Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 27
ins 1959-65, skrifstofustjóri Hús-
næðismálastofnunar ríkisins 1965-
70 og framkvæmdastjóri hennar
1971-98. Sigurður sat í flokks-
stjórn Alþýðuflokksins, var vara-
þingmaður flokksins og sat á þingi
1970 og 1971, borgarfulltrúi 1981-
86, sat í öryggismálanefnd Alþing-
is 1979-92, í sendinefnd Íslands á
allsherjarþingi SÞ 1972, í sendi-
nefnd íslenskra þingflokka á þing-
mannafundunum í Rostock 1971
og 1973, var dómnefndarformaður
við samkeppni um byggingu
Breiðholtskirkju í Mjódd, formað-
ur byggingarnefndar og formaður
safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í
Reykjavík um árabil.
„Ég var ekki nema sjö eða átta
ára þegar ég fór að velta fyrir
mér misskiptingu lífsgæðanna.
Mér duldist ekki að kjarni vand-
ans væri pólitískur, kynnti mér
stefnuskrár flokkanna, leist vel á
ýmis stefnuskráratriði þeirra
allra, en langbest á jafnaðarstefn-
una, stefnu Alþýðuflokksins. Átta
ára var ég orðinn harðsoðinn
jafnaðarmaður og hef verið það
síðan.“
Helstu áhugamál Sigurðar eru
fjölskyldan, bóklestur, innlend og
erlend stjórnmál, tónlist af ýms-
um toga og sagnfræðirannsóknir:
,,Þegar ég lét af störfum 66 ára,
dreymdi mig um að öðlast enn
eitt æviskeiðið. Sá draumur rætt-
ist. Nú er ég 85 ára en vona að ég
eigi enn eftir að sækja lengra
fram í sagnfræðinni.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar var Aldís
Pála Benediktsdóttir, f. 8.7. 1940,
d. 12.7. 2007, sérfræðingur. For-
eldrar hennar voru hjónin Bene-
dikt Sigurðsson, f. 26.9. 1909, d.
22.6. 1990, og Emelía Kjartans-
dóttir, f. 8.2. 1912, d. 2.12. 1945,
bændur á Grímsstöðum á Hóls-
fjöllum.
Börn Sigurðar og Aldísar Pálu
eru: 1) Guðrún Helga Sigurðar-
dóttir, f. 16.9. 1963, ökuleið-
sögumaður og blaðamaður með
socionom-próf í blaðamennsku og
pol. kand.-próf í stjórnmálafræði
en maður hennar er Friðrik Frið-
riksson arkitekt og eru börnin Al-
dís Eva Friðriksdóttir, f. 1990,
sálfræðingur, en dóttir hennar er
Emelía Rut Viðarsdóttir, f. 2011,
og Dagur Páll Friðriksson, f.
1991, læknanemi; 2) Benedikt
Sigurðsson, f. 19.4. 1965, bóksali
og BA í sagnfræði og bók-
menntum, og 3) Kjartan Emil
Sigurðsson, f. 23.2. 1971, leið-
sögumaður með MA-próf í stjórn-
málafræði og framhaldsnám í
Evrópufræðum.
Systkini Sigurðar: 1) Kristinn
R.G. Guðmundsson, f. 14.11. 1935,
fyrrv. yfirlæknir við heila- og
taugasjúkdómadeild Borgarspít-
alans; 2) Kristín Guðmundsdóttir,
f. 1.2. 1941, fyrrv. framkvæmda-
stjóri, og 3) Þorgrímur Guð-
mundsson, f. 1.2. 1941, fyrrv.
yfirlögregluþjónn.
Fóstursystir Sigurðar var Mar-
grét Pétursdóttir, f. 23.12. 1951,
d. 21.8. 1984, húsfreyja.
Foreldrar Sigurðar voru Guð-
mundur Kristinsson, f. í Reykja-
vík 22.1. 1906, d. 1.4. 1976, verka-
maður í Reykjavík, og k.h.,
Guðrún Ástríður Elimundardóttir,
f. á Hellissandi 10.7. 1906, d. 22.8.
1998, húsfreyja.
Úr frændgarði Sigurðar E. Guðmundssonar
Sigurður E.
Guðmundsson
Guðrún Björnsdóttir
húsfr. í Öndverðarnesi
Cýrus Andrésson
b. í Öndverðarnesi
Sigurlaug Cýrusdóttir
húsfr. á Hellissandi
Elimundur Ögmundsson
form. á Hellissandi
Guðrún Ástríður Elimundardóttir
húsfr. í Rvík
María Árnadóttir
húsfr. á Hellissandi
Ögmundur Jóhannesson
skáld og handlæknir á Hellissandi
Ólafur Elimundarson sagnfræðingur
Kristinn R.G.
