Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 Red Bull Music Academy og Kex hostel halda fyrstu árlegu eins dags rapphátíðina Rappport á Kex hos- teli í kvöld kl. 18. Hátíðin fer fram á jarðhæð Kex hostels, þar sem Ný- listasafnið var áður til húsa. Íranska tónlistarkonan Sevdaliza snýr aftur til Reykjavíkur á hátíð- inni en hún kom fram á Sónar Reykjavík í fyrra. Sevdaliza gaf ný- verið út sína fyrstu breiðskífu, ISON, og mætir til leiks í kvöld með hljómsveit. Auk hennar koma fram GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas og Cyber. Hátíðin stendur til miðnættis og er aðgangur ókeypis. Svöl Sevdaliza verður á Kex hosteli. Hin íranska Sevda- liza á Rappport Arnfinna Björnsdóttir, bæjar- listamaður Fjallabyggðar, opnar sýningu í Ráðhússalnum á Siglu- firði í dag kl. 14. „Sýningin er yfirlitssýning á verkum Abbýjar, eins og hún er kölluð. Ár hvert hefur Abbý opnað sýningu á vinnustofu sinni á þessum degi sem einmitt er afmælisdagur Siglufjarðar. En vegna bæjarlista- manns-útnefningarinnar setur hún upp sýningu í Ráðhússalnum,“ seg- ir í tilkynningu. Þar kemur fram að hún hyggist opna sýningu á Kaffi Klöru á Ólafsfirði 17. júní og í til- efni af 75 ára afmæli sínu setja upp þriðju sýninguna á þessu ári í Bláa húsinu hjá Rauðku 19. júlí. Abbý Arnfinna Björnsd. á vinnustofunni. Ný yfirlitssýning Bandaríska hip hop-sveitin Migos heldur tónleika í Laugardalshöll 16. ágúst nk. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 í Lawrenceville í Georgíu og er skipuð þremur röpp- urum sem ganga undir listamanns- nöfnunum Quavo, Takeoff og Off- set. Eftir að hafa sent frá sér nokkur lög sem nutu töluverðra vinsælda sendi Migos frá sér fyrstu breiðskíf- una, Young Rich Nation, árið 2015. Önnur plata kom svo út í janúar sl. og nefnist hún Culture og komst á bandaríska Billboard-listann yfir mest seldu plöturnar. Í október í fyrra gaf Migos út lagið „Bad and Boujee“ með Lil Uzi Vert og fór það beint á topp Billboard Hot 100 listans og er nú tilnefnt til Billboard Music Awards sem besta rapplagið og besta rappsamstarfið. Varð það fyrsta lagið af plötunni Culture sem notið hefur mikilla vinsælda meðal rappunnenda. Stefnt er að því að ein erlend stjarna hiti upp á tónleikunum og ein íslensk en tilkynnt verður síðar hverjar þær eru. Miðasala á tón- leikana hefst 2. júní á Tix.is. Vinsælir Quavo, Takeoff og Offset, liðsmenn hip hop-sveitarinnar Migos. Migos heldur tónleika í Laugardalshöll Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Ómkvörnin, fer fram dagana 22. og 23. maí í Kalda- lónssal Hörpu. Þar verða ný verk eft- ir tónsmíðanemendur skólans flutt af hljóðfæraleikurum skólans og tónlist- arfólki annars staðar frá. Hátíðin samanstendur af þrennum tónleikum, kl. 18 og 20:30 fyrri daginn og kl. 18 seinni daginn og er aðgang- ur ókeypis. Andrés Þór Þorvarðarson og Katr- ín Helga Ólafsdóttir sömdu verk fyrir hátíðina auk þess sem þau komu að skipulagningu hennar ásamt Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur fiðluleikara. Hatur og virðing „Verkið mitt er strengjakvartett sem ég er búinn að vera að vinna í alla önnina,“ segir Andrés Þór um verkið sitt „Ég hata þig en ég virði þig“. „Nafnið á verkinu vísar í ástand sem ég er að reyna að setja fram í nokkrar mínútur. Það lýsir óánægju minni með verkið á meðan ég var að semja það en líka einhverskonar löngun til að hafa það vel heppnað,“ segir Andr- és Þór. Katrín Helga samdi tvö verk fyrir hátíðina og segir hún þau vera mjög ólík. „Í verkinu „Litasinfónía“ vinn ég með ofureinfalda nótnaskrift og býð sjálfboðaliðum upp á svið. Tíu glös, öll merkt með sínum lit, verða á sviðinu. Litum verður varpað á skjá og sjálf- boðaliðarnir spila þegar þeirra litur kemur upp,“ segir Katrín Helga. „Þetta einstaka tækifæri til að flytja verk í Hörpu krefst einskis nema þess að