Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Elsku Sigga, Mábil, Siggi, Elín og
fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós
er gerir jafnvel dimma vetur bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Jón og Ásborg.
Már vinur okkar hefur nú lokið
langri og strangri göngu og er ef-
laust hvíldinni þakklátur. „Már á
Geysi“, eins og hann var oft
nefndur, var lengi íþróttakennari
og síðar byggði hann, af mikilli
eljusemi og blindri trú á framtíð
ferðaþjónustunnar, ásamt hinni
harðduglegu fjölskyldu sinni upp
stórveldi í kringum fjölskyldu-
svæði sitt, Geysi í Haukadal. Það
er lyginni líkast hversu miklu hef-
ur verið áorkað á staðnum og enn
meira er í bígerð með opnun
glæsihótels á staðnum. Hefði ver-
ið eining til staðar á meðal allra
þeirra, sem eiga land innan girð-
ingar við Geysi þá væri allt svæðið
orðið í stíl við þann glæsileik sem
Már og fjölskylda hafa byggt upp
„utan girðingar“. Skammsýnin
ræður miklu, því miður, á Íslandi
og tefur fyrir framförum. Vonandi
fara menn nú að taka til hendinni
„innan girðingar“ við Geysi og
koma svæðinu til bjargar.
Már skildi þetta allt saman, en
hristi oft hausinn yfir skammsýn-
inni hjá mörgum varðandi upp-
byggingu „innan svæðis“. Már
glímdi við erfið veikindi um
margra ára skeið en hélt sínu
striki og var eilíflega á ferðinni,
akandi traktorum, skurðgröfum,
bifreiðum af öllum tegundum og
gerðum. Kom þó stundum fyrir að
bifreiðar hans voru ekki alltaf á
veginum, enda erfiðleikum bundið
að halda þeim þar vegna veikind-
anna. Már sá að það hlyti að
ganga betur með mótorhjólin og
var hann meistari í að aka þeim og
átti nokkur, bæði tví- og þríhjóla.
Eitt sinn kem ég upp að Geysi og
þá kemur Már þjótandi niður
Biskupstungnabraut á flugvél,
eða flygildi, sem er með öflugan
hreyfil aftan á. Menn spenna sig
fasta í sæti og svo er þust af stað
og upp í loft. Már snarhemlar
flygildinu hjá mér og réttir mér
aukahjálm og segir mér að setjast
aftan á og koma með. Ég gerði
auðvitað eins og foringinn sagði
og spennti mig fyrir aftan hann og
svo var allt sett af stað og vélin
komin í hæsta snúning með þess-
um geysilega hávaða og svo var
öllum bremsum sleppt og við
þustum fram hjá Geysissjoppunni
á mjög miklu hraða og þá fóru að
renna á mig tvær grímur. Ég
hugsaði með mér: „Hvað í ósköp-
unum er ég nú kominn út í? Er ég
virkilega að fara að fljúga um upp-
sveitir Biskupstungna með Má við
stjórnvölinn?“ Ég kallaði til Más
og bað hann í guðanna bænum að
stöðva flygildið áður en við færum
á loft og hristi hann aðeins til. Þá
sló hann úr hraðanum og snéri sér
skellihlæjandi að mér og benti til
beggja hliða og sagði: „Sjáðu, ég
er ekki með vængina, Sigga leyfir
mér ekki að hafa vængina.“ Ég
hef aldrei fallið í yfirlið af stressi
nokkurn tíma um ævina en þarna
var spennufallið ansi mikið og
munaði litlu að ég dytti í götuna af
stressi. Svona var Már, skemmti-
legur og glettinn og dreif hlutina
áfram og naut þess að lifa. Ég
heimsótti hann nokkrum sinnum
á Sjúkrastofnun Selfoss en þar
hafði hann prýðisaðstöðu og mjög
góða umönnun. Már er núna
væntanlega kominn með vængina
og farinn að þjóta um uppsveit-
irnar á englavænum vélfákum.
Ég þakka fyrir samfylgdina og
sendi frú Sigríði, börnunum og
öllum aðstandendum og vinum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Friðrik Á. Brekkan.
✝ Erna Svav-arsdóttir fædd-
ist á Blönduósi 27.
október 1945. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 29.
apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmann
Svavar Agnarsson
verkamaður, f. 22.
febrúar 1912, d. 19.
júlí 1978, og Þóra Þórðardóttir
saumakona, f. 10. febrúar 1915,
d. 16. júlí 2005. Systir Ernu er
Guðrún Agnes Svavarsdóttir, f.
