Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 23
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 23
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenskar aðstæður Einar
Long segir mikilvægt að
velja grill sem er nægilega
kröftugt og með loki sem
einangrar vel.
Freisting Reykgrillin höfða til þeirra sem vilja t.d. elda ekta suðurríkjamat.
Skel Grilleggin eru
glæsileg viðbót við pall-
inn eða svalirnar.
Grill sem tekur ekki mikið pláss
Fátt er fallegra en að sjá fjölskylduna koma saman á sólríkum sumardegi, í
glæsilegum garði í kringum veglegt grill. En hvað gerir fólkið sem á ekki
garð? Þarf að gefa grilldrauminn upp á bátinn ef eina plássið fyrir grill er úti á
litlum svölum?
Einar segir Pantera ferðagrillið leysa vanda
þeirra sem þurfa að koma grillinu fyrir á
litlum fleti. „Þetta er fyrirferðarlítið grill
en mjög kröftugt, með tveimur
brennurum. Lögunin á lokinu
þýðir að koma má miklu fyrir á
grillgrindinni og getur Pantera t.d. rúmað
tvö lambalæri í einu.“
Pantera getur verið frístandandi en
einnig má kaupa sterkt hjólaborð undir
grillið. „Stærð grillsins er þannig að það
kemst vel fyrir í skottinu á bíl, og því ein-
falt að kippa Pantera með þegar farið er
í sumarbústaðinn eða í útilegu. Þetta
er grill sem þarf ekki að skilja eftir
heima, og þrátt fyrri stærðina er
óhætt að fullyrða að Pantera er eitt
af okkar bestu grillum.“
Veldu gæði
– það skiptirmáli
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
1
7
2
3
1
8
BM Vallá er með mesta
úrval landsins af gæða-
hellum sem endast vel
og lengi.
Tvinnar saman stílhreinar
útlínur og fjölbreytta
litamöguleika þar sem
hver hella er tilbrigði við
sama stef.
Veranda
bmvalla.is