Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910
jonogoskar.is
Glæsile
útskrifta
Útskriftarhálsmen 20
Okkar hönnun og sm
Gullrós
Verð 21.000 kr
Silfurstjarna
Verð 7.900 kr.
Gullstjarna
Verð 18.000 kr
g
rgjöf
17 eru komin.
íði.
.
.
Tjara lak úr jarðveginum
Framkvæmdir stöðvaðar í Reykjanesbæ Óttast að rusl úr jarðveginum kunni að vera mengað
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði í
gær framkvæmdir á vegum Íslenskra að-
alverktaka, við gatnagerð ofan Iðavalla í
Reykjanesbæ, þegar í ljós kom að þar
höfðu gamlir ruslahaugar frá bandaríska
hernum verið grafnir upp. Tók Heilbrigð-
iseftirlitið þessa ákvörðun þegar tjara hóf
að vella upp úr jarðveginum, auk þess sem
mikið af járnrusli hafði verið grafið upp.
Óttaðist eftirlitið að þrávirk efni á borð
við PCB kynnu að vera þar í jörð, en það
efni getur haft ýmis konar eituráhrif og
áhrif á efnaskipti líkamans. Vísindamenn
tóku sýni úr jarðveginum til þess að kom-
ast að því hvaða efni væru í jörðinni og er
það fyrirtækið Verkís sem leiðir rannsókn-
ina.
Ekki merkt urðunarsvæði
Í samtali við Morgunblaðið sagði Guð-
laugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Um-
hverfissviðs Reykjanesbæjar, að sýnin
hefðu verið send til greiningar en nokkra
daga gæti tekið að skera úr um hvaða efni
væri um að ræða. Vísindamenn hefðu skoð-
að loftmyndir frá fyrri tíð í von um að þær
gætu skýrt eitthvað varðandi umfang
svæðisins, en vitað væri að braggar á veg-
um hersins hefðu verið á þessum slóðum.
Gerðar hefðu verið rannsóknir árið 2007 á
svæðinu sem bandaríski herinn hélt til og
hefði þá ekkert óvanalegt komið í ljós.
Þetta svæði sem nú væri verið að rannsaka
væri hins vegar ekki merkt urðunarsvæði
og því hefði það ekki verið hluti af fyrri
rannsóknum. Almenna reglan væri sú að
láta gamla urðunarstaði vera, en þar sem
ekkert væri vitað um þennan ruslahaug
hefði verið ákveðið að hefja strax rann-
sókn.
Áður en eftirlitið stöðvaði verkið hafði
umtalsverðu magni af jarðvegi verið ekið
burt af svæðinu og losað á svæði við Ásbrú.
Innihélt sá jarðvegur meðal annars járn-
rusl og voru það starfsmenn Heilbrigð-
iseftirlits Suðurnesja sem urðu þess fyrst
áskynja að eitthvað væri ekki eins og það
ætti að vera.
Framkvæmdir í uppnámi
Í samtali við Víkurfréttir sagðist Magnús
H. Guðjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suð-
urnesja óttast að tjaran sem vall upp úr
jarðveginum væri urðuð tjara sem banda-
ríski herinn hefði meðal annars notað við
malbikun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli.
Eins væri möguleiki á því að gamlir raf-
geymar kynnu að leynast í jarðveginum, en
þá þyrfti að hafa varann á. ÍAV hafði stefnt
að því að hefja byggingaframkvæmdir á
svæðinu í sumar og hafði öllum lóðum á
svæðinu þegar verið úthlutað, en þær áætl-
anir eru nú í uppnámi og segir Magnús að
erfitt sé að segja til um framhaldið. Ljúka
þurfi rannsóknum á svæðinu áður en
ákvörðun um framhaldið verði tekin.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Mengun Tjara lak þar sem grafið var og voru
tekin sýnı́ úr jaraðveginum til rannsóknar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu
Landsnets um að fá afhenta spildu úr
landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit til
að leggja háspennulínu. Línan á að
liggja frá Þeistareykjavirkjun að
Kröflu. Landsnet hefur fengið heim-
ild til eignarnáms á spildunni, þar
sem hluti landeigenda Reykjahlíðar
vildi ekki semja um legu línunnar og
hefur mótmælt henni á öllum stigum.
