Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 HERMOD SVEFNSÓFI SVEFNFLÖTUR 160x200 Einnig til í gráyrjóttu áklæði kr. 269.800 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki alltaf svo að hlutirnir fari nákvæmlega eins og þeim er ætlað. Leggðu af þessa vitleysu og notaðu fjármuni þína í annað. En eins og þú veist er stundum ekkert að njóta. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, en reyndu sjá að fyndnu hliðina á því. Farðu að með öllu að gát í akstri, göngu eða hjólreiðum til að vernda sjálfan þig og aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur ekki velkst í vafa lengur heldur verðurðu að taka af skarið. Vertu hreinn og beinn en ekki of yfirþyrmandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú ertu tilbúinn til þess að tala um tilfinningar þínar við þá sem skipta þig máli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila og það er þér í hag að halda öllu í skefjum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú metur sjálfa/n þig eftir gildismati þínu eins og flestir. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hláturinn lengir lífið svo það er ágætt að hafa gamanmál á takteinum þegar það á við. Fjölskyldulífið er í fyrirrúmi hjá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ákaflega gefandi að aðstoða aðra þegar aðstæður eru til þess. Afsakanir heyr- ast áður en dagur er á enda og þannig greið- ist úr flækjunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ævintýraþrá þín kemst alltaf í hámark í nálægð vissrar manneskju. Umbæt- urnar munu bæði koma sjálfri/sjálfum þér og öðrum til góða. Veltu því málunum vandlega fyrir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum er einfaldasta lausnin sú besta. Vertu bara þú sjálfur og sinntu þín- um störfum sem best þú getur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fikraðu þig í átt að markmiði þínu með eitt takmark í huga, en þröngt sjónar- horn. Vertu bara vandlátur í vali á trúnaðar- vini; það borgar sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Spennan sem þú finnur fyrir vegna nýrra kynna við einhvern er gagn- kvæm. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aðstoð þín við aðra getur leitt til þess að mikilvægur árangur náist. Innlegg frá maka reynist vera hrein snilld. Slík tækifæri eru ekki á hverju strái og því væri réttast að grípa það. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinnsson: Kastvopn þetta kallað er. Köpuryrði beint að þér. Buxur, vesti og brók ég tel. Bætir leppur skóinn vel. Nú brá nýrra við þar sem aðeins ein rétt lausn barst. Hún var frá Árna Blöndal: Bætt með skap og bros á vör býst nú munda orða hjör, ei þó beri maga mör mun þó lausnin vera SPJÖR Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Nefna megum spjótið spjör. Spjör er köpuryrði á vör. Í spari og hversdags spjarir fer. Spjör í skónum leppur er. Þá er limran: Hve Valdi er frár á fæti, finnst mér, að undrum sæti, er skýst hann sem ör og í engri spjör til Veru í Vonarstræti. Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund og þykir mér rétt að árétta að ráðningar verða að berast ekki síðar en á miðvikudag: Dags nú fyrir djarfar brún, drolla skal ei lengur. Þiggið gátu, þó að hún þyki lítill fengur: Um bæjarhlað er brautin sú. Bikar henni stendur á Í tóbakshorni er tappi sá Tilheyrum slíkum ég og þú. Pétur Stefánsson yrkir á Boðn- armiði undir „Skálda-Sveinshætti“: Heima dvel ég daga langa, dreg þar fyrir glugga tjöld. Iðja sú er ekki góð. Oft fer ég þó út að ganga, einkanlega seint um kvöld til þess eins að yrkja ljóð. Löngum þá ég leita fanga í lautum þar sem blómin anga, jafnvel út í urð og mó, aðeins til að finna ró. Í þessu síðasta hreti orti Hólm- fríður Bjartmarsdóttir: Kuldinn bítur kinn og nef, af kulinu ég tárast. Víst er þetta vonlaust stef og vísan er að klárast. Nú er kalt um Norðurland, nú er lífið hokið. Nú vildi ég eiga whiskybland. Vísunni er lokið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Við skulum spyrja hann spjörunum úr Í klípu „JÁ, ÞETTA VIRKAR NÚNA, EN ÉG ER EKKI ENN VISS UM AÐ VIÐ SÉUM AÐ GERA ÞETTA RÉTT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER AÐ BRENNA HEIMA HJÁ NÁGRANNANUM. VILTU HORFA Á?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða eftir rétta manninum. LÁTA ÞESSI GLERAUGU MIG LÍTA GÁFULEGAR ÚT? NEIBBS ÞÚ LÆTUR GLERAUGUN LÍTA HEIMSKULEGAR ÚT ÞAÐ AÐ VERA Á KÚPUNNI TAKMARKAR HVAÐ ÉG GET GERT FYRIR ÞIG, ÁSTIN MÍN! ÞAÐ ER FLOTT! ÞAÐ ER Í LAGI, LÚTUR MINN! ÉG ÞARF EKKI MIKIÐ! ÉG VEIT EKKI HVERSU MÖRG LÖG ÉG GET SPILAÐ MEÐ BARA EINUM STRENG! Víkverji var virkilega sleginn affréttum af andláti Chris Cornell í vikunni. Þessi hæfileikaríki tónlist- armaður sem varð fyrst frægur með hljómsveitinni Soundgarden framdi sjálfsmorð á hótelherbergi sínu að- eins 52 ára að aldri. x x x Söngvarinn sagði frá því í viðtölumað hann hefði átt við eitur- lyfjavandamál að stríða. Hann notaði eiturlyf daglega þrettán ára gamall en hætti notkuninni 14 ára. Þegar So- undgarden hætti árið 1997 fór hann aftur að misnota eiturlyf, ekki síst læknadóp, og sagðist í viðtali vera frumkvöðull í að misnota OxyContin. Hann fór í meðferð og leitaði sér hjálpar síðar á ævinni en það dugði því miður ekki til. x x x Cornell var einn af þeim fjórumsöngvurum sem voru hvað mest áberandi í Seattle-gruggsenunni í upphafi tíunda áratugarins. Hinir söngvararnir þrír voru Kurt Cobain úr Nirvana, Layne Staley úr Alice in Chains og Eddie Vedder úr Pearl Jam. Aðeins sá síðastnefndi er á lífi. Cobain framdi sjálfsmorð árið 1994 og Staley lést af of stórum skammti eiturlyfja árið 2002. Eiturlyf og ótímabær dauði hafa því verið í kringum Cornell alla ævi. Til við- bótar lést góður vinur hans og fyrr- verandi herbergisfélagi, Andrew Wo- od, söngvari Mother Love Bone, forvera Pearl Jam, úr heróínof- neyslu, rétt áður en fyrsta plata þeirra átti að koma út. x x x Fólk veitir því athygli þegar frægtfólk fellur fyrir eigin hendi og eins og hjá öðrum vita nákomnir ekki alltaf alveg hvað er í gangi. Einn liður í því að fækka þessum dauðsföllum er að ræða þunglyndi opinskátt. Þá verður leiðin til hjálpar kannski örlít- ið styttri og beinni. Cornell vildi sjálf- ur hjálpa illa stöddum einstaklingum og hann stofnaði góðgerðarsamtök ásamt konu sinni, Vicky Cornell. Samtökin hafa það að markmiði að styðja þau börn sem þurfa að búa við fátækt, misnotkun og vanrækslu. Það geta kannski ekki allir stofnað sam- tök en allir geta hjálpað náunganum á einhvern hátt. vikverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmarnir 37:5)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.