Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur: Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur Rósir Fjölær blóm Skógarplöntur Flóra garðyrkjustöð Heiðmörk 38 810 Hveragerði Sími 483 4800 Fax 483 4005 www.ingibjorg.is ragna@ingibjorg.is Flóra garðyrkjustöð áður Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmunds. Þ að fyrsta sem ég segi fólki til hughreystingar þegar það kemur til mín snemma á vorin, er að mosinn virð- ist eiga allan blettinn þeg- ar grasið er ekki farið að vaxa,“ segir Guðmundur Vernharðsson, garð- yrkjufræðingur í gróðrarstöðinni Mörk. „Mosinn er tækifærissinni og hann notar allt þetta pláss sem er eldsnemma á vorin á meðan að grasið vex ekki neitt. Síðan breytist það oft þegar grasið fer að vaxa.“ Sé gras- flötin heilbrigð verður mosinn ekki til mikils trafala eftir það, utan þess að það getur reynst erfiðara að renna sláttuvélinni eftir flöt, sem mosi vex í, þegar grasið er komið með fullan vöxt. Sé grasið á annað borð heilbrigt er mosavandinn því úr sögunni það sumarið. Reynist grasið hins vegar ekki sterkt eða heilbrigt, þá þarf að skoða hvaða ástæður geta legið þar að baki. Vaxi grasið lítið eða reynist vera gisið, þá er það merki um óheilbrigt gras. „Því gisnara sem grasið er því meira pláss er fyrir mosann þar á milli,“ segir Guðmundur. Margir vilja næringuna Ástæður fyrir óheilbrigðu grasi geta verið nokkrar, en oftast er ástæðan að hans sögn samkeppni um nær- ingu. „Þá eru það t.d. rætur af nær- liggjandi trjám sem liggja undir grasflötina, sem eru í samkeppni við grasið um næringuna.“ Sé trjárótum ekki um að kenna getur samkeppnin líka verið tilkomin af því að ekki sé borið nægjanlega vel á blettinn. „Því bjargar maður með því að bera á blettinn og það má oft bjarga miklu með því móti,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að garðeigendur gerðu þó vel að hafa í huga að áburð- argjöfin hefur tvær hliðar. „Því meira sem maður ber á blettinn því meira þarf maður líka að slá hann, þannig að þarna þarf að nást ákveðið jafnvægi sem hver og einn garðeig- andi þarf bara að átta sig á.“ Samkeppni um birtu „Önnur ástæða fyrir því að grasið er slappt getur svo verið samkeppni um birtu,“ segir Guðmundur. Beri mik- inn skugga á grasið, t.d. frá nærliggj- andi trjám hefur það slæm áhrif á grasið. „Það skerðir samkeppn- isstöðu grassins, en mosinn kann hins vegar vel að meta skuggann.“ Þessar aðstæður er víða að finna í gömlum görðum með háum trjá- gróðri í eldri hverfum. Eitt ráð við þessu er að grisja trén og hleypa þannig aukinni birtu inn í garðinn. Vilji maður hins vegar ekki missa trén og skjólið sem þau veita, þá borgar sig að sætta sig einfaldlega við að aðstæður í þessum garði henta ekki fyrir grasflöt. „Í sumum tilfellum er þetta bara orðinn skógarbotn og gras er ekkert mikið að vaxa á dimmum skóg- arbotnum,“ segir Guðmundur og bendir á að garðeigendum sé hvorki nauðsyn né skylda að hafa grasflöt í garði sínum. Hann bætir við að samkeppnin um næringuna verði aukin heldur enn meiri við þessar aðstæður, vegna þess að rætur á svo stórum trjám taka mikla næringu til sín. Ekkert súrefni í moldinni Þriðju ástæðuna fyrir slöppu og óheilbrigði grasi segir Guðmundur kunna að vera þá að jarðvegurinn sé of þéttur í sér og blautur. „Þá hefur þetta þau áhrif að það er of lítið súr- efni í moldinni,“ segir hann. Ýmsar ástæður kunna að vera fyr- ir of miklum raka í jarðvegi og erfitt getur verið að vinna bug á þeim. Þéttur jarðvegur kann síðan að vera tilkominn af því að jörðin hafi verið pressuð af einhverjum ástæðum, t.d. á byggingatímanum þar sem þunga- vinnuvélar kunna að hafa staðið í lengri tíma ofan á moldinni og því er ekkert súrefni eftir í jarðveginum. „Þetta eru slæm skilyrði fyrir gras, en góð skilyrði fyrir mosa,“ útskýrir hann. „En svo eru líka bara ákveðnar jarðvegsgerðir sem geta orðið mjög klesstar.