Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Orð geta ekki lýst
hversu sárt það er
að þurfa að kveðja
þig, elsku afi. Þú
hefur alltaf verið
stór hluti af okkar tilveru en nú er
allt svo breytt. Þú kenndir okkur
margt gott sem hefur mótað okk-
ur í gegnum ævina og hafðir mik-
ið fram að færa. Sýnin sem þú
hafðir á lífið var ávallt jákvæð og
skopskynið var aldrei langt und-
an. Það var hægt að hlæja með
þér í gegnum blítt og strítt, en þú
kenndir okkur að taka hvorki lífið
né sjálf okkur of alvarlega.
Þið amma hefðuð fagnað 62 ára
brúðkaupsafmæli ykkar á þessu
ári. Það var yndislegt að upplifa
ástríkt samband ykkar, sem var
frábær fyrirmynd á svo marga
vegu. Ást ykkar var sönn og ein-
læg en hjá ykkur sáum við að hún
getur varað að eilífu.
Góðmennska þín skein í gegn-
um allar þínar gjörðir og þú hefð-
ir ekki getað verið betri fyrir-
mynd, við höfum alltaf verið stolt
af því að fá að kalla þig afa okkar.
Þú varst glæsimenni sem hafðir
gott lag á klæðaburði, hugsaðir
vel um þig og varst reglusamur.
Aldrei varðstu gamall heldur
ávallt ungur í anda og lifðir lífinu
eftir því. Akstri hafðir þú dálæti á
og keyrsla landshluta á milli var
ekkert vandamál, enda afbragðs
bílstjóri. Þátttaka þín í félagslífi
var mikil og þú varst reglulega á
fundum hjá hinum ýmsu félags-
og góðgerðarsamtökum til þess
að láta gott af þér leiða. Þú eign-
aðist nýja vini hvert sem þú fórst
og á öllum aldri, enda alveg ynd-
islegur.
Jón Viðar
Guðlaugsson
✝ Jón Viðar Guð-laugsson fædd-
ist 29. nóvember
1934. Hann lést 5.
maí 2017.
Útför hans fór
fram 19. maí 2017.
Afahlutverkið lá
vel fyrir þér og þú
varst alltaf til í að
hlusta og hjálpa okk-
ur, fyrir það þökkum
við þér. Þú sýndir
okkur mikla hlýju og
jákvæðni og við
fundum að þú hafðir
fulla trú á okkur
hvað sem við tókum
fyrir. Þessi stuðning-
ur var ómetanlegur
og merki um hversu hlýlegt
hjartalag þú hafðir. Þú varst ekki
síður yndislegur langafi en afi,
langafabörnin kleipstu í kinnar og
kreistir mjúka puttana. Það hló
enginn meira að gullkornunum
þeirra en þú, elsku afi.
Hæfileika og dugnað skorti þig
ekki en það er erfitt að hugsa til
þess að þú munir ekki spila á pí-
anóið fyrir okkur á ný. Þú varst
einstaklega orðheppinn og þótti
okkur gaman að lesa um prakk-
arastrikin ófáu í bókunum þínum
og hnyttnina í greinum sem þú
skrifaðir. Vegna þessa var líka
gott að eiga þig að þegar skila átti
ritgerðum, sem þú last yfir fyrir
hálft orð. Þú kunnir ógrynni af
skemmtilegum sögum og hafðir
einstaka frásagnarhæfileika. Með
þeim heillaðir þú fólk hvert sem
þú fórst, það var ekki hægt annað
en að horfa á þig með stolti.
Afi, þú lést gott af þér leiða,
bættir lund og líf allra sem þig
þekktu og varst sannur gleðigjafi
allt til æviloka. Það væri hægt að
skrifa endalaust en hér látum við
staðar numið. Fyrir þig erum við
endalaust þakklát, elsku afi okkar.
Við kveðjum þig nú með söknuði.
Þín,
Jón Viðar, Nanna Ingibjörg
og Elísa Rún.
Í dag kveð ég yndislegan
frænda. Ég er í rauninni ekki bara
að kveðja besta föðurbróður í
heimi, því með honum er ég að
kveðja pabba minn líka.
