Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Við fráfall Guð- mundar Guðbjarna- sonar, vinar og fé- laga til margra ára, vakna minningar um einstaklega hógværan og vandaðan mann. Hann var hlýr í viðmóti, jafnframt traustur og einarður í öllum sam- skiptum. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar ég kom með unnustu minni á heimili Ástu Eiríksdóttur móður hans, sem bjó þá ekkja með honum og Ernu systur hans á Lindargöt- unni, en Erla mín og Erna voru vinkonur og skólasystur úr Verzl- unarskólanum. Leiðir skildu um sinn, þegar við Erla fluttum til Ólafsfjarðar, en þar bjuggum við í sjö ár, síðan níu ár í Svíþjóð við framhaldsnám og störf. Sam- bandið endurnýjaðist fyrir milli- göngu systur Guðmundar, þegar við snerum heim 1975. Það var svo árið 1983, að við Guðmundur gerð- umst ásamt 25 öðrum stofnfélagar Rótarýklúbbsins Reykjavík – Breiðholt. Guðmundur var fulltrúi fyrir starfsgreinina „opinber stjórnsýsla, varnarmál og al- mennar tryggingar“. Guðmundur reyndist einlægur og áhugasamur liðsmaður rótarýhreyfingarinnar. Þar naut hann góðs stuðnings Þórunnar Magnúsdóttur eigin- konu sinnar. Hann gegndi með tímanum öllum helztu trúnaðar- störfum í klúbbnum. Þá liggur eft- ir hann skýrsla um tíu ár í starfi klúbbsins. Núverandi forseti klúbbsins, Sigurlaug H. Svavars- dóttir, skólastjóri, minnist Guð- mundar meðal annars með þess- um orðum: „Hann var bóngóður og alltaf tilbúinn til að leiðbeina um klúbbstarfið, hann veitti til dæmis óreyndum forsetum góð ráð. Guðmundur hélt á lofti al- þjóðlegum tengslum klúbbsins um nokkra hríð og var frum- kvöðull á því sviði, til að mynda Euromeet.“ En það voru samtök yngstu klúbbanna á í Evrópu, sem skipulögðu gagnkvæmar heim- sóknir þessara klúbba, meðal ann- ars hér á Íslandi. Guðmundar er saknað. Ástvinum hans flyt ég samúðarkveðjur klúbbfélaganna. Guðmundur B. Guðbjarnason ✝ Guðmundur B.Guðbjarnason fæddist 5. ágúst 1940. Hann lést 7. maí 2017. Guðmundur var jarðsunginn 19. maí 2017. Að leiðarlokum vil ég þakka góðum dreng auðsýnda vin- áttu og tryggð. Veri hann Guði falinn. Kæra Þóra, börn og aðrir ástvinir, megi Guð veita ykkur öll- um huggun í sorg- inni. Kristján Búason. Guðmundur Guðbjarnason var 26 ára þegar hann hóf störf hjá ríkisskattstjóra. Hann kom beint frá prófborðinu í háskólanum, það varð ekki stutt viðdvöl – hann varði nánast allri starfsævi sinni þar. Þekking Guðmundar Guð- bjarnasonar á skatta- og bók- haldslögum var yfirgripsmikil hvort heldur það voru lög um tekjuskatt, bókhald eða ársreikn- inga enda átti hann drjúgan þátt í samningu fjölmargra lagafrum- varpa. Hann sat í ótal starfshóp- um og nefndum og til hans var leitað um ráð við úrlausn vanda- samra álitamála. Um árabil var hann lykilmaður við gerð leiðbein- inga um framtalsskil og annaðist gerð flestra eyðublaða. Hann stýrði ennfremur námskeiðahaldi á vegum ríkisskattstjóra og tók saman kennslurit. Mikil breyting varð á tæknium- hverfi framtalsgagna upp úr 1980 þegar tekið var í notkun nýtt framtalseyðublað þar sem hver reitur þess bar ákveðið númer. Guðmundur og samstarfsmenn hans hjá ríkisskattstjóra og Skýrr þróuðu þá ný verkfæri til nota við yfirferð framtala þar sem unnt var að bera saman einstaka reiti og veita betri hagrænar upplýs- ingar. Jafnframt hafði Guðmund- ur umsjón með gerð svokallaðrar ábendingaskrár, þar sem stigin voru fyrstu skrefin í vélrænni yf- irferð skattframtala landsmanna. Naut Guðmundur sín mjög við þetta verkefni og flutti mörg er- indi á fundum skattstjóra til að kynna þetta frumkvöðlastarf embættisins og hvetja fundar- menn til dáða. Árið 1986 var Guðmundur skip- aður í stöðu skattrannsóknar- stjóra til að stýra rannsóknardeild ríkisskattstjóra. Gegndi hann því embætti þar til rannsóknardeildin var lögð niður í árslok 1992. Þá tók við síðasti hluti starfsævinnar að semja frumvörp til nýrra laga um bókhald og ársreikninga og síðar stofnun og rekstur ársreikninga- skrár sem hann veitti forstöðu um árabil. Og þegar hann var kominn á eftirlaun var hann kallaður til lokaverkefnisins, að taka saman hvernig skattframkvæmd var háttað fyrr á árum. Samdi