Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 26
20. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.17 101.65 101.41
Sterlingspund 131.96 132.6 132.28
Kanadadalur 74.1 74.54 74.32
Dönsk króna 15.129 15.217 15.173
Norsk króna 11.949 12.019 11.984
Sænsk króna 11.529 11.597 11.563
Svissn. franki 103.47 104.05 103.76
Japanskt jen 0.9163 0.9217 0.919
SDR 139.59 140.43 140.01
Evra 112.59 113.21 112.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 140.903
Hrávöruverð
Gull 1251.85 ($/únsa)
Ál 1904.0 ($/tonn) LME
Hráolía 52.19 ($/fatið) Brent
● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,95% í
4,2 milljarða króna viðskiptum í gær.
Mest lækkuðu hlutabréf í Icelandair
Group um 4,94% en gengi bréfanna í
lok viðskiptadags var 14,25 krónur á
hlut. Viðskipti með bréf Icelandair
Group námu samtals 334 milljónum
króna í gær.
Mest viðskipti voru með bréf Reita,
eða fyrir 744 milljónir króna, og hækk-
uðu bréf félagsins um 1,40%. Hlutabréf
í Nýherja hækkuðu mest í gær, eða um
4,44% í 197 milljóna króna viðskiptum.
Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um
9,39% frá áramótum og Heildar-
vísitala hlutabréfa í Kauphöllinni hefur
hækkað um 11,88%.
Hlutabréf í Icelandair
lækkuðu um tæp 5%
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnlíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Sala á rafbílum fyrstu fjóra mánuði
ársins var um helmingur af allri raf-
bílasölu síðasta árs, samkvæmt sam-
antekt bílafjármögnunarfyrirtækis-
ins Ergo. 111 rafbílar seldust á
tímabilinu en til samanburðar seldust
227 slíkir bílar allt árið í fyrra. Það er
því útlit fyrir mun meiri sölu rafbíla á
þessu ári en á síðasta ári ef fram fer
sem horfir.
Tengitvinnbílar, bílar sem ganga
fyrir bæði rafmagni og hefðbundnum
orkugjöfum eins og bensíni og dísel,
seldust einnig vel á tímabilinu en 246
bílar af þeirri tegund seldust, borið
saman við 601 bíl allt síðasta ár þegar
mikil sprenging varð í sölu á tengil-
tvinnbílum milli ára.
Hlutdeild bíla með vistvænan orku-
gjafa var þannig komið í 5,34% af
heildarbílamarkaði á fyrstu fjórum
mánuðum ársins. Árið 2016 var sama
hlutfall 4,49%.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins, segir að bílar
sem nota vistvæna orkugjafa sæki
hægt og bítandi á, og einkum tengil-
tvinnbílar enda henti þeir ágætlega
íslenskum aðstæðum eins og er, eins
og Özur orðar það. „Við höfum kallað
þá einhverskonar millistykki þar til
rafbílar geta tekið alveg við hlutverk-
inu, en það er þónokkur tími í að það
verði. Enn er mikið verk óunnið í upp-
byggingu innviðanna,“ segir Özur í
samtali við Morgunblaðið.
Jafnt hlutfall bensín- og dísilbíla
Það sem af er ári hefur jafnstórt
hlutfall bensín- og dísilbíla verið ný-
skráð en samtals eru þessir hefð-
bundnu orkugjafar 88% allra ný-
skráninga. 12% eru hins vegar með
tvinnvélum eða knúnir rafmagni.
Þetta hlutfall var 10% fyrir allt árið
2016.
Hörður Harðarson, sölustjóri Niss-
an og Renault hjá BL, segir að árið
hafi farið vel af stað í vistvæna flokkn-
um en Nissan Leaf var söluhæsti raf-
bíllinn á Íslandi á síðasta ári. „Sala á
rafbílum er almennt mjög góð og fer
upp á við. Nýir bílar eins og Renault
ZOE og BMW hafa bæst við og fengið
góðar viðtökur, og „stolið“ frá Leaf-
bílnum. Fólk er almennt að átta sig á
hvað þetta er hagkvæmur og góður
kostur. Enn sem komið er eru þessir
bílar oftast númer 2-3 á heimilinu, en
það gæti breyst þegar hleðslustöðv-
um fjölgar á hringveginum,“ sagði
Hörður í samtali við Morgunblaðið.
Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri
Volkswagen hjá Heklu, tekur í sama
streng. Mjög vel hafi gengið fyrstu
mánuði ársins. „Við höfum selt 63
Outlander-bíla, 45 Volkswagen- og 30
Audi-bíla. Það þýðir að við höfum selt
um helminginn af öllum nýskráðum
tengiltvinnbílum á markaðnum það
sem af ári.“ Jóhann segir að úrvalið af
bílum sé alltaf að aukast og árið líti
vel út.
