Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ekki öllum hleypt inn í Costco
2. Sölvi og Sunna að hittast
3. Nýtt 70 milljarða kr. hverfi
4. Smárabíó verði …
Fyrirbæri nefnist listsýning sem
Guðbjörg Lind opnar í Náttúru-
fræðistofu Kópavogs í dag kl. 14.
Verk sýningarinnar eru innblásin af
safngripum Náttúrufræðistofu og því
rannsóknarstarfi sem þar fer fram.
Sýningin stendur til 2. september og
er opin mán. til fim. kl. 9-18 og fös.
og lau. kl. 11-17.
Fyrirbæri í Náttúru-
fræðistofu Kópavogs
Unnur Sara Eld-
járn og Hlynur Þór
Agnarsson
stjórna klukku-
stundarlangri
söngstund í
Hannesarholti á
morgun, sunnu-
dag, kl. 15 fyrir al-
menning þar sem
textar birtast á tjaldi og allir syngja
með. Frítt fyrir börn í fylgd með full-
orðnum.
Syngjum saman
í Hannesarholti
Hymnodia og Voces Thules efndu í
vetur til samstarfs um tónleikahald á
Akureyri og í Reykjavík. Hóparnir
koma fram í Seltjarnarneskirkju í dag
kl. 16. Efnisskráin er sótt í gamlan
menningararf og er nýtt skapað úr
gömlu með framsæknum hætti. Byggt
er á þeim athugunum sem félagarnir í
Voces Thules hafa gert á tónlistararfi
fornra íslenskra handrita og
prentbóka. Leikið er á mið-
aldahljóðfæri og gerðar til-
raunir með flutning þessa
gamla efnis. Einnig eru
flutt verk tónskálda frá
sextándu öld.
Hymnodia og Voces
Thules með tónleika
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hætt við þokulofti við
sjávarsíðuna. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast inn til landsins suðvestantil og norðaustantil.
Milos Milojevic sagði í gær upp
starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Vík-
ings í knattspyrnu eftir að hafa
stjórnað því frá ársbyrjun 2015 og
verið einn með liðið frá miðju því ári.
Þar með eru tveir þjálfarar í
Pepsi-deild karla horfnir á braut að
þremur umferðum loknum, en
Breiðablik rak Arnar Grétarsson á
dögunum. » 1
Milos Milojevic hættur
sem þjálfari Víkings
„Umgjörðin er ólík, einfald-
lega vegna þess að allt er
stærra í sniðum í kringum
fótboltalandsliðin. Meira fjár-
magn, fleira starfsfólk og
þess háttar enda eru þetta
ólíkir heimar hvað það varðar.
Hins vegar er fagmennskan
hjá landsliðsmönnunum sjálf-
um í fótboltanum og hand-
boltanum mjög svipuð,“ segir
sjúkraþjálfarinn Pétur Örn
Gunnarsson. »2-3
Ólík umgjörð en
svipuð fagmennska
„Þetta verður svakalegt. Það er rosa-
lega sérstakt andrúmsloft þegar
maður labbar inn í höll klukkutíma
fyrir leik og það er bara allt pakkað.
Það verður mjög fróðlegt að sjá
hvernig menn höndla það. Þetta er
búið að vera mjög áhugavert einvígi,“
segir Einar Andri Einarsson, þjálfari
Aftureldingar, en rætt er við hann um
úrslitaleik FH og Vals um Íslands-
meistaratitil karla í handbolta sem
fram fer á morgun. »4
Búið að vera mjög
áhugavert einvígi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hjartslátturinn þarf að verða að-
eins hraðari og lungun að fyllast af
súrefni. Ráðlagður dagskammtur í
allri hreyfingu er hálftími á dag fyrir
fullorðna og börnin þurfa klukku-
tíma í æfingum sem þau taka af mik-
illi ákefð,“ segir Sabína Steinunn
Halldórsdóttir. Hún er í forsvari
Ungmennafélags Íslands, sem
stendur fyrir hreyfiviku sem verður
dagana 29. maí til 4. júní. Þetta er
hluti af evrópskri lýðheilsuherferð
samtakanna ISCA (International
sport and culture association) sem
UMFÍ er í samstarfi við.
42 þúsund þátttakendur í fyrra
Hvatning til fólks um að hreyfa
sig hefur beint og óbeint frá fyrstu
tíð verið eitt af meginstefjunum í
starfi ungmennafélaganna. Það er
líka verk að vinna. Athuganir hafa
leitt í ljós að einungis þriðji hver
Evrópubúi hreyfir sig nóg. Úr því
vilja margir bæta með tilliti til for-
varna, líkamlegrar og andlegrar
heilsu.
„Hreyfivikan er þannig að hver og
einn finnur hvað hentar honum best
og heldur af stað. Það geta allir verið
boðberar hreyfingar, eins og við
köllum það, skráð sig til leiks og
hrifið aðra með sér í hreyfingu,“
segir Sabína. Hún segir þar mikil-
vægt að fólk stimpli sig inn á vefnum
hreyfivika.is og veki athygli á sínum
viðburði svo aðrir geti verið með.
Með því móti er hægt að fylgjast
með fjöldi þátttakenda, hvaða sport
er vinsælast og sjá samanburð út frá
ýmsum forsendum svo sem milli
hópa, íþróttafélaga, byggðarlaga og
hvernig Ísland stendur í samanburði
við hin 37 þátttökulöndin í þessu lýð-
heilsuverkefni. „Við Íslendingar höf-
um tekið þátt síðan 2012 og í fyrra
varð sprenging í fjölda þátttakenda,
sem þá urðu alls 42 þúsund. Við-
burðirnir þá urðu 480 og verða von-
andi fleiri í ár,“ segir Sabína.
Landsbyggðin kemur sterk inn
Landsbyggðin kemur sterk inn í
Hreyfivikunni. Af því sem þar er á
döfinni má nefna að Bláskógaskóli
að Laugarvatni býður áhugasömum
í göngu um fjöll og firnindi. Þrjár
mismunandi ferðir verða í boði, það
eru göngur á Mosfell, Laugarvatns-
fjall og umhverfis Laugarvatn. Vill
skólinn með þessu styðja þá stefnu
Bláskógabyggðar að verða heilsuefl-
andi samfélag. Í slíku felst að mögu-
leikar til að bæta heilsu eru hluti af
allri almennri stefnumörkun hvers
sveitarfélags, sem þá hefur gert sér-
stakan sáttmála við embætti Land-
læknis þar að lútandi.
Hreyfivikan með mikilli ákefð
Ráðlagður dag-
skammtur og þús-
undir verða með
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þátttaka Allir geta skráð sig til leiks og hrifið aðra með sér í hreyfingu, segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir.
Í heilsueflandi samfélagi er stöðug
áhersla lögð á að bæta bæði hið
manngerða og félagslega umhverfi
íbúa, vinna gegn ójöfnuði og draga
úr tíðni og afleiðingum sjúkdóma
með margvíslegu forvarnastarfi.
Má þar nefna að Seyðisfjörður er
orðinn heilsubær og þar verður
ýmislegt á döfinni í Hreyfiviku,
sem og í Reykjanesbæ, Hafnar-
firði, Snæfellsbæ, Dalvík, Húsavík