Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 2
Grænmetisborgarar, tófú og grænmeti á prjónum eru á grilli grænmetisætunnar. 6 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Hvellur • Smiðjuveg 30, 200 Kópavogur • www.hvellur.com • s: 577 6400 Opið virka daga 9:00 - 18:00 og 12:00 - 16:00 á laugardögum. Fyrir atvinnumanninn og sveitarfélög. • Briggs & Stratton 750EX Series 161cc DOV bensínmótor. • Sláttubreidd 53 cm • Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t. • Afturkast með 70 l poka og „Mulching” (hökkun) • 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm • 20 og 28 cm hjól • Ein samþátta hæðarstilling fyrir öll hjól. Heimilisvélin. • Briggs & Stratton 450E Series 125cc OHV bensínmótor. • Sláttubreidd 46 cm • Afturkast með 60 l poka og möguleika á „Mulching” • 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm • 18 cm hjól • Tvær samþátta hæðarstillingar Murray sláttuvélar frá Hvelli Loksins eru gæða sláttuvélarnar aftur fáanlegar á Íslandi, allar vélarnar eru framleiddar í Evrópu með nýjustu umhverfisvænum gæðamótorum frá Briggs og Stratton. Varist eftirlíkingar!! Murray EQ700X Ready Start Verð kr. 117.097,- Murray EQ400 Verð kr. 69.739,- 19.05.2017 Það þarf ekki að vera dýrt að setja lítinn og einfaldan gosbrunn í garðinn. 26-27 Íslenskt veðurfar kallar á grill með kröftuga brenn- ara og góða einangrun. 22-23 Humarpitsan er fallegur og bragðgóður grillréttur sem enginn verður svikinn af. 12-14 Loksins! Loksins er sumarið komið. Loksins má ná í hanskana og skóflurnar úr bílskúrnum og byrja að gróðursetja. Loksins má tæma úr kolapoka á grillið, sneiða ostinn, blanda sósuna, móta kjöthakkið, kæla bjórinn og búa til dýrindis hamborgara. Loksins má draga sólbekkinn út úr geymsl- unni og leita að sólarvarnarbrúsanum sem fel- ur sig einhvers staðar aftast í baðherberg- isskápnum. Loksins má sýna mosanum og túnfíflinum í tvo heimana. Loksins er kominn tími á gott frí, letilíf og vellystingar. Loksins er hægt að senda út boð á Facebo- ok: „Veisla í garðinum! Komið með kartöflu- salat og góða skapið!“ Loksins er hægt að sýna nágrönnunum hvernig á að slá grasið og nostra við hvert strá svo að lóðin líti út eins og skosk púttflöt. Loksins má fylla potta og beð af blómum sem mynda eina stóra sprengju af litum og lífi. Loksins komu þessir þrír dýrmætu mánuðir þar sem veðrið er nokkurn veginn í lagi, og hægt að njóta þess að vera úti í garði og lifa lífinu. Morgunblaðið/Eggert Í garðinum gerast galdrarnir Húsgögn eftir fræga hönnuði geta gert mikið fyrir garðinn. 4 19 | 05 | 2017 GARÐAR OG GRILL Útgefandi Árvakur Umsjón Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Golli. Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.