Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
N
óg er að gera í garðyrkju-
deild Byko um þessar
mundir og segir Helga Sig-
urborg Steingrímsdóttir að
ekki aðeins sé plöntusalan að aukast
heldur virðast fleiri viðskiptavinir
láta það eftir sér að kaupa plöntur í
dýrari kantinum.
„Er áhuginn mestur á stóru
blómstrandi plöntunum, eins og t.d.
hortensíunni, en tegundir eins og
stjúpan standa samt alltaf fyrir
sínu,“ segir hún.
Núna virðist vinsælt að koma
blómum og trjám fyrir í blómapott-
um sem síðan skreyta garðinn, inn-
keyrsluna og pallinn. Stórir leir-
pottar rjúka út og bendir Helga á að
blómapottarnir hafi meðal annars
þann kost að auðvelt er að færa þá til
eftir þörfum og endurraða þangað til
búið er að skapa rétta útlitið í garð-
inum. Finnst mörgum líka þægi-
legra að vinna í blómapotti en í beði,
enda þarf ekki að beygja sig langt
niður til að hlúa að plöntunum, og
jafnvel hægt að sitja á kolli á meðan
plantað er og hreinsað.
Skrautblómin una sér vel í blóma-
pottum og sum smærri tré sömuleið-
is. „Þetta geta t.d. verið skrauttré
sem þurfa ekki mikið rótarrými. Oft
eru sett í pottana ágrædd tré á
stofni með krónu efst eða brúsk sem
má þá klippa til að vild. Þannig tré
ættu hæglega að geta lifað í blóma-
potti í fjögur ár eða lengur. Getur
blómapotturinn líka verið millistig í
ræktuninni og hægt að finna trénu
pláss í blómabeði þar sem það getur
staðið til frambúðar.“
Ein birtingarmynd vinsældar
blómapottanna eru litlu rækt-
unarkassarnir. „Þeir eru eins og lítil
gróðurhús, með loki úr gleri, og hafa
verið mjög vinsælir hjá unga fólkinu
til ræktunar úti á svölum. Glerlokið
verndar jurtirnar og skapar mjög
góð skilyrði til að rækta t.d. ber og
grænmeti.“
Ekki gleyma vikrinum
Þegar plöntur eru ræktaðar í potti
þarf að huga að ákveðnum grunn-
atriðum. Verða leirpottarnir t.d. að
vera með gati í botninn til að hleypa
út vatni. „Neðst í botninum ætti að
vera lag af vikri og ágætis þum-
alputtaregla að vikurinn fylli um 1⁄5
af dýpt blómapottsins. Ef vatnið get-
ur ekki runnið í gegn safnast það
upp neðst í blómapottinum og rak-
inn verður meiri en rætur plantn-
anna ráða við.“
Ef blómapottur úr timbri verður
fyrir valinu er gott að klæða hann að
innan með jarðvegsdúk. Dúkurinn
verndar blómapottinn og kemur í
veg fyrir að vatn leki út um hliðar
hans. „Fólk velur blómapotta úr
timbri ef það vill hafa náttúrulegra
útlit á garðinum, eða til að sneiða hjá
þeim vanda að þurfa að glíma við
Blómapottarnir njóta mikilla vinsælda
Morgunblaðið/Hanna
Umhyggja Helga hjá Byko segir rigninguna ekki skila sér niður í blómapottana og því brýnt að vökva nógu oft.
Það hefur ýmsa kosti að
gróðursetja í blóma-
potta frekar en í beð.
Má samt ekki gleyma að
vökva plönturnar reglu-
lega og tryggja að vatn-
ið safnist ekki upp í
botni pottanna.
Náttúrulegt Ker úr timbri eru síður líkleg til að springa yfir veturinn.
Tilhlökkun Núna er rétti tíminn til að byrja að gróðursetja og gera fínt.
mögulegar sprungur í pottinum
vegna frosts.“
Er fátt hægt að gera til að koma
algjörlega í veg fyrir að sprungur
myndist í leirpottum yfir veturinn og
segir Helga að helst hjálpi að hafa
nóg af vikri til að hleypa vatni frá.