Guðmundsson
fyrrv. yfirlæknir við
Borgarspítalann
Kristín Guðmundsdóttir
fyrrv. framkvæmdastjóri
Þorgrímur Guðmundsson
fyrrv. yfirlögregluþjónn
Sæmundur
Elimundarson
kaupm. og
sjúkraliði í Rvík
Matthías Viðar
Sæmundsson
prófessor í bók-
menntafr. við HÍ
Anna Elim-
undardóttir
húsfr. í Rvík
Erlendur
Haraldsson
prófessor
emeritus viðHÍ
Haraldur
Erlends-
son
geðlæknir
Ögmundur
Andrésson
b. á Hellu í
Beruvík og á
Hellissandi
Guðrún Cýrusdóttir
húsfr. á Hellissandi
Sólveig
Bergmann
Sigurðardóttir
húsfr.
Hólmfríður
Carlsdóttir
húsfr. í Rvík
Herbert
Guðmundsson
poppsöngvari
Karvel
Ögmundsson
oddviti,
útgerðarm. og
heiðursborgari
Njarðvíkur
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. á Leifsstöðum
Guðmundur Þorgrímsson
b. á Leifsstöðum
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristinn Gíslason
trésmiður í Rvík
Guðmundur Kristinsson
verkam. í Rvík
Gísli Jónsson
b. á Högnastöðum í Hreppum, af
Bolholtsætt og Víkingslækjarætt
Halldór Álfsson
b. í Simbakoti á Eyrarbakka
Valgerður Guðrún Halldórsdóttir
húsfr. á Akranesi
Halldór V.
Sigurðsson
ríkisendur-
skoðandi Guðrún Álfsdóttir
húsfr. á Högnastöðum, af Bergsætt
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Steingrímur Thorsteinssonfæddist á Arnarstapa á Snæ-fellsnesi 19.5. 1831, sonur
Bjarna Þorsteinssonar (Thorstein-
son) amtmanns og k.h., Þórunnar
Hannesdóttur. Bjarni var stiftamt-
maður, konferensráð og konungkjör-
inn alþm. Þórunn var dóttir Hannesar
biskups Finnssonar, biskups Jóns-
sonar, og varð stjúpdóttir Steingríms
Jónssonar biskups. Bróðir Steingríms
skálds var Árni Thorsteinson landfóg-
eti, náfrændur þeirra voru Hilmar
Finsen landshöfðingi og Níels Finsen,
Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði.
Hér á landi bjó Steingrímur lengst
af í húsi föður síns, fallegu timburbúsi
við Thorvaldsensstræti við Austur-
völl, við hlið Melstedshúss (nú
NASA), en þá var þetta stutta stræti
rómantískasta stræti bæjarins. Gegnt
því húsi, við Pósthússtræti þar sem
nú er Hótel Borg, bjó náfrændi
þeirra, Óli Finsen póstmeistari, faðir
Vilhjálms Finsen, annars stofnenda
Morgunblaðsins og fyrsta ritstjóra
þess.
Margir telja Steingrím merkastan
íslenskra, síðrómantískra skálda.
Hann naut mikilla vinsælda enda
dæmigerður rómantíkus og sjálfur
sérfræðingur í rómantík. Ljóð hans
loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til
íslenskrar náttúru. Tvennt hið síðar-
nefnda þótti mikilvægt framlag til
þjóðfrelsisbaráttunnar en Stein-
grímur var mjög handgenginn Jóni
Sigurðssyni forseta á Hafnarárum
sínum. Þá var Steingrímur háklass-
ískur að mennt, málfræðingur og
grísku- og latínumaður og mikilhæfur
þýðandi en þekktustu þýðingar hans
eru Þúsund og ein nótt og Ævintýri
H.C. Andersens.
Steingrímur lauk embættisprófi í
málfræði í Hafnarháskóla 1863 en
sneri ekki heim fyrr en 1872. Þá
kenndi hann við Latínuskólann og
varð þar rektor 1904.
Ýmislegt hefur verið skrifað um
Steingrím en Hannes Pétursson
skáld skrifaði afbragðsbók um ævi
hans og skáldskap.
Steingrímur lést 21. ágúst 1913.
