Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 27 Hvað með að hafa fiska í garðinum? Skrautfiskar geta lifað góðu lífi í tjörnum við íslensk heimili, svo fremi sem rétt er um þá hugsað. Segir Em- il að ef gera á tjörn fyrir fiska þurfi að koma fyrir góðum hreinsibúnaði og einnig gæta að því að fuglar geti ekki veitt fiskinn. „Fara má ýmsar leiðir til að verjast fuglunum, s.s. að setja net eða víra yfir tjörnina. Tengdafaðir minn á einmitt tjörn með fiskum og leysti vandann með því að hafa „varnarholu“ ofan í tjörn- inni. Er þá tjörnin dýpri á ákveðnum stað og geta fiskarnir leitað þar skjóls þegar fuglarnir gera sig lík- lega til að veiða sér skrautfisk í mat- inn.“ Morgunblaðið/Frikki Skrautfiskarnir þurfa vörn gegn fuglunum Morgunblaðið/Golli Ljósmynd / Wikipedia - Florstein (CC) Konunglegt Frá Peterhof í Rússlandi. Kóngar og keisarar hafa lengi vitað að garðar eru ekki fullgerðir ef enginn er gosbrunnurinn. Ekta Ætli þessi stytta gæti blekkt forvitna fuglaskoðara? Grill er garðaprýði Þeir sem ekki vilja setja upp gosbrunn eða fjárfesta í styttu geta látið grillið vera augnayndið í garðinum. Hjá Garðheimum má finna úr- val fallega hannaðra grilla frá Weber, og einnig Big Green Egg kolagrillin sem slegið hafa í gegn und- anfarin sumur. „Ekki er hægt að neita því að margir líta á grillið sem ákveðið stöðutákn, og eru stoltir af að hafa fallegt grill á áberandi stað á garðpall- inum,“ segir Emil. Að sögn hans hafa kolagrillin verið að sækja á. Kolin þykja gefa gott reykjarbragð, en gas- ið hefur þann eiginleika að auðveldara er að kveikja upp í grillinu og minni fyrirhöfn af því að nota grillið oft í viku og jafnvel daglega ef veður leyfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.