Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 35

Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, sími 555 1515, enjo.is Heimilispakkinn Fyrir gólfin Fyrir þvottinnFyrir glugganaFyrir heimilið Vefverslun shop.enjo.is Fyrir eldhúsiðFyrir baðherbergið Við verðum á Amazing HOME SHOW í Laugardalshöllinni 19.-21. maí Tilboðs verð 87.900 k r. 2.442 kr . á mán uði miðað v ið 3ja á ra notkun 25 ára afmæli ENJO Móðir Jörð stynur og henni blæðir ekkert er magnaðra en ólgandi tíðablóð hennar þessi glóandi ógn sem þó er bara neisti í alheiminum. Óvæntasta ævintýrið í mínu lífi var að ganga á land í Surtsey sumarið 1964. Hún var þá gjósandi. Þetta sumar var ég háseti á Stapa- felli SH 15 og vorum við á síldveiðum fyrir austan. Hinn 13. ágúst lönd- uðum við í Neskaupstað, en svo var haldið rakleiðis til Reykjavíkur vegna alvarlegrar bilunar í spili. Þegar við nálguðumst Surtsey var komið blíð- skaparveður, logn og heiðríkja, og því spegilsléttur sjór. Og þá mætti okkur ógleymanleg sjón, kolsvört eyjan með gíginn sem mesta sjónarspil. Glóandi hraunleðjan sást slettast upp úr gígnum og ekkert hef ég séð rauð- ara. Æsingurinn í okkur var svo mik- ill, að óðara vorum við búnir að taka á filmurnar í gömlu myndavélunum okkar. Við áttum enga von um að komast í land í eynni og fá betra sjón- arhorn. Við fórum suður fyrir eyna og norður með henni að vestanverðu. Og þarna nyrst á eynni var hin álit- legasta fjara til lendingar. Og þar sem sjórinn var algerlega gárulaus var strax ákveðið að fara í land á léttbátnum og aðeins tveir eða þrír menn urðu eftir um borð. Úr fjöruborðinu var greið gönguleið upp á allstórt fell sem vik- urgos hafði hlaðið upp. Og þaðan gaf á að líta. Gígurinn blasti við, hvæsandi og blásandi. Við sáum alveg ofan í eimyrjuna þar sem hún hentist barmanna á milli eins og stórsjór væri. Og þegar þessar öldur skullu saman, eða í gígveggina, þá gusu sletturnar hátt í loft. Glóandi eimyrjan sann- arlega eldrauð en breytti strax um lit í fallinu. Og þyturinn og hvæsið í gígnum var hávært. Við máttum ekki dvelja lengur við þessa sjón. Fórum við suður af fellinu og að hraunjaðrinum. Fylgdum hon- um svo í boga að vesturfjörunni. Ekki var fært út á hraunið, enda sást í glóðina ef lyft var og kíkt undir hell- urnar. Enn var sama ládeyðan þegar við komum á móts við bátinn. Gekk því vel að komast aftur um borð. Og þessu gleymum við aldrei. Í Surtsey 14. ágúst 1964 Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson » Óvæntasta ævintýrið í mínu lífi var að ganga á land í Surtsey sumarið 1964. Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com Hvert er hlutverk alþingismanna okkar? Hugsanlega má svara því í einni setningu. Að gæta þess að rétt- læti ríki í landinu og þá jafnt til lýðs og lands. Þó að við viljum búa vel að fólkinu í land- inu má það ekki gleymast að okkur ber skylda til þess að ganga vel um þetta góða land sem okkur hefur verið trúað fyrir og verðum við að umgangast það af al- úð og umhyggju. Hvar í flokki sem þeir standa og hver sem þeirra baráttumál kunna að vera ættu þeir að geta fylgt því meginatriði að setja ætíð réttlætið í fyrsta sæti. Æðsta hlutverk þeirra ætti að vera það að móta þannig reglur að allir landsins þegnar njóti réttlætis. En á meðan unga fólkið okkar get- ur ekki fengið þak yfir sig og börn- in sín nota þingmenn sinn dýrmæta tíma og ræða sig sveitta í umræðu um það hvort það sé nú ekki bara best við að bæta brennivíninu í hill- ur matvörubúðanna. Ætli það sé hugsað til hagsbóta fyrir unga fólk- ið okkar og finnst ykkur þingmenn góðir sem standið fyrir þess háttar, tíma ykkar vel varið að nota hann í slíkar umræður? Ég neita að trúa því að við séum ekki fólk til að gera unga fólkinu okkar fært að búa sér og börn- unum sínum heimili og þar með framtíð í landinu okkar góða. Skora ég hér með á hina mörgu nýju þing- menn okkar að taka höndum saman og virkilega að vinna að því að koma lagi á þessi mikilvægu mál þjóðarinnar. Það vilja allir fá þessi mál í lag og þess vegna verður að vinna í málinu. Framtíð landsins og húsnæðismálin Það er nokkuð sem við vitum öll að unga fólkið er framtíð landsins okkar. Hvað er það sem gerir það að verkum að ekki tekst að byggja þokkalegar íbúðir á viðráðanlegu verði? Það er ástand sem alls ekki er hægt að sætta sig við. Við ætl- umst til að þingið okkar reyni að hlúa að þessum málum. Númer eitt væri kannski að þingið réði til þess færa sérfræðinga að fara virkilega ofan í kjölinn á því hvað það er sem gerir byggingarkostnað svo háan hjá okkur og skoða hvar skór- inn kreppir. Þetta er ástand sem einfaldlega verður að laga í þjóð- félagi okkar. Forsenda þess að lækka megi þennan mikla byggingarkostnað hlýtur að vera sú að þekkja til hlít- ar hina ýmsu og mörgu kostn- aðarliði við framkvæmdina þannig að hægt sé að skoða hvar og hvern- ig helst þurfi að sníða málin til. Hugsanlega mætti ná kostnaði eitt- hvað niður til að kallast mætti ásættanlegur miðað við þarfir þjóð- arinnar. Hinn nýi fjármálaráðherra okkar boðaði það um tíma að opna fyrir gjaldeyrislán og þá væntanlega með mun lægri vöxtum. Því miður hanga dökk og dimm ský yfir þeim málum. Þeir sem fylgst hafa með málum lands og þjóðar allt frá seinni hluta síðustu aldar sjá það og vita að gengið heldur ekki endalaust áfram að hækka, það kemur að því að það hrynur og þá getur orðið mikill skarkali hjá þjóð okkar. Þess vegna ættu engir að taka gengistryggð eða erlend lán til húsnæðiskaupa því þar með er snaran komin um háls hins sama. Þó að þörfin kunni að vera mikil, lokið augunum fyrir slíku. Verðtryggingin Í dag eru sennilega flestir með lán með verðbótaákvæðum og við vitum hvað gerist þegar gengið fellur, þá rjúka þau lán upp úr öllu valdi og hverjir eru það sem það kemur þyngst niður á? Og hverjir eru það sem hagnast mest á slíkum aðgerðum og jafnvel spila með þannig atburðarás? Endilega vinnum að því af fullum heilindum að tryggja unga fólkinu okkar farsæla afkomu og framtíð í landinu okkar góða. Hlutverk alþingismanna Eftir Hjálmar Magnússon »Æðsta hlutverk þeirra ætti að vera það að móta þannig reglur að allir landsins þegnar njóti réttlætis. Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.