar í Connecticut
og ávarpaði útskriftarnemana. Forset-
inn hvatti þá til að fylgja fordæmi hans
og „berjast, berjast, berjast. Aldrei
nokkurn tíma að gefast upp. Allt fer vel
að lokum,“ sagði forsetinn. „Sjáið bara
hvernig ég hef verið meðhöndlaður
undanfarið. Sérstaklega af fjölmiðlum.
Enginn stjórnmálamaður í sögunni, um
það er ég alveg viss, hefur verið meðhöndlaður verr eða af meiri ósann-
girni. Slíkt má þó ekki láta hafa áhrif á sig.“
Fordæmalaus ósanngirni
TRUMP HVETUR NEMENDUR TIL DÁÐA
Donald Trump og Erin Reynolds, nem-
andi í strandgæsluskólanum.