Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 50

Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Kristín Ósk Hlyns-dóttir, upplýs-inga- og skjala- stjóri á Veðurstofunni, á 50 ára afmæli í dag. Hún ætlar að halda veislu í dag í salnum á Veður- stofunni og býður til sín vinum og ættingjum. „Starf mitt felst að- allega í skjalastjórn fyrir Veðurstofuna en það fel- ur í sér að halda utan um allar upplýsingar sem okkur ber að vista sam- kvæmt lögum en Veður- stofan fylgist ekki bara með veðrinu heldur nátt- úrunni og allri nátt- úruvá. Við erum í mikl- um samskiptum við stofnanir, innlendar sem erlendar. Ég sé líka um bóka- safnið og upplýsinga- þjónustu fyrir starfs- menn en margir fræðimenn sem þurfa að afla upplýsinga vinna hérna. Ég er einnig farin að sjá um Twitter-síðu Veðurstofunnar og veit því núna miklu betur en áður hvernig náttúr- an hagar sér.“ Kristín Ósk er að ljúka skemmtibátaprófi, er búin með það skrif- lega og tekur verklega prófið í júní. „Ég á 22ja feta seglskútu með stjúpbróður mínum og við geymum hana í Snarfara. Ég hef verið að sigla frá því ég var tíu, tólf ára. Ég byrjaði í Sigl- ingaklúbbi Garðabæjar og fór að sigla með mömmu og pabba á stórri seglskútu, en þau voru miklir siglarar. Við sigldum um Ródos og fleiri grískar eyjar og einnig um Sikiley. Pabbi lést í fyrra og þá ákvað ég fá mér réttindi. Svo er bara að æfa sig og rifja þetta upp í sumar, það er langt síðan ég hef séð um bát alveg sjálf og hlakka til að gera það, fer jafnvel eitthvað að veiða. Svo var ég að flytja og er að koma mér fyrir með fjölskyldunni. Er komin með garð og ætla að dútla í honum í sumar og svo prjóna ég og hekla mikið og sinni fjölskyldunni og vinum.“ Kristín Ósk er í sambúð með Unnþóri Helga Helgasyni, verkstjóra hjá Loftorku. Þau eiga samtals sjö börn, Kristín Ósk á þrjú og Unnþór fjögur. Skjalastjórinn Kristín Ósk Hlynsdóttir. Rifjar upp gamla takta á seglskútunni Kristín Ósk Hlynsdóttir er fimmtug í dag Þ órarinn Tyrfingsson fæddist í Reykjavík 20.5. 1947 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1967 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1975. Þórarinn var heilsugæslulæknir á Hvammstanga 1977-79, hefur verið læknir hjá SÁÁ frá 1979 og unnið að skipulagningu meðferðarmála þar frá 1980. Hann var yfirlæknir á Sogni 1980-86, í Vík frá 1986, á Staðarfelli frá 1980, á Vogi frá 1984 og yfirlæknir á stofnunum SÁÁ samkvæmt breyttri skipan frá 1990 og stjórnarformaður SÁÁ 1998- 2012. Þórarinn sat í stjórnskipaðri nefnd um úrbætur í áfengisvörnum 1984-86. Hann var kosinn formaður SÁÁ 1988. Þórarinn lék handbolta með meistaraflokki ÍR 1964-75 og 1983, var í unglingalandsliðinu í handbolta 1965 og í stjórn handknattleiksdeildar ÍR 1964-70 og formaður hennar 1981-82. Nú fer að styttast í starfslokin, Þórarinn. Ertu farinn að gera áætl- anir um nýjan kafla æviskeiðsins? „Ó, nei. Þetta er eins og hver önnur tímamót og ég hef svo sem áður staðið á tímamótum í lífinu, eins og reyndar flestir sem komnir eru á minn aldur. Maður sér aldrei árin fyrir og ég er ekkert að gera mér neina rellu út af því sem við tekur. Ég hef eng- ar áhyggjur af því að mig skorti verkefni, né heldur áhyggjur af því að ég þurfi að koma svo og svo miklu í verk. Við reynum flest að vera ærleg og koma að gagni en síðan lýtur hver og einn dómi sög- unnar. Ég hef reyndar alltaf hreyft mig mikið, reynt eins og Grikkirnir til Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ – 70 ára Í vinnunni Þórarinn hefur starfað á vegum SÁÁ frá 1979. Hér er hann í góðum hópi frábærs samstarfsfólks á Vogi. Hefur fært þúsundum nýtt líf og nýja von Hress Þórarinn með eiginkonu sinni, Hildi Guðnýju Björnsdóttur. Ljósmynd/Spessi Reykjavík Sigurgeir Logi Karlsson fædd- ist á Landspítalanum klukkan 02.46, 3. júní 2016. Hann vó 4.446 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Karl Ásgeir Geirsson og Petrea A. Ásbjörnsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Ármúli 8, 2. hæð - 108 Reykjavík Sími: 414-4466 - www.draumahus.is Föst söluþóknun - Allt innifalið * 399.900 Föst söluþók - Allt innifalið AnnaTeitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 Lárus Óskarsson Fasteignasali 823-5050 * * gildir fyrir eignir undir 60.000.000 kr. í einkasölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.