sjálfboðaliðar séu með fingur og séu jákvæðir,“ bætir hún við glöð í bragði. Hitt verkið sem Katrín Helga samdi fyrir hátíðina heitir „Há- pólitískt verk“. „Þar ætla ég að prófa að leika mér með rýmið og læt flytj- endurna hreyfa sig á meðan þeir koma sér fyrir og þegar þeir spila. Í byrjun kemur textaverk sem er kynning á því sem koma skal og svo fylgir því tónverkið sjálft sem er blanda af hreyfingum og nótum,“ segir Katrín Helga. Hún bætir því við að hún vilji sjá sem flesta á hátíðinni. „Ég verð að fá einhvern til að spila í verkinu mínu,“ segir hún og hlær. Líka flytjendahátíð Ómkvörnin er ekki einungis fyrir tónskáld heldur er hún líka flytj- endahátíð því verkin spila sig ekki sjálf. Sólrún Ylfa fiðluleikari segir samstarfið við tónskáldin misjafnt og að sumir semji verkin fyrir ákveðna flytjendur en aðrir semji fyrir ákveðin hljóðfæri. „Flytjendurnir verða oftar en ekki hluti af ferlinu við sköpun verkanna vegna þess að tónskáldin þurfa oft að spyrja flytjendur ýmissa tæknilegra spurninga sem tengjast hljóðfæraleik hvers og eins,“ segir Sól- rún Ylfa og bætir því við að þess vegna þurfi samstarfið á milli tónskálda og flytjenda að vera mjög gott. Fleiri tónskáld eiga verk á hátíð- inni, en það eru Friðrik Margrétar- Guðmundsson, Ari Hálfdán Að- algeirsson, Hafsteinn Þráinsson, Anna Þorvaldsdóttir, Bergþóra Kristínardóttir, Viktor Ingi Guð- mundsson, Þráinn Þórhallsson, Jó- hanna Guðrún Sigurðardóttir, Gunn- hildur Birgisdóttir, Pétur Eggertsson, Emilía Ófeigsdóttir, Óskar Magnússon, Brendan Patrick K. Clinton, Árni Halldórsson, Bart Bruinsma, Sophie Meyer, Sævar Helgi Jóhannsson, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Magni Freyr Þór- isson, Alessandro Cernuzzi, Bjarki Hall og Björn Jónsson. Nánari upplýsingar um dagskrá uppskeruhátíðarinnar má finna á vef- síðu LHÍ. Samstarf milli tónskálda og flytjenda þarf að vera gott  Uppskeruhátíð tónlistardeildar LHÍ fer fram í Kaldalóni 22. og 23. maí Morgunblaðið/Stella Uppskera Sólrún Ylfa, Katrín Helga og Andrés Þór komu að skipulagningu Ómkvarnarinnar. Katrín og Andrés sömdu auk þess verk sem verða flutt á hátíðinni og Sólrún leikur á fiðlu í tveimur verkum. 501 nagli nefnist listsýning Gretars Reynissonar sem opnuð verður í forkirkju Hallgrímskirkju á morg- un, sunnudag, við messulok kl. 12.15. Sýningin er á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju sem fagnar 35. starfsári sínu á þessu ári. „Hinn 31. október 1517 negldi Marteinn Lúther 95 mótmælagrein- ar gegn aflátssölu kaþólsku kirkj- unnar á dyr Hallarkirkjunnar í Wit- tenberg í Þýskalandi. Sá atburður markaði upphaf siðbótarinnar og er þess nú minnst um allan heim að fimm aldir eru liðnar frá þeim at- burði. Eins og fram kemur í um- fjöllun Steins Arnar Atlasonar í sýningarskrá vísar 501 nagli í gjörning Lúthers með beinum hætti, bæði í naglana sem voru not- aðir til að festa greinarnar á kirkju- dyrnar og í að 500 ár eru liðin frá því að atburðurinn átti sér stað. Gretar hefur stimplað 501 merki- miða, hvern með einu ártali frá 1517 til 2017, og neglt þá á veggina í forkirkju Hallgrímskirkju. Verk- ið, sem er unnið sérstaklega fyrir Hallgrímskirkju, er annars vegar mótað af tímatalinu mældu í árum og hins vegar af upplifun og sjón- rænni framsetningu tímans. 501 nagli kallast á við önnur verk Gret- ars frá síðustu tveim áratugum þar sem hann glímir við tímann,“ segir í tilkynningu. Sýningastjóri er Rósa Gísladóttir. Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin alla daga kl. 9-21. 501 nagli í Hallgrímskirkju Merkimiðar Hluti af verki Gretars Reynissonar sem sjá má í kirkjunni. Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 5, 8, 10.30 SÝND KL. 10SÝND KL. 2, 4.10SÝND KL. 8 ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 2 ÍSL. TAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.