Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
HJÓLAFESTINGAR
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
1-3 HJÓL Á FESTINGU
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Ódýrustu eplin er að finna í versl-
un Krónunnar á Bíldshöfða en þau
dýrustu í búð Víðis í Borgartúni
samkvæmt verðkönnun ASÍ á mat-
vöru sem gerð var í átta versl-
unum miðvikudaginn 17. maí.
Verðmunur á rauðum eplum
reyndist því vera 139% milli ódýr-
ustu og dýrustu verslunarinnar.
Kannað var verð á 71 tegund
matvöru í þessari könnun. Iceland
í Vesturbergi var oftast með
hæsta verðið, eða í 41 skipti, en
Bónus í Borgarnesi var oftast með
lægsta verðið, eða í 35 tilfellum af
71. Þá vekur athygli að í helmingi
tilfella munaði aðeins 1 kr. á verði
sömu vöru í Bónus og Krónunni.
Verðmunurinn var mestur í
flokki ávaxta og grænmetis.
Einnig var mikill verðmunur á
Kellogg’s Corn Flakes-morg-
unkorni eða 132%. Það var dýrast
hjá Iceland í Vesturbergi 1.065
kr./kg en ódýrast í Nettó í Borg-
arnesi 459 kr./kg. Minnsti verð-
munurinn í könnuninni var 8% á
Merrild 103 kaffipakka, sem var
dýrastur á 699 kr. hjá Iceland en
ódýrastur 649 kr. í Bónus. Þá var
9% verðmunur á hæsta og lægsta
verði á KEA-skyri.
Mikill verð-
munur á
ávöxtum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Matstofa Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Ís-
lands í Hveragerði var opnuð að nýju síðastliðinn
fimmtudag eftir miklar endurbætur. Staðurinn heitir nú
Matstofa Jónasar og er nefndur eftir Jónasi Kristjáns-
syni lækni, sem var helsti hvatamaðurinn að því að stofn-
unin var sett á laggirnar árið 1955. Það var Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra sem opnaði Matstofu Jónasar
með táknrænum hætti með því að brjóta blað; það er
grænblöðung af bananatré úr gróðurhúsi garðyrkjuskól-
ans að Reykjum í Ölfusi.
Rúmlega tuttugu ár eru síðan matstofan var opnuð og
því þótti kominn tími á endurbætur. Í því skyni voru hús-
gögn og innréttingar endurnýjuð, húsnæði málað í björt-
um litum og allt fært í nýmóðins stíl. Er þetta meðal ann-
ars gert til þess að bæta upplifun dvalargesta. Þeir eru á
hverjum tíma um 130 og koma um 1.600 á ári hverju.
Í máli Haraldar Erlendssonar yfirlæknis kom fram að
starfsemi Heilsustofnunar væri mikilvæg, enda þörf á
nýrri þjónustu þegar sjúkdómar af völdum streitu og
álags færðust í vöxt. Er reynt að mæta þeim hópi og ný-
lega fékk Heilsustofnun nýsköpunarverðlaun Heilsulind-
arsamtaka Evrópu (ESPA) fyrir þróun á streitumeðferð.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra greindi svo frá
því að hann teldi starfsemina í Hveragerði mikilvægan
hlekk í íslensku heilbrigðiskerfi og félli vel að almennum
markmiðum í forvarnarstarfi. sbs@mbl.is
Matstofa Jónasar opnuð
Endurbætur á Heilsustofnun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Opnun Haraldur Erlendsson og Bjarni Benediktsson.
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Seafood Expo Global er
stærsta sjávarútvegssýning heims
sem haldin er árlega í Brussel og á
næsta ári verður hún haldin í 25.
skiptið,“ segir Björn Matthíasson,
rekstrarstjóri About fish, sem er
dótturfyrirtæki Vinnslustöðv-
arinnar, um alþjóðlegu sjáv-
arútvegssýninguna sem lauk fyrir
skömmu. Sýninguna sóttu í kringum
26 þúsund gestir frá um 140 löndum.
Sýnendur eru um 1.800 frá 79 lönd-
um.
„Vinnslustöðin og About fish
voru með bás á sýningunni þar sem
við kynntum okkar starfsemi og þær
afurðir sem við höfum upp á að
bjóða. Þetta er vettvangur þar sem
við ræktum sambönd okkar við nú-
verandi viðskiptavini, ekki síður en
að afla nýrra. About fish, sem er
sölufyrirtæki VSV, rekur sex sölu-
skrifstofur víða um heim, á Íslandi,
Þýskalandi, Portúgal, Frakklandi,
Rússlandi og Hollandi og er þetta
gott tækifæri til að koma saman og
bera saman bækur sínar,“ segir
Björn.
Vestmannaeyingar skora
hátt í könnuninni Stofnun ársins
2017 sem SFR stendur fyrir, eiga
stofnun sem er hástökkvari ársins
og aðra sem lendir í öðru sæti í sín-
um flokki. Niðurstöður úr könn-
uninni Stofnun ársins 2017 voru
kynntar í síðustu viku á Hilton
Reykjavík Nordica að viðstöddu fjöl-
menni.
