Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 26

Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Berghella 1 · 221 Hafnarfjörður · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … … garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Þ að er fleira sem gerir garðinn fallegan en vel slegin gras- flöt, sterkbyggður pallur og beð full af litríkum blómum. Bæta má við alls kyns skrautmunum til að gera garðinn enn skemmti- legri, og ekki galið að skoða hvað t.d. snotur gosbrunnur eða stytta getur gert fyrir sælureit fjölskyldunnar. Emil Húni Bjarnason er sölumað- ur hjá Garðheimum og segir hann að sala á gosbrunnum virðist aukast þegar vel árar í efnahagslífi þjóð- arinnar. „Þegar ekki er úr miklum peningum að spila lætur fólk gos- brunnana mæta afgangi, en þegar hagur heimilanna vænkast vilja margir láta eftir sér þetta skemmti- lega skraut. Gosbrunnur og annað garðaskraut myndi seint flokkast sem ómissandi vara, en er samt eitt- hvað sem fólk dreymir um.“ Gosbrunnur þarf samt ekki að vera dýr og segir Emil að það komi mörgum á óvart að komast að því hversu lítið það kostar að láta drauminn rætast og koma fyrir lítilli tjörn í garðinum og pumpu til að sprauta vatni upp í loft. „Fyrir jafn- vel bara um 20.000 kr, og með smá mokstri, má gera einfaldan lítinn gosbrunn.“ Jarðvinnan mikilvæg Fara má ýmsar leiðir, s.s. hafa frí- standandi gosbrunn eða dæmigerð- an gosbrunn í tjörn. Er hægt að móta litlar sprænur og syllur, eða láta vatnið seytla uppúr steinum og yfir grjótplötur. Segir Emil að ef um tjarnir og læki er að ræða verði að gera ráðstafanir vegna frosts í jörðu. „Jarðvegurinn getur færst til í frost- inu og aflagað tjarnirnar, og verður því að hafa lag af grús eða sandi til að hleypa vatni frá og dreifa jarð- vegshreyfingunni. Ella getur komið gat á dúkinn sem heldur vatninu í tjörninni. Vönduð jarðvinna er lykill- inn að fallegri tjörn og gosbrunni sem endist lengi.“ Að hafa tjörn í garðinum eða frí- standandi gosbrunn kallar ekki á mikið umstang. „Margir halda að það verði t.d. að koma fyrir vatns- lögnum og niðurfalli til að tæma tjarnir reglulega, eða hafa mikið fyr- ir þrifunum. Vissulega fara sumir alla leið og koma fyrir yfirfalli og frárennsli, en yfirleitt er nóg að geta bara teygt garðslönguna að tjörn- inni eða gosbrunninum, til að fylla, og geta svo sett dælu og slöngu ofan í tjörnina og tengt við næsta nið- urfall þegar þarf að tæma.“ Grænþörungar geta gert sig heimakomna í tjörnum og gos- brunnum og myndað slý í vatninu. Emil segir grænþörungana geta sest í dælubúnað gosbrunna og eyðilagt þá smám saman. „Lausnin er mjög einföld: að nota fyrirbyggjandi að- gerðir og bæta þörungadrepandi efni í vatnið með reglulegu millibili. Ætti að taka dælurnar upp tvisvar á ári og spúla vel í gegnum þær, ef ske kynni að þörungar séu farnir að safnast þar upp.“ Hvað með ljón í heimreiðina? Skreyta má garðinn með fleiru en gosbrunnum og tjörnum og selja Garðheimar t.d. alls kyns styttur sem sóma sér vel úti í beði eða á miðri grasflötinni. Á styttulager Garðheima má t.d. finna ljón og engla, og líka nokkra garðálfa. „Síðan má blanda saman styttu og gosbrunni, t.d. með pissandi strákum og frussandi pelí- könum“ segir Emil. Skrautið í garðinum getur full- komnað heildarmyndina, skapað fag- urfræðilegan fókuspunkt og einfald- lega gert garðinn að notalegri stað. Rennandi vatn hefur alltaf sinn sjarma og það var ekki að ástæðulausu að konungar og keisarar skreyttu hall- argarða sína með veglegum gos- brunnum og hrífandi styttum. „Að hafa t.d. tjörn og nið af rennandi vatni skapar allt aðra ró í garðinum, og fríst- andandi gosbrunnur getur laðað að syngjandi smáfuglana í leit að sopa. Falleg stytta er líka alltaf augnayndi.“ ai@mbl.is Skemmtileg stytta eða fallegur brunnur getur sett sterkan svip á garð- inn. Emil hjá Garð- heimum segir að ekki þurfi að kosta mikið að láta drauminn um gos- brunn rætast, og kalli ekki endilega á mjög umfangsmiklar fram- kvæmdir. Létt Tjörn eða lítill gosbrunnur kallar ekki á risastóra fram- kvæmd. „Yfirleitt er nóg að geta bara teygt garðslönguna að tjörninni eða gosbrunn- inum, til að fylla, og geta svo sett dælu og slöngu ofan í tjörnina og tengt við næsta niðurfall þegar þarf að tæma,“ segir Emil. Persónuleiki Reffilegir guttar og prúðar stúlkur vakta garðinn. Stáss Sumir líta á Grænu eggin eins og hálfgerð keramík-listaverk Gosbrunnar og garðálfar fullkomna myndina Jarðvegurinn getur færst til í frostinu og aflagað tjarnirnar, og verður því að hafa lag af grús eða sandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.