hann stórfróðlegan greinaflokk sem birt var í Tíund, fréttablaði rík- isskattstjóra. Mikið annríki einkenndi starfs- ævi Guðmundar enda var hann samviskusamur og lagði alúð í þau verkefni sem honum var trúað fyrir. Hann var bóngóður og vilj- ugur til verka en hann gat verið fastur fyrir í rökræðum og hafði ákveðnar skoðanir sem ekki var auðvelt að hnika. Hann var glögg- ur og sökkti sér niður í flókin álita- mál og flutti mál sitt alvörugefinn. Undir alvarlegu yfirborðinu var þó stutt í kímni og gamansemi þar sem hann naut sín í líflegum um- ræðum. Við sem störfuðum með Guð- mundi árum saman minnumst hans sem góðs félaga sem gaman var að sækja heim, ekki síst í sum- arbústaðinn sem var þeim Þór- unni, eiginkonu hans, athvarf í aldarfjórðung. Af hálfu vinnu- félaga hans var sumarbústaðurinn aldrei kallaður annað en þræla- búðirnar enda kom Guðmundur oft þreyttur til starfa eftir helg- ardvöl þar. Að leiðarlokum er þakkað fyrir störfin og félagsskapinn og Þór- unni og börnum þeirra vottuð innileg samúð. Skúli Eggert Þórðarson, Indriði H. Þorláksson, Snorri Olsen. Nafn Guðmundar Guðbjarna- sonar bar fljótt á góma þegar ég nýútskrifaður lögfræðingurinn hóf störf innan skattkerfisins fyrir ríflega tveimur áratugum síðan. Væri Guðmundur einn þeirra sem stæði flestum öðrum framar við að leysa úr flóknum leikreglum skattframkvæmdar. Enda var það svo að Guðmundi hafði á löngum starfsferli innan skattkerfisins verið treyst fyrir margvíslegum verkefnum, mörgum hverjum mikilvægum er fólu í sér grund- vallarbreytingar á gildandi fram- kvæmd eins og innleiðing skatt- breytinganna 1980, þar sem Guðmundur gegndi þýðingar- miklu hlutverki. Guðmundur gegndi starfi skattrannsóknarstjóra á árunum 1986-1992, þegar verkefni hans voru enn innan embættis ríkis- skattstjóra. Hann var síðan einn höfunda frumvarps til laga er lögðu grundvöll að stofnun sjálf- stæðs embættis skattrannsóknar- stjóra á árinu 1993 og var Guð- mundur settur skattrannsóknarstjóri fyrsta mánuð nýstofnaðs embættis í jan- úar 1993. Mér var hlýtt til Guðmundar. Það var auðsótt að leita til hans um hver þau álitaefni sem upp komu og þörfnuðust skoðunar. Hann svaraði ávallt af heilindum og yfirvegun og ekki laust við að hann hefði gaman af því þegar ófyrirséð álitaefni komu upp við túlkun eða framkvæmd skatta- laga sem þörfnuðust úrlausnar. Við hjá embætti skattrann- sóknarstjóra ríkisins þökkum Guðmundi samfylgdina. Eigin- konu hans og börnum vottum við okkur dýpstu samúð. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Það var einhvern tíma á átt- unda áratug síðustu aldar að mér bauðst að vera fjórði maður í bad- mintonhópi. Einn í hópnum var Agnar Egilsson mágur minn en hinir voru Guðmundur Guðbjarna- son og Ingimar Hansson. Þá þekkti ég ekkert og ekki hvarflaði að mér að hér væri verið að stofna til innilegrar ævilangrar vináttu. Konurnar kynntust og við áttum öll svo vel saman. Við fórum út að dansa, í útilegur, veiðiferðir og tónleika svo nokkuð sé nefnt. Börnin kynntust í tjaldferðum og danskennslu. Badmintoniðkunin sjálf entist ekki nema áratug, en annað starf efldist og aðalfundir hafa verið haldnir í Badminton- félaginu árlega allt til þessa dags, til skiptis í sumarbústöðum félag- anna. Þau hjón Guðmundur og Þóra voru þar hrókar alls fagnað- ar. Alltaf voru fjörugusu fundirnir í bústaðnum þeirra í Svínadalnum. Margir sem kynntust Guð- mundi sem samviskusömum, ná- kvæmum embættismanni sjá hann fyrir sér í minningunni sem al- vörugefinn og heldur hlédrægan, en við sem þekktum hann, kynnt- umst kímnigáfu hans og glettni í góðum hópi. Guðmundur var ein- lægur og traustur vinur. Hann hafði mikið yndi af tónlist og hefði ábyggilega viljað helga henni meira af tíma sínum ef tækifæri hefðu gefist. Við höfum átt okkar miklu gleði- og sorgarstundir í þessu litla félagi. Tvö hafa kvatt okkur áður og nú sjáum við á bak Guðmundi. Það er sár missir og badminton- hópurinn er ekki samur, en við vit- um að þau öll vildu að við héldum merkinu á lofti og héldum áfram að hittast og halda þeirri vináttu sem á sér svo djúpar rætur. Við badmintonfélagar sendum