Stofnanir ársins eru þrjár, hver
í sínum stærðarflokki, auk þess
fengu Fyrirmyndarstofnanir við-
urkenningu og líka Hástökkvari árs-
ins. Í flokknum Stórar stofnanir, 50
starfsmenn eða fleiri, var Reykja-
lundur í fyrsta sæti, Ríkisskattstjóri
í öðru og Fjölbrautaskóli Suðurnesja
í því þriðja.
Yfir meðalstórar stofnanir, með
20 til 49 starfsmenn, var Mennta-
skólinn á Tröllaskaga í fyrsta sæti,
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum í öðru og Einkaleyfastofan í
þriðja sæti. Hástökkvari ársins er
svo Lögreglustjórinn í Vest-
mannaeyjum sem fór upp um 72
sæti. Þetta er mikil viðurkenning
fyrir Helgu Kristínu Kolbeins,
skólameistara Framhaldsskólans,
og Páleyju Borgþórsdóttur, lög-
reglustjóra í Vestmannaeyjum, og
þeirra fólk.
Hástökkvari ársins er í Eyjum
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Tæknivæðing Vinnslustöðin tók í notkun nýtt uppsjávarfrystihús á síðasta
ári þar sem tæknin leysir mannshöndina af hólmi. Það reyndist vel í vetur.
Stefnt er að því að áfengi verði aðeins
selt í sérverslunum og að rekstri
ÁTVR verði haldið áfram. Að
áfengisauglýsingum, þ.m.t. léttbjór-
sauglýsingum, verði settar miklar
skorður að franskri fyrirmynd og að
óheimilt verði að selja áfengi undir
kostnaðarverði.
Þetta er meðal breytinga sem sam-
þykktar voru af meirihluta allsherj-
ar- og menntamálanefndar Alþingis
á áfengisfrumvarpinu.
Eins er gert ráð fyrir því að
aldurstakmark sölumanna áfengis
verði hækkað upp í 20 ár og að af-
greiðslutími verði styttur frá fyrri
frumvarpsdrögum þannig að
áfengissala verði heimil á tímabilinu
11 til 22.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
formaður allsherjar- og menntamála-
nefndar, segir að breytingarnar miði
að því að einkaaðilum verði gert
heimilt að selja vín í sérvöruverslun-
um en að ÁTVR haldi stöðu sinni.
„Nú er þingsins að setja málið á dag-
skrá,“ sagði Áslaug í samtali við
mbl.is eftir fundinn í gær.
Gert í víðtækri sátt
Teitur Björn Einarsson, fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins,
kvaðst í samtali við mbl.is ánægður
með þær breytingar sem gerðar
hefðu verið á frumvarpinu. Þar væri
lögð áhersla á að koma til móts við
ábendingar og athugasemdir sem
komið hefðu fram. Hann segir eitt
meginmarkmið frumvarpsins vera að
afnema úrelta einokun ríkisins á
smásölu áfengis.
„Mér virðist nefndin hafa unnið vel
úr málinu, fengið fjölmargar um-
sagnir og gesti og viðhaft almennt
vönduð og málefnaleg vinnubrögð,“
segir Teitur Björn. „Það var viðbúið
að fram kæmu tillögur um að stíga
varlega til jarðar og það er sjálfsagt
þegar um er að ræða mál sem fólk
hefur sterkar skoðanir á og felur í sér
ákveðna kerfisbreytingu að reynt sé
að gera það í sem víðtækastri sátt.“
Áfengi verði selt í
sérvöruverslunum
Miklar breytingar á áfengisfrumvarpinu frá fyrri drögum
Morgunblaðið/Heiddi
Áfengissala Gert er ráð fyrir að rekstri ÁTVR verði haldið áfram, áfengis-
auglýsingum verði settar miklar skorður og sölualdur hækkaður í 20 ár.
Björgunar-
sveitum á
höfuð-
borgarsvæðinu
barst beiðni um
útkall um eitt-
leytið í gærdag
vegna konu sem
var í sjálfheldu
á Esjunni.
Konunni var bjargað, en hún
var á hefðbundinni gönguleið en
var komin efst í Þverfellshornið í
klettabelti og komst hvorki lönd
né strönd, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg. Björg-
unarsveitarmaður var á göngu-
leiðinni fyrir tilviljun og fór hann
strax til aðstoðar ásamt félaga
sínum.
Konu í sjálfheldu á
Esjunni var bjargað
Mistök við viðgerð á farþegaferj-
unni Baldri í gærmorgun ollu því að
ferjan varð vélarvana á milli lands
og Vestmannaeyja á öðrum tím-
anum í gær. Baldur leysir Herjólf
af á meðan síðarnefnda ferjan er í
reglubundinni slipptöku.
Baldur varð vélarvana norðan
við Elliðaey þegar hann var á leið
til Landeyjahafnar og var dráttar-
báturinn Lóðsinn frá Vestmanna-
eyjum kallaður til aðstoðar. Vél of-
hitnaði vegna óhreininda í
kælikerfi samkvæmt upplýsingum
frá Eimskip.
Baldur vélarvana
milli lands og Eyja