Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Læknar á Íslandi eru með 30%
hærri regluleg laun, sem eru án yfir-
vinnugreiðslna, að meðaltali en koll-
egar þeirra á Norðurlöndum. Þá eru
þeir með 70% hærri regluleg
heildarlaun, að yfirvinnugreiðslum
meðtöldum, borið saman við reglu-
leg laun kollega þeirra, en yfirvinnu-
greiðslur eru mun minni hluti tekna
lækna annars staðar á Norður-
löndum en á Íslandi.
Þetta kemur fram í greiningu
Samtaka atvinnulífsins (SA) sem
unnin var að beiðni Morgunblaðsins.
Niðurstöðurnar eru sýndar hér til
hliðar. Eins og sjá má eru laun ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga líka bor-
in saman við laun hjúkrunar-
fræðinga á Norðurlöndum.
Að sögn Hannesar G. Sigurðs-
sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra
SA, eru niðurstöðurnar byggðar á
upplýsingum frá hagstofum Norður-
landaríkja um laun lækna og
hjúkrunarfræðinga árið 2016. Miðað
sé við gengi krónunnar 18. maí 2017.
Hannes segir ekki liggja fyrir
upplýsingar um launagreiðslur
vegna yfirvinnu lækna í öllum Norð-
urlandaríkjunum en þær séu þó birt-
ar í Noregi og nemi yfirvinnu-
greiðslur einungis 3% af heildar-
launum þeirra. Yfirvinnuálag,
vaktaálag, bakvaktagreiðslur og
fleiri launaliðir séu hins vegar með-
taldir í reglulegum launum í Dan-
mörku og Svíþjóð, auk Noregs.
Með 25% hærri regluleg laun
Samkvæmt greiningu Samtaka
atvinnulífsins eru íslenskir
hjúkrunarfræðingar með 25% hærri
regluleg laun, sem eru án yfirvinnu-
greiðslna, en kollegar þeirra að
meðaltali á Norðurlöndum. Þá eru
þeir með 50% hærri regluleg
heildarlaun (yfirvinnugreiðslur með-
taldar), samanborið við regluleg
laun kollega þeirra að meðaltali ann-
ars staðar á Norðurlöndunum.
Að sögn Hannesar liggja ekki
fyrir upplýsingar um launagreiðslur
vegna yfirvinnu hjúkrunarfræðinga
á Norðurlöndunum, nema í Noregi
þar sem yfirvinnugreiðslur til hjúkr-
unarfræðinga nemi innan við 3% af
launatekjum þeirra.
Hannes útskýrir svo hvað liggi að
baki hugtakinu regluleg laun.
„Á Íslandi notar Hagstofan hug-
takið regluleg laun. Launavísitalan
er unnin út frá þessu hugtaki.
Regluleg laun eru öll laun sem
greidd eru fyrir vinnu, að frádregn-
um greiðslum fyrir yfirvinnu. Þann-
ig að í reglulegum launum eru alls
konar bónusar og vaktaálag og aðrar
greiðslur sem fylgja dagvinnu.“
Bæta við aukagreiðslum
„Hugtakið sem notað er fyrir
regluleg laun á hinum löndunum
miðast við venjulega vinnuviku, 37-
40 stundir. Hins vegar er bætt við
öllum aukagreiðslum sem fylgja
þeirri vinnu, sem og álagi, svo sem
vaktaálagi, yfirvinnuálagi og öðru
álagi vegna afbrigðilegs vinnutíma.“
Hannes segir það koma fram í
gögnum á vefsíðum hagstofa hinna
Norðurlandaríkjanna að hugtakið
fyrir greiðslur vegna afbrigðilegs
vinnutíma sé genetillæg á dönsku,
eða nuisance pay á ensku, sem sé
meðal annars yfirvinnuálag, vakta-
álag og alls konar álag. Á sænsku
séu slíkar greiðslur skammstafaðar
með OB-ersättning, þar sem OB sé
skammstöfun á obehaglig og hug-
takið merki því óþægindagreiðsla.
Með því sé átt við álag á borð við
vaktaálag og yfirvinnuálag. Danir og
Svíar séu því nánast með sama hug-
tak fyrir regluleg laun og á Íslandi
nema hvað þeir virðist einnig leggja
yfirvinnuálagið við, þ.e.a.s. ekki
greiðslu fyrir yfirvinnustundirnar
heldur sé yfirvinnuálaginu dreift á
allar unnar vinnustundir.
