Morgunblaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Ég hef lesið ævisögur hans og finnst
hann magnað skáld sem lifði mögn-
uðu lífi,“ segir Sigurður Bragason
tónskáld um Jón Arason Hólabiskup
sem hálshöggvinn var í Skálholti árið
1550. Í tilefni þrjátíu ára afmælis Ár-
bæjarkirkju hefur Sigurður samið
nýtt tónverk eftir ljóðum Jóns. Kór
Árbæjarkirkju og Kammerkór Rey-
kajvíkur munu flytja verkið í kirkj-
unni í kvöld og ber það titilinn Einn
lagrænn píslargrátur. Þetta er annað
tónverkið sem frumflutt er eftir Sig-
urð á þessu ári en fyrir tveimur mán-
uðum var verkið Passía Krists flutt
eftir hann í Langholtskirkju af tvö
hundruð og fimmtíu manna kór og
fjórum einsöngvurum. „Þetta er búið
að vera mikil vinna en skemmtileg,“
segir Sigurður sem vann að báðum
verkunum samtímis.
„Undirbúningurinn hefur gengið
vel en þetta hefur verið mjög erfiður
tími því ég var að klára hitt verkið
fyrir tveimur mánuðum og var síðan
einnig byrjaður á þessu verki. Hitt
verkið var mjög ólíkt þessu – það var
miklu nútímalegra og ómstríðara. Ég
hélt að þetta næðist aldrei. En með
mikilli vinnu langt fram á nætur tókst
mér að ljúka við hvort tveggja. Síðan
hafa æfingarnar verið alveg stans-
lausar í marga mánuði á þessum
tveimur verkum.“
„Man ekki eftir að hafa samið
svona lagrænt verk áður“
Sigurður er tónskáld, kórstjóri og
söngvari með langan feril að baki.
Hann hefur stjórnað Árnes-
ingakórnum í Reykjavík, Kór
Kvennaskólans í Reykjavík, Kamm-
erkór Nýja tónlistarskólans og nú
Kammerkórnum í Reykjavík. Sem
söngvari hefur hann flutt verk eftir
mörg helstu skáld tónlistarsögunnar
og hlotið lof fyrir einsöngstónleika,
m.a. í Royal Concertgebouw í Amst-
erdam, einleikssal Carnegie Hall í
New York, John F. Kennedy Center
for the Performing Arts í Wash-
ington DC, Wigmore Hall íLondon,
Klettakirkjunni í Helsinki og Edvard
Munch safninu í Osló.„Það er gaman
að geta haldið þessu áfram þegar
maður er kominn á sjötugsaldur,“
segir Sigurður.
„Maður sér til hvernig tíminn vinn-
ur með manni.“ Að ósk Krisztinu
Kallo Szklenár organista átti nýja
verkinu að svipa til fyrra verks Sig-
urðar, Ave Maríu sem samin var eftir
texta Valdimars Lárussonar. „Ég
ákvað að fara eftir því og semja virki-
lega lagrænt verk með rætur í popp-
tónlist allt eins og í kirkjulegri tón-
list,“ segir Sigurður. „Ræturnar
koma hljómrænt séð frá þessum hlut-
um. Ég man ekki eftir að hafa samið
svona lagrænt verk áður. Þetta var
mjög gaman. Maður var nánast að
semja lög sem allir gætu sungið.“
„Eitt merkasta skáld
Íslendinga“
„Þar sem verkið verður líka flutt í
Skálholti hef ég haft svolítinn áhuga á
Jóni Arasyni,“ segir Sigurður. „Það
var magnað hvernig hann var tekinn
af lífi í Skálholti þegar kaþólskan var
lögð af, hversu dramatískt þetta var
allt saman og hvernig mótmælendur
hér fyrr tóku dramatískar ákvarðanir
um að taka þessa menn af lífi eins og í
Evrópu. Þetta voru gífurlega óhugn-
anlegir hlutir. Erasmus hafði lagt til
að þessi breyting á kirkjunni yrði ró-
leg og í samræmi við allt og með vilja
páfans og allra, að smám saman
myndi kirkjan þróast, sem hún gerði
auðvitað ekki. Þetta var ótrúlega
dramatískur tími. Mér finnst þetta
mjög spennandi tímar og gaman að
geta flutt þessi verk eftir þetta frá-
bæra skáld. Hann var á sínum tíma
eitt merkasta skáld Íslendinga.“
Verk Sigurðar er byggt á Kross-
vísum, Davíðsdiktum og Píslargráti
Jóns. Verkið verður flutt klukkan átta í
Árbæjarkirkju í kvöld áheyrendum að
kostnaðarlausu og síðan aftur í Skál-
holtskirkju 20. maí klukkan fjögur.
