Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 25

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 25
síður til að yfirborðið verði ekki sleipt í bleytu. Er t.d. rásað lerki frá Parketverksmiðjunni notað í palla sem smíðaððir hafa verið við hvera- svæðið í Krísuvík og kemur mjög fallega út auk þess að draga úr lík- unum á að gestum á svæðinu skriki fótur þegar gufan sest á pallana.“ Gjörbreytir heimilinu Um tískuna segir Ævar líka að æ fleiri velji að smíða veglega og mjög úthugsaða palla þar sem eru t.d. gerðar sérstakar hirslur fyrir sess- ur, leikföng og grill, eða smíðaðir trjá- og blómapottar inn í pallinn. „Fallegur pallur getur gjörbreytt ásýnd garðsins og hússins, og verið góð fjárfesting og sælureitur fyrir fjölskyldu og heimilisvini.“ Mikil uppsveifla er á fast- eignamarkaði um þessar mundir og eflaust að margir spyrja sig, áður en ráðist er í pallasmíðina, hvort fram- kvæmdin geri eignina verðmætari eða söluvænlegri. Ævar segir engan vafa leika á að góður pallur getur hækkað verð fasteignar. „Það er svo mikil breyting sem á sér stað með pallinum og eykur hann notagildi garðsins, lengir sumarið, skapar skjól og byr til fallega umgjörð utan um ánægjulegar samverustundir. Enda vita Íslendingar að hvort sem um er að ræða heimilið eða sum- arbústaðinn er pallurinn nánast orð- inn ómissandi, og þegar pallurinn er klár er það staðurinn þar sem fjöl- skyldan vill vera þegar veðrið er gott.“ Mikilvægur undirbúningur Er samt eðlilegt ef sumum þykir það stórt skref að smíða pall. Að mörgu þarf jú að huga, og vanda til verka við smíðina. Segir Ævar alltaf gott að sinna hugmyndavinnunni vel, skoða bæklinga og blöð og fá inn- blástur, og leita síðan til sérfræðings sem getur lagt lokahönd á hönn- unina og komið með gagnlegar ábendingar. „Hönnunin verður m.a. að taka tillit til vindáttar og stöðu sólar. Pallurinn þarf að vera lagaður að aðstæðum á hverjum stað, og vera nógu sterkbyggður til að þola vonskuveður og mikinn umgang.“ Palla-menningin á Íslandi er orðin svo sterk að Ævar segir jafnvel hug- að að hönnun pallsins um leið og hús eru teiknuð, og þá reynt að hanna t.d. stofuna þannig að hægt sé að opna vel út á pall og skapa eitt stórt opið inni- og útirými. „Og það er orð- ið algengt að fólk velji frekar að hafa stærri pall og minni grasflöt. Með því má minnka umstangið við sláttu- vinnuna og um leið er verið að búa til meira rými fyrir fjölskylduna til að njóta lífsins,“ útskýrir Ævar og bæt- ir við að pallarnir séu yfirleitt á bilinu 30-100 fermetrar að stærð, og algengt að við stærri einbýlishús sé smíðaður 70-100 fermetra pallur. „Það er mjög góð viðbót við rýmið á heimilinu og er t.d. bara 30 fermetra pallur á við að eignast nýja stofu.“ ai@mbl.is Öryggi Rásaðar fjalir veita betra grip í bleytu og gefa líka fallegt útlit.Þægindi Lerkið fær á sig fallegan lit ef það fær að veðrast. Ekki þarf að hafa fyrir því að bera olíu á viðinn. Stílhreint Beinar línur lerkisins og veggjana ríma vel, bæði í formi og lit. Svæði Stór og fallegur pallur við heimili á höfuðborgarsvæðinu. Hér hefur fjölskyldan marga fer- metra til að njóta sumarsins. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 25 Gerir sláttinn auðveldari Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og kröfum vandlátra garðeiganda og annarra sláttumanna. Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og afkastamiklir og auðveldir í notkun. Vandaðir garðtraktorar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.