Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 39
mars Örnólfssonar. Þar reyndist
vera annar hópur sem við tókum
einnig þátt í af lífi og sál og varð
annað akkeri í tilverunni.
Í góðum hópi var Guðmundur
yfirleitt léttur og skemmtilegur
og lét gamansögur oft flakka
þannig að jafnvel varð til frásagn-
ar löngu síðar og þá ekki síður
hvernig hann sagði frá. Ég læt
eina sögu fylgja með til skýringar:
Hann sagðist hafa farið til heim-
ilislæknisins og tjáð honum
áhyggjur af heyrn eiginkonunnar
sem hefði hrakað þó hann vissi
ekki hve mikið. Til þess að mæla
það ráðlagði læknirinn honum að
tala til hennar stundarhátt, fyrst í
um 15 m fjarlægð, næst í 10 m svo
í 5 m og að lokum rétt hjá henni
hefði hann ekki þegar fengið ein-
hver viðbrögð. Guðmundur sagð-
ist hafa fylgt leiðbeiningunum,
hálfkallað til hennar spurninguna
um hvað væri í matinn en engin
svör hafa fengið þangað til hann
stóð rétt aftan við hana. Þá snýr
hún sér snögglega við og segir: „Í
fjórða og síðasta sinn Guðmundur.
Það er kjúklingur í matinn!“
Ég vil að lokum votta Þórunni
og fjölskyldu samúð mína. Við höf-
um öll orðið fyrir miklum missi.
J. Ingimar Hansson.
Mér var mjög brugðið, þegar
Magnús, sonur Guðmundar,
hringdi og sagði mér andlát hans.
Ég vissi að vísu, að hann gekk
ekki heill til skógar, en hann bar
sig svo vel, þegar við leikfimis-
félagarnir hittumst heima hjá
þeim Þórunni fyrir rétt rúmum
tveim mánuðum að það hvarflaði
ekki að mér, að hann ætti svo stutt
eftir sem raun bar vitni. Kom í
ljós, að hann hafði þá þegar verið
kominn á sjúkrahús, en fengið
sérstakt leyfi til þess að skreppa
heim eina kvöldstund, til þess að
geta tekið á móti okkur. Og hann
lét ekki deigan síga þetta kvöld,
þó augsýnilega sárþjáður væri,
með stokkbólgna hönd í fatla, en
skemmti okkur eins og hans var
vani með gamanmálum á sinn ein-
stæða og hógværa hátt eins og
ekkert amaði að. Sannkölluð
hetja, sá maður. Þarna kom í ljós
hans sterki persónuleiki, óbilandi
seigla og harka við sjálfan sig og
að gefast aldrei upp, hvað sem í
móti blési.
Við leikfimisfélagarnir kveðj-
um góðan dreng og vin með sökn-
uði, og minnumst ótal ánægju-
stunda með Guðmundi og Þórunni
með miklu þakklæti. Samúð okkar
eru öll með henni og börnunum.
Blessuð sé minning Guðmundar
Guðbjarnasonar.
Valdimar Örnólfsson.
Fallinn er frá góður vinur okk-
ar. Kynntumst við honum fyrir
um 20 árum og tókst á milli okkar
góð vinátta. Við sáum fljótt að góð
ástæða fyrir að hittast, og að eiga
góðar stundir var að við þrenn
hjónin áttum öll heitavatnspotta,
af ýmsum gerðum. Þróaðist þessi
vinátta fljótt í að koma saman
jafnvel af litlu tilefni í einhverjum
af þessum pottum, spjalla, og hafa
gaman. Að sjálfsögðu með hverju
ári sem leið var líka farið að elda
mat áður en farið var í pottadýf-
ingarnar. Oft á þessum samkom-
um voru lesnar frumsamdar smá-
sögur í léttum dúr. Guðmundur
var á þessum árum formaður fé-
lags okkar í Eyrarskógi og stóð
sig að sjálfsögðu mjög vel, enda
vel fróður um lög og reglur. Já,
Guðmundur var hafsjór af fróðleik
og gaman að hlusta á hans frá-
sagnir og oft hjálpaði Þórunn okk-
ar líka til við sögurnar. Eitt sinn
fórum við hópurinn í skeljatínslu í
Hvalfirði og eldað var af hjartans
lyst. Annað skipti með nestiskörfu
upp í gil Grjótár með ákveðnum
og ógleymanlegum atvikum.
