Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 21
Molta er náttúrleg afurð mynduð við jarðgerð.
Jarðgerð er niðurbrot á lífrænum úrgangi við stýrðar aðstæður.
Ýmsir efnaferlar og örverur umbreyta efninu í moldarkenndan jarðvegsbætandi
massa með töluvert áburðargildi. Moltu er gott að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3
(1 hluti molta/3 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
Sendum moltuna heim í stórsekkjum.
Þá er öllum velkomið að koma til okkar á Gámavelli
í Berghellu 1 í Hafnarfirði og moka moltu í eigin
fólksbílakerru án endurgjalds.
Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is
MOLTA
er kraftmikill jarðvegsbætir
21
.3
23
3-
5-
17
Grillað
og spanað
Grillveislurnar eru
orðnar ómissandi
hluti af Fast & Furio-
us-kvikmyndunum.
Ef söguhetjurnar eru
ekki í hraðskreiðum
bílum í eltingaleik við
illmenni koma þær
saman við stórt
veisluborð úti í garði
og skella nokkrum
borgurum á grillið.
Hvað gæti verið am-
erískara?
Ráðabrugg innan um runnana
Corleone-fjölskyldan kann að meta fal-
legan garð. Þar heldur hún veglegar
veislur, styrkir glæpaveldi sitt og hlúir
að ávaxtaplöntunum með ungviðinu.
Eitt eftirminnilegasta atriði kvik-
myndasögunnar er einmitt þegar Vito
Corleone sjálfur hverfur yfir móðuna
miklu, í miðjum eltingaleik í garðinum
við barnabarnið sitt. Öllu mikilvægara
fyrir framvindu sögunnar um Guðföð-
urinn var þó samtal Vito og sonar hans
Michael, í skugga trjánna með vín í
glasi, þar sem þeir ræða lífið, tilveruna
og glæpina.
Ber að ofan við grillið
Í gamanmyndinni Neighbors á ungt
par í mesta basli með hávaðasama
nemendur sem búa í næsta húsi. Zac
Efron fer með hlutverk forsprakka
uppátækjasömu nemendanna, og
virðist hafa afskaplega gaman af að
gera nágrönnum sínum gramt í geði.
Þó að lengi megi deila um leikræna
hæfileika unga hjartaknúsarans rat-
aði það í blöðin hvað hann tók sig vel
út við grillið.
Taugatrekkjandi
völundarhús
Yfirleitt er fjarska gaman
að heimsækja völund-
arhús, og ekki annað hægt
en að dást að þolinmæði
garðyrkjumannanna sem
halda runnunum snyrtum.
Dularfulla völund-
arhúsið í kvikmynd Stanl-
ey Kubricks, The Shining,
er hins vegar drungalegur
og einmanalegur staður
sem fær hárin til að rísa.
Þar er auðvelt að villast og
ekki víst að þeir sem á ann-
að borð rata þangað inn
komist aftur út.
Fallegir garðar
og grillveislur
á hvíta tjaldinu
Það er ekki skrítið að leikstjórar skuli oft nota garða sem um-
gjörð utan um mikilvæg atriði í kvikmyndum sínum. Það er í
görðunum sem fólk kemur saman til að slaka á og njóta tilver-
unnar, til að laumast og hvísla, játa ást sína, eða leggja á ráðin.
Kraftur garðanna í kvikmyndum sést hvað best í grillveislunum.
Þar fagna söguhetjurnar sigri, eða njóta hversdagsins rétt áður
en einhverjar ægilegar hörmungar dynja á þeim. ai@mbl.is