Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 ART OF MEMORY - Woody Vasulka 20.1 - 1.9. 2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudaginn 21. maí kl. 14: Leiðsögn um sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Grímsey á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 21. maí kl. 14: Söng- og sögustund fyrir 4-7 ára. Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það var fyrir 29 árum, haustið1988, að ég gekk inn í versl-un Fálkans á Laugaveginum og sá þar plötuna Hold með Ham á útsölu. 99 krónur. Ég var fjórtán ára, farinn að hlusta á „skrítna“ og óáheyrilega tónlist af miklum krafti og hafði heyrt um þessa hljómsveit. Ég var forvitinn, þetta var spenn- andi og dularfullt og magnað um- slagið (og enn magnaðra vegg- spjaldið innan í) fékk hjartað til að hamast. Ég setti plötuna á heima við og hafði aldrei heyrt annað eins á ævinni. Ég hafði enga reynslu af svona þungri tónlist og stóð án gríns agndofa við fermingargræjurnar. „Trúboðasleikjari“, með grófum textanum og sínu níðþunga skriði, lak úr hátölurunum. Þetta gat ekki Sem hið ljúfasta fjallahunang … verið. Og þetta gat reyndar ekki verið, þar sem ég var að leika 45 snúninga plötu á 33 1/3 snúninga hraða. Ham hefur fylgt mér alla tíð síðan og væntumþykjan nær út fyrir gröf og dauða. Oft hendi ég því fram að hér fari besta hljómsveit í heimi og ég meina það – innilega. Kunn- ingsskapur, m.a. vegna starfa míns, hefur tekist með mér og meðlimum í seinni tíð og þó að unglingshjartað fari stundum á brokk er ég stend andspænis Hertoganum eru öll sam- skipti línulegri, ef við getum sagt sem svo. Það var því ekki leiðinlegt að taka á móti bassaleikara sveit- arinnar síðasta miðvikudag, honum S. Birni Blöndal, er hann kom í heimsókn, vopnaður forláta prufu- þrykki af vínylútgáfu plötunnar nýju sem ber hæfandi Ham-heiti, Söngvar um helvíti mannanna. Blöndal sagði mér upp og ofan af plötunni. Arnar Guðjónsson hefði tekið upp og gamall félagi, sjálfur Howie Weinberg, hefði verið feng- inn í hljómjöfnunina. Sticky Re- cords, útgáfa Priksins, gefur út og mikill og almennur hressleiki með þetta allt saman. „Ja … sko,“ segir S. Björn kímileitur, þegar hann er spurður út í innihaldið. „Eitt sem við höfum lengi rætt okkar á milli er að okkur langaði til að vera nýbylgju- band.“ Svo hlær hann sínum ein- kennandi, prakkaralega hlátri. Og sjá, það er rétt. Hlustið t.a.m. á upp- haf lagins „Þú lýgur“ sem fór í loftið í vikunni. Klingjandi, hvassir gítarar opna lagið, ekki þessi níðþungi tví- gítar sem einkennir mörg laga Ham. Lagið er keyrt áfram, er hratt og Ný plata með Ham, Söngvar um helvíti mann- anna, lítur dagsins ljós á næstu dögum. Pistilhöf- undur komst í prufuþrykk af vínylnum í vikunni og eys hér úr gleðibrunninum. Óp Söngvar um helvíti mannanna. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta var mjög athyglisvert af því hljómsveitin var ekkert sér- staklega vel þekkt þegar hún kom fyrst til Íslands,“ segir Arnar Egg- ert Thoroddsen poppfræðingur um tónleika Rammstein sem haldnir voru á Íslandi fyrir sextán árum. Þungarokkhljómsveitin þýska lað- aði þá til sín um sex þúsund manns í Laugardalshöllina við mikinn fögnuð sem fór vart fram hjá neinum það árið. Í dag snýr hún aftur og býr sig undir að slá síðustu tónleikum við með sextán þúsund manna stórtónleikum í Kórnum í Kópavogi. Rammstein-æðið 2001 Arnar segir stemninguna árið 2001 hafa verið vandlega byggða upp: Lög Rammstein hafi lengi verið spiluð í útvarpsþættinum Tvíhöfða og þannig fangað athygli þjóðarinnar. Hljómsveitin hafi svo sjálf undirbúið jarðveginn fyrir tónleikaferðina með því að koma til Íslands í sérstakar viðtalsferðir haustið áður. „Það var flott hvernig þeir léku sér með þessa austur-þýsku ímynd,“ segir Arnar. „Fólk varð gersamlega heltekið af þessu. Æð- ið í blaðaumfjölluninni náði há- punkti þegar við birtum mynd í Morgunblaðinu af söngvaranum Till Lindemann að veifa eftir leigu- bíl í Hafnarstræti. Stemningin var slík að manni fannst jafnvel þetta fréttnæmt.“ Arnar hlær en bendir þó á að á þessum tíma hafi verið minna um ferðir erlendra stórstjarna til Ís- lands. „Þjóðin var þakklát fyrir að þessi hljómsveit væri að sýna okk- ur svona mikinn áhuga. Fólkið elskaði að sjá hvernig þeir fíluðu sig á Íslandi. Okkur þótti það rosa- lega merkilegt,“ segir hann. Arnar segir einnig merkilegt að áhugi Íslendinga hafi haldist svo stöðugur á hljómsveitinni í um sex- tán ár. „Núna er áhorfendahóp- urinn líklega tvískiptur: Þeir eldri sem mæta í nostalgíukasti og hinir yngri sem rétt misstu af þeim á sínum tíma en vita af þessu t.d. í gegn um eldri bræður. Þetta er eins og á Iron Maiden-tónleikum í dag, þá koma þrjár kynslóðir: Af- inn, pabbinn og barnabarnið.“ 2017: „Tíu sinnum stærra“ „Þetta verður varla mikið stærra,“ segir Þorsteinn Stephen- sen, eigandi Hr. Örlygs og skipu- leggjandi tónleikanna í ár. Hann segir fyrri tón- leikana ekki standast sam- anburð við það sem nú sé í vændum. „Þetta er ekki sambæri- legt við síðasta skiptið. Þetta er búið að marg- faldast að stærð og umfangi. Þetta verður tíu sinnum stærra. Á þeim tíma var hljómsveitin enn að ryðja sér til rúms og var líklega hvergi eins heit hlutfallslega og á Íslandi. Rammstein-æðið sem greip Ísland á þeim tíma var óvíða eins mikið.“ „Verður varla mikið stærra“  Þýska þungarokkhljómsveitin Rammstein heldur stórtónleika í Kórnum í Kópavogi  „Þetta er búið að margfaldast að stærð og umfangi,“ segir skipuleggjandi  Ham sér aftur um upphitun Ljósmynd/ Bryan Adams Þorsteinn Stephensen Rammstein Þýsku rokkararnir verða í Kórnum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.