Við munum minnast Guðmund-
ar með söknuði og biðjum fyrir
Þórunni og allri hans fjölskyldu.
Hvíli hann í friði.
Pottormarnir,
Líney Björg, Sigurlína,
Kristófer og Kristinn.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Elsku amma, nú
hefur þú kvatt okkur.
Ég finn fyrir miklum
söknuði og þín er
sárt saknað af okkur öllum. Ég
trúi ekki að þú sért farin frá okkur
en ég veit að þú ert komin á betri
stað og það til afa sem hefur beðið
eftir þér.
Þú varst yndisleg amma, það
var alltaf svo notalegt að koma til
þín. Skipti engu máli hvort maður
rétt kíkti við eða um veislu var að
ræða. Þú vildir alltaf að öllum liði
vel hjá þér og aldrei fór maður
svangur frá þér. Alltaf var boðið
upp á kræsingar og oftar en ekki
var það eitthvað heimabakað sem
þú hafðir hrist fram úr erminni.
Þú varst góð húsmóðir, ég kemst
ekki með tærnar þar sem þú varst
með hælana.
Þér fannst alltaf gaman að fá
mig í heimsókn og síðan börnin
mín þegar fjölskyldan stækkaði.
Það sást alltaf á þér hvað þér
fannst gaman að fá þau í heim-
sókn. Gleymi heldur ekki hvað þú
varst stolt þegar ég skírði Guðjón
Leif í höfuðið á föður þínum, hon-
um langafa. Svo þegar ég gifti mig
fyrir þremur árum varst þú svo
ánægð fyrir mína hönd. Það var
svo yndislegt að fá að hafa þig
með á þessum degi mínum.
Guðjón Leifur og Ólavía Karen
minnast þín sem yndislegrar
langömmu. Þegar ég sagði þeim
frá því að þú væri farin þá vökn-
uðu margar spurningar hjá þeim.
Svo sagði Guðjón Leifur en þá
kemur „amma“ ekki í afmælið
mitt og svo komu tár hjá honum.
Ég svarði honum nei en þú værir
með okkur og myndir fylgjast
með okkur úr fjarlægð.
Ég man líka eftir því þegar
maður fékk að gista hjá þér og afa
og þá gerðir þú kósí fyrir okkur á
gólfinu inni í stofu með svefnpok-
um og sængum. Og þá var jafnvel
poppað. Og ekki má gleyma
kvöldkaffinu. Þið afi fenguð ykkur
kaffi og bakkelsi og við fengum
okkur af bakkelsinu. Jafnvel feng-
um að dýfa einum sykurmola í
kaffið. Svo fannst mér aldrei leið-
inlegt að fá melónu hjá þér, þú
hafðir stráð smá sykri yfir hana,
eða fá epli í rjóma. Þegar ég nýtti
tækifærið til að heimsækja þig í
matartímanum mínum á sínum
tíma breyttir þú meira að segja til
og hafðir ekki fisk því þú vissir að
ég var að forðast fiskinn í
vinnunni.
Fyrir mér var ákveðin jólahefð
að koma til þín á jóladag og þú
bauðst fjölskyldunni þinni allri í
mat uppúr hádegi, alltaf var það
hangikjöt, síðan ís og frómas í eft-
irrétt. Ekki leið á löngu áður en
heitt súkkulaði með rjóma og kök-
ur voru bornar fram. Ég hjálpaði
þér ávallt með þetta eftir að ég
varð nógu stór. Þetta fannst mér
tilheyra jólunum að koma til ykk-
ar afa.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Stella Rún, Einar Birgir
og börn.
