Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 33

Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Slagurinn um efsta sætið ílandsliðsflokki á Skák-þingi Íslands stendur milliHéðins Steingrímssonar og Guðmundar Kjartanssonar og nær hámarki með uppgjöri þeirra í síðustu umferð sem fram fer í dag. Hinn 19 ára gamla Dag Ragn- arsson mætti þó vel telja mann mótsins en hann virðist nær öruggur um 3. sætið. Það er vita- skuld frábær frammistaða hjá ný- liða en Dagur átti í nokkrum erf- iðleikum með að tryggja sér sæti í landsliðsflokki og rétt marði 2. sæti á eftir Guðmundi Gíslasyni í keppni áskorendaflokks í síðasta mánuði. Staðan eftir sjöundu um- ferð sem fram fór á fimmtudaginn var þessi: 1. Héðinn Steingrímsson 6 ½ v. (af 7) 2. Guðmundur Kjartansson 6 v. 3. Dagur Ragnarsson 5 v. 4. - 5. Björn Þorfinnsson og Hannes Hlíf- ar Stefánsson 3 ½ v. 6.-7. Sig- urbjörn Björnsson og Davíð Kjart- ansson 3 v. 8. Vignir Vatnar Stefánsson 2 v. 9. Guðmundur Gíslason 1 ½ v. 10. Bárður Örn Birkisson 1 v. Héðinn Steingrímsson hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari en hann varð yngsti Ísandsmeistari sögunnar 15 ára gamall þegar hann vann óvæntan sigur í keppni landsliðsflokks á Höfn í Hornafirði árið 1990 og skaust upp fyrir nokkra nafntogaða meistara. Guðmundur Kjartansson hefur einni sinni orðið Íslandsmeistari en hann vann glæsilegan sigur á Ís- landsþinginu 2014. Hvað varðar frammistöðu ann- arra vekur athygli slök frammi- staða Hannesar Hlífars Stef- ánssonar. Björn Þorfinnsson var kominn vel á skrið eftir tap í fyrstu umferð en tapaði svo tveim skák- um og blandar sér ekki í baráttuna um sigur. Vignir Vatnar og Bárður Örn hafa átt erfitt uppdráttar en öðlast þarna mikilsverða reynslu. Á fimmtudaginnn beindist at- hygli að efstu mönnum. Guð- mundur Gíslason missti af góðu færi í miðtaflinu og þegar fram í sótti virtist Héðinn eiga sigurinn vísan en gaf Guðmundi annað tækifæri sem Ísfirðingurinn nýtti sér ekki og tapaði að lokum. Guð- mundur Kjartansson fékk þrönga og erfiða stöðu eftír að hafa fiskað upp peð, gerði fá mistök í fram- haldinu og vann með vel útfærðri gagnsókn: Skákþing Íslands 2017; 7. um- ferð: Sigurbjörn Björnsson – Guð- mundur Kjartansson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 Skorðar a-peðið. Þessi leikaðferð sást oft hjá Botvinnik. 8. Dg4 Kf8 9. Dd1 b6 Þeir hafa báðir fengið þessa stöðu upp áður, Sigurbjörn gegn Hollendingnum Kampen og Guð- mundur gegn Einar Hjalta Jens- syni á Íslandsmótinu í fyrra. 10. dxc5 bxc5 11. Rf3 Re7 12. Be2 Ba6 13. O-O Rd7 14. Hb1 Rc6 15. Be3 h6 16. Bxa6 Dxa6 17. Dd3 c4 18. Dd2 Kg8 19. h3 Rdxe5 20. Rxe5 Rxe5 21. f4 Rd7 22. f5 Dxa3 23. Hb7 Dd6 24. fxe6 Dxe6 25. Bxa7 f6 26. Bd4? Hann gat náð peðinu til baka með 26. Hd1 og a.m.k. jafnri stöðu en vill meira. 26. … Dc6 27. Hfb1 Kh7 28. Df4 De6 29. Dg3 Hhe8 Eftir að hrókurinn kemst í spilið nær svartur smátt og smátt að bæta stöðu sína. 30. Kh2 Ha7 31. Bb6 He7 32. Bd4 Re5 33. H7b5 Ha2 34. Bc5 Hd7 35. Hb6 Df5 36. H6b2 Hxb2 37. Hxb2 De4 38. Bd4 Rg6 39. Be3 He7 40. Bd4 Rf4 41. Bc5 He5 42. h4 Hindrar 42. … Hg5 en þá kemur hnykkur úr annarri átt. 42. … Rxg2! 43. Hb7 Eða 43. Dxg2 Dxg4+ 44. Kg1 He1+ og vinnur. 43. … Dxh4+ – og hvítur gafst upp, 44. Kxg2 er svarað með 44. … Hg5 o.s.frv.. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Héðinn eða Guðmundur – Úrslitaskák í dag oðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Misviturt fólk vann það sér til afreka að kljúfa Framsókn- arflokkinn á 100 ára afmæli flokksins sl. haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, núver- andi formaður, sá sig knúinn á ómerkilegan hátt til að bjóða sig fram gegn sitjandi for- manni, Sigmundi Dav- íð Gunnlaugssyni, korteri fyrir kosningar sl. haust eftir að hafa marglýst því yfir, bæði á fundum og í fjölmiðlum, að hann myndi aldrei fara fram gegn sitjandi formanni, þ.e. Sigmundi Davíð. Þetta mun vera einsdæmi í Framsókn- arflokknum og ber Sigurður Ingi því við að skorað hafi verið á hann