26. mars 1948.
Hinn 8. ágúst 1967 giftist
Erna Stefáni B. Steingrímssyni,
f. 11. janúar 1938, d. 10. júlí
2015. Dóttir þeirra er Þóra Stef-
ánsdóttir, f. 1. nóvember 1968.
Börn hennar og Inga Guðjóns-
sonar, fyrrv.sambýlismanns, eru
Kolbrún Erna, f. 24. mars 2001,
og Bergvin Logi, f. 11. júní 2005.
Erna sleit barnsskónum á
Blönduósi. Hún byrjaði ung að
vinna eins og tíðkaðist þá, eða
strax að loknu
skyldunámi og
námi í Kvennaskól-
anum á Blönduósi.
Hún vann þá á Hér-
aðshæli A-
Húnvetninga og
Hótel Blönduósi.
Síðar einnig á Hótel
Borgarnesi. Í fram-
haldi af því flutti
hún til Reykjavíkur
og vann þá bæði við
afgreiðslustörf í kjötbúð Guð-
laugs Guðmundssonar og
umönnunarstörf á Kleppi. Frá
árinu 1967 bjó Erna á Blönduósi
og vann þar bæði við þjónustu-
og skrifstofustörf, m.a. hjá
Kaupfélagi Húnvetninga og Vél-
smiðju Húnvetninga. Erna átti
svo og rak blómabúðina Bæjar-
blómið á Blönduósi og sinnti því
starfi af áhuga og gleði allt þar
til hún flutti til Reykjavíkur árið
1997. Hún hóf þá störf á sauma-
stofunni í Kringlunni og vann
þar til hún hætti störfum 65 ára.
Útför Ernu hefur farið fram í
kyrrþey.
Elsku mamma, það er erfitt að
kveðja þig sem hefur fylgt mér
alla ævi. Móðir og besta vinkona í
senn. Missirinn er mikill og sárt
er að hugsa til þess að sá tími sem
við fengum notið saman sé liðinn.
Ég er afar þakklát fyrir þann
tíma og það veganesti sem þú
gafst mér. Þú varst mitt sterka
bakland, ávallt til staðar fyrir
mig og börnin mín. Þú varst ein-
staklega traust, umhyggjusöm
og drífandi. Aldrei féll þér verk
úr hendi. Einstaklega vandvirk
og lagin í höndunum. Þau eru ófá
listaverkin sem eftir þig liggja.
Hannyrðir og garðyrkja voru
helstu áhugamál þín. Þú undir
þér vel í garðinum þínum fallega
á Blönduósi og við störf í Blóma-
búðinni þinni síðustu árin ykkar
pabba á Blönduósi. Undanfarin
ár, á meðan heilsan leyfði, leið
þér best við að dunda hér í garð-
inum hjá mér. Ræktaðir matjurt-
ir og hlúðir að blómum og trjám
sumarlangt. Börnin mín voru ein-
staklega heppin að eiga þig fyrir
ömmu og þú gafst þig alla í
umönnun þeirra. Þau voru þér
allt. Þú varst ávallt til reiðu fyrir
þau að loknum skóladegi, tókst á
móti þeim, nærðir þau með nær-
veru þinni, hlýju og umhyggju.
Smekkleg varstu og snyrtileg í
alla staði og fylgdist vel með tísk-
unni. Vissir alltaf hvað var ný-
móðins. Gjafmildi þín var tak-
markalaus, þú komst ávallt
færandi hendi. Þú fylgdist líka
vel með málefnum líðandi stund-
ar allt til enda. Kunnir að spyrja
réttu spurninganna og hafðir
áhuga á því hvernig fólki reiddi
af. Ákveðin varstu, lausnamiðuð
og fljót til svara.
Síðustu árin voru þér vissu-
lega erfið og mótdræg og þú
þurftir hvað eftir annað að klífa
margar brattar brekkur. Með
einstakri þrautseigju tókst þér að
gera það besta úr aðstæðum.
Aldrei kvartaðir þú þó svo að lík-
amleg heilsa væri bágborin.
Stóðst hvern storminn á fætur
öðrum af þér með reisn. Síðasta
ár var þér og okkur öllum mjög
erfitt þar sem þú þurftir að flytj-
ast að heiman og dvelja langdvöl-
um á sjúkrastofnunum þar sem
hinn skæði sjúkdómur var farinn
að herja svo mjög á þig.