Elsku besta amma mín. Þú
veist ekki hversu erfiður dagurinn
í gær var þegar ég fékk símtalið
að þú værir farin frá okkur. Farin
á betri stað, farin til að vera með
ástinni þinni, farin til að geta
hugsað skýrt aftur, andað eðlilega
og hlaupið um eins og þegar þú
varst yngri. Ég get ekki hætt að
gráta því ég er alltaf að hugsa um
þig og hversu mikið ég sakna þín.
Þú sagðir mér oft margar eft-
irminnilegar sögur. Ein góð var
Stella Þórdís
Guðjónsdóttir
✝ Stella ÞórdísGuðjónsdóttir
fæddist 15. apríl
1928. Hún andaðist
2. maí 2017.
Útför Stellu Þór-
dísar fór fram 19.
maí 2017.
um þig og afa og
hvernig þið kynntust.
Fyrst sem ferming-
arbörn og síðar eltist
hann við dömuna og
það gekk eftir og úr
varð þetta stór-
skemmtilega hjóna-
band sem náði yfir 60
ár. Þið voruð gestris-
in. Alltaf boðið upp á
kaffi og bakkelsi, því
ekki máttum við fara
frá þér án þess að fá eitthvað gott
í gogginn. Þannig sátum við öll við
eldhúsborðið og spjölluðum um
hvað var í gangi í lífi hvers og eins
og fengum okkur nýbakaða köku.
Uppáhaldið mitt var samt brauð
með skinku og osti sem sett var í
örbylgjuofninn og bragðaðist
hvergi jafn vel og hjá þér, amma.
Þitt brauð var einfaldlega best.
Uppáhaldshefðin mín var þeg-
ar við komum öll saman heima hjá
þér og afa á jóladag og hittum alla
fjölskylduna, borðuðum hangikjöt
og daimís og fengum svo heitt
súkkulaði og spiluðum á spil.
Núna um jólin kom ég heim í
jólafrí með nýju hlustunarpípuna
mína og blóðþrýstingsmælinn og
ætlaði að fá að æfa mig á þér. Það
var nú skemmtilegt, því þú sagðir
alltaf ég hef ekki farið í neina að-
gerð, ég hef ekki brotnað og
margt annað sem hafði nú komið
fyrir og ég vissi af. Síðan spurði
ég þig um verki og hvort þú værir
með verki þessa stundina og þú
sagðir bara nei, mér líður bara
ágætlega, þó ég vissi að þú værir
með verki en kvartaðir aldrei yfir
þeim.
Einhvern veginn finnst mér
eins og það hafi verið skrifað í
stjörnurnar að ég ætti að koma
óvænt heim til Íslands um
páskana, svo ég fengi að kveðja
þig, knúsa og kyssa áður en þú
færir. Ég kom heim á föstudags-
kvöldi og morguninn eftir var ég
mætt heim til þín til að koma þér á
óvart og hjálpa mömmu að gefa
þér lyfin og fá að knúsa þig. Á
þessum tíma varstu orðin voða-
lega slöpp og það var erfitt að sjá
þig svona. Og nokkrum dögum
síðar varstu komin á hjartadeild-
ina, þar sem ég fagnaði 89 ára af-
mælinu þínu með þér.
Þegar ég kvaddi þig áður en ég
fór út, datt mér ekki í hug að þetta
væri í síðasta sinn sem ég fengi að
tala við þig, hlæja með þér, horfa
á þig, kyssa þig og faðma. Ekki
datt mér í hug að myndirnar sem
ég tók af okkur þennan dag væru
síðustu myndirnar sem ég myndi
eiga af okkur saman. Þú veist ekki
hvað ég er ótrúlega þakklát, ótrú-
lega heppin, ótrúlega hamingju-
söm að hafa fengið að njóta þess-
ara síðustu augnablika og síðustu
minninga með þér þessa páska-
viku.
