Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 42

Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Már í Haukadal var hugsjónamaður, hlaðinn atorku íþróttamannsins og snerpu glímumanns- ins, drenglundaður og stór í sniðum. Hann hikaði aldrei, tók stór áform glímutökum og verkefni sem voru risavaxin, eins og endurreisn höfuðbólsins í Haukadal. Þau Már og Sigríður kona hans hafa unnið þrekvirki og á ný er Geysir í Haukadal á allra vörum og þar koma erlendir og innlendir gestir í milljónum talið, þiggja veitingar og fræðslu um gamla Geysi, náttúru landsins og borð svigna undan veitingum og gestrisnin er söm og hún var í öndverðu. Skólastaðurinn forni, Hauka- dalur, er einn merkasti menning- arstaður okkar Íslendinga, þar ól- ust fóstbræðurnir Ari fróði og Teitur Ísleifsson upp á miklu lær- dómssetri Halls Þórarinssonar. Teitur var einn hinna fornu Hauk- dæla og er sú ætt rótgróin í Ár- nesþingi, í Haukadal var menntun sett í öndvegi um aldir. Íþrótta- skóli Sigurðar Greipssonar og Sigrúnar Bjarnadóttur, foreldra Más, var að hluta af sama toga því nemendur Sigurðar settu svip sinn á landið allt, þeim fylgdi íþrótta- og ungmennafélagsand- inn, vilji og skapfesta, og urðu þeir víða forystumenn í félagsmál- um. Már var lærður íþróttakennari, bæði frá Íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni og Højskole for Legemsøvelser í Danmörku. Már var, eins og faðir hans og bræður, rammur að afli og glímumaður góður, keppti og kenndi glímu og íþróttir. En heima í Haukadal var hugur þeirra Más og Sigríðar, út- legðin var vinna og allur arður af henni rann heim til byggja upp og loksins fyrir 25 árum gátu þau helgað staðnum alla krafta sína og verkin sýna merkin. Ég kynntist Má á Laugarvatni, hann var einn af íþróttakennara- skólastrákunum sem kenndu okk- ur nemendum Héraðsskólans íþróttir. Sú vinátta sem æskan bindur varir oftast og alltaf var ég aufúsugestur í Haukadal, tekið eins og týndum syni, þannig var lund þeirra feðga þótt mörgum þætti stundum að brúnin væri hörð og ekkert hik í svörum. Nú blasir ævistarf þeirra hjóna við ferðamönnum, það er í rauninni enn skóli og fræðasetur í Hauka- dal og menningarmiðstöð, þannig hafa þau hjón hugsað uppbygg- inguna frá upphafi, að ferðamenn fari nokkru vísari af þeirra fundi um Ísland og þá ógnarkrafta sem land elds og ísa býr börnum sín- um. Þau hjón eru einstakir frum- kvöðlar í ferðaþjónustu og braut- ryðjendur í gestrisni og hafa margir fylgt þeirra leiðsögn. Nú eru börnin þeirra búin að taka við fánanum og fylgja þeim straum- um menningar og gestrisni sem þau lærðu í föðurgarði. Már er í mínum huga hetja í lífi og starfi og ekki síst hvernig hann tókst á við hinn illvíga sjúkdóm Már Sigurðsson ✝ Már Sigurðs-son fæddist 28. apríl 1945. Hann lést 3. maí 2017. Útför Más fór fram 19. maí 2017. sem smátt og smátt þjarmaði að honum. Glíman var háð af karlmennsku og fast tekið á móti „Parki- son,“ og vonin aldrei gefin eftir um sigur í hinni illskeyttu glímu. Hann fylgdist með öllu, var lengi á ferð og flugi og hrað- inn í krafti mótor- hjólsins eða pallbíls- ins veitti honum útrás og gleði, það var eins og hann gleymdi um stund þjáningum sínum og raun- um veikindanna og stundum bauð hann vinum sínum að setjast aftan á mótorhjólið og njóta þess þegar gæðingurinn tæki flugið. Sigríður kona hans og börn eiga heiður skilið hvernig þau hjálpuðu hon- um að halda gleði sinni vera alltaf með í öllu, ferðast um og heim- sækja vini og sveitunga sína. Már í Haukadal var hetja sem bognaði aldrei heldur „brotnaði í bylnum stóra seinast“. Ég kveð hinn stórbrotna hug- sjónamann og votta fjölskyldu hans djúpa samúð, nafn hans mun uppi meðan sól roðar Tungnafjöll- in. Guðni