Elsku mamma við héldumst
hönd í hönd allt til enda. Ég kveð
þig með sorg í hjarta, en hugga
mig við að nú ertu loksins frjáls
og komin til pabba sem ég veit að
tók á móti þér í faðminn sinn
hlýja. Takk fyrir allt, elsku
mamma.
Fyrir umhyggjuna, hvatn-
inguna, stuðninginn og ástina.
Þín dóttir,
Þóra.
Elsku amma.
Ég á ótrúlega erfitt með að
trúa því að þú sért búin að kveðja
okkur. Það er svo sár tilfinning.
Ég er samt heppin að eiga marg-
ar og fallegar minningar um þig.
Ég hefði ekki getað átt ynd-
islegri ömmu en þig, en þú varst
líka mín besta vinkona. Ég er svo
þakklát fyrir tímann sem við átt-
um saman. Okkur leið alltaf vel
hvorri í návist annarrar, en við
vorum að mörgu leyti líkar. Þú
hefur kennt mér svo ótrúlega
mikið í lífinu og varst alltaf til
staðar fyrir mig. Þú varst hlý,
hjálpsöm, gjafmild og umhyggju-
söm. Ég á fáar betri minningar
en þegar við föndruðum eða bök-
uðum saman. Ég naut þess líka
svo mikið að spjalla við þig og
þegar þú sagðir mér sögur frá
Blönduósi. Þessar stundir eru
mér mjög kærar. Ég veit að þú
verður alltaf hjá mér og ég elska
þig óendanlega mikið.
Ég geymi minninguna um þig í
hjarta mínu alla tíð.
Þín ömmustelpa,
Kolbrún Erna.
Elsku amma mín, alltaf hefur
þú verið mér svo ótrúlega góð.
Ég á margar yndislegar minn-
ingar með þér eins og þegar ég
kom heim eftir skóla og þú tókst
á móti mér og vinum mínum.
Alltaf bauðstu okkur upp á eitt-
hvert góðgæti eins og ávexti og
kleinuhringi. Þú varst alltaf með
allt á hreinu. Alltaf tilbúin með
íþróttadótið mitt og þegar ég ætl-
aði út þá sagðir þú alltaf:
„Klæddu þig nú vel, Bergvin
minn.“
Amma, þú varst alltaf prjón-
andi, prjónaðir oft þægilega vett-
linga fyrir mig og Kollu og þegar
það kom gat á buxurnar mínar þá
vissi ég alveg í hvern ég átti að
hringja. Ég á svo erfitt með að
trúa því að þú sért búin að kveðja
okkur, elsku amma mín.
Þú varst yndisleg, falleg, góð
og hjálpfús og varst mér svo kær.
Ég elska þig, amma.
Þinn ömmustrákur,
Bergvin Logi.
Erna
Svavarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Blessuð sé minning þín.
Þín systir
Agnes.
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur -
rýmingarsölu
lýkur um helgina
50% afsláttur
Kolaportið
Ný söfn - gott úrval*
Stóri bóksalinn
Þorvaldur
Opið laugardag og
sunnudag kl. 11- 17
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón í
síma 896-1864 og á facebook-síðu
okkar: vaðnes-lóðir til sölu.
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær-heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar
um frágang fylgja.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
Verslun
Trúlofunar- og giftingarhringar
í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvíta-
gull, silfur, titanium og tungstenpör á
fínu verði. Demantar og vönduð arm-
bandsúr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Ýmislegt
Vélar & tæki
Vinnulyftur ehf
Eigum á lager nýjar skæralyftur frá
Skyjack og bómulyftur frá Niftylift.
eyvindur@simnet.is, sími 774 2501
www.skyjack.is.
Hjólbarðar
Sumardekk til sölu
Ný Continental sumardekk til sölu
2215/55 R17. Verð 60.000. kr
Uplýsingar í síma 820-3725
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Viðhalds-
menn
Tilboð/tímavinna
s. 897 3006
vidhaldsmenn.is
vidhaldsmenn@gmail.com
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Lagersala Innihurðir
Vandaðar Þýskar innihurðir með
körmum. Þykktir: 10 cm, 12 cm og
14 cm. Hvítar, Dekor eik og eikar
spónn. Allt á að seljast. Uppl. í S:
664 - 9471 og 595-1910. Til sýnis
Skútuvogi 6. Vestri endi.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa
í síma 569 1390
eða á augl@mbl.is