Falleg, ástrík, barngóð, dýravin-
ur mikill, jákvæð, frábær,
skemmtileg, brosmild eru nokkur
af mörgum lýsingarorðum sem lýsa
hversu einstök persóna þú varst.
Elsku Stella amma mín, ég
óska þér alls hins besta hinum
megin og hlakka til að sjá þig eftir
mörg mörg ár.
Þitt barnabarn
Sandra Dís.
Dropi fellur himni að ofan,
dimm skýin umlykja allt.
Félagarnir flykkjast og berja kofann.
Skyndilega er allt svo kalt.
Brostin sumarfyrirheit,
droparnir fremur streyma.
Drungi heltekur þennan reit.
Best er sumrinu að gleyma.
Það verða engir sólargeislar,
engan heiðskíran himin að sjá.
Myrkrið gleðina beislar,
fátt er nú að dá.
Það verður ekkert fuglatíst,
engin sumargola.
Eitt er fyrir víst,
veturinn verð áfram að þola.
Loks er létta fer til,
úrhellinu að linna.
Glittir þá í nýjan hyl,
meðal manna minna.
Þótt líði árin,
droparnir streyma enn.
Gróa aldrei sárin,
ekkert verður eins og í den.
(Hafsteinn Dan 2. maí 2017
dánardag Stellu Þórdísar.)
Með blik í augum, útgeislun og
hjartahlýju brosir amma hinum
megin við eldhúsborðið og segir:
„Æðislegt, heldurðu að það sé lúx-
us.“ Dýfir sykurmola í kaffi, sting-
ur upp í sig og sýgur, grípur með
báðum höndum um bollann og
hlustar af athygli meðan ég segi
henni nýjustu tíðindi. Afi byrjar á
sögu sem ég hef heyrt nokkrum
sinnum og amma áreiðanlega
hundrað sinnum en hún hlustar af
áhuga eins og hún sé að heyra
bráðskemmtilega frásögnina í
fyrsta sinn. Síðan hoppar hún inn
í og þau skiptast á sögubútum í
fullkomnum takt. Þau eru bestu
vinir, óaðskiljanleg og milli þeirra
er djúpstæð ást.
Árum seinna við sama eldhús-
borð spyr amma frétta, segist
vera stolt af barnabarninu. Afi er
farinn og söknuðurinn er mikill en
amma lætur ekki á sér sjá. Hún er
sterk, hefur farið í gegnum ým-
islegt í lífinu án þess að kveinka
sér; fengið lungnabólgu sem ung-
lingur að vinna í ókyntri verslun
meðan stjórinn yljar sér við ofn
bakatil. Við rifjum upp þegar ég
gisti hjá þeim og amma segir frá
því hvernig afi gekk á eftir henni.
Sjaldnast segir hún þó sögur af
sér eða hreykir sér, heldur sýnir
okkur áhuga og umhyggju. Hún
er mikil fjölskyldumanneskju, ná-
in börnum og barnabörnum sín-
um. Segist vera ofboðslega rík og
heppin að eiga svona myndarlega
fjölskyldu. Góðmennskan, gest-
risnin og hjálpsemin birtist í ásjón
og öllu hátterni hennar. Áfram
ræðum við daginn og veginn.
„Endilega fáðu þér meira,“
segir amma og otar kleinum og
drykkjarföngum að mér. „Varstu
í útlöndum, en gaman,“ segir hún.