Ágústsson. Góði vinur. Mig langar að senda þér hinstu kveðju, eftir rúmlega 52 ára kynni. Foreldrar mínir höfðu flutt úr Þingvallasveit til Þorlákshafnar og ég sest þar á skólabekk unglingadeildar og Már Sigurðsson, kornungur, tekið að sér að kenna okkur drengjum undirstöðuatriði íþróttanna. Til afnota höfðum við parketlagðan gang í nýbyggðum skóla Þorláks- hafnar, en þá var skólastjóri Gunnar Markússon. Þarna hopp- uðum við og svifum á hesti, stóð- um á höndum og hlýddum skip- unum hins unga íþróttamanns sem við nú kveðjum. Már var sér- lega fallegur og myndarlegur ungur maður og með þannig framkomu að allir vildum við drengir slíkir verða. Hann ávann sér virðingu allra og var í engu yf- ir okkur hafinn. Við skynjum hann sem samferðamann sem ástæða var til að líta upp til. 1979 flyst ég svo búferlum í Hruna- mannahrepp og þar með endur- nýjast kynni okkar Mása. Kom hann þá oft til mín í Tréholtið að kaupa eitt og annað í byggingar- vöruverslun minni, til uppbygg- ingar á Geysissvæðinu. Fylgdu því þá skemmtilegar upprifjanir og umræður um málefni líðandi stundar. En þá var sjúkdóms hans ekki farið að gæta svo ég tæki eftir. Síðan hefst mótorhjólaáhugi Mása sem gekk í gegnum ýmis- legt í hjólamennskunni. Oft fórum við Hreppadrengir og fengum hann með í Þingvallahring, eða slíkan. Þurfti Már þá oft öðrum fremur að spretta úr spori. Hvarf gjarnan og við næstu vegamót hafði hann standsett hjólið og lá á bakinu á malbikinu með skanka sína út í loftið, var að teyga til sín orku úr sólinni. En þá er heilsu hans farið að hraka, hann erfði parkinson-sjúkdóminn og bjó með honum allt of lengi. Már tókst á við sjúkdóm sinn og fylgifiska hans með ótrúlegum hætti sem ég ætla ekki að lýsa nánar, en í gegn- um þá baráttu, á meðan á upp- byggingu stóð á Geysi, hafði hann alltaf tíma til að taka á móti vinum sínum á mótorhjólum eða fornbíl- um með fádæma gestrisni sem svo ótal mörgum verður ógleym- anleg. Jafnframt því sem hagur Mása styrktist og heilsu hans hrakaði, efldist hann í að veita öðrum. Jafnvel eftir að hann gat ekki átt tjáskipti við félaga sína, hélt hann áfram að efna til samskipta og ef kostnaður fylgdi, þá borgaði hann. Það duldist engum sem kynnt- ist Má, að þar fór afgerandi mað- ur, hlaðinn mörgum þeim dyggð- um sem hver og ein gæti gert ungan mann að gjaldgengum flokksforingja hverrar sveitar. Már var klettur í landslagi sem eftir var tekið. Þakka ég samfylgd hans og votta fjölskyldu hans og vinum samúð og virðingu. Maggnús Víkingur Grímsson. Már Sigurðsson, héraðshöfð- ingi og frumkvöðull í ferðaþjón- ustu, er fallinn frá. Greiðvikinn, glaðvær, hugmyndaríkur, fram- kvæmdasamur, úrræðagóður og vinnufús. Engum líkur. Már fæddist á Geysi og deildi fjöl- skyldan lífi sínu með nemendum íþróttaskóla og gestum. Hann lærði snemma að sinna fólki og sjá til að öllum liði vel, það mótaði hann og einkenndi alla tíð. Hann fagnaði hverjum sem mikilvæg- asta gestinum. Var höfðingi heim að sækja. Íþróttir voru í hávegum hafðar og áhersla lögð á glímu og vann Már til margra verðlauna. Er kom að menntun, lágu íþróttir beinast við. Már hélt til Danmerkur þó hann kynni lítið í dönsku en sjón- varp sem var nýjung reyndist góð leið til að læra málið. Heim kominn fór hann að kenna en hugurinn var alltaf á Geysi. Hann kenndi lengst af á Laugalandi í Holtum en í lok hvers dags var strax haldið í Haukadal. Þar sáu hann og Sig- ríður um rekstur lítillar bensín- og greiðasölu í skúr sem margir minnast með brosi. En hugurinn stefndi hærra og innan fárra ára var reist stærri verslun. Hugurinn var ör og sífellt að leita leiða til að bæta, kappið mik- ið, aldrei setið auðum höndum. Kennt á veturna en sífellt dvalið