Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 13
landsins, var sleppt frá Hjálparfossi
í Þjórsárdal, þar á meðal 20 úr búi
Ragnars. Keppnistímabilið stendur
fram í ágúst, fullorðnar dúfur keppa
ellefu sinnum og ungar sex sinnum.
Flestir hafa bréfdúfnarækt sem
tómstundagaman. Jaðarsport kallar
Ragnar það reyndar og segir að líkt
og í flestum íþróttum séu menn allt-
af mjög spenntir fyrir keppni.
Keppnin í dag er sú stysta í sumar,
60 km, en sú lengsta verður 400 km
og þá frá Langanesi. „Allir alvöru
bréfdúfnaræktendur eiga ákveðna
gerð af tölvubúnaði, nokkurs konar
staðsetningartæki, og geta fylgst
með fluginu í beinni útsendingu á
benzinglive.com Að sjá dúfurnar sín-
ar koma úr keppni og heyra um leið
pípið í tækinu þegar þær fljúga yfir
lendingarpallinn heima hjá manni er
einstök tilfinning.“
Jólamatur í Flóanum
Ragnar er með tvo syni Íslands-
meistarans frá því fyrir þremur ár-
um og eru þeir báðir í undaneldi.
„Pabbi þeirra keppti frá Hraun-
eyjum og náði mjög góðum árangri,
flaug rúma 1.900 metrum á mínútu,
og því bind ég vonir við að ungarnir
verði afabetrungar,“ segir hann og
gæti haldið lengi áfram að tala um
dúfurnar sínar og allt sem lýtur að
dúfnarækt. En ein spurning í lokin,
sem kannski er svolítið úr takti í
þessu viðtali: Borðar hann dúfur?
„Ég hendi ekki mat. Dúfur eru lost-
æti, enda aldar upp á kóngafæði, yfir
tuttugu korntegundum. Þær eru
jólamatur á mínu heimili,“ svarar
bréfdúfnabóndinn í Flóanum.
Fagur er fuglinn Bréfdúfnaræktun er tómstundagaman hjá
Ragnari, jaðarsport, eins og hann kallar það.
Sveitasæla Eftir að Ragnar fluttist í sveitasæluna fyrir aust-
an var hans fyrsta verk að fá sér dúfur og hænur.
Dúfur geta orðið allt
að fimmtán ára gamlar,
en tíu til tólf ára eru þær
yfirleitt komnar í hvíld
og hættar að verpa.
Nýfæddur Kannski verður þessi nýfæddi ungi einhvern tím-
ann Íslandsmeistari í bréfdúfnakappflugi.
Vefsíða Bréfdúfnafélags Ís-
lands: dufur.is
Týndar dúfur: S: 8203565
Facebook: dúfuspjall
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Fjallræðan verður umfjöllunarefni
Queen-messu sem flutt verður í Sel-
fosskirkju kl. 13.30 og Laugarnes-
kirkju kl. 17.30 í dag, laugardag, 20.
maí. Jón Jósep Snæbjörnsson, betur
þekktur sem Jónsi í svörtum fötum,
flytur þekkt lög Queen við íslenskan
texta ásamt hljómsveit og Kór Kefla-
víkurkirkju.
Lagt verður stuttlega út af stefjum
fjallræðunnar á milli laga.
Queen-messa í kirkjum tveim
Fjallað um
fjallræðuna
Smellir Jónsi flytur þekkt Queen-lög.
Yfirlit yfir starfsemi
Orkurannsóknasjóðs 2007–2017
Sveinbjörn Björnsson, formaður
stjórnar Orkurannsóknasjóðs.
→
→
→ Pallborðsumræður um hlutverk sjóðsins.
Kynning nokkurra rannsóknaverkefna sem sjóðurinn hefur styrkt:
—
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
var stofnaður árið 2007 og hefur
því starfað í 10 ár. Árlega veitir
sjóðurinn styrki til framhaldsnáms
og rannsókna á sviði umhverfis-
og orkumála.
STUÐNINGUR Í 10 ÁR
Opinn fundur í Veröld, Húsi Vigdísar
24. maí kl. 14 – 16.
Vistkerfisbreytingar á
hálendi norðan Langjökuls
síðustu árþúsund.
Vetrarís á Þingvallavatni.
Gönguhegðun urriða í
Efra-Sogi og Úlfljótsvatni.
Umhverfisrannsóknir
í Lagarfljóti.
Guðrún Marteinsdóttir.
Yan Lavallée
Sigurður Markússon
flytur.
Jóhann Örlygsson.
Tómas Jóhannesson.
Guðrún Gísladóttir.
Einar Sveinbjörnsson.
Jóhannes Sturlaugsson.
Hrund Ó. Andradóttir.
Vistfræðileg tengsl ferskvatns-
rennslis til sjávar og hrygningar
og klaks þorsks.
Mechanical and permeability con-
straints for improved geothermal
reservoir exploitation at Krafla,
Iceland.
Next Generation Biofuels
from Protein-rich Biomass.
Mælingar á yfirborði og yfirborðs-
breytingum íslenskra jökla með
leysimælingum.
1
2
3
4
5
6
7
8
Dagskrá
Skráning á landsvirkjun.is→
8
5 7
4
3
1
2
6