Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 13
landsins, var sleppt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal, þar á meðal 20 úr búi Ragnars. Keppnistímabilið stendur fram í ágúst, fullorðnar dúfur keppa ellefu sinnum og ungar sex sinnum. Flestir hafa bréfdúfnarækt sem tómstundagaman. Jaðarsport kallar Ragnar það reyndar og segir að líkt og í flestum íþróttum séu menn allt- af mjög spenntir fyrir keppni. Keppnin í dag er sú stysta í sumar, 60 km, en sú lengsta verður 400 km og þá frá Langanesi. „Allir alvöru bréfdúfnaræktendur eiga ákveðna gerð af tölvubúnaði, nokkurs konar staðsetningartæki, og geta fylgst með fluginu í beinni útsendingu á benzinglive.com Að sjá dúfurnar sín- ar koma úr keppni og heyra um leið pípið í tækinu þegar þær fljúga yfir lendingarpallinn heima hjá manni er einstök tilfinning.“ Jólamatur í Flóanum Ragnar er með tvo syni Íslands- meistarans frá því fyrir þremur ár- um og eru þeir báðir í undaneldi. „Pabbi þeirra keppti frá Hraun- eyjum og náði mjög góðum árangri, flaug rúma 1.900 metrum á mínútu, og því bind ég vonir við að ungarnir verði afabetrungar,“ segir hann og gæti haldið lengi áfram að tala um dúfurnar sínar og allt sem lýtur að dúfnarækt. En ein spurning í lokin, sem kannski er svolítið úr takti í þessu viðtali: Borðar hann dúfur? „Ég hendi ekki mat. Dúfur eru lost- æti, enda aldar upp á kóngafæði, yfir tuttugu korntegundum. Þær eru jólamatur á mínu heimili,“ svarar bréfdúfnabóndinn í Flóanum. Fagur er fuglinn Bréfdúfnaræktun er tómstundagaman hjá Ragnari, jaðarsport, eins og hann kallar það. Sveitasæla Eftir að Ragnar fluttist í sveitasæluna fyrir aust- an var hans fyrsta verk að fá sér dúfur og hænur. Dúfur geta orðið allt að fimmtán ára gamlar, en tíu til tólf ára eru þær yfirleitt komnar í hvíld og hættar að verpa. Nýfæddur Kannski verður þessi nýfæddi ungi einhvern tím- ann Íslandsmeistari í bréfdúfnakappflugi. Vefsíða Bréfdúfnafélags Ís- lands: dufur.is Týndar dúfur: S: 8203565 Facebook: dúfuspjall DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Fjallræðan verður umfjöllunarefni Queen-messu sem flutt verður í Sel- fosskirkju kl. 13.30 og Laugarnes- kirkju kl. 17.30 í dag, laugardag, 20. maí. Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í svörtum fötum, flytur þekkt lög Queen við íslenskan texta ásamt hljómsveit og Kór Kefla- víkurkirkju. Lagt verður stuttlega út af stefjum fjallræðunnar á milli laga. Queen-messa í kirkjum tveim Fjallað um fjallræðuna Smellir Jónsi flytur þekkt Queen-lög. Yfirlit yfir starfsemi Orkurannsóknasjóðs 2007–2017 Sveinbjörn Björnsson, formaður stjórnar Orkurannsóknasjóðs. → → → Pallborðsumræður um hlutverk sjóðsins. Kynning nokkurra rannsóknaverkefna sem sjóðurinn hefur styrkt: — Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2007 og hefur því starfað í 10 ár. Árlega veitir sjóðurinn styrki til framhaldsnáms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. STUÐNINGUR Í 10 ÁR Opinn fundur í Veröld, Húsi Vigdísar 24. maí kl. 14 – 16. Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsund. Vetrarís á Þingvallavatni. Gönguhegðun urriða í Efra-Sogi og Úlfljótsvatni. Umhverfisrannsóknir í Lagarfljóti. Guðrún Marteinsdóttir. Yan Lavallée Sigurður Markússon flytur. Jóhann Örlygsson. Tómas Jóhannesson. Guðrún Gísladóttir. Einar Sveinbjörnsson. Jóhannes Sturlaugsson. Hrund Ó. Andradóttir. Vistfræðileg tengsl ferskvatns- rennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsks. Mechanical and permeability con- straints for improved geothermal reservoir exploitation at Krafla, Iceland. Next Generation Biofuels from Protein-rich Biomass. Mælingar á yfirborði og yfirborðs- breytingum íslenskra jökla með leysimælingum. 1 2 3 4 5 6 7 8 Dagskrá Skráning á landsvirkjun.is→ 8 5 7 4 3 1 2 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.