Nánast sama skilgreining hér
„Ef verð á dagvinnustundum er
100 og verð á yfirvinnustundum 180,
eins og algengt er hér á landi, setja
Danir og Svíar álagshlutann, þ.e. 80,
inn í mánaðarlaunin sem þeir birta,
en ekki 180. Þannig að við erum nán-
ast með sömu skilgreiningu á Íslandi
og á hinum löndunum hvað varðar
regluleg laun.“
Hannes segir að þegar yfirvinna
sé tekin með í reikninginn komi í ljós
að yfirvinnugreiðslur séu miklar á
Íslandi samanborið við hin löndin.
Því verði að taka tillit til þess.
Tengist kjarasamningum
Það stafi að einhverju leyti af
kerfislægum ástæðum, vegna
ákvæða kjarasamninga sem stuðli að
miklum yfirvinnugreiðslum.
„Læknar á Íslandi vinna þannig
ekki vaktavinnu í þeim skilningi að
þeir fái vaktaálag. Þeir fá greitt yfir-
vinnukaup á vöktum þegar þeir
vinna utan dagvinnutímabils. Hjá
öðrum starfsgreinum er hins vegar
greitt vaktaálag þar til fullri vinnu-
skyldu er skilað.
Það eru rök fyrir því að vera með
samanburð á heildarlaunum á Ís-
landi við regluleg laun í öðrum lönd-
um, enda stuðla ákvæði íslenskra
kjarasamninga að miklum yfirvinnu-
greiðslum,“ segir Hannes.
Hæstu launin greidd á Íslandi
Greining SA bendir til að læknar á Íslandi séu með 70% hærri heildarlaun en kollegar þeirra ann-
ars staðar á Norðurlöndum Þá hafi hjúkrunarfræðingar á Íslandi 50% hærri regluleg heildarlaun
Regluleg mánaðarlaun lækna
- að meðaltali árin 2015 og 2016 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 18. maí 2017
Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland* Ísland**
* Ísland: Regluleg laun (með vaktaálagi og öðrum greiðslum,
en án yfirvinnugreiðslna)
** Ísland: Regluleg heildarlaun (með yfirvinnugreiðslum)
Á hinum löndunum er miðað við venjulega vinnuviku, 37-40 stundir,
en álagi, s.s. vegna vakta, yfirvinnu og óþæginda er bætt við þær stundir.
Heimildir: Hagstofur Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar og fjármála-
ráðuneytið. OECD varðandi launa-
breytingar 2016 hjá Danmörku.
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
914894
967974
727677
1.1321.160
1.373
1.4732015 2016
Regluleg mánaðarlaun lækna og hjúkrunarfræðinga
- að meðaltali árið 2016 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 18. maí 2017
Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland* Ísland**
* Ísland: Regluleg laun (með vaktaálagi og öðrum greiðslum,
en án yfirvinnugreiðslna)
** Ísland: Regluleg heildarlaun (með yfirvinnugreiðslum)
Á hinum löndunum er miðað við venjulega vinnuviku, 37-40 stundir,
en álagi, s.s. vegna vakta, yfirvinnu og óþæginda er bætt við þær stundir.
Heimildir: Hagstofur Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar og
fjármálaráðuneytið. OECD
varðandi launabreytingar 2015.
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Læknar Hjúkrunarfræðingar
914
528
967
550
727
394
470
1.132
1.473
744
Regluleg mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga
- að meðaltali árin 2015 og 2016 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 18. maí 2017
Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland* Ísland**
* Ísland: Regluleg laun (með vaktaálagi og öðrum greiðslum,
en án yfirvinnugreiðslna)
** Ísland: Regluleg heildarlaun (með yfirvinnugreiðslum)
Á hinum löndunum er miðað við venjulega vinnuviku, 37-40 stundir,
en álagi, s.s. vegna vakta, yfirvinnu og óþæginda er bætt við þær stundir.
Heimildir: Hagstofur Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar og fjármála-
ráðuneytið. OECD varðandi launa-
breytingar 2016 hjá Danmörku.
800
700
600
500
400
300
200
100
0
528517
550538
394361
610
560
680
744
2015 2016
Skurðlæknum sleppt
» Að sögn Hannesar er hér
litið til launa félagsmanna í
Læknafélagi Íslands.
» Félagar í Skurðlæknafélagi
Íslands séu ekki taldir með en
þeir hafi hærri laun.
» Miðgengi norskrar krónu var
23,51 króna hinn 30. janúar
2013 en 11,96 kr. í gær.
LANGVIRK SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK
www.evy.is
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni.
NÝTT NAFN
UVA
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30