lengur á Geysi. Már tók á móti hópum, aðstaða á Geysi var lítil, hann leigði Aratungu, skaust fyrir dagrenningu í Garðinn, sótti fisk, brunaði á Geysi, eldaði fiskinn, setti matinn í bílinn og þaut í Ara- tungu þar sem tugir gesta tóku hraustlega til matar síns. Eljan var engu lík. Bruninn á Geysi 1985 var mikið áfall en virðing fyrir staðnum kom vel í ljós þegar þau hjón ákváðu að byggja upp á rústum gamla íþróttasalarins. Ný glæsileg sal- arkynni risu, pláss fyrir tugi gesta. Már var fylginn sér og lét til sín taka, barðist fyrir vegbótum og aðstöðu vaxandi ferðaþjónustu á Geysi. Er ráðamenn voru seinir til svara pantaði Már flugvél og mætti til Reykjavíkur innan klukkustundar. Honum var annt um öryggi ferðamanna á hvera- svæðinu og að fá landverði til starfa. Er athugasemd kom um bættar brunavarnir fjárfesti Már í brunabíl. Rafmagn var ótryggt svo reist var rafstöð. Sundlaug og kaldavatnsveita voru endurnýjuð, fjöldi smárra gistihúsa byggður, nýjung sem fáir höfðu trú á en reyndist skynsamleg. Már var sí- fellt að bæta og hugsa til fram- tíðar og draumur hans um stækk- un hótelsins er nú í þann mund að rætast. Hann hugleiddi að setja kláf frá Laugafelli upp á Bjarn- arfell, hver veit? Kröftugir og hraðskreiðir bílar hrifu Má, brunað um á Harley Davidson mótorhjóli, einkaflug- spróf tekið, hann langaði að kaupa flugvél. Már var kennari, vildi fræða. Geysissetur reis sem nýtískulegt safn um hverasvæðið og jarð- fræði Íslands ásamt byggðasafni með munum úr sveitinni að ógleymdri glæsilegri glímusýn- ingu. Hann tók helst ekki frí, fór sjaldnast af bæ nema dagpart. Hans mesta gæfa í lífinu var að eignast Sigríði Vilhjálmsdóttur sem lífsförunaut og sagði Már að án hennar hefði hann litlu áorkað. Við vottum henni og afkomendum þeirra okkar dýpstu samúð og þökkum heiðursmanninum Má Sigurðssyni á Geysi fyrir sam- fylgdina. Oddur og Þóra í Norðurbæ. Haukadalur í Biskupstungum er ein af efst staðsettu jörðum í Árnessýslu og liggur inn að óbyggðum. Á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar var Haukadalur höfðingjasetur. Sigurður Greips- son bjó að Geysi og eftir nám er- lendis stofnaði hann Íþróttaskól- ann í Haukadal, auk þess sem hann rak þar blandað bú og ferða- þjónustu. Sem skólastjóri þar lét Sigurður kenna bóklegar greinar, auk íþrótta. Hann mun hafa lagt áherslu á prúðmannlega fram- komu og heiðarleika og að íþrótt- irnar skyldu stuðla að hreysti manna. Af þessu getum við séð hvaða bakgrunn Már hafði úr heima- húsum. Auk íþróttakennaraprófs frá Íþróttakennaraskóla Íslands stundaði Már framhaldsnám í íþróttafræðum við danskan há- skóla. Már hóf ferðaþjónustu að Geysi samhliða kennarastarfinu. Fyrst var það lítil sjoppa sem ein- ungis var opin yfir sumarið. Eftir að mannvirkin brunnu eignuðust þau Már og Sigríður kona hans brunarústirnar. Eftir það hófst hin eiginlega uppbygging, sem segja má að enn standi yfir. Ég held að í öllum þeim framkvæmd- um hafi það verið leiðarljós að taka ekki hærri lán en auðvelt var að ráða við og greiða niður á skömmum tíma og ætla ég að Sig- ríður hafi mestu þar um ráðið. Sjálfsagt eru einhverjir svo sál- arsmáir í hugsun og vitund, að telja að þau hafi farið í þessar framkvæmdir og hótelrekstur eingöngu af ágóða- og hagnaðar- von. Þeir sem svo hugsuðu þekktu ekkert Más innri mann. Á þessum tíma var í þessu ekki mik- il hagnaðarvon borðleggjandi, því þá voru í Geysi brunarústir einar, þangað lágu malarvegir misjafn- lega færir og vetrarófærðin gerði það að verkum að þar var þá jafn- an fátt ferðafólk frá hausti til vors. Nei, meginástæðurnar voru aðrar og þær lágu dýpra í sálarlífi og ættgengu eðli Más og eru þær einkum tvenns konar. Annars vegar sú eðlishvöt