Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Komið og hittið starfsfólk Véla og verkfæra í bás C-9 á Amazing Home Show. Við kynnummeðal annars snjallar læsingar fyrir heimili, hurðarhúna, fjarlægðarmæla, höfuðljós, verkfæravagna, hleðsluborvélar og verðmætaskápa. Frábær tilboð og spurninga- leikur með veglegum vinningum. Velkomin í bás Véla og verkfæra erum á svæðinu Nútímaheimilið Laugardalshöllinni, 19.–21. maí Grundvöllur krist- innar trúar er Kristur, sé hann tekinn úr kristindóminum er lífið farið úr þeirri trú sem hann boðar. Þá verða eftir líflaus trúarbrögð sem enga merkingu hafa og verða eins og hver önnur trúarbrögð sem eru hugmyndir manna um „guð“ og er blekking ein. Kristur er lífið í kristinni trú og sé hann tekinn í burtu er ekkert eftir nema blekkingin ein. Öll trúarbrögð er blekking því þau vísa frá Guði en ekki til hans. Það er aðeins Jesús Kristur sem er „vegurinn sannleik- urinn og lífið“ sem getur fært okkur til Guðs. Hann hefur því svo fyrir komið að aðeins í Heilagri ritningu fáum við mætt Guði og Jesú Kristi. Jóhannes guðspjallamaður ritar í guðspjalli sínu samtal sem Jesús átti við Nikódemus sem átti sæti í öld- ungaráði Gyðinga. Þar er ritað t.d. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh.3.16. Þarna sjáum við fagnaðarerindið sett fram í fáum orðum. Þetta er í raun allt sem segja þarf. Fyrir trú á Jesúm Krist eignast maðurinn eilíft líf með honum. Hefur einhver af svokölluðu trúarbragða- höfundum sagt eitthvað í líkingu við þessi orð Jesú? Það held ég ekki. Jesús segir einnig: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kem- ur til föðurins nema fyrir mig.“ Jóh. 14.6. Enginn hefur sagt þvílík orð. En þetta er sá veruleiki sem fagnað- arerindi Guðs boðar. Páll postuli rit- ar til Korintumanna: „Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig er hann tilreiknaði mönnum ekki afbrot þeirra og fól mér að boða orð sátt- argjörðarinnar.“ 2. Kor. 5.19. En allt er bundið því eina að við tökum á móti þessu í trú á Jesúm Krist: „til þess að hver sem á hann trúir …“ Þetta er kristindómurinn og ef við ætlum að taka Jesú burt úr kristindóm- inum verður hann eins og hver önnur trúar- brögð innihaldslaust kenningarkerfi. Að vísu er Jesús nefndur í t.d. ísl- am, þar er hann settur á bekk með öðrum spámönnum en það hæfir frelsara heimsins ekki. Jesús stend- ur einn gegn hverskonar hugmynd- um manna um Guð og sama er að segja um kristindóminn, hann stend- ur einn gegn trúarbrögðum manna. Það skal viðurkennt að margt er það sem við skiljum ekki í boðun krist- indómsins og það er eðlilegt að við skiljum ekki Guð, og mörgum finnst boðun krossins vera heimska og Guð hafi heldur betur misreiknað sig. En höfum það í huga að „orð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs“. 1. Kor. 1.18. Og einn- ig; „Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.“ 1. Korintubréf 1. 25. Viljum við taka þá áhættu að hafna slíku boði frá Guði. „Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf en sá sem óhlýðnast syninum mun ekki öðlast líf heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Jóh. 3. 36. Við skulum velja lífið. En hver var Jesús? Var hann bara góður fræðari, byltingamaður, spá- maður? Hann hefur fengið nokkra titla sem menn hafa gefið honum. Sjálfur spurði hann lærisveina sína þeirrar spurningar: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ Þessarar spurningar spurði Jesú lærisveina sína er þeir „komu í byggðir Sesareu Filippí Matt 16.13-16. Lærisvein- arnir svöruðu honum: „Sumir Jó- hannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönn- unum.“ Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“ Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Þetta er grundvöllurinn „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Jesús var hinn fyrirheitni Frelsari sem Ritningarnar höfðu talað um. „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn“ Jes. 9:5. Þetta þekkjum við frá því lesið var úr ritningunni um hver jól. Hver gaf okkur þetta barn? Jú, það var Guð. Guð átti frumkvæðið, Hann gaf. Guð hefur talað. Sjáum t.d. Hebreabr. 1. 1 Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. 2 En nú í lok þessara daga hefur hann til okkar talað í syni sínum sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gert. 3 Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreins- aði okkur af syndum okkar og settist til hægri handar hátigninni á hæð- um. Hebr.1. 