Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Bilbao&Baskaland
sp
ör
eh
f.
Sumar 19
Í þessari glæsilegu ferð um Baskahéruð Spánar upplifum
við í senn dásamlega náttúrufegurð, heillandi menningu og
iðandi mannlíf. Frá Madrid höldum við um Baskahéraðið og
njótum nærveru Cantabria fjallana. Í hafnarborginni Bilbao
skoðum við hið fræga Guggenheimsafn og heimsækjum
litríka sjávarbæinn San Sebastian við Biscaya flóann.
9. - 16. september
Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 194.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir hugmyndir að legu borgar-
línu verða kynntar í júní. Unnið sé
að greiningu á því hversu margir
geti búið á þéttingarreitum með-
fram borgarlínunni í Reykjavík.
Þetta sé unnið í samstarfi við önnur
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
„Við ætlum síðan að skoða í kjöl-
farið hvort tilkoma borgarlínunnar
myndi leyfa okkur að þétta enn
frekar byggð á svæðum meðfram
henni. Byggingarsvæðið Keldna-
land er meðal þeirra sem hafa kom-
ið inn í umræðuna núna. Það er
ríkislóð og hefur komið til skoð-
unar að hún fari hraðar í uppbygg-
ingu en aðalskipulagið gerir ráð
fyrir. Það væri algert glapræði að
byggja meira í Keldnalandinu og
bæta allri þeirri umferð inn á
Miklubraut eins og umferðin á
Miklubraut er þegar orðin.“
Gerir kleift að þétta meira
„Ef við værum hins vegar búin að
gera alla nauðsynlega samninga og
tryggja fjármögnun á borgarlín-
unni, og hún væri komin, gæti þetta
framtíðarbyggingarland nýst mjög
vel og við gætum byggt meira þar
en núverandi áform gera ráð fyrir.
Miklu meira raunar. Þannig er
þetta samhengi milli þess að borg-
arlína geti leyst umferðarmál og að
uppbygging geti orðið meiri á
ákveðnum þéttingarreitum.“
Dagur segir aðspurður að þung-
inn í uppbyggingunni á næstu 10-15
árum verði meðfram borgarlínu á
þéttingarreitum. Um leið og borgin
hafi náð samkomulagi við ríkið og
aðra um fjármögnun borgarlínu
geti borgin „leyft sér að þétta
byggð meira meðfram henni“.
Dagur segir það koma til greina
að fimm þúsund manna byggð verði
í Keldnalandinu, sem er svipað og
áformað er í Blikastaðalandi í Mos-
fellsbæ. „Það má segja um Blika-
staðalandið að það þarf borgarlínu
ef það á að byggja verulega upp
þar. Það er einfaldlega staðreynd
sem þarf að horfast í augu við að
við bætum ekki mikið meiri umferð
einkabíla á Miklubrautina. Hún er í
raun við hámarksafköst. Ef það á
að byggja umtalsvert á þessum reit-
um austarlega í borgarlandinu, og í
Mosfellsbæ, þarf borgarlínu.“
Keldnalandið verði byggt
upp meðfram borgarlínu
Borgarstjóri útilokar ekki fimm þúsund manna byggð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Keldnaholt Hús Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er meðal fjölda bygginga á
svæðinu. Rætt er um að flytja stofnunina í Vísindagarða Háskóla Íslands.
Dagur segir mislæg gatnamót til-
heyra stefnumörkun í fortíðinni.
„Við erum búin að skoða hverju
það myndi skila fyrir umferðina og
það er sáralítið. Það myndi bara
flytja vandamálin á næstu gatna-
mót. Þess vegna þurfum við að
hverfa frá gömlu hugsuninni frá
1960 eins og meira og minna öll
borgarsvæði í heiminum hafa gert
og innleiða afkastameiri almenn-
ingssamgöngur, fjölbreyttari
ferðamáta og gefa fólki val um
hvernig það vilji komast til og frá
vinnu … Við þurfum að setjast yfir
það heildstætt hvaða fjárfestingar
eru mikilvægastar og líklegastar
til að skila bestum árangri fyrir
flesta. Og sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu eru sammála
um að það sé borgarlína. Þá erum
við ekki aðeins að hugsa um þá
sem geta hugsað sér að nota al-
menningssamgöngur, eða vilja
hjóla, og svo framvegis. Við erum
líka að hugsa um þá sem munu
áfram keyra bíl. Við teljum enda að
stóru samgönguæðarnar séu við
ystu þolmörk. Að þær séu í raun á
leið með að springa og að það
verði ekki létt á þeim nema með
því að fleiri, ég tala nú ekki um þau
70 þúsund sem munu bætast á
svæðið til framtíðar, noti aðrar
leiðir til þess að komast á milli
staða,“ sagði Dagur.
Ekki fleiri mislæg gatnamót
BORGARSTJÓRI SEGIR SVEITARFÉLÖG VILJA BORGARLÍNUNA
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir uppbyggingu borgarlínunnar
lykilatriði í uppbyggingu Reykja-
víkur á næstu áratugum. Því sé spáð
að íbúum höfuðborgarsvæðisins
muni fjölga um 70 þúsund á næstu 25
árum.
„Við vitum líka að ef að við ætlum
að vera með óbreytta hugsun í sam-
göngumálum mun það leiða til óþol-
andi mikilla tafa í umferðinni, sem
enginn vill,“ sagði Dagur, sem boðar
að Reykjavíkurflugvöllur víki.
Borgarstjóri var meðal ræðu-
manna í Ráðhúsinu í gærmorgun á
fundi um uppbyggingu í borginni.
„Eftir ýtarlega greiningu er
niðurstaðan sú að afkastameiri al-
menningssamgöngur séu algjör
nauðsyn og í raun frumforsenda þess
að öll þessi uppbygging íbúðarhús-
næðis og atvinnuhúsnæðis geti
gengið upp án þess að samgöngu-
málin verði klúður,“ sagði Dagur í
samtali við Morgunblaðið.
Fjármagna á borgarlínuna að
hluta með innviðagjöldum á nýjar
íbúðir meðfram línunni og mun þessi
áhersla því hafa áhrif á íbúðaverð.
Umtalsverð byggð í Vatnsmýri
Fram kom í kynningu Þorsteins
R. Hermannssonar, samgöngustjóra
borgarinnar, fyrir Viðreisn í vikunni
að horft væri til uppbyggingar
blandaðrar byggðar í Vatnsmýri.
Það tengist þróunarás og brú yfir
Fossvog yfir í Kársnes. Þið eruð að
horfa til framtíðar í Vatnsmýri. Sjáið
þið fyrir ykkur meiri byggð í Vatns-
mýri en er núna í pípunum?
„Við höfum nú þegar gert samn-
inga og samþykkt skipulag fyrir um-
talsverða byggð í Vatnsmýri. Við
vorum að gera samkomulag í þessari
viku við Háskólann í Reykjavík um
390 íbúðir við rætur Öskjuhlíðar. Við
erum með í aðalskipulagsauglýsingu
heimildir til þess að minnka og fjölga
íbúðum á Hlíðarendasvæðinu, sem
gætu þá orðið allt að 780. Ef lega
borgarlínunnar er skoðuð sam-
kvæmt þessum frumhugmyndum
gæti hún verið óháð flutningi flug-
vallarins fyrstu árin. En við erum
líka að fara að skipuleggja íbúðar-
byggð á landi sem við keyptum af
ríkinu í Skerjafirði. Allt hangir þetta
saman. Það þarf auðvitað að leysa
samgöngumálin fyrir þessa nýju
byggð, meðal annars með almenn-
ingssamgöngum, og þess vegna
horfum við til þess að ná tengingu
við borgarlínuna,“ sagði Dagur, en
rætt hefur verið um 800-1.000 íbúðir
í Skerjafirðinum.
Borgarlínan styðji Kársnesið
Dagur var næst spurður hvort
borgarlínan yrði tengd við fyrirhug-
aða byggð í Skerjafirði.
„Við þurfum að skoða hvernig það
er best gert. Kópavogur bindur líka
vonir við að borgarlínan geti stutt við
hugmyndir bæjarins í Kársnesinu.
Fólk sem býr í vesturhluta Kópa-
vogs hefur haft áhyggjur af því að
það verði of mikil og of þétt byggð á
Kársnessvæðinu. Þannig að ég held
að sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu séu meira og minna öll í
sömu stöðu hvað þetta varðar.“
Þegar maður leggur saman tvo og
tvo, það sem er að gerast í kringum
flugvöllinn og það sem þú hefur sagt
um flugvöllinn og Hvassahraun,
virðist sem þið horfið lengra fram í
tímann og að ætlunin sé að tengja
borgarlínuna og almenningssam-
göngur við framtíðarbyggð í Vatns-
mýri?
„Jú, og framtíðarflugvöll, til dæm-
is í Hvassahrauni. Ég held að þess
vegna sé að teiknast upp mjög
spennandi framtíðarsýn fyrir höfuð-
borgarsvæðið með miklu grænni
áherslum, þéttari byggð, betra sam-
göngukerfi og hugsanlega flugvelli
sem væri nær fyrirtækjum og íbúum
og allt yrði þetta tengt saman með
öflugu almenningssamgöngukerfi.“
Fólk hafi raunverulegt val
Margir eru hlynntir því að efla al-
menningssamgöngur. Þú nefndir í
fyrirlestrinum að Miklabraut væri
sprungin og að með borgarlínu
þyrfti fólk ekki lengur bíl 2. En hvað
með andstæð sjónarmið, að það sé
hugsanlega forsjárhyggja að fólk
skuli ekki keyra heldur taka strætó.
Að þið séuð að þvinga fólk í þá átt?
„Ég held að því sé öðruvísi farið.
Núna hefur fólk ekki fullkomið val.
Það getur ekki valið sér búsetu þar
sem það er óháð bílnum nema á af-
mörkuðu svæði innan borgarinnar.
Það er hægt að gera nálægt þessum
stóru vinnustöðum í miðborginni og
vestur frá. En með borgarlínu erum
við í raun að stækka og fjölga þeim
svæðum þar sem fólk getur búið án
þess að þurfa að reka tvo bíla, eða
einn bíl. Þess vegna erum við að
auka valið, auka valkostina, með því
að ráðast í svona innviðafjárfestingu,
eins og fjölmörg borgarsvæði eru
einmitt að gera. Það verða enda allir
að horfast í augu við að það er þörf á
stórátaki í samgöngumálum á höfuð-
borgarsvæðinu,“ sagði Dagur.
Reykjavíkurflugvöllur muni víkja
Borgarstjóri segir borgarlínuna geta tengt Vatnsmýrina við nýjan flugvöll, til dæmis í Hvassahrauni
Borgarlínan verði lykilþáttur í skipulagi borgarinnar Þörf sé á stórátaki í samgöngumálum
Teikning/Kanon arkitektar
Skeifan Hér er hugmynd arkitekta að útliti borgarlínunnar á biðstöð skáhallt á móti Glæsibæ í Reykjavík. Ætlunin
er að borgarlínan fari eftir Suðurlandsbraut og austur í úthverfin. Rætt er um að hún fari yfir brú á Sæbraut.