hans að vera sí- starfandi, takast á við eitthvað nýtt og það að glíma við eitthvað sem er erfitt, torsótt og tröllauk- ið. Hin ástæðan er það Íslend- ingseðli Más að vilja leita til átt- haganna og nefna sumir það sálræna átthagafjötra. Hér höfðu forfeður hans búið og hér var hann fæddur og uppalinn. Ein- hver lét svo ummælt, að þar heyrðist hjartsláttur sjálfs lands- ins, þegar goshverirnir hleypa úr sér með tilheyrandi dynkjum og ætli hér megi ekki líka heyra æðaslátt sjálfs landsins, þegar hlustað er eftir nið árinnar þar fyrir sunnan. Við Geysi hefur mikið starf verið unnið við uppbyggingu staðarins – starf sem er nánast kraftaverk. Már og fjölskylda gengu hér til starfa sinna í morgnana, með sama hugarfari og hinir fornu bændur gerðu áður á staðnum. Eftir að ég var horfinn frá Laugalandi kom vel í ljós hve Már var heill í vináttu sinni. Enn frem- ur sýndi Már nákvæmlega sömu heilindin og sama viðmótið gagn- vart fólki, hvort sem í hlut áttu þeir sem minna kvað að, eða þeir sem voru embættisháir meðal þjóðarinnar. Ég vil þakka fjölskyldu Más fyrir vináttu og trygglyndi og vona að afkomendur Más og Sig- ríðar megi bera í höfði sínu gætn- ina hennar Sigríðar, og í hjarta sínu áhugann og kraftinn frá hon- um Má. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. Langri og illvígri baráttu er lokið. Það ætti enginn það þurfa að berjast við slíkar þrautir sem Már Sigurðsson hefur þurft um árabil. Fréttir af andláti hans kölluðu á blendnar tilfinningar, í aðra röndina gleðst ég að hann skuli vera laus úr þessari hörðu vist, ekki síður depurð yfir að hann skyldi ekki fá fleiri ár við fulla heilsu. Fram í hugskotið koma minningar frá árum áður. Sumar þeirra hálfskrítnar, en notalegar engu að síður. Með Má er kvaddur sérstakur maður. Hugmyndaríkur og skyn- samur en skapmikill. Tilsvörin oft á tíðum einkennileg. Einfari, en hafði í senn þörf fyrir athygli og miklar athafnir. Höfðingi heim að sækja og mátti ekki aumt sjá. Við Már vorum næstu ná- grannar yfir þrjá áratugi, þar af voru samskiptin mikil í 12-15 ár. Rétt fyrir aldamótin lauk nábýli okkar og því miður voru sam- skiptin ekki mikil eftir það, en oft hugsaði ég til hans. Fyrstu mynd- irnar í huganum eru af Má ungum og pattaralegum. Hann réðst ásamt Siggu konu sinni í það stór- virki 1986 að byggja hótel úr brunarústum við Geysi. Ég hygg að ekki hafi allir verið trúaðir á að framtakið myndi blessast. En tækifærin voru mikil á þessum stað og útsjónarsemi þeirra beggja til staðar. Þeim farnaðist sérdeilis vel í rekstrinum og upp- byggingin ævintýri líkust, þar var gæfan með þeim, en heilsan ekki, því miður. Þeir sem til þekkja vita að Sigga hefur ávallt verið kjöl- festan í rekstrinum, en fram- kvæmdagleði og hugmyndaauðgi Más hefur verið mikilvæg í þess- ari framkvæmdasögu. Hlutur barna þeirra í rekstrinum hefur orðið stærri eftir því sem árin hafa liðið. Samskipti okkar Más voru gjörólík samskiptum mínum við annað samferðafólk. Maður vissi ekki alltaf að hverju maður gekk þegar maður hitti hann. Oftast glaðbeittur en hann gat lesið manni pistilinn ef sá gállinn var á honum og hann var ekki alltaf tilbúinn að taka því ef maður var ósammála honum. Samræður okkar voru oft djúpar. Ég minnist atvika þar sem við hnakkrifumst. Skömmu síðar voru ástæður þess gleymdar og við gerðum grín að því hvað við værum báðir skrítnir. Það kom fyrir að ég fékk upp- hringingar eða heimsóknir frá okkar manni um miðjar nætur. Ef ég röflaði yfir að svefninum væri raskað var viðkvæðið ávallt, með höstum rómi: „Kristófer, þú getur sofið nóg þegar þú ert dauður.