1-3. Þetta segir okkur að Jesús flytur okkur mikilvægasta boðskap Guðs til okkar. Við skulum hafa það í huga að kristindómurinn er ekki aðeins orð né heldur samansafn trúarlegra hugmynda né heldur samansafn siðaboða. Hann er fagnaðarerindi. Hann er frelsisboðskapur til okkar mannanna. Páll postuli segir að kristindómurinn sé „fagnaðarerindi „Guðs … um son hans, Jesúm Krist Drottin vorn sem Guð gaf fyrirheit um fyrir munn spámanna sinna í helgum ritningum. Viljum við taka þá áhættu að hafna Jesú Kristi. Grundvöllurinn er Kristur Eftir Ólaf Gunnar Vigfússon »Kristur er lífið í kristinni trú og sé hann tekinn í burtu er ekkert eftir nema blekk- ingin ein. Ólafur Gunnar Vigfússon Höfundur er fyrrverandi versl- unarmaður. Þú ert sósíalisti. Ekki örvænta. Þú þarft ekki að fá þér Ché Guevara bol eða syngja með í viðlag- inu: „Fuck you, I won’t do what you tell me!“ Skemmtilegt, en engin skylda. Auðvit- að hafa þeir hlutir eitthvað með sósíal- isma að gera en sósíal- isti er hver sá sem lætur sig sam- félagsleg hugðarefni varða. Í bókinni Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason segir að- alpersónan um róttækni sína á kreppuárunum: „Að vera sósíalisti var að vera maður.“ Þar hittir hann í raun naglann á höfuðið, nema hvað þátíðarmyndin er örlítið villandi. Að vera sósíalisti er að vera maður. Sanngirni er samofin eðli okkar sem spendýrum. Allir sem eru í ein- hverjum tengslum við samvisku sína vilja að fólk fái að njóta af- raksturs erfiðis síns burtséð frá því hvert eignarhaldssamband þess við framleiðslutækin er. Ég leyfi mér að ganga svo langt að segja að allir nema siðblint fólk séu í raun sósíal- istar. Allir hægrisinnar sem ég þekki eru sammála vinstrisinnum með allar hugsjónir. „Auðvitað væri það best ef við gætum haft jöfnuð, réttlæti og bræðralag,“ segja þeir en bæta svo við: „Það er bara ekki framkvæmanlegt.“ Sko, ég sagði þér: þú ert sósíal- isti. Þú ert bara svartsýnn sósíalisti. Grunnhugsjón sósíalismans er sú að allir eigi að gera það sem þeir geta og uppskera það sem þeir þurfa. (Að sögn Karls Marx var þetta sjálfur hornsteinn komm- únismans en við skulum end- urheimta eitt hugtak í einu.) Eins og mannfræðingurinn David Grae- ber bendir á þá væru vinsamleg samskipti manna á milli ómöguleg ef þau byggðust ekki á þessum grunni. Þá hefðum við ekkert sam- félag. Þá væri mannkynið útdauð tegund. Útspil Graebers í umræður sem hefjast á staðhæfingunni: „Sósíalismi virkar ekki“ er því einfalt. Svo ég umorði hann lít- illega: „Sósíalismi er það eina sem virkar.“ Það verður aldrei til „sósíalistaríki“ en án sósíalisma helst ekkert ríki saman. Ef þú mættir velja annað hvort að leyfa fjárfestum að græða á sjúklingum eða veita Íslendingum gjald- frjálsa heilbrigðisþjónustu mynd- irðu alltaf velja það síðarnefnda. Ef þú mættir velja annað hvort að leyfa sægreifum að mokgræða á auðlind þjóðarinnar og geyma pen- ingana í aflandsfélögum eða leyfa þeim sem veiða fiskinn og verka hann að njóta gróðans af honum myndir þú alltaf velja það síð- arnefnda. Ef þú mættir velja annað hvort að leyfa starfsmannaleigum að stunda þrælahald á íslenskri grundu eða veita erlendu starfsfólki samn- ingsrétt um mannsæmandi afkomu myndirðu alltaf velja það síð- arnefnda. Ef þú mættir velja annað hvort að leyfa fjármálafyrirtækjum að kaupa upp íbúðir og mokgræða á þeim og keyra upp húsnæðisverð eða veita ungu fólki von um að geta eignast eigið húsnæði einhvers stað- ar sunnan við fimmtugsaldurinn myndirðu alltaf velja það síð- arnefnda. Þú myndir alltaf velja það síð- arnefnda. Af því að þú ert sósíalisti. Málið er bara að þú heldur að þú hafir ekkert val. Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki rétt hjá þér. Opið bréf til íslensku hægri- manneskjunnar Eftir Símon Hjaltason Símon Hjaltason » Það verður aldrei til „sósíalistaríki“ en án sósíalisma helst ekkert ríki saman. Höfundur er söngvaskáld og læri- meistari. sih5@hi.is Matur Það streyma inn auglýsingapésar frá garðyrkju- og húsaviðgerðar- fyrirtækjum þessa dagana. Bækl- ingar af vönduðustu gerð, gefa væntingar um vandað fyrirtæki. En ekki er allt sem sýnist. Aflið ykkur upplýsinga á rsk.is áður en stofnað er til viðskipta. Skoðið hvort fyrirtækin hafi skilað árs- reikningum, það eitt gefur ákveðna sýn. Um helgina barst mér fallegur bæklingur frá fyr- irtæki sem býður upp á fasteigna- viðgerðir og viti menn, fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til ríkisskattstjóra svo árum skiptir. Bæklingurinn gefur aftur á móti allt önnur fyrirheit. Allt annað: Ég keypti herðatré (úr við), þau brotnuðu undan úlp- um. Þegar ég kvartaði við versl- unina, fékk ég svarið: „Þetta eru ekki forstofuherðatré“. Ég keypti rándýra salernissetu, sem ég 65 kg konan settist á, þ.e. lokið, setan sprakk undan mér. Svarið sem ég fékk var: „Þetta er lok en ekki seta, það er ekki ætlast til að það sé sest á salernislok“. Varið ykkur á svikurum og sviknum vörum. Sigríður. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Svikinn neytandi – Varið ykkur Morgunblaðið/Ásdís Klósettlok Það ætti að vera óhætt að setjast þegar lokið er niðri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.