Já, skaparinn var rausnarlegur
og gerði tvo eins, báðir eins og
Jónsi, eða báðir eins og pabbi,
hvernig sem á það er litið. Reynd-
ar vildi Jónsi sem var klukkutíma
eldri en pabbi, meina að skapar-
inn hefði verið svo ánægður með
verkið að honum hefði fundist
nauðsynlegt að endurtaka það,
hinsvegar var pabbi meira á því
að skaparinn hefði ekki verið al-
veg fullkomlega ánægður með
verkið og sagt „ég hlýt að geta
gert betur“. Sama hvað þeir
þrættu um hvor væri betri þá
voru þeir pínu eins, svo líkir að við
systkinin tókum feil á þeim þegar
við vorum lítil.
Já, þegar pabbi dó þá lifði hann
áfram í Jónsa, allir taktar og allt
fas svo að manni þótti dýrmætt að
eiga svona auka eintak. Jónsi tók
líka hálfpartinn að sér að vera
pabba og afa ímynd fyrir mig og
börnin mín. Ef ég var að fara eitt-
hvað þá fékk ég iðulega pabbaleg
skilaboð frá honum á facebook
„farðu nú varlega, Magga mín“.
Því miður var langt á milli okkar,
en að vita af honum var bara svo
gott.
Jónsi var einstakur maður, í
minningunni var alltaf sól á Ak-
ureyri (nú veit ég að hann er sam-
mála mér), sumrin á Akureyri hjá
Jónsa og Naningu voru yndisleg.
Mér finnst meira að segja grasið
og trén hafa ilmað einhvern veg-
inn betur fyrir norðan og kartöfl-
urnar verið betri. Það var líka svo
mikil kátína, hann og pabbi voru
miklir húmoristar og fundu sér
allt til að metast yfir, hvort sem
það var eigið ágæti eða veðrið fyr-
ir norðan og sunnan.
Jónsi elskaði fólkið sitt meira
en allt, og vissi maður að ef hann
væri væntanlegur suður þá væri
von á stórfjölskyldunni líka. Ef
maður vissi af Jónsa og Naningu í
útlöndum þá var bókað að stór
partur af fjölskyldunni væri þar
líka. Hann Jónsi var einstaklega
barngóður og var líka afalegur
þegar kom að mínum börnum,
vildi alltaf vita hvað væri að frétta
af þeim og hvernig gengi. Í vetur
þegar ég heimsótti hann á spít-
alann fárveikan þá rétt opnaði
hann rifu á augun og spurði mátt-
farinn „hvar er skottan mín?“ og
var hálfsvekktur að ég hefði ekki
tekið litlu dóttur mína með mér
að heimsækja hann nýkominn úr
stórri aðgerð. Þegar ég kvaddi þá
bað hann mig um að hafa hana
með næst þegar ég kæmi og ég
þorði ekki annað, og veikur eins
og hann var þá varð hann samt að
fá að klappa henni á kinnina, hún
kallaði hann afa frænda. Þegar
við biðum eftir sjúkraflugvélinni
sem fór með hann norður aftur þá
lofaði ég honum að við kæmum
norður í sumar og ég hlakkaði svo
til að hitta hann hressari, koma í
graut og hlæja með honum.
Ég veit að pabbi hefur tekið vel
á móti bróður sínum og amma og
afi himinlifandi að hafa lilla og
brósa hjá sér. Þeir eru eflaust
farnir að bralla eitthvað saman
eins og þeim einum var lagið.
Elsku Naninga, Svavar,
Emma, Sigga og fjölskyldur. Ég
veit að missir ykkar er mikill,
ekki bara að kveðja lífsförunaut
og pabba, tengdapabba og afa,
heldur besta vin sem hægt er að
hugsa sér. Minning hans er ljós í
lífi okkar.
Margrét Sigurjónsdóttir
(Magga litla).
Jón Viðar Guðlaugsson er lát-
inn. Hann var besti vinur minn og
ég held (og veit reyndar) að ég
var meðal bestu vina hans. Við
ræddum aldrei þessa vináttu en
greindum hana báðir. Það voru
einhverjir duldir strengir sem
tengdu okkur saman þannig að úr
varð einlæg og traust vinátta.
