Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Elsku afi minn. Ég á svo margar góðar minningar af þér. Þið amma vor- uð samheldin hjón og nutuð ykk- ar vel í félagskap. Það var aðdá- unarvert hvernig þið pössuðuð hvort upp á annað og nutuð lífs- ins saman. Þið tókuð fagnandi á móti gestum og nutuð þess að gera vel við alla sem til ykkar komu. Það var alltaf ánægjulegt að koma til ykkar á Vesturberg- ið. Þú hafðir gaman af því að ferðast um landið og við fórum saman í mörg ferðalög. Mér er alltaf minnisstætt hvað þú varst duglegur að drífa okkur á skíði, þú fórst á gönguskíði og við í brekkurnar. Þú hafðir lag á að njóta hvers- dagleikans og talaðir svo fallega um æsku þína, foreldra og systk- ini. Hugur þinn hvarflaði oft vestur og við fengum að njóta frásagnarhæfileika þinna þegar þú rifjaðir upp árin fyrir vestan. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég kveð þig nú með þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Þín dótturdóttir, Signý. Elsku afi nú ertu farinn frá okkur. Þegar ég fékk símtalið um að þú værir farinn frá okkur þá flugu strax í gegnum huga minn margar minningar. Minningarn- ar eru svo margar að það er erf- itt að velja úr til að setja á blað. Sú minning sem kemur hvað oft- ast upp í huga minn og hefur gert síðan ég varð fullorðin er að ég lá uppi í rúminu ykkar og var líklega að gista hjá þér og ömmu þú lást hjá mér og varst að segja mér söguna um Búkollu. En það dugði mér ekki að heyra hana einu sinni, þú þurftir að segja mér hana oft sem þú og gerðir. Þegar ég lít til baka skil ég ekki að þú hafir getað sagt mér þessa sögu svona oft þetta eina kvöld og dáðist ég að því eftir að ég fullorðnaðist að þú skyldir hafa gert það. Það var alltaf jafn dásamlegt að koma á Vesturbergið til þín og ömmu og það verður áfram nota- legt að koma þangað til ömmu þó að þú sért ekki meðal okkar leng- ur. Þolinmæðin sem þú sýndir okkur krökkunum, endalaust gastu sagt sögur að vestan og frætt okkur þegar við ferðuð- umst með þér og ömmu. Þér leist nú kannski ekki alltaf vel á það sem maður gerði eða á þá tísku sem var í gangi hjá unga fólkinu. Man ég vel þegar ég fékk mér gat í nefið sem unglingur þá spurðir þú mig reglulega hvort ég ætlaði nú ekki að fara að taka þetta úr, eða þegar buffaló- skórnir voru í tísku, en svo komstu nú reyndar að þeirri nið- ur stöðu að þessir skór væru bara ágætis vetrardekk. Rétt rúmlega tvítug kynntist ég Hilmari. Þið gátuð strax spjallað heilmikið enda Hilmar frá Ísafirði og þið höfðuð báðir stundað sjómennsku þó að það Marinó Finnbogason ✝ Marinó Finn-bogason fædd- ist 5. apríl árið 1931. Marinó lést 2. maí 2017 Útför Marinós fór fram 12. maí 2017. væri ekki á sama tímabili. Alltaf gát- uð þið spjallað heil- mikið saman, bæði um gamla og nýja tímann. En einnig gátuð þið spjallað um byssur og fjárbúskap og þá sérstaklega meðan Hilmar var í rollu- hópnum hérna heima í Eyjum. Ég verð að segja frá síðustu ferðinni þinni vestur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað notið hennar með þér þó að ég hafi ekki getað verið allan tímann með þér. Þessi ferð sem farin var í tilefni áttræðisafmælis þíns var dásamleg. Þessi ferð mun lengi lifa í minningunni og hvað það var dásamlegt að heyra þig segja sögur og geta nefnt hvern stein og hvert strá með nafni. Ég veit að þig langaði einu sinni enn vestur. Ég veit það því að þú nefndir