Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Saksóknaraembættið í Svíþjóð til- kynnti í gær að það hefði látið rann- sókn sína á meintum kynferðisbrot- um Julian Assange, stofnanda Wikileaks, falla niður. Rannsóknin hefur staðið yfir í sjö ár, en hún leiddi meðal annars til þess að Ass- ange leitaði hælis í sendiráði Ekva- dor í Lundúnum, höfuðborg Bret- lands árið 2012, en þar hefur hann dvalist síðan. Breska lögreglan gaf hins vegar til kynna að hún gæti enn ákveðið að handtaka Assange, ef hann stigi fæti út fyrir dyr sendiráðsins, en Assange rauf skilyrði lausnar gegn lausnargjaldi þegar hann gaf sig ekki fram við lögregluna á sínum tíma, þegar evrópsk handtökuheim- ild var gefin út á hendur honum árið 2012. Telja ekki líkur á framsali Marianne Ny, sem fer fyrir ákæruvaldinu í Svíþjóð, sagði í yf- irlýsingu að ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að það væri „engin ástæða til þess að ætla að ákvörð- unin að fá hann framseldan til Sví- þjóðar kæmi til framkvæmdar í ná- inni framtíð“. Sagði þar jafnframt að þar sem ekki væri lengur hægt að halda rannsókn málsins áfram undir nú- verandi kringumstæðum, virtist sem það væri ekki lengur ástæða til þess að reka málið áfram. Assange sagði í yfirlýsingu að hann myndi hvorki gleyma né fyr- irgefa sænsku saksóknurunum fyrir að hafa reynt að fá sig framseldan til Svíþjóðar þar sem hann hefði í raun verið í haldi í sjö ár án ákæru. Hann hefði misst af uppvexti barna sinna og séð mannorð sitt dregið í svaðið. „Slapp undan réttvísinni“ Konan sem sakaði Assange um að hafa nauðgað sér, sagði hins vegar ákvörðunina hneyksli, að sögn lög- fræðings hennar. „Það er hneyksl- isvert að grunaður nauðgari getið sloppið undan réttvísinni og þannig forðast réttlætið,“ sagði Elisabeth Fritz, lögmaður konunnar við AFP- fréttastofuna. Lögfræðingar Ass- ange kölluðu hins vegar eftir því að Bretar myndu leyfa honum að yf- irgefa sendiráðið og halda til Ekva- dor, þar sem hann gæti um frjálst höfuð strokið. Rannsóknin fellur niður  Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur látið rannsókn sína á meintum kynferðisglæpum Julian Assange niður falla  Óvíst hvort Assange getur yfirgefið sendiráðið AFP Beðið átekta Breskir lögregluþjónar á vakt fyrir utan sendiráð Ekvadors í gær, en lögreglan hefur setið um sendiráðið og Julian Assange frá 2012. Málið gegn Assange » Sænsk kona sakaði Assange árið 2010 um að hafa sofið hjá sér án smokks eftir að hún neitaði honum um óvarin mök. » Árið 2012 flúði Assange inn í sendiráð Ekvadors í Lundúnum eftir að breskur dómstóll hafði úrskurðað að hann yrði fram- seldur til Svíþjóðar. » Assange segir málið gegn sér tilbúning og yfirvarp, sem ætlað sé að fá sig framseldan til Bandaríkjanna. Kjörsókn var með miklum ágætum í forsetakosning- unum í Íran, sem fram fóru í gær. Ríkti að sögn mikil gleði meðal væntanlegra kjósenda, svo sem þessara þriggja kvenna, sem voru ánægðar með atkvæði sitt. Engir eiginlegir kjörklefar eru á kjörstöðum í Íran, en það leiðir til þess að fólk ræðir val sitt jafnvel opinskátt og hjálpast að við að greiða atkvæði, en kjósendur þurfa að rita nafn frambjóðanda síns með eigin hendi. AFP Karnivalstemning yfir kosningum Michel Temer, forseti Brasilíu, biðlaði til þings- ins í gær um að lýsa yfir stuðn- ingi við sig, eftir að hæstiréttur landsins heim- ilaði rannsókn á hendur honum á fimmtudaginn var. Temer er grunaður um að hafa lagt blessun sína yfir mútu- greiðslur til Eduardo Cunha, fyrr- verandi forseta neðri deildar þingsins, til þess að koma í veg fyr- ir að hann tjáði sig um spilling- armál, en Cunha dvelur nú í fang- elsi fyrir mútuþægni. Temer komst í forsetastólinn á síðasta ári eftir að Dilma Rousseff, fyrirrennari hans, var hrakin úr embætti fyrir að hafa verið viðrið- in spillingarmál. Vill að þingið leysi sig úr snörunni Michel Temer BRASILÍA Friðarviðræðum á vegum Samein- uðu þjóðanna lauk í gær án þess að sam- komulag hefði tekist á milli stríðandi fylk- inga. Fyrr um daginn höfðu herþotur banda- manna Bandaríkjanna gert árás á vörubílalest Sýrlandsstjórnar í refsiskyni fyrir meint ódæðisverk sem Bandaríkjastjórn sagðist hafa komist á snoðir um að væru framin í fangelsum á vegum Bashar al- Assads Sýrlandsforseta. Ríkisstjórn Sýrlands fordæmdi loftárásina harðlega, sem og stjórn- völd í Moskvu. Uppreisnarmenn fögnuðu hins vegar árásinni mjög, en þeir krefjast þess að Assad láti af embætti áður en samið verður. Viðræðum slitið í skugga loftárásar Bashar al-Assad SÝRLAND Stjórnvöld í Tyrklandi gáfu í gær út handtökuheimildir á hendur þrem- ur blaðamönnum og eiganda dag- blaðsins Sozcu, en mennirnir eru sakaðir um stuðning við klerkinn Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Ritstjórnarstefna Sozcu þykir mjög fjandsamleg Erdogan Tyrk- landsforseta og AKP-flokki hans. Þá leggur blaðið áherslu á hina ver- aldlegu arfleifð Tyrklands og Ke- mal Ataturks, stofnanda landsins. 165 blaðamenn hafa verið hand- teknir í Tyrklandi frá valdaránstil- rauninni síðasta sumar. Yfirvöld handtaka óþæga blaðamenn TYRKLAND Richard Rojas, fyrrverandi sjó- liði í Bandaríkja- flota, var í gær ákærður fyrir morð og tilraun til manndráps en Rojas ók bifreið sinni á mann- fjölda við Times Square-torgið fræga í New York á fimmtudags- kvöldið. Ein kona, hin átján ára Alyssa Elsman, lést og 22 aðrir særðust í árás Rojas, en yfirvöld segja ekkert benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Fjórir hinna slösuðu eru enn í lífshættu. Rojas var sjóliði á árunum 2011 til 2014. Hann hlaut orðu fyrir störf sín í flotanum, en vinir hans og vanda- menn sögðu að hann hefði sagst „heyra raddir“ eftir að hann sneri til baka úr herþjónustu sinni. Rojas var tekinn fyrir ölvunarakstur árin 2008 og 2015 og merki um vímuefni fund- ust í blóðsýnum úr honum í gær. Ákærður fyrir morð- tilræði  Sagðist „heyra raddir“ fyrir ódæðið Richard Rojas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.