Jón Viðar var mörgum kostum
búinn. Ýmsa kostina fékk hann
eflaust í vöggugjöf en aðra rækt-
aði hann með sjálfum sér. Hann
var afar fjölhæfur tónlistarmað-
ur, góður rithöfundur, afbragðs
ræðumaður, málamaður góður,
fróðleiksbrunnur með afburða-
gott skopskyn, gleðimaður, og
góður félagsmálamaður. Þannig
mætti lengi telja, og var nema von
að maður laðaðist til vináttu við
svona fjölbreytilegan mann. Það
var ekki síst hárfínt skopskyn
Jóns Viðars sem gerði okkur að
bestu vinum. Það var reyndar
annað sem dró okkur enn meira
saman og gerði okkur að enn nán-
ari vinum; einlæg trú á frelsarann
Jesúm Krist. Þennan trúarneista
ræktuðum við meðal annars í
KFUM, Kristniboðssambandinu
og Gídeonfélaginu. Nú mörgum
áratugum síðar sé ég enn Jón
Viðar fyrir mér í ræðustólnum í
Kristniboðshúsinu Zíon á Akur-
eyri þar sem hann talaði um orð
Krists: „Frið læt ég eftir hjá yð-
ur.“ Mér er enn í fersku minni eft-
ir áratugi hve listilega Jón Viðar
túlkaði þessi orð Krists. Jón Við-
ar dró upp afar skýra mynd af
þeim friði sem heimurinn gefur
og friði Guðs, heimsfriði og Guð-
sfriði. Þessi mynd af Jóni Viðari í
ræðustóli að túlka Guðs orð mun
fylgja mér ævilangt. Þannig var
ræðumaðurinn Jón Viðar.
Jón notaði bæði skopskyn sitt
og þekkingu í daglegum sam-
skiptum við fólk, og hversdags-
legir hlutir urðu að ævintýrum við
nærveru hans. Slíkum gleðimönn-
um hlýtur að líða vel því þeir
dreifa einnig gleði í kringum sig.
Oftsinnis er ég þurfti að fara með
gamanmál og hafði ekkert hand-
bært þá var lausnin sú að hringja í
Jón Viðar sem sagði mér margar
gagnlegar skopsögur og gaman-
málunum var bjargað. Þannig var
skopsagnamaðurinn Jón Viðar.
Við hjónin viljum með þessum
línum kveðja vin okkar Jón Viðar
Guðlaugsson. Þakka honum og
hans ágætu fjölskyldu fyrir sam-
fylgd, bæði veraldlega og trúar-
lega. Jón Viðar gerði líf okkar
innihaldsríkara og skemmtilegra.
Hann var okkur góð fyrirmynd.
Blessuð veri minning hans.
Bjarni E. Guðleifsson.
Hann var annálaður húmoristi,
„legend“ og ákveðin ímynd Akur-
eyrar í mínum huga. Skrifaði sög-
una Fjörulalla sem kom út 1980
og sló í gegn hjá mér og fleirum.
Sannar skáldsögur af uppátækj-
um og bralli hans sjálfs en áður
hafði hann sagt sögurnar á fund-
um í KFUM þar sem hann var
styrkur stólpi í mörg ár.
Hann var í framvarðarsveit
Gídeonfélagsins á Akureyri í ára-
tugi og forseti Gídeonfélagsins á
Íslandi 1983-1985.
Árlega vitjaði ég Akureyrar
sem framkvæmdastjóri Gídeon-
félagsins hér á árum áður og fé-
laganna þar sem áttu eftir að
verða dýrmætir vinir mínir. Þau
hjónin Jón Viðar og Kristjana eða
Naninga eins og hann kallaði hana
og við eftir honum, voru gjarnan
snögg til að bjóða mér gistingu á
sínu heimili, aka mér til og frá
flugvelli og sjá til þess að ég fengi
konunglegar móttökur á allan
hátt í a.m.k. 12-14 ár.
Jón Viðar var sérlega orðhepp-
inn, sá eitthvað spaugilegt út úr
öllum sínum ferðum, samskiptum,
kringumstæðum eða atvikum.
Sína leiftrandi kímnigáfu náði
hann að nýta vel og blanda við
hjartanlega einlæga trú á frelsar-
ann sinn Jesú Krist, sem hann
treysti og lagði líf sitt í hendurnar
á. Hann var farvegur kærleika
hans í öllu lífi og starfi svo eftir
var tekið.
Jón Viðar lék undir söng á pí-
anó, gerði söngtexta, stjórnaði
fundum og samverustundum á
einlægan og alvörugefinn hátt í
bland við svo fyndnar frásagnir að
fólk grét, veinaði og veltist um af
hlátri.
Og svo átti hann líka þessa
yndislegu konu, hana Naningu
sem hann elskaði og dáði. Þau
voru einstakar fyrirmyndir, svo
jákvæð, skemmtileg og kærleiks-
rík. Börnin þeirra þrjú, tengda-
börn og barnabörn höfðu einnig
forgang í þeirra hjarta. Höfðu þau
yndi af að dást að þeim og flytja
stolt fréttir af þeim á svo hlýjan
og fallegan hátt.
Jón Viðar var gæddur fágætri
náðargáfu sem hreif fólk með.
Þótt við hefðum kannski ekki ver-
ið í eins miklu sambandi síðustu ár
breyttist vináttan ekki. Umhyggj-
an var ávallt til staðar.
Þegar við hjónin vorum á ferð
um Akureyri sumarið 2012 stökk
Jónsi út úr bifreið sem hann ók,
nánast á ferð, skildi bílinn eftir á
miðri götu með opna hurð, hljóp á
eftir mér og kallaði: Er þetta ekki
Sigurbjörn? Það er fáheyrt í
seinni tíð að svona einstakir Sig-
urbirnir ganga hér um götur og
hvað þá hér í úthverfunum. Fékk
ég því næst að mæta brosinu hans
kankvísa og njóta faðmlagsins
góða sem ég hafði saknað.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Þú ert klárlega einn af
póstunum í mínu lífi sem eiga sér
sérstakan stað í mínu hjarta. Ég
hlakka til að fá að hitta þig heima
á himnum þegar þar að kemur,
þar sem hamingjan býr. Þá verð-
ur sko gaman.
Elsku Naninga! Góður Guð
blessi þig og alla þína. Takk fyrir
vináttu ykkar Jónsa og einstaka
hlýju alla tíð. Guð launi það allt og
blessi.
Ykkar vinur,
Sigurbjörn Þorkelsson.
Í dag kveðjum við góðan og
trúfastan félaga. Jón Viðar var
einn af stofnfélögum KFUM á
Akureyri 1. desember 1951, þá
ungur maður. Allar götur síðan
var hann öflugur félagsmaður
sem vann mikið og óeigingjarnt
starf fyrir félagið. Það er eigin-
lega sama hvar í starfinu er borið
niður, allstaðar hafði Jón eitthvað
gott fram að færa.
Trúin á Guð var honum mikils
virði og hann vildi deila þeirri
blessun sem hún var honum, með
samferðafólki sínu. Hann var einn
af burðarstólpum barnastarfsins í
mörg ár, studdi vel við unglinga-
starfið og tók einnig þátt í fullorð-
insstarfi félagsins.
Jón Viðar var miklum gáfum
gæddur, var glaðlyndur, orð-
hnyttinn, snöggur til svars og
góður rithöfundur. Átti hann ætíð
skemmtilegar sögur og frásagnir
í pokahorninu til að miðla á sam-
verum og skipti engu hvort
áheyrendahópurinn var börn,
unglingar eða fullorðnir. Hann
náði athygli allra með léttleika og
húmor sem var honum í blóð bor-
inn.
Tónlist skipaði stóran sess í lífi
hans og lék hann listilega á píanó.
Í áratugi bar hann uppi tónlistar-
líf í félaginu og ætíð tók hann vel í
að spila á samkomum.