að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Þetta var jafn ómerkilegt fyrir það en auðvitað er öllum frjálst að bjóða sig fram til for- manns í Framsóknarflokknum, en ekki sama hvernig farið er að og hvernig er mönnum sæmandi. Þetta lýsir þvílíku og ótrúlegu dómgreind- arleysi að fáheyrt er. Boðað var til flokksþings mánuði fyrir kosningar sl. haust, sem aldrei hefði átt að vera, heldur nú síðla vetrar og þá gat Sigurður Ingi boðið sig fram. Afrakstur þessa ótrúlega frum- hlaups og dómgreindarleysis varð að harkalegustu útreið, sem flokk- urinn hefur hlotið og nú undir for- ystu Sigurðar Inga formanns. Fylg- ið hrundi af Framsóknarflokknum og töpuðust um 14% atkvæða og hvorki meira né minna en 11 þing- menn undir stjórn Sigurðar Inga og geri aðrir betur, svo ekki sé talað um fjárhagslegt tap upp á um 50-60 milljónir í peningum. Nú, hálfu ári seinna, hjakkar flokkurinn í rúmum 10%, tvíklofinn og engin teikn á lofti um sættir. Áskorendurnir Þeir þingmenn Framsókn- arflokksins sem taldir eru hafa lagt hvað harðast að Sigurði Inga að bjóða sig fram gegn Sigmundi Dav- íð eru Silja Dögg Gunnarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Willum Þór, Karl Garðarsson, Ásmundur Einar, Höskuldur Þórhalls- son, Þórunn Egils- dóttir og Líneik Anna. Þess má geta hér að Sigmundur Davíð gerði auðvitað sjálfur vitleysu með því að segja af sér sem for- sætisráðherra, þar átti hann að sitja sem fast- ast því hann hafði ekkert brotið af sér en í staðinn rétti hann Sigurði Inga forsætisráðuneytið á silfurfati. Það voru mikil mistök. Málið um Wintris-reikninginn var rógur, upp- spuni og lygi. Ásmundi Einari tók Sigmundur Davíð við í forsæt- isráðuneytið á sinni tíð en hann var síðan látinn fara eftir að hafa ætlað að skara eld að sinni köku og nota ráðuneytið til þess. Höskuld gerði hann að formanni Samgöngu- nefndar, sem leiddi til þess að hann var kosinn í mikla trúnaðarstöðu, sem formaður Norðurlandaráðs. Af framansögðu má sjá að sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Reiðmenn vindanna Hestamennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og skemmtikrafturinn Guðni Ágústs- son eiga að vita það manna best að ekki er mjög vænlegt til árangurs að skipta um hest í miðri á en þeir félagar í hestamennskunni létu sig hafa að fara út í það feigðarflan og árangurinn kom svo sannanlega í ljós í kosningunum, eða rúm 10% fylgi og 8 þingmenn varð árang- urinn eftir ótrúlegt feigðarflan. Guðni Ágústsson má nú muna þá tíð er hann blauður lét hrekja sig úr formannssæti í flokknum og Val- gerður Sverrisdóttir tók við við lít- inn orðstír, enda hvorugt þeirra kosið til embættisins. Á eftir áskor- endunum, þingmönnunum, komu svo bakraddirnar svokölluðu, flokkseigendurnir, og gerðu mjög í því að rægja Sigmund Davíð á allan máta. Þar fóru fremst, auk Guðna, þau Jón Sigurðsson fyrrverandi for- maður, sem vann sér það til frægð- ar að drulla flokknum niður í 6 % í skoðanakönnun og einnig kom við sögu Valgerður Sverrisdóttir, einn- ig fyrrverandi formaður í stuttan tíma. Valgerður vann sér það til frægðar í sinni ráðherratíð m.a. að vera aðalleikarinn í svokölluðu einu frægasta spillingarmáli Íslands- ögunnar, Búnaðarbankamálinu. Einnig er Valgerður sögð hafa „rið- ið um héruð“ til stuðnings Sigurði Inga. Það er nánast óskiljanlegt hvern- ig þetta ólánsfólk telur sig þess um- komið í sinni heimsku að koma fram við Sigmund Davíð eins og raun ber vitni. Hann er maðurinn sem leiddi flokkinn til næststærsta sigurs í kosningum flokksins í 100 ára sögu hans. Ég tel að viðlíka fólk eigi vart heima í Framsóknarflokknum, nema að sýnd sé veruleg iðrun og ekkert óraunhæft hatur og nú er komið að skuldadögunum. Hvernig ætlar Sigurður Ingi og hans lið að sameina Framsókn- arflokkinn á ný? Við því er ekki nema eitt ráð. Sigurður Ingi verður að víkja. Vandinn í Framsóknarflokknum Eftir Hjörleifur Hallgríms »Hvernig ætlar Sigurður Ingi að sameina tvíklofinn Framsóknarflokkinn eftir að hafa illa veist að Sigmundi Davíð? Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.