Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Þjónustufulltrúi/
sölumaður
Kerfi fyrirtækjaþjónusta er öflugt fyrirtæki í Hafnarfirði
sem sérhæfir sig í leigu á vatns- og kaffivélum ásamt
sölu á kaffi, vatni og öðrum vörum á kaffistofuna fyrir
stofnanir og fyrirtæki.
Fyrirtækið vill nú ráða öflugan starfsmann í starf
þjónustufulltrúa / sölumanns.
Starfið felur í sér sölu til viðskiptavina, þjónustu við
kaffi- og vatnsvélar, tiltektir á pöntunum og önnur
viðeigandi störf.
Viðkomandi þarf að hafa grunnskólamenntun og
bílpróf ásamt líkamlegum styrk til að geta borið 20
ltr. vatnsbrúsa. Reynsla af útkeyrslu- og sölustörfum
æskileg.
Snyrtimennska, kurteisi og hæfni í mannlegum
samskiptum áskilin
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt með miklum
samskiptum við viðskiptavini. Við leggjum mikið upp
úr glaðlegu andrúmslofti í vinnunni, frumkvæði og
þjónustulund.
Um fullt starf er að ræða og er vinnutíminn frá kl. 8-17.
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið
sigurdur@kerfi.is
Prentun og umbúðir
Oddi er ein stærsta prentsmiðja landsins og er jafnframt einn stærsti og fjölbreyttasti framleiðandi
umbúða á Íslandi, bæði úr pappa- ogmjúkplasti. Framleiðslan er vel tækjum búin og býr að stórum
hópi reyndra og vel menntaðra starfsmanna.
VIÐSKIPTASTJÓRI
Í SÖLUTEYMI
Upplýsingar um starfið veitir Kristján Geir Gunnarsson,
kgeir@oddi.is
Áhugasamir sækja um starfið á oddi.is fyrir 26.maí.
Oddi – prentun og umbúðir leitar að öflugum
viðskiptastjóra í söluteymi sitt.
Viðkomandi aðili þarf að vera söludrifin/n og hafa ríka
þjónustulund ásamt því að geta unnið vel bæði sjálf-
stætt og í hóp. Reynsla af sölustörfum er nauðsynleg.
RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is
Verkefnisstjóri álestrarmála
Reykjavík
RARIK ohf óskar eftir að ráða tæknimenntaðan starfsmann,
á aðalskrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, til að hafa umsjón
með álestri orkumæla fyrirtækisins.
• Skipulagning og umsjón með álestri orkumæla
• Rafræn öflun mæligagna frá fjarmælum
• Yfirferð mæligagna og staðfesting þeirra
• Samskipti við álesara og mælaumsjónarmenn
• Samskipti við viðskiptavini
Helstu verkefni
• Tæknimenntun á rafmagnssviði
• Þekking á söfnunarkerfumæskileg
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð samskiptahæfni
Hæfniskröfur
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari
upplýsingar veitir Tryggvi Ásgrímsson, deildarstjóri
notendaþjónustu (Tæknisviði) eða starfsmannastjóri
RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 5. júní
2017 og skal skila umsóknummeð ferilskrá á netfangið
atvinnuumsokn@rarik.is.
Tæknimaður Stykkishólmi
RARIK ohf auglýsir eftir tæknimanni með aðsetur í
Stykkishólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
• Umsjón með orkumælum
• Tenging nýrra viðskiptavina
• Samskipti við verktaka og viðskiptavini
• Gagnaskráningar
• Verkundirbúningur
Helstu verkefni
• Sveinspróf í rafvirkjun/rafiðnfræðimenntun
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð samskiptahæfni
Hæfniskröfur
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Björn Sverrisson, deildarstjóri
rekstrarsviðs á Vesturlandi eða starfsmannastjóri RARIK
í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2017
og skal skila umsóknummeð ferilskrá á netfangið
atvinnuumsokn@rarik.is.
RARIK ohf. er rekið sem opin-
bert hlutafélag í eigu ríkisins.
Hlutverk RARIK er að dreifa
raforku auk þess að afla, dreifa
og annast sölu á heitu vatni.
Starfsmenn RARIK eru um
200, aðalskrifstofa er í Reykja-
vík og um 20 starfsstöðvar
eru dreifðar vítt og breitt um
landið.
Vélstjóri
Vélstjóri óskast á Jóhönnu Ár 206 strax.
Vélarstærð 478 kw. Veiðarfæri dragnót.
Upplýsingar í síma 8920367