það við mig eitt skiptið sem við sátum á spjalli. Því mið- ur var ekki hægt að verða við þessari bón þinni þar sem veik- indin tóku yfirhöndina. Ég man það líka eins og það hafi verið í gær þegar ég og Hilmar heim- sóttum þig í síðasta sinn það var daginn fyrir afmælið þitt. Þú svafst en rumskaðir örlítið inni á milli meðan við stoppuðum hjá þér. Ég tók aðra höndin á þér undan sænginni, setti hana í lóf- ann á mér og strauk hana. Þú rumskaðir þegar ég lét hana aft- ur undir sængina og þegar ég sagði þér að ég væri bara að setja höndina aftur undir sæng- ina þá réttir þú mér hina og tók ég hana líka og lét í lófann á mér og strauk. Minning þín lifir í hjörtum okkar að eilífu. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson.) Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir, barnabarn, og Hilmar Valur Jensson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Nú eru börn aldamótakynslóð- arinnar að kveðja. Það eru 55 ár síðan ég sá Marinó fyrst. Hann flutti frá Bíldudal til Reykjavíkur í Njörvasundið og við urðum ná- grannar. Árið 1971 fluttu Marinó og Jóna upp í Efra-Breiðholt og við árið eftir, og þá tókst með okkur vinátta sem hefur haldist síðan. Marinó var að mörgu leyti sér- stakur maður, hafði hressandi yf- irbragð, var snöggur í hreyfing- um og bóngóður. Hann hafði skemmtilegan frásagnarmáta, var góður sögumaður, hafði gam- an af að segja frá; það gerði frá- sögnina skemmtilegri. Við fórum nokkrar skemmtilegar ferðir um landið með Marinó og Jónu. Það var gaman og gott að ferðast með þeim. Marinó vann í sundlaug Breið- holts í um 20 ár. Ég fór að vinna þar seinna og við Marinó unnum þar saman í nokkur ár. Það var mætt í vinnu snemma á morgn- ana og ég var hrædd í myrkrinu en Marinó bauðst til að bíða eftir mér heima hjá sér til að við gæt- um verið samferða út í laug; ef ég var sein kom hann á móti mér. Þetta hefðu ekki allir gert. Ég minnist þess að í mikilli hálku vorum við að paufast yfir Hrossamýrina; það var flughált og ekkert nema einstaka sinu- toppar til að festa fót á. Við leidd- umst eins og lítil börn og duttum ekki. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann um þessa lífsins göngu. Í tilviki Mar- inós eru þær allar góðar. Fyrir það þakka ég. Hann unni sínum æskustöðvum enda þekkti hann þær vel. Nú fer að grænka í Ket- ildölum. Við Eggert sendum Jónu, börnum og þeirra fólki samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Árna Marinós Finn- bogasonar. Hólmfríður Gísladóttir. Þegar komið er að hinni eig- inlegu kveðjustund samferða- fólks okkar í lífinu finnst okkur stundum að hún komi heldur fljótt. Það sé enn eftir að tala um svo margt frá fyrri tímum. Þannig er okkur innanbrjósts er við kveðjum Marinó Finn- bogason, frá Hóli í Bakkadal, Ketildalahreppi, Arnarfirði. Marinó var óþrjótandi sagna- brunnur um lífskjör fólks á fyrri hluta síðustu aldar og bjó yfir svo lifandi frásagnarlist að maður hreyfst með af frásögn hans. Marinó var heiðarlegur mað- ur, næmur á það sem rétt væri og með ríka réttlætistilfinningu. Á sinn hógværa máta átti hann til hnyttinn og skemmtilegan húmor fyrir skondnum atburðum lífsins. Og frásagnir hans af slík- um atvikum kölluðu iðulega fram hlátur hjá nærstöddum. Þó Marinó væri einungis fyrri hluta ævi sinnar á æskuslóðum voru sterk þau bönd sem tengdu hann við fæðingarsveitina og Bíldudal. Þar kynntist hann lífs- förunaut