“ Í framhaldinu kom lýs- ing á hugmyndum sem höfðu fæðst hjá honum. Ekki þýddi annað en halda vöku og hlusta. Hugur Más var frjór og gat hann orðið manískur, má þar nefna virkjun í bæjarlæknum. Már hafði auga fyrir öllu sem gerðist í umhverfinu, þegar hann var upp á sitt besta komst varla nokkur framhjá hlaðinu án þess að hann veitti því eftirtekt. Það var háttur Más Sigurssonar að heilsa mönn- um kumpánlega, gjarnan með meitluðum athugasemdum og ærslagangi. Að lifa í nábýli við Má Sigurðsson gerði árin mín í Hellu- dal litríkari. Hans líkar eru vand- fundnir og dýrmætir. Hafðu þökk fyrir allar stundirnar, minn kæri. Innilegar samúðarkveðjur færi ég Siggu, Mábil, Sigurði og öðrum fjölskyldumeðlimum. Kristófer Tómasson. Veturinn 1967-1968 var ég einn af nemendum á Íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greips- syni. Sigurður kenndi sjálfur leik- fimina og þar var allt í föstum skorðum og kannski ekki mjög nútímalegt, fannst okkur skóla- sveinum. Svo um áramótin kom Már Sigurðsson, nýútskrifaður íþróttakennari, frá Danmörku og tók við kennslunni. Þá breytti ald- eilis um og við strákarnir vorum himinlifandi. Már var nú allt eins félagi okkar eins og kennari, enda bara nokkrum árum eldri. Svo kom hann til okkar á kvöldin og sagði sögur og þær voru sko sögulegar. Helst var á Má að skilja að þeir Bergþór í Bláfelli hefðu verið fóstbræður og að hann sjálfur hefði átt drjúgan þátt í helstu trölla- og draugasög- um héraðsins. Þegar menn virt- ust vantrúaðir setti Már upp sak- leysislegan helgisvip og sagði: „Strákar, nú haldið þið að ég sé að ljúga en þetta er allt hreina satt!“ En það var hlýr glettnisglampi í augum hans. Svo hélt hann áfram og allir skemmtu sér vel. Már tók upp á ýmsu. Eitt sinn kallaði hann á mig úr tíma hjá föður sínum og erindið var að biðja mig um aðstoð við að fyr- irkoma ketti sem hafði gert sig heimakominn í einu gróðurhúsinu og var þar til óþurftar. Már var vopnaður gamalli risastórri haglabyssu og vildi helst bara þruma á köttinn þar sem hann stóð. Ég benti honum á að þá yrði sennilega lítið eftir af gróðurhús- inu og Már féllst á það. Ég náði í poka og tókst að koma kettinum í hann. Már var svolítið stressaður og mér þótti vissara að biðja hann að labba á undan mér út á tún. Þar henti ég pokanum frá mér og Már hleypti af áður en hann snerti jörð. Því litla sem eftir varð af kettinum og pokanum var hent í Beiná og málinu var lokið. Leikfimin tók semsagt stakka- skiptum við tilkomu Más og hann lagði sérstaka alúð við að æfa okkur drengina fyrir sýningu við skólaslitin. Hann var með grammófón og lét okkur æfa heil- mikið músíkprógramm sem var algjör nýlunda á þessum árum. Sigurði leist ekkert á þetta og rauk á dyr þegar við sýndum hon- um það fyrst. Svo við aðra tilraun varð hann sáttur og reyndar bara hrifinn. Sýningin tókst vel og bæði við, kennarinn og áhorfend- ur vorum hæstánægðir með út- komuna. Það er bjart yfir minningunni um Má í Haukadal þennan vetur á skólanum. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð. Jón M. Ívarsson. Már Sigurðsson var einstakur maður, frumkvöðull meðal þeirra sem ruddu brautina fyrir þá sem á eftir komu og hafa byggt upp ferðaþjónustu á Íslandi. Í okkar huga er hann þó fyrst og fremst kær vinur. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða Má um stund og taka þátt í ævintýr- inu með honum og fyrir það þökk- um við. Upp í hugann koma ótal dýrmætar og sögulegar minning- ar frá tímamótum, hátíðarstund- um, hugarflugi og ævintýrum því það var aldrei lognmollunni fyrir að fara í kringum Má. Það er mikil gæfa að næsta kynslóð hefur nú tekið við keflinu af þeim hjónum Má og Siggu og hefur áfram þeirra góða starfi. Minning um merkan mann og góðan vin lifir og hugurinn er hjá fjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.