Sumarbúðirnar okkar að Hóla-
vatni fengu líka að njóta starfs-
krafta hans, sérstaklega á upp-
hafsárum sumarbúðanna. En
umfram allt var Jón góður vinur
og erum við þakklát Guði fyrir að
hafa fengið að vera samferðafólk
hans í gegnum lífið. Jón ávaxtaði
vel þær talentur sem Guð fól hon-
um og nú hefur hann gengið inn í
fögnuð herra síns.
Við vottum Kristjönu eigin-
konu Jóns, börnum þeirra og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúð og biðjum Guð að blessa
minningu hans.
Fyrir hönd stjórnar KFUM og
KFUK á Akureyri,
Katrín Harðardóttir.
Á björtum og hlýjum vordegi
berast ótíðindin. Góður vinur er
hrifinn á brott. Þótt hann hafi
verið veikur í nokkurn tíma, þá
einhvern veginn trúðum við því að
hann myndi hrista veikindin af
sér og hressast á ný. Skyndilega
verður allt dimmt og kalt, fregnin
nístir hjartað. Spurning leitar aft-
ur og aftur á hugann. „Hvers
vegna?“ Við vitum að þessari
spurningu verður ekki svarað.
Guð sér lengra en við skammsýn-
ir menn og við trúum líka að góð-
ur Guð leggi líkn með þraut.
Leiðir fjölskyldna okkar hafa
legið saman í nær 60 ár. Við vor-
um nýlega flutt í hálfbyggt húsið
okkar við Byggðaveg þegar Jón
og Naninga keyptu neðri hæð í
næsta húsi. Þeirra hús var þá
ekki nema rétt fokhelt og við leit-
uðum hvert til annars með aðstoð
og góð ráð og einnig til hjónanna
Möggu og Þórodds sem seinna
fluttu á efri hæðina hjá Jónsa og
Naningu. Það kom fljótt í ljós að
þarna höfðum við ekki eingöngu
eignast góða granna, heldur einn-
ig góða vini fyrir lífstíð. Sú vinátta
hefur síðan gengið í erfðir. Börnin
okkar hafa stundum talað um að
þau eigi þrjú sett af foreldrum því
alltaf gátu þau leitað til þeirra ef
við vorum ekki á staðnum. Þessi
vinátta er dýrmæt og minning-
arnar ylja hugann, því það var
alltaf glatt á hjalla þegar hópur-
Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir,
ARNFRÍÐUR HANSDÓTTIR WIUM,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
12. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 23. maí klukkan 13.
Stefán Rúnar Jónsson Ingi Hrafn Stefánsson
Jóna Bára Stefánsdóttir Antonio Fulignoli
Ástkær eiginmaður, faðir og afi,
GUNNAR RAFN GUÐMUNDSSON
vélsmiður frá Patreksfirði,
Hálsaseli 37, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. maí.
Útförin fer fram í Áskirkju miðviku-
daginn 24. maí klukkan 15.
Guðrún Jónsdóttir
Jóhanna Gunnarsdóttir
Jón Gunnarsson
barnabörn
Okkar ástkæri
GUNNAR EIRÍKSSON,
Grjóti, Þverárhlíð,
andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi,
miðvikudaginn 17. maí.
Hann verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju laugardaginn 27. maí klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
Brákarhlíðar, Borgarnesi. Sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is.
Guðjón B. Karlsson og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HRÖNN JÓNSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 11. maí.
Sálumessa verður sungin frá Kristskirkju, Landakoti,
þriðjudaginn 23. maí klukkan 13.
Jóna Pálína Grímsdóttir Karl Rútsson
Magnús Sveinn Grímsson Chaweewan Tumporu
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HRAFNHILDUR STELLA
EYJÓLFSDÓTTIR,
áður Grettisgötu 12,
Reykjavík,
lést 9. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmunda M. Sigurðardóttir
Eyjólfur Júlíus Sigurðsson Margrét Hjálmarsdóttir
Hulda Guðbjörg Halldórsd. Magnús Guðmundsson
Hjördís Rósa Halldórsdóttir Jón Atli Brynjólfsson
og ömmubörn