sínum og eftirlifandi eiginkonu, Jónu S. Guðmunds- dóttur, sem einnig er ættuð frá Arnarfirði. Tengslin við Arnar- fjörðinn voru því sterk í hugum beggja, þó snemma tækju þau sér búsetu í Reykjavík. Marinó var mikill áhugamaður um félagsstarf Arnfirðinga hér á höfuðborgarsvæðinu. Varð hann því fljótt hvatamaður að vaxandi félagsstarfi samhliða því að fylgj- ast grannt með öllu sem gerðist í heimabyggð. Þessi mikli áhugi hans fyrir öllu sem gerðist, ásamt glöggu minni hans og frá- sagnarhæfileika, varð til þess að stungið var upp á því við þáver- andi formann Arnfirðingafélags- ins, Guðmund Bjarnason, hvort ekki væri hægt að fá Marinó í viðtal sem tekið yrði upp á mynd- band, þar sem hann segði frá merkum atburðum úr lífi sínu og lífsháttum í heimasveit sinni á yngri árum. Viðtal þetta var tekið upp við fyrsta tækifæri sem gafst. Var það okkur, sem þessa kveðju sendum, mikið ánægjuefni að við skyldum fá að koma að því verki. Myndbandið má nálgast með því að gúggla „Marinó Finnbogason“ og kemur þá upp slóð á mynd- bandið. Við þökkum Marinó kærlega fyrir allt sem hann var okkur, innan sem utan Arnfirðinga- félagsins. Hann átti sér þann draum að atvinnuástand og bú- setuskilyrði á Bíldudal myndu endurreisa öflugt og fallegt mannlíf í Arnarfirði. Og hann fékk að sjá vísi að því verða til. Við sendum eftirlifandi eigin- konu, börnum þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa þau í sorginni. Við sem þetta ritum upplifum okkur á svo margan máta ríkari eftir að hafa kynnst Marinó. Í djúpri þökk biðjum við honum og allri fjölskyldu hans Guðs bless- unar um ókomna tíð. Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi formaður Arnfirðingafélagsins. Jens H. Valdimarsson, umsjónamaður framkvæmda hjá Arnfirðingafélaginu. Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Arnfirðings.is. ✝ GuðmundurÁgústsson, húsasmíðameistari á Ísafirði, fæddist 24. september 1942. Hann lést á gjör- gæslu Landspít- alans í Fossvogi 10. maí 2017. Guðmundur var sonur hjónanna Halldóru Bærings- dóttur, f. 26.11. 1912, d. 15.7. 1981, og Ágústs S. Guðmundssonar, f. 25.6. 1913, d. 19.8. 2002. Systkini Guðmundar eru Fylk- ir, f. 24.12. 1943, d. 9.10. 2008, Ágúst Ingi, f. 22.11. 1947, Greta, f. 21.7. 1950, og Fríða, f. 17.7. 1960 .Maki Guðmundar er Berg- þóra Bergmundsdóttir, f. 16.7. 1948 frá Akranesi, dóttir hjónanna Bergmundar Stígs- sonar, f. 1915, d. 1994, og Jónu Bjargar Guðmundsdóttur, f. 1915, d. 2002. Börn Guðmundar og Bergþóru eru 1) Jóna Björg, sjúkraþjálfari, f. 19.4. 1972, bú- sett á Ísafirði, maki Stefán Gunt- her, f. 9.9. 1966, börn þeirra eru Anna, f. 2005, Benedikt, f. 2006, og Helena, f. 2008. 2) Hlynur, jarðgangaverkfræðingur, f. 4.2. 1976, búsettur í Noregi, maki Jorunn Haltbakk, f. 5.4. 1977, börn þeirra eru Jörgen, f. 2013, og Magdalena, f. 2017, börn Hlyns úr fyrri sambúð eru Halldór Ágúst, f. 1998, og Marta Sól- ey, f. 2002. Móðir þeirra er Að- alheiður Jónsdóttir. Guðmundur ólst upp á Ísafirði og starfaði alla tíð við húsasmíðar, fyrst með föður sínum og síðan á eigin vegum. Einnig starfaði hann við slökkvilið Ísafjarðar, ásamt sjálfboðavinnu við bygg- ingar á slysavarnaskýlum á Vest- fjörðum. Áhugamál Guðmundar og ástríða voru skíðaganga og ljósmyndun. Hann var virkur í starfi Skíðafélags Ísfirðinga í áratugi, vann að uppbyggingu skíðamannvirkja á Seljalandsdal, við