Mikil sala rafbíla
fyrstu mánuði 2017
Sala fólksbíla janúar-apríl 2017
- eftir orkugjöfum
44%
44%
12%
Dísil Bensín Aðrir orkugjafar P
lu
gi
n
hy
br
id
24
6
13
2
11
1
5 29
0
Be
ns
ín
/m
et
an
Ra
fm
ag
n
M
et
an
Be
ns
ín
/r
af
m
ag
n
Tengiltvinnbílar,
traktorar og kranar
» 15 nýir tengiltvinnbílar voru
fluttir inn árið 2014, en 140 ár-
ið 2015, 601 árið 2016 og 246
á fyrsta þriðjungi þessa árs.
» Á árinu 2017 hafa alls verið
nýskráðar 25 stærri hópferða-
bifreiðar og 62 dráttarvélar
voru fluttar inn á fyrstu fjórum
mánuðum ársins.
» 15 byggingakranar voru
fluttir inn frá janúar-apríl.
12% nýrra bíla með vistvænan orkugjafa 5,34% af heild
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTT
Sjávarútvegsfyrirtækið Aurora
Seafood hefur hlotið 1,7 milljóna
evra styrk, jafngildi liðlega 190
milljóna króna, úr Horizon 2020
áætlun Evrópusambandsins til að
þróa og tæknivæða veiðar og
vinnslu á sæbjúgum. Mun það vera í
fyrsta sinn sem íslenskt sjávar-
útvegsfyrirtæki hlýtur svo háan
styrk á þeim vettvangi.
Um er að ræða svokallaðan „SME
Instrument“-styrk, sem er tveggja
þrepa umsóknaferli. Í tilkynningu
segir að árangur Aurora Seafood
sé einstakur því umsóknir fyrirtæk-
isins hlutu brautargengi í fyrstu at-
rennu í báðum þrepum og liðu að-
eins níu mánuðir frá því að umsókn
um fyrsta þrep var send inn þar til
hinn stóri styrkur var í höfn.
ESB styrkir sæbjúgnaveiðar
● Rakel Sveins-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri Spyr,
er nýr formaður
Félags kvenna í
atvinnulífinu, FKA.
Hún var kjörin á
aðalfundi félagsins
í Iðnó á fimmtu-
daginn, en einnig
bauð Fjóla G. Frið-
riksdóttir sig fram
til formanns. Fráfarandi formaður, Þór-
dís Lóa Þórhallsdóttir, var ekki í fram-
boði en hún hefur gegnt formennsku
félagsins undanfarin fjögur ár.
Á aðalfundinum var jafnframt kosið í
þrjú sæti í stjórn félagsins. Kosningu í
stjórn hlutu Áslaug Gunnlaugsdóttir,
Guðrún Ragnarsdóttir og Ragnheiður
Aradóttir.
Innan vébanda FKA eru ríflega eitt
þúsund konur í leiðtogastörfum á öllum
sviðum atvinnulífsins. Telst yfir helm-
ingur þeirra til forstjóra, framkvæmda-
stjóra og eigenda fyrirtækja. Fram-
kvæmdastjóri FKA er Hrafnhildur
Hafsteinsdóttir en í félaginu starfa 14
nefndir, deildir og ráð sem um 100
félagskonur sinna yfir árið.
Rakel hlaut kosningu
sem nýr formaður FKA
Rakel
Sveinsdóttir
BUDAPEST Í UNGVERJALANDI
GDANSK Í PÓLLANDI
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir
sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá
Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir.
Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en
baðmenningu Ungverja má rekja hundurðir ára aftur
í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis
menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg
Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur
til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún
var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur
arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir
hafa gert borgina við flóann að vinsælustu
ferðamannborg Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Miðaldaborg fra 12 öld. Gamli og nýi tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá
árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum
Evrópu.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GLÆSILEGAR BORGIR
Í AUSTUR-EVRÓPU
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir i A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
3-4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði i mat og drykk.
Þá eru hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum.
Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
Viku ferðirsumarið 2017,frá 137.000 kr. permann i 2ja mannaherbergi
Dæmi um
borgir sem við
getum boðiðVerð frá 85.000kr.
Dagskrá:
Kl. 13.30 Framkvæmdastjóri Ramma hf.,
Ólafur Helgi Marteinsson, býður gesti velkomna.
Kl. 13:35 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flytur ávarp.
Kl. 13:50 Álfhildur Stefánsdóttir gefur skipinu formlega nafn.
Kl. 13:55 Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, Sr. Sigríður Munda
Jónsdóttir, blessar skipið.
Kl. 14:00 Gestum boðið að skoða skipið.
Til hamingju
með nýja skipið
Í dag laugardaginn 20. maí
tekur Rammi hf. formlega á
móti frystitogaranum
Sólbergi ÓF-1 á Siglufirði.
Af því tilefni efnir Rammi til
móttöku á Siglufirði.
Allir velkomnir