Þóru, börnunum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Gunnar Már Hauksson. Við frekar óvænt andlát Guð- mundar Guðbjarnasonar lætur maður ósjálfrátt hugann reika og hugsar til allra þeirra góðu sam- verustunda sem ég átti með hon- um. Við Guðmundur lentum í sömu bekkjardeild í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Með okkur tókst vinskapur sem hélst ævilangt. Við dvöldum á mennta- skólaárunum töluvert hvor á heimili annars, einkum þó á heim- ili Guðmundar þar sem móðir hans tók mér opnum örmum. Þar gerð- um við okkur ýmislegt til dundurs. Eitthvert sinn fór ég í Ríkið og bað um grænan vínanda. Ég hafði ein- hverju sinni smakkað þannig drykk og fannst hann mjög ljúf- fengur en mundi ekki tegundar- heitið. Eftir drykklangan tíma fannst stór og rykfallin flaska með grænum vökva í. Fór ég rakleitt með hana til Guðmundar. Var strax skenkt í tvö vatnsglös og sopið á. Bragðið reyndist hins veg- ar ömurlegt. Ákveðið var að geyma flöskuna í rúmfataskúffu Guðmundar þar sem hún einfald- lega gleymdist þangað til Guð- mundur eignaðist kærustu. Eftir fyrstu nóttina saman finnur hún flöskuna og mun hafa spurt heldur snúðugt hvort hann væri bara ein- hver fyllibytta. Svörin munu hafa verið svo neyðarleg að þeim var strax trúað enda varð hún honum tryggur lífsförunautur. Í framhaldsnáminu eftir menntaskóla og fyrstu starfsárin varð hlé í samverunni. Báðir vor- um við að koma upp fjölskyldu og á kafi í vinnu. Þegar rofaði til fór- um við að iðka saman badminton. Brátt fengum við fleiri til liðs við okkur. Myndaðist þarna hópur traustra vina sem gerðu ýmislegt saman. Þegar við hættum í íþrótt- inni fórum við að frumkvæði Guð- mundar og Þórunnar konu hans að látast vera í íþróttafélagi sem heit- ir Badmintonfélagið. Þar þarf auð- vitað að halda árlegan aðalfund sem auðvitað verður að standa yfir heila helgi. Síðar bauðst okkur Guðmundi að vera saman í leikfimihópi Valdi- Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín. Yndisleg móðir mín og tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR skólastjóri, Reiðskólanum TOPPHESTUM, er látin. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 26. maí klukkan 13. Þórður Rafn Guðjónsson Sigrún Óladóttir Hafsteinn Stefánsson Óli Hrafn Olsen Katrín Tinna Hafsteinsdóttir Stefán Haukur Hafsteinsson Ívar Hauksson Karen Ósk Sampsted Guðjón Þórðarson Jensína Finnbjarnardóttir Ingvar Þórðarson Sophie Mahlo barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 14. maí. Jarðarför fer fram frá Kópavogskirkju í dag, laugardaginn 20. maí, klukkan 11. Guðríður Magnúsdóttir Óskar Á. Sigurðsson Rebekka Alvarsdóttir Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdóttir Ágúst Birgisson barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJARNASON rafvirkjameistari, Klapparstíg 5a, lést að Hrafnistu 11. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 24. maí klukkan 13. Brynhildur Bjarnarson Sturla Rafn Guðmundsson Eyrún Ísfold Gísladóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Bergþór Guðjónsson Elín Guðmundsdóttir Páll Þormar Hafsteinn Guðmundsson Soffía Káradóttir Jón Bjarni Guðmundsson Brynhildur Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR ÞORVALDSSON skipstjóri, Árnastíg 1, Grindavík, lést á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja miðvikudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 23. maí klukkan 13. Pétur Ásgeir Steinþórsson, Guðrún Jóhanna Þorbjarnard. Sigrún Steinþórsdóttir Hommerding Hafsteinn Már Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR, Teigagerði 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. maí. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Jónsdóttir Gyða Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést að kvöldi 15. maí á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. júní klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið, reiknnr. 0328-26-002800, kt. 550269-4149. Fyrir hönd aðstandenda, Hendrikka J. Alfreðsdóttir Pétur Ásgeirsson Ólöf Petrína Alfreðsdóttir Anderson Sveinn Alfreðsson Valdís Ólöf Jónsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.