Tónskáldið Sigurður Bragason samdi tónverk við ljóð Jóns Arasonar sem flutt verður í Árbæjarkirkju í kvöld.
Lagrænir hljómar
í Árbæjarkirkju
Tónleikar haldnir í tilefni þrjátíu ára afmælis kirkjunnar
Nýtt verk Sigurðar Bragasonar flutt eftir ljóði Jóns Arasonar
Önnur úthlutun ársins úr Hönn-
unarsjóði fór fram í gær. Alls var 22
milljónum króna úthlutað í almenna
styrki og 1,5 milljónum í ferðastyrki.
Samtals bárust 82 umsóknir um 166
milljónir, en hægt var að sækja um
styrk í fjórum flokkum.
Sex verkefni hlutu hæstan styrk
eða 2 milljónir króna hvert. Þetta
eru: STEiNUNN fyrir Haute Cout-
ure Iceland; Hildur Björk Yeoman
fyrir markaðssetningu í Bandaríkj-
unum; Katrín Alda Rafnsdóttir fyrir
KALDA; KRADS fyrir Nordiske
veje, MAGNEA fyrir áframhaldandi
markaðssókn erlendis og Erla Sól-
veig Óskarsdóttir fyrir Mokka-
húsgögn. Eitt verkefni hlaut styrk
upp á 1,5 milljónir, það er Hugdetta
fyrir 1+1+1.
Sjö verkefni hlutu eina milljón í
styrk. Þetta eru: Kjartan Óskarsson
fyrir Halo mirror; Kolbrún Vaka
Helgadóttir, Karna Sigurðardóttir
og Sebastian Ziegler fyrir heimild-
armynd um Hönnunarmars;
GENKI Instruments fyrir markaðs-
setningu á Wave; Telma Garð-
arsdóttir fyrir Mói; Sonja Bent og
Elín Hrund Þorgeirsdóttir fyrir
Nordic angan – ilmbanki íslenskra
jurta; Margrét Jónsdóttir fyrir Su-
per black – sýningu á Norður-
bryggju og Björn Loki Björnsson
og Elsa Jónsdóttir fyrir Stúdíó
kleina.
23,5 milljónum
úthlutað í hönnun
17 verkefni styrkt og 15 ferðastyrkir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Styrkþegar voru að vonum ánægðir með niðurstöðu úthlutunar úr Hönnunarsjóði þetta árið.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn
Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn.
Síðustu sýningar leikársins!
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 aukas.
Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Fim 18/5 kl. 20:00 3. sýn. Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 21/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 13:00 Sun 11/6 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 20/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00
Lau 27/5 kl. 19:30 Lau 10/6 kl. 19:30
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fim 18/5 kl. 19:30 20.sýn Lau 20/5 kl. 19:30 19.sýn Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn
Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Fös 26/5 kl. 19:30 22.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Sun 21/5 kl. 19:30 Sun 28/5 kl. 19:30
Lokasýning
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Álfahöllin (Stóra sviðið)
Fim 18/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/5 kl. 19:30 11.sýn
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Naktir í nátturunni (None)
Fim 15/6 kl. 19:30
ÁHUGASÝNING ÁRSINS
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200