skíðamót, m.a. Fossavatns- gönguna. Alla tíð var Guðmund- ur áhugasamur um ljósmyndun og liggur eftir hann mikið safn mynda. Þá var hann virkur félagi í Kubba, íþróttafélagi eldri borg- ara á Ísafirði. Útförin fer fram frá Ísafjarð- arkirkju í dag, 20. maí 2017, klukkan 14. Hann Guðmundur bróðir er farinn, honum svipt í burtu frá okkur eftir stutt og snörp veik- indi. Við minnumst Guðmundar stóra bróður með mikilli hlýju og söknuði. Hann var elstur af okkur fimm systkinunum. Hann var heiðarlegur, trygg- lyndur, afar hlýr og umhyggju- samur. Hann kunni hvergi betur við sig en uppi á Dal á skíðum eða að starfa við skíðamót eða svo lengi sem við munum. Myndavélin ávallt á lofti til að festa minningar um þetta áhugamál hans. Kvöldið áður en hann veiktist var hann uppi á Dal að taka myndir. Barnabörnin voru honum kær og fylgdi hann þeim eftir í leik og starfi, auðvitað var þeim kynntur heimurinn að vera uppi á Dal á skíðum. Hann var nýbúinn að fylgja þeim á Andrésar Andar leikana á Akureyri og liggja myndaseríurnar þar eftir sem kærar minningar þeirra um afa sinn. Guðmundur lærði smíðar hjá pabba okkar Ágústi Guðmunds- syni byggingameistara og öll árin vann Guðmundur með honum og voru á milli þeirra ótrúlega sterk bönd. Hann studdi foreldra okk- ar og sinnti þeim af mikilli alúð í veikindum þeirra. Guðmundur var ljúfur og góður stóri bróðir, og alltaf tilbúinn að aðstoða og gefa af sér. Hann dekr- aði við eldri systur sína sem var 8 árum yngri en hann, gaf henni ýmsa fallega hluti, t.d. hjól og dúkkuvagn, eða allt þar til yngri systir hans fæddist þegar hann var 18 ára og fékk hún þá alla at- hyglina og henni leiddist það ekki, voru til ýmsar myndaseríur af henni, en engar af þeirri eldri. Við kveðjum hér traustan og góðan stóra bróður, vottum Bergþóru, Jónu Björgu og Hlyni og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minningin um góðan bróður lifir. Greta og Fríða. Mig langar að minnast hans Mumma frænda, föðurbróður míns. Þar til nýlega hélt ég að all- ir kölluðu hann Mumma en það virðist vera að ég hafi verið nán- ast einn um það. Mummi var stóri bróðir pabba og það var alltaf kært á milli þeirra og gott sam- band. Það er reyndar ekki sjálf- gefið í föðurættinni að fólk tali saman. Við pabbi bjuggum í ein- hver ár hjá ömmu í Fjarðarstræt- inu og þegar Mummi hóf búskap með Bergþóru þá var það í næsta húsi við ömmu, íbúð pabba. Ég man eftir því að á laugardögum fékk ég að fara í mat til Mumma og Bergþóru og fékk þar pulsur. Það er matur sem ég held að amma hafi aldrei eldað en við pabbi vorum iðulega í mat hjá ömmu á þeim tíma. Bergþóra bauð mér einhvern tíma upp á apríkósugraut í eftirrétt eftir pulsurnar og borðaði ég yfir mig af honum. Þegar ég var orðinn unglingur þá vann ég við smíðar hjá Mumma, við byggingu Hlífar 2, og það sumarið fórum við m.a. í göngu um Hornstrandir. Fórum úr Hrafnsfirði yfir í Hornvík og svo til baka. Mummi var mikill útivistarmaður og fram til síðasta dags var hann á ferðinni í kring- um skíðaíþróttina. Fór nú í vor á Andrésar Andar leikana á Akur- eyri með barnabörnum sínum og rétt fyrir andlátið var hann í kringum Fossavatnsgönguna. Ég man ekki betur en Mummi hafi verið keppnismaður í skíðagöngu á yngri árum og börn hans og barnabörn hafa fetað í fótspor hans. Ég minnist Mumma frænda með hlýhug og væntum- þykju og þakka honum fyrir sam- fylgdina. Ég er viss um að ef það er framhaldslíf þarna fyrir hand- an þá séu Mummi og afi farnir eitthvað að smíða og hafa skilið pabba eftir einan hjá ömmu á meðan því ekki hafði hann smið- sauga eða -hendur. Guðmundur Fylkisson. Guðmundur Ágústsson ✝ Jón SigurvinPétursson fæddist á Skriðna- felli á Barðaströnd 25. september 1930. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 13. maí 2017. Foreldrar hans voru Pétur Bjarna- son, bóndi og smið- ur á Skriðnafelli, f. 29. júlí 1905, d. 20. ágúst 1961, og Valgerður El- ínborg Jónsdóttir, f. 23. janúar 1906, d. 22. janúar 1983. Systkini Jóns eru: 1) Jóhanna Guðbjörg, f. 26. mars 1929, d. 17. febrúar 1991. 2) Kristján Hákon, f. 24. maí 1934, d. 11. október 2016. 3) Gísli Gunnar, f. 11. júlí 1938. 4) Marteinn Ólafur, f. 9. desember 1941, d. 22. janúar 1983. Þann 4. júlí 1958 giftist Jón Ingibjörgu Jónatansdóttur frá Miðgörðum í Kolbeins- staðahreppi á Snæfellsnesi, f. 1. febrúar 1929, d. 18. febrúar 2010. Foreldrar Ingibjargar voru Jónatan Lífgjarnsson og bræðranna, og Óli bróðir þeirra, bjuggu einnig á heimilinu. Þá kom að því að Jón flytur suður til Keflavíkur og fer að vinna í fiski, eins og algengt var í þá daga. Þar kynnist hann Ingibjörgu, konuefni sínu. Flytja þau að Haga í Staðarsveit á Snæfells- nesi, og ráku þar búskap, ásamt því að Jón starfaði sem héraðs- lögreglumaður um skeið. Síðar flytja þau að Miðgörðum í Kol- beinsstaðahreppi, þar sem Jón gerði út vörubíla og vann við vegagerð. Um 1960 flytja hjónin að Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi. Endurbyggðu þau húsakostinn á Hraunsmúla og stunduðu búskap til ársins 1984, er þau settust að í Borgarnesi. Vann Jón í Borgarnesi, m.a. hjá Loftorku, en lengst af hjá Afurðastöð KB. Jón sá um nokk- urra ára bil um snyrtingu kirkju- garðsins í Borgarnesi ásamt Ingibjörgu konu sinni. Útför Jóns verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 20. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Margrét Stefanía Lárusdóttir. Fósturbörn þeirra Jóns og Ingi- bjargar eru: 1) Jak- obína Sigríður Stef- ánsdóttir, f. 20. október 1952, maki Sverrir Hjaltason, f. 27. maí 1946, börn þeirra eru: a) Alex- ander, f. 1974, b) Egill Örn, f. 1978, c) Hjalti Þór, f. 1982. 2) Pétur Val- garð Hannesson, f. 18. júní 1962, maki María Erla Guðmunds- dóttir, f. 21. janúar 1970, börn þeirra eru: Óli Valur, f. 1991, Lilja Björk, f. 1993, Svava Björk, f. 2002. 3) Friðþjófur Thor- steinsson Ruiz, f. 3. janúar 1964, maki Birna Rúna Ingimars- dóttir, f. 19. júlí 1959, börn þeirra eru: a) Sunna, f. 1985, b) Fannar Ingi, f. 1991, c) Logi Steinn, f. 1995. Barna- barnabörnin eru 10. Jón ólst upp á Skriðnafelli og rak þar búskap um skeið ásamt Kristjáni bróður sínum. Móðir Það er sárt að sakna, en á þessum sorgartímum er þakklæti okkur efst í huga. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og allar góðu minningarnar sem við eigum úr Borgarnesi. Við erum þakklát fyrir að þú og amma hafið tekið pabba að ykkur þegar hann var lítill strákur og fyrir að hafa alltaf tekið okkur systkinunum opnum örmum. Hvert sem við förum þegar við deyjum, þá vitum við að amma hefur beðið þín þar. Elsku Imba amma sem þú sakn- aðir svo mikið. Takk fyrir hláturinn og grínið - það er enginn eins skemmtilegur og þú. Við munum aldrei gleyma þér, afi Jón. Sunna, Fannar Ingi og Logi Steinn. Jón Sigurvin Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.