Augnabliki síðar spyr hún mig
sömu spurningar og ég fer yfir
frásögnina í þriðja sinn. Hún er
farin að rifja meira upp hvar hún
sleit barnsskónum og sögur af
æskuvinkonunum. Þótt minnið sé
ekki það sama og það var hafa
persónukostirnir haldið sér. Hlýj-
an, væntumþykjan til fjölskyld-
unnar og dýra, kærleikur til allra
Guðs barna og óþrjótanleg upp-
spretta stuðnings, hvatningar, at-
hygli og ástar á niðjunum er enn
fyrir hendi. „Ég á ekki margar
eigur,“ segir amma „en ég er auð-
ug, á eitthvað meira en gimsteina
og perlur, ég á þig og hin barna-
börnin mín,“ bætir hún við, brosir
og virðist vera við það að springa
úr stolti.
Sit við sjúkrarúm, ræði við
ömmu í hinsta sinn; kveð með tár-
in í augunum. Elsku besta amma
mín, að hafa átt þig að og fengið
að kynnast þér er mér dýrmæt-
asti fjársjóður. Manngerð þín
verður mér ávallt til eftirbreytni
og kærleikur þinn leiðarljós mitt.
Hafsteinn Dan Kristjánsson.
Það er komið að kveðjustund,
elsku amma mín, og erum við fjöl-
skyldan afar lánsöm að hafa feng-
ið allan þennan tíma með þér.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Lítill ömmu- og afasnúður á
svo margar góðar minningar úr
Sólheimum. Að fá að gista hjá
ömmu og afa og ræða um allt á
milli himins og jarðar er ómetan-
leg minning. Það voru nefnilega
alltaf gæðastundir þegar við hitt-
umst.
Þegar fjölskyldan mín stækk-
aði var alltaf gaman hjá börnun-
um að hitta Stellu langömmu sem
og langafa. Söknuðurinn er mikill
en við vitum að þér líður nú vel hjá
afa þar sem þið munuð vaka yfir
okkur. Dýrmætar minningar og
góð ráð munu fylgja okkur um
ókomna tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Atli Kristjánsson og
fjölskylda.
Það kvarnast smám saman úr vinahópn-
um. Síðastur féll í valinn Einar Grétar
Þórðarson. Á vináttu þeirra hjóna Thelmu
og Einars hefur aldrei fallið skuggi.
Við Helga sendum einlægar samúðar-
kveðjur til Thelmu og fjölskyldunnar með
þökk fyrir allar góðu stundirnar í gegnum
tíðina.
Pálmi Jónsson.
Einar Grétar
Þórðarson
✝ Einar Grétar Þórðarsson fæddist 17.desember 1933. Hann lést 30. apríl
2017.
Útför Einars fór fram 5. maí 2017.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ELÍAS ARASON
frá Valstrýtu í Fljótshlíð,
til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Hellisgötu 19,
lést 17. maí og verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. maí klukkan 11.
Guðný S. Elíasdóttir Guðm. Grétar Bjarnason
Sigurður Ari Elíasson Sigríður Ágústsdóttir
Erna Björk Elíasdóttir Gissur Skarphéðinsson
barnabörn, langafabörn, langalangafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA JENNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR,
áður til heimilis að Kirkjusandi 5,
andaðist á Hrafnistu 15. maí.
Útför fer fram 2. júní klukkan 15 í Neskirkju.
Blóm og kransar afþakkast vinsamlegast, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík.
Marta Hauksdóttir Brandur Gíslason
Halla Hauksdóttir Baldur J. Baldursson
Jenný Björk Sigmundsdóttir Haraldur Arason
Birgir Smári Sigmundsson Lena Wanselius
Svanur Þór Brandsson Lilja Ómarsdóttir
Haukur Brandsson
og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR WÍUM,
Hraunbæ 13,
Hveragerði,
lést á heimili sínu 10. maí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 23. maí klukkan 13.
Hjördís Jónsdóttir
Katrín Guðlaugsdóttir Kristján U. Nikulásson
Hjörtfríður Guðlaugsdóttir Stefán Þór Sveinbjörnsson
Hjördís Harpa Guðlaugsd. Tryggvi Hofland Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabarn