Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Íslandsstofa boðar til opins fundar um mikilvægi vef- og samfélags- miðla í markaðsstarfi í matvælageiranum. Kynnt verður greining á sýnileika íslenskra matvæla á netinu, fjallað um leiðir til að auka vitund og áhuga á íslenskum matvælum og matarmenningu á erlendum vettvangi, skoðuð dæmi um góðan árangur o.fl. –ímynd íslenskramatvæla á netinu Maturogmiðlar Nánari upplýsingar og skráning á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is Heiðrún Lind Marteinsdóttir,framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vakti í gær athygli á slæmum misskilningi sem iðulega kemur upp í umræðunni. Nýlegt dæmi um misskilninginn er ummæli sjávarútvegsráðherra um „byggðafestu“ vegna áforma HB Granda um breyt- ingar starfsemi fyrirtækisins á Akranesi.    Á ársfundi SFSbenti Heiðrún Lind á það að fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlag- anna væri stundum rangtúlkuð. Textinn sem hún vísaði til í fyrstu grein laganna er þessi: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu [nytjastofna á Íslandsmiðum] og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“    Af einhverjum ástæðum hafasumir kosið að mistúlka þessi orð á þann veg að á sjávarútvegs- fyrirtækjum hvíli sú skylda að færa ekkert til í starfsemi sinni, en það er fjarri lagi.    Eins og oft skiptir orðalagið máliog í greininni segir að með verndun og hagkvæmri nýtingu sé stefnt að því að tryggja „trausta at- vinnu og byggð í landinu“.    Fiskveiðistjórnunarkerfið ís-lenska er til þess fallið að stuðla að traustri atvinnu og byggð í landinu, eins og sjá má af mikilli uppbyggingu í sjávarútvegi víða um land og af byggðum þar sem öflugar útgerðir eru kjölfestan.    En auðvitað segja lögin ekki aðaldrei megi hreyfa við neinu. Með því væri farið gegn því sem kveðið er á um í fyrstu grein lag- anna um hagkvæma nýtingu fiski- stofnanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir „Byggðafestu“- misskilningurinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 heiðskírt Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 2 rigning Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 11 skúrir Brussel 13 skúrir Dublin 14 skúrir Glasgow 13 alskýjað London 13 skúrir París 13 rigning Amsterdam 13 rigning Hamborg 19 skúrir Berlín 29 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 19 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 12 skýjað New York 29 léttskýjað Chicago 6 rigning Orlando 29 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:56 22:54 ÍSAFJÖRÐUR 3:31 23:29 SIGLUFJÖRÐUR 3:13 23:13 DJÚPIVOGUR 3:18 22:30 „Fyrirtækin bera að hluta til sjálf ábyrgð á því hvernig komið er fyrir sumu iðnnámi,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís. „Fyrir- tækin þurfa að sýna meiri metnað og fagmennsku,“ heldur hann áfram, en hann telur að skemmt hafi verið fyrir iðngreinum eins og t.d. kjötiðnaði og framreiðslu þegar veitinga- og mat- vælafyrirtæki fóru að slaka á kröfum til að spara launakostnað. Eftir að hárgreiðslustofur fóru að leigja stóla í verktöku og byggingarfyrirtækin að taka undirverktöku hafi færri bol- magn til að taka nema. Stytting náms útilokuð Níels hafnar því alfarið að stytta megi námið, en í matvælaiðnaði t.d. hafi ríkt mikill metnaður og séu t.d. íslenskir matreiðslumenn á heims- mælikvarða. Hann mælir með því fögin verði betur markaðssett sem álitlegur kostur til menntunar. Mat- reiðslumenn séu t.d. duglegir að halda keppnir og koma sér á fram- færi, enda sé ekki skortur á nemum. Undir það tekur Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, nýkjörinn formaður Landssambands bak- arameistara, og bætir við að bak- aranámið krefjist að lágmarki alls þess tíma sem í það fer og ekkert rými sé til styttingar án þess að það bitni á gæðum. Matvælagreinar standa betur Níels segir: „Matvælagreinarnar standa vel að vígi vegna þess að þau hafa ríghaldið í gamla meistarakerfið, það voru mistök að færa sumar iðn- greinar úr atvinnulífinu og yfir í skólana.“ Danir og Svíar séu að breyta þessu til baka. Níels telur að SI eigi að hjálpa meistarafélögunum svo að hægt verði að taka fleiri nema. Vinnustaðanámssjóður þurfi meira fjármagn, hann hafi þegar sýnt ágæti sitt til að aðstoða meistara við að taka nema en stöðugt hark sé að fá stuðn- ing frá hinu opinbera þrátt fyrir fög- ur fyrirheit á hátíðarstundum um verðmæti faggreina iðnaðarins. ernayr@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Enginn afsláttur Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakara- meistara, telur að stytting náms komi niður á gæðum í bakstrinum. Matvælaiðnaður á móti styttingu náms  „Sýnum metnað og fagmennsku“ Verslun Nettó var opnuð formlega á Ísafirði í gær. Síðustu vikur hafa staðið yfir töluverðar breytingar á verslun Samkaupa í bænum sem nú verður rekin undir nafni Nettó, seg- ir á vef bæjarblaðsins Bæjarins besta. Með opnun Nettó á Ísafirði segja forsvarsmenn Samkaupa að verið sé að koma til móts við bæjarbúa um aukna þjónustu, meira vöruúr- val og vörur á góðu verði. Þá er einnig horft til aukins fjölda ferða- manna sem sækja bæinn heim á hverju ári. Samkaup reka 47 verslanir um allt land og eru 75 prósent þeirra úti á landi. Verslanirnar eru af öll- um stærðum enda lagaðar að stað- háttum á hverjum stað. Hin nýja verslun Nettó á Ísafirði verður með meira vöruúrval og á pari við þær stærstu af verslunum Nettó. Samkaup eru í samstarfi við sam- tök Coop-verslana sem tryggir þeim aðgang að vörum á hagstæðu verði og er lögð áhersla á góða þjónustu og lágt verð til viðskiptavina enda eru viðskiptavinirnir í gegnum kaupfélögin í raun eigendur. Nettó opnar stóra verslun á Ísafirði þar sem bjóða á upp á aukið vöruúrval

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.