“ Vilji menn reyna að auka súrefn- ismagn í jarðveginum og bæta þar með heilbrigði grasflatarinnar er hægt að nýta gamalreynda aðferð og gata flötina með gafli. „Garðeig- endum hefur verið bent á þetta ráð, að taka gaffal og skaka honum ofan í jarðveginn og búa þannig til holur,“ segir Guðmundur. Hann bendir til samanburðar á að vélar séu notaðar eru til að gata gras- flötina á fótboltavöllum og segir það gert til að hámarka súrefni ofan í flöt- inni þar sem rætur eru að vaxa. Sandur er síðan settur yfir sem leitar þá ofan í götin. Gaffallinn gerir sama gagn við holugerðina og slíkar vélar. Mosinn tættur og bletturinn nærður Guðmundur segir aðferðir eins og notkun mosatætara, þar sem mosinn er tættur upp og fjarlægður vissu- lega hafa sitt að segja, líkt og að bera kalk á flötina, nota efni til að drepa mosann, eða tyrfa yfir hana. „Enginn þessara lausna er þó var- anleg ef að eitthvert af þessum slæmu skilyrðum sem ég hef nefnt hér að ofan eru til staðar,“ segir hann. „Séu skilyrðin áfram slæm, þá bætir ekkert af þessu úr því var- anlega.“ Hann ítrekar að með þessu sé hann ekki að mæla gegn því að menn fari með mosatætara yfir blettinn, eða einfaldlega þökuleggi á ný á nokkurra ára fresti, eins og hann viti um dæmi þess að garðeigendur hafi gert. „En ekkert af þessum ráðum mun verða varanlegt á meðan að skil- yrðin í jarðveginum eru ekki bætt.“ Guðmundur segir sömuleiðis gott a bera á blettinn, en nefnir að graskorn sé framleitt til að örva mikinn gras- vöxt. „Þannig að ef menn eru sáttir við að slá mikið þá er það bara gott.“ Eins sé líka í lagi að nota bara blá- korn og sleppa því þá að kaupa marg- ar sortir af áburði. „Blákornið hentar vel fyrir allan annan gróður,“ segir hann. „Menn verða þó að skilja að eig- inleiki áburðarins er meiri vöxtur, sem þýðir meiri sláttur og það gildir líka um illgresið. Með meiri áburð- arnotkun fylgir líka meiri vöxtur á ill- gresi.“ Enginn skylda að hafa grasflöt Þó grasflöt sé vissuleg algengur hluti af hefðbundnum húsagarði, er þó ekki þar með sagt að það sé skylda að hafa eina slíka. „Þetta er ekki eina yf- irborðsefnið sem hægt er að hafa í görðum,“ segir Guðmundur og kveðst með þessu ekki vera að tala á móti grasi. „Grasið er einfalt í við- haldi og vissulega er notalegt að stíga berfættur í grasið, en þetta er ekki eini möguleikinn,“ bætir hann við. „Gömlu garðarnir voru gjarnan með stöðluðum hlutum – limgerði, grasflöt og blómabeði, en í seinni tíð hefur þetta verið að færast meira og meira yfir í palla og hellulagnir, sem og gróður- eða steinabeðum í staðinn fyrir grasið.“ Í einhverjum tilfellum þá er kannski ástæða fyrir fólk til að spyrja sig hvort aðstæður í garðinum séu mögulega þannig að þar njóti sín e.t.v. eitthvað annað betur en grasið. „Þetta á til að mynda við um skuggsæla garða með stórum trjám. Þar getur málið verið að sætta sig bara við að þar sé bara mosi og skóg- arbotn ef trén eiga ekki að víkja,“ segir Guðmundur og bendir á að skógarbotninn sé mjög náttúrulegt fyrirbæri. „Þar er líka hægt að breyta til og gróðursetja skugg- þolnar fjölærar plöntur til að lífga uppá ef menn eru ekki sáttir við skógarbotninn eingöngu.“ annaei@mbl.is Grasið líður fyrir samkeppni um næringu Það getur verið ljúf til- finning að stíga ber- fættur út í grasið í garðinum á hlýjum og sólríkum sumarmorgni, en hvað er til ráða þeg- ar mosinn virðist vera að yfirtaka blettinn? Guðmundur Vernharðs- son, gaf Önnu Sigríði Einarsdóttur nokkur góð ráð í baráttunni við þennan dúnmjúka óvin garðeigandans. Morgunblaðið/Hanna Vöxtur Guðmundur Vernharðsson segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að grasið þrífist illa í garðinum. Áburðurinn er líka næring fyrir illgresið. Morgunblaðið/Eyþór Gagn Vel má nota mosatætara á blettinn, en mosinn mun þó koma aftur ef skil- yrði í jarðveginum eru ekki bætt. Falleg grasflöt er þá innan seilingar. Morgunblaðið/Árni Torfason Svörður Heilbrigt gras vex þétt og vel. Ef það er gisið og vex hægt þá er ástæða til að skoða hvað kunni að vera að, og vissara að grípa skjótt til aðgerða. Samkeppni um næringu eða birtu getur verið ástæða þess að mosi þrífst betur í garðinum en grasið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.