Hæstiréttur tók undir rökstuðning
héraðsdóms, sem einnig hafnaði
kröfu Landsnets um að fá yfirráð yfir
landinu með beinni aðfararaðgerð.
Rökin hníga að því að landeigend-
urnir tveir sem um ræðir hafi fært
fyrir því rök að heimild til eignar-
námsins fengi ekki staðist að lögum
og ekki væri hægt að vísa þeim á
bug.
Reyna mun á þetta álitaefni betur
í máli sem landeigendur höfðuðu á
hendur Landsneti um ógildingu eign-
arnámsheimildarinnar. Héraðsdóm-
ur hafnaði kröfunni en þeir áfrýjuðu
til Hæstaréttar. Fyrirhugað er að
flytja það mál í byrjun næsta mán-
aðar, fyrr en áætlað var, og getur
Hæstiréttur þess í dómi sínum.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landsnets, segir að bú-
ast hafi mátt við þessari niðurstöðu
Hæstaréttar í máli Landsnets gegn
landeigendum þar sem ógildingar-
málið hafi verið sett á dagskrá
Hæstaréttar í vor.
Hún telur að dómurinn hafi ekki
áhrif á framkvæmdina, eins og er.
Áfram sé unnið utan Reykjahlíðar-
lands.
Unnið utan Reykjahlíðarlands
Um 10 kílómetrar af Kröflulínu 4
og 35 möstur eiga að vera á landi
Reykjahlíðar. 69 möstur eru utan
lands jarðarinnar. Jarðvinnu á þeim
hluta er að mestu lokið, samkvæmt
upplýsingum Landsnets. Ellefu
möstur voru reist á síðasta ári og bú-
ið er að setja saman 33 til viðbótar og
hefst reising þeirra í næstu viku.
Jarðvinnu er haldið áfram vegna
Þeistareykjalínu sem liggur frá
Þeistareykjavirkjun að Bakka við
Húsavík. Þar verða 88 möstur. Níu
voru reist á síðasta ári og níu til við-
bótar hafa verið sett saman.
Höfnun hefur enn ekki áhrif
Landsnet fær ekki afhent land undir háspennulínu
Krafa um ógildingu eignarnáms fyrir Hæstarétt í júní
„Þetta var upplýs-
ingafundur,“ seg-
ir Áslaug Arna
Sigur-
björnsdóttir, for-
maður allsherjar-
og mennta-
málanefndar Al-
þingis, en nefndin
fundaði um fyrir-
hugaða samein-
ingu Fjölbrauta-
skólans í Ármúla og Tækniskólans í
gær. Kristján Þór Júlíusson mennta-
málaráðherra sat fundinn auk þeirra
Steins Jóhannssonar, skólameistara
FÁ, og Jóns B. Stefánssonar, skóla-
meistara Tækniskólans. Áslaug segir
fundinn hafa verið gagnlegan og tek-
ur jákvætt í hugmyndina um samein-
ingu skólanna tveggja, þar sem
starfsnám megi ekki líða fyrir fækk-
un framhaldsskólanema á komandi
árum.
Jón B. Stefánsson segir fundinn
hafa verið góðan og gagnlegan. „Við
fórum bara yfir þær upplýsingar sem
við höfum verið að vinna úr,“ segir
hann, en á fundinum voru niður-
stöður faglegrar greiningarvinnu um
kosti og galla sameiningar kynntar.
Að sögn Áslaugar er það í höndum
ráðherra að ákveða næstu skref,
hvort af sameiningu verður.
Sameining
til umræðu
á fundinum
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Farið yfir kosti og
galla sameiningar
Útför rithöfundarins og blaðamannsins Jóhönnu Kristjónsdóttur var gerð
frá Neskirkju í gær, en Jóhanna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu
í 28 ár. Hún sinnti erlendum málefnum og fór víða til að afla efnis í fréttir
sínar og greinaskrif.
Kistuna báru átta barnabörn Jóhönnu. Frá vinstri eru Máni Hrafnsson,
Garpur Elísabetarson, Þórhildur Helga Hrafnsdóttir, Magdalena Sigurðar-
dóttir, Vera Sóley Illugadóttir og Örnólfur Hrafn Hrafnsson. Í hvarfi eru
Ísleifur Eldur Illugason og Kristjón Kormákur Guðjónsson.
Útför Jóhönnu Kristjónsdóttur frá Neskirkju
Morgunblaðið/Hanna