Merkir Íslendingar
Steingrímur
Thorsteinsson
85 ára
Jóhanna Sigurðardóttir
80 ára
Bergþóra Gunnlaugsdóttir
Brynjar Ragnarsson
Hólmgeir Björnsson
Jónína S. Guðmundsdóttir
Sigurbjörn Valdemarsson
Stefán Baldvin Árnason
75 ára
Agnethe Kristjánsson
Ásgeir Rafn Guðmundsson
Björk Finnbogadóttir
Elísabet Proppé
Guðmundur J. Finnsson
Guðrún Gríma Árnadóttir
Guðrún H. Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Georgsdóttir
Jón Ágústsson
Jónína Sigríður Jónasdóttir
Kristján Jóhannsson
Margrét S. Þorkelsdóttir
Messíana Marsellíusdóttir
70 ára
Kjartan Þ. Kjartansson
Sölvi Stefán Arnarson
60 ára
Alma S. Guðmundsdóttir
Anna Wieczorek
Bergljót Bergsdóttir
Bryndís Hauksdóttir
Elín Hilmarsdóttir
Hjörtur Wium Vilhjálmsson
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Janusz Andrzej Niewczas
Jónína Þ. Stefánsdóttir
Laufey Valsteinsdóttir
Ólafur Hafsteinn Jónsson
Ólafur Sigurðsson
Sigurrós Þórarinsdóttir
Steinar Stefánsson
Sveinn Hreinsson
Sævar Sverrisson
Þorbjörg E. Guðgeirsdóttir
50 ára
Aðalsteinn Einarsson
Anna Lára Guðmannsdóttir
Artur Gruszfeld
Auður Sigurðardóttir
Björg Jakobína Þráinsdóttir
Björk Gísladóttir
Freyja Ólafsdóttir
Gestur Freyr Stefánsson
Guðný Jóna Jóhannsdóttir
Guðrún Dioscora V. Cuizon
Hákon Þór Sindrason
Jón Gísli Guðlaugsson
Jón Kristján Ólason
Katrín Guðmundsdóttir
Maria E. Derecho Magno
Sigrún Hallgrímsdóttir
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
Valdimar Stefánsson
Þóra Bjarnadóttir
40 ára
Anna Margrét Óskarsdóttir
Ásgeir Einarsson
Elín Guðrún Björnsdóttir
Friðjón Þórðarson
Henry Birgir Gunnarsson
Hulda Þórðardóttir
Kolbrún Svala Júlíusdóttir
Lára Dís Albertsdóttir
Óli Halldór Konráðsson
Pétur Óli Einarsson
Sigríður H. Hrafnkelsdóttir
Sólveig Helga Ákadóttir
Þórdís Þórðardóttir
30 ára
Birkir Már Jónsson
Edda Karlsdóttir
Helga María Þórhallsdóttir
Linn Miriam Gjeruldsen
Óttar P. Sharifi Ingólfsson
Sigmar Arnarson
Til hamingju með daginn
30 ára Margrét ólst upp
á Fáskrúðsfirði, býr þar, er
skólaliði og kennir heim-
ilisfræði við Grunnskólann
á Fáskrúðsfirði.
Maki: Páll Marinó Jóns-
son, f. 1979, vaktstjóri hjá
Securitas hjá ALCA.
Börn: Sólveig Una, f.
2010; Ágúst Leví, f. 2012,
og Bríet Helga, f. 2014.
Foreldrar: Lars Guð-
mundur Hallsteinsson, f.
1955, og Sólveig Þ. Sig-
urðardóttir, f. 1965.
Margrét Andrea
Larsdóttir
30 ára Jóhann ólst upp í
Reykjavík og Keflavík, býr
í Reykjanesbæ, lauk prófi
í fjármálaverkfræði frá HR
og er sérfræðingur hjá
ISAVIA.
Maki: Sigríður Tinna
Árnadóttir, f. 1987, flug-
freyja hjá WOW AIR.
Sonur: Sævar Freyr Jó-
hannsson, f. 2015.
Foreldrar: Sævar Már
Garðarsson, f. 1964, og
Guðríður Walderhaug, f.
1964.
Jóhann
Sævarsson
30 ára Ásta Björk ólst
upp á Flugumýri í Skaga-
firði, býr á Selfossi, lauk
prófum sem tamn-
ingamaður og þjálfari frá
Háskólanum á Hólum,
IAK einkaþjálfaraprófi frá
Keili, er þjálfari hjá Meta-
bolic á Selfossi og starfar
auk þess á Kiropraktor-
stöðinni í Reykjavík.
Foreldrar: Eyrún Anna
Sigurðardóttir, f. 1960, og
Páll Bjarki Pálsson, f.
1959.
Ásta Björk
Pálsdóttir
Frískandi húðvörur úr
suðrænum sítrusávöxtum
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaíslandÚtsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir
Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita
Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is