Þurfa meiri vökvun
Ræktun í blómapottum krefst þess
líka að plönturnar séu vökvaðar
a.m.k. 2-3svar í viku. Segir Helga að
oft séu blómapottarnir undir þak-
skeggi eða jafnvel á yfirbyggðum
svölum og þá þurfi að vökva oftar.
Þó að rigni, er ekki hægt að stóla á
að plönturnar fái nægan vökva, því
að droparnir hrökkva af þeim og út
fyrir pottinn frekar en ofan í mold-
ina.
„Hversu oft þarf að vökva fer eftir
veðurfari, og einnig hvaða plöntur
eru í pottinum, sem og eftir potta-
stærð. Sumarblómin þarf að vökva
oftar enda eru þau með grynnra rót-
arkerfi og þurfa mikinn vökva á heit-
um og sólríkum dögum. Ættu blóm-
in að fá vökvun tvisvar í viku, ef ekki
oftar. Sígrænir runnar þurfa hins
vegar ekki vökvun nema einu sinni í
viku ef eðlilega viðrar.“
Fingralangir pottasafnarar
Það er gaman að hafa blóm í pottum
við heimreiðina en því miður getur
það gerst að pottarnir séu teknir
ófrjálsri hendi. „Því miður heyri ég
reglulega sögur af pottum sem hafa
horfið sporlaust yfir nóttu, og blóm-
in með. Eru það þá aðallega léttari
pottarnir sem er stolið, enda erf-
iðara að færa stóra og þunga potta
úr stað.“
Því miður er fátt hægt að gera til
að verja uppáhaldsblómapottinn
gegn þjófum. „Reyna má að festa
hengipottana sérstaklega vel, en
annars er vissara að hafa stærstu og
þyngstu pottana þar sem vegfar-
endur sjá til og hafa minni potta
frekar á afviknari stað.“ ai@mbl.is
Fjölbreytni Ker og plöntur eru til í ótalmörgum gerðum.
Margir leggja mikið á sig til að halda grasflötinni fallegri og beðunum arfa-
lausum. Helga segir að því miður sé ekki enn búið að finna upp töfralausn
sem heldur öllum mosa og túnfífli í skefjum. Hins vegar eru til efni sem hjálpa
til að halda garðinum í horfinu. „Mosinn vill lifa í súrum jarðvegi og því gott
að dreifa kalki á flötina til að gera moldina basískari og gefa grasinu forskot.
Má líka nota graskorn sem inniheldur köfnunarefni sem mosinn vill ekki. Í
allra verstu tilvikum er hægt að dreifa mjög köfnunarefnisríkum mosaeyði,
og þarf að muna að sá grasfræjum í skellurnar sem mosinn skilur eftir sig.“
Búið er að banna arfaeitrið Casaron sem var þekkt fyrir að geta haldið arf-
anum í skefjum í tvö ár í senn og segir Helga að komið sé nýtt efni á mark-
aðinn sem heitir Keeper. Það inniheldur virka efnið glyfosat sem drepur allt
grænt en er líka með efnum sem hindra spírun fræja í eitt sumar. „Passa þarf
bara að úða þessu efni ekki mjög nálægt blómum og skrautrunnum því ann-
ars geta rætur þeirra skaddast.“
Oft er ekkert annað til ráða gegn arfa en að grípa í garðáhöldin og byrja að
róta í beðunum. „Þeir sem vilja létta sér garðverkin geta farið þá leið að
leggja jarðvegsdúk yfir beðin. Er hægt að gróðursetja í gegnum dúkinn, dreifa
þunnu moldarlagi yfir og skrautmöl. Illgresið nær þá ekki að þrífast svo glatt
og ætti dúkurinn að gera sitt gagn í um fimm ár.“
Hvað má gera við mosa og arfa?