Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
www.valka.is
Við óskum Ramma hf. til haming ju
með Sólberg ÓF 1, fyrsta íslenska skipið
útbúið vatnsskurðarvél til að framleiða
beinlausar afurðir.
Starfsfólk Völku
TIL HAMINGJU
MEÐ SÓLBERGÓF 1
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er töluvert stór atburður.
Mikið af aur hefur farið út í ána og
afleiðingarnar sjást. Leirlag er á
botninum og veiðistaðir fullir,“ segir
Sigurður Már Einarsson, fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, um
umhverfisslysið í Andakílsá í
Borgarfirði.
Sigurður skoðaði aðstæður eftir að
vart var við mikinn aurburð í ánni.
Hann segir að Orka náttúrunnar,
sem rekur Andakílsárvirkjun, hafi
óskað eftir því við Hafrannsókna-
stofnun að ástæður óhappsins og af-
leiðingar fyrir ána yrðu rannsakaðar.
Þá verður gerð áætlun um hugs-
anlegar aðgerðir til að reyna að
koma ánni í samt lag og um vöktun í
framhaldinu. Hann á von á því að
sérfræðingar af mismunandi sviðum
kanni ána eftir helgi og taki sýni til
frekari rannsóknar.
Mikill leir fór niður í ána þegar
Orka náttúrunnar tæmdi inntakslón
Andakílsárvirkjunar. Áður hefur
vatni verið tappað af lóninu en langt
er síðan lónið var tæmt, ef það hefur
þá nokkru sinni verið gert. Afleiðing-
arnar urðu þær að setið úr lóninu fór
niður í ána, gruggaði hana og settist í
farveginn.
Afleiðingar í mörg ár
„Þetta getur haft margháttaðar
afleiðingar en við eigum eftir að meta
hversu alvarlegar þær eru. Leirinn
kæfir þörunga og smádýr á botni.
Svo er hugsanlegt að hluti laxaseið-
anna hafi drepist þegar aur fór í
tálknin og annað,“ segir Sigurður
Már.
Ef einhverjir árgangar laxaseiða
hafa farið forgörðum geta afleiðing-
arnar komið fram á næstu árum. Ef
ekki takist að gera við veiðistaðina
getur það haft veruleg áhrif á lax-
veiðar strax í sumar.
„Náttúran er seig og stundum má
bjóða henni ýmislegt. En þetta lítur
ekki vel út núna,“ segir Sigurður
Már.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er
með Andakílsá á leigu. Hún er mjög
vinsæl hjá félagsmönnum, það vin-
sæl að hún er uppbókuð í sumar. Ari
Hermóður Jafetsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, segir að það bíði eftir
frekari upplýsingum frá þeim sér-
fróðu aðilum sem fengnir hafi verið
til að rannsaka ána.
Flóð duga ekki
Andakílsá rennur úr Skorradals-
vatni og er tæknilega mögulegt að
auka rennsli í henni til að reyna að
hreinsa ána. Sigurður Már vill bíða
með yfirlýsingar um hvað best sé að
gera þar til málin hafi verið skoðuð
betur. Segir þó að flóð séu ekki af
hinu góða fyrir lífríki árinnar og dugi
líklega ekki til.
Undirbúa tillögur til úrbóta
Sérfræðingar Hafró rannsaka afleiðingar umhverfisslyss
í Andakílsá „Lítur ekki vel út“ segir fiskifræðingur
Ljósmynd/Dagný Sigurðardóttir
Breyting Malareyri við Andakílsá er nú þakin leir úr inntakslóninu.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hjá
Útlendingastofnun fyrstu fjóra mán-
uði ársins voru um 60% fleiri en á
sama tíma í fyrra. Haldi þessi fjölg-
un áfram gæti farið svo að umsóknir
um alþjóðlega vernd á Íslandi verði
jafnvel á bilinu 1.700 til 2.000 tals-
ins,að því er fram kemur á vef stofn-
unarinnar.
Þórhildur Ósk Hagalín, upplýs-
ingafulltrúi Útlendingastofnunar,
segir spurð hvort stofnunin hafi
þurft að bæta við sig húsnæði að svo
sé ekki. „Þó að það hafi fjölgað frá
sömu mánuðum í fyrra hefur um-
sækjendum fækkað frá síðustu mán-
uðum ársins 2016. Þar af leiðandi
höfum við ekki þurft að bæta við
okkur húsnæði,“ segir Þórhildur.
Fram kemur á tölfræðisíðu vefs-
ins að umsækjendur í apríl hafi verið
af 16 þjóðernum, flestir frá Albaníu
og Pakistan. Töluverður meirihluti
þeirra sem sóttu um vernd var karl-
kyns, eða 87% allra umsækjenda.
Þórhildur segist ekki geta getið sér
til um ástæður þessa mikla kynja-
munar en segir að ýmsar ástæður
geti legið þar að baki.
Í aprílmánuði fékkst niðurstaða í
61 mál, níu umsóknir voru teknar til
efnislegrar meðferðar, 26 mál voru
afgreidd með ákvörðun á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar, tveimur
umsóknum var synjað sökum þess að
umsækjendur höfðu þegar fengið
vernd í öðru ríki og 24 umsækjendur
drógu umsóknir sínar til baka eða
hurfu samkvæmt síðu stofnunar-
innar. Útlendingastofnun flutti í apr-
íl 21 einstakling úr landi, en um þess-
ar mundir njóta 565 manns þjónustu
í verndarkerfinu á Íslandi.
aronthordur@mbl.is
Ásókn í vernd
hér á landi
Fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hælisleitendur Töluvert fleiri hafa sótt um vernd í ár en á sama tíma í fyrra.