Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 6

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 6
gefa borgaranum sérstaklega góða áferð. Þessi uppskrift ætti að duga í 4 til 6 borgara, en fyrir þá sem ekki nenna að standa í þessari blöndu, er að minnsta kosti hægt að kaupa 5 til 10 tegundir af vegan-borgurum hér á landi í verslunum eins og Krónunni, Bónus, Hagkaup, Kosti, Víði, Iceland og Fjarðarkaupum. 1 dl haframjöl 1 stk laukur 1 tsk hvítlauksduft 1 msk sinnep Baunirnar eru maukaðar létt með gaffli og restinni af hráefninu skellt saman við og blandað vel saman. Þar sem þetta eru frekar auðveldir borgarar er hægt að leika sér svolítið með hráefnið, en grunnhráefnið er baunirnar og haframjölið. Allt hitt (tómatsósan, sinnepið og kryddin) eru til að tryggja gott bragð. Upprunalega er þessi uppskrift þróuð af fólki sem var að reyna að redda sér á hótelum um allan heim þar sem erfitt gat verið að fá bestu hráefnin. Skemmtileg viðbót við þessa borgara er að bæta við soðn- um grænum linsubaunum, en þær Einfaldur svartbaunaborgari 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Harðgerðar plöntur í úrvali A R G H ! Ölfusi, 816 Ölfus Símar 482 1718 & 846 9776 www.kjarr.is // kjarr@islandia.is Langi þig í lagleg trémeð laufi eða barri,reyndu hvort ei réttast séað renna við í Kjarri. Í hugum margra eru gæðastund- irnar við grillið nátengdar kjöt- neyslu og hápunkturinn á góðu sumarkvöldi þegar safarík og ný- grilluð steikin er klár eða grill- borgarinn kominn á diskinn. Sigvaldi Ástríðarson er vegan- grænmetisæta og sleppir þess vegna alfarið neyslu dýraafurða. Lengi vel hélt hann sjálfur að grillið væri fyrst og fremst fyrir kjötrétti. „Ég hafði sætt mig við að þurfa að láta pönnuna mína og ofninn duga í matseldina. Var svo ekki fyrr en ég afréð að gera smá- vegis tilraunir við grillið að ég upp- götvaði hversu sjálfsagt það er fyrir grænmetisætur að galdra fram ljúf- fenga grillrétti.“ Heldur upp á teinana Sigvaldi er formaður Samtaka græn- metisæta á Íslandi (www.graenmet- isaetur.is) og er núna orðinn mikill grilláhugamaður. Þessa dagana þykir honum hvað skemmtilegast að grilla grænmeti á teini. „Við hjónin setjum þá sveppi, lauk, papriku, og gervikjöt- ið Oumph á tein og marínerum í kryddblöndum sem konan mín er lag- in við að útbúa.“ Oumph er áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja ekki neyta kjöts en ekki segja með öllu skilið við bragðið og áferðina á kjöti. „Oumph er sænsk af- urð, gerð úr sojapróteini, og minnir mjög á kjöt. Raunar er Oumph svo líkt kjöti að þegar ég smakkaði það fyrst varð ég öskuillur, hrækti bitanum út úr mér og hélt að verið væri að hrekkja mig með kjötbita,“ segir Sig- valdi. „Margir segja Oumph minna á kjúkling en kaupa má Oumph bragð- laust eða með sex mismunandi bragð- og kryddblöndum.“ Talandi um grænmetisfæði sem minnir á kjötvörur, þá segir Sigvaldi að í flestum betri verslunum megi í dag finna grænmetisborgara og grænmetispulsur sem hafa ekki ósvip- að bragð og ef um kjötvöru væri að ræða. Bendir Sigvaldi sérstaklega á framleiðandann Beyond Meat sem slegið hefur í gegn vestanhafs. „Í dag má meira að segja setja góðan græn- metisost á borgarann og ljúffengar sósur sem eru lausar við dýraafurðir,“ segir Sigvaldi sem gert hefur tilraunir á vinnufélögum sínum og matreitt of- an í þá vegan-borgara. „Þetta er rösk- lega 20 manna vinnustaður með mörg- um körlum sem kunna vel að meta ekta kjötborgara. Er skemmst frá því að segja að enginn þeirra gat kvartað yfir grænmetisborgaranum, sem var meira að segja með gervibeikoni.“ Þegar kjötinu er skipt út fyrir græn- meti og ávexti verður að hafa hugfast að eldunartíminn er styttri og aðrar reglur gilda um notkun krydds. Kjöt þarf lengri matreiðslu og er líka fljót- ara að draga í sig salt og mörg önnur krydd. „Þegar grænmetið er sett á grillið þarf yfirleitt ekki að elda það nema í örfáar mínútur, rétt til að fá hitann, bragðið, og grill-útlitið á mat- inn. Kryddlegin olía getur síðan gert kraftaverk,“ segir Sigvaldi. Tófú getur verið hentugt á grillið en þarf, að sögn Sigvalda, að með- höndla rétt. „Galdurinn er að þurrka og pressa tófúið, frekar en að taka það beint úr pakkningunni og setja strax á grindina í grillinu.“ Er tófu fáanlegt í ýmsum gerðum og mælir Sigvaldi með að velja þykkt, „extra firm“ tófú ef á að grilla því annars er hætt við að tófú-steikin verði of laus í sér. „Tófúið þarf síðan að verka rétt, og bæði þurrka það og fletja. Það má gera með því að vefja viskustykkjum utan um og pressa með bunka af bókum, en þeir sem eru lengra komnir fjárfesta í þar til gerð- um tófú-pressum þar sem tófú-bitinn fær að sitja í hálfan dag eða svo.“ Aftur er galdurinn að krydda rétt. „Soja-baunirnar sem tófúið er gert úr sjúga í sig bragðið úr kryddinu og með rétta kryddleginum er hægt að gera grillrétt sem er algjört lostæti.“ ai@mbl.is Grænmetisætur geta líka grillað Grænmetisborgarar Sigvalda Ástríðarsonar hafa hitt í mark hjá hörðustu kjötætum. Hann heldur sérstaklega upp á grillað grænmeti á teini, marínerað í olíu- og kryddblöndu. Morgunblaðið/Golli Handtök Sigvaldi Ástríðarson segir mikilvægt að pressa og þurrka tófú áður en það fer á grillið. Sjálfur notar hann forláta tófúpressu en bækur og viskustykki geta gert sama gagn. Í flestum matvöruverslunum má í dag finna úrval af grænmetisborgurum sem smakkast ekki ósvipað og kjötborgarar. Má meira að segja fá gervibeikon. Grænmeti á teini að hætti Sigvalda Oumph! Papríka Kúrbítur Eggaldin Laukur Sveppir – allt baðað upp úr heimagerðum kryddlegi. Kryddblandan Ólívuolía Hvítlaukur í miklu magni Jurtasalt Pipar Papríka (og hvaða viðbót sem heillar þann daginn) Best er að skera allt grænmeti niður í hæfi- legar stærðir og baða síðan upp úr krydd- blönduninni. Einnig er hægt að pensla blönd- una á grænmetið þegar það er komið á teinana. Auðveldast er að nota Oumph eða annað sam- bærilegt sojakjöt. Má einnig nota hefðbundið tófú en þá þarf að passa sérstaklega upp á að pressa tófúið og þurrka vel. Gott ráð er að pressa tófúið snemma að morgni og nota það síðan í kvöld- mat, þá verður tófúið mun þéttara og betra til þess að grilla. Mikilvægt er að bera kryddblönd- una vel á tófúið og áður en því er skellt á tein- inn. Súkkulaðið og bjórinn á sínum stað Í eftirrétt finnst Sigvalda ágætt að setja fersk ber og ávexti í skál. Geta hvorki grænmetisætur né kjötætur fúlsað við t.d. blöndu af berjum og mangóbitum. Þá má gera marga sí- gilda grill-eftirrétti í vegan-útfærslu. Grillaður banani með Snickers- eða Mars-stykki er í uppáhaldi á mörgum heimilum og segir Sigvaldi léttan leik að gera þann rétt án dýraafurða. „Er þá t.d. sett hreint Siríus-súkkulaði út í, jafnvel bætt við hnetum og sætri karamellusósu, vafið í álpappír og svo hitað á grill- inu,“ segir hann en gamla góða Si- ríus-súkkulaðið er dýraafurðalaust. Hvað með drykkina? Sjálfur drekkur Sigvaldi hvorki bjór né vín, en segir að fólk þurfi ekki að gefa áfengið upp á bátinn þó það hætti neyslu dýraafurða. „Áður fyrr not- uðu sumir bjórframleiðendur fiskroð og álíka vefi úr dýrum til að sía bjórinn. En sú aðferð þykir ekki hentug í dag og langflestir nota í staðinn örtrefjaefni. Á það bæði við um þorrann af bjórum og vínum sem seld eru á Íslandi að dýra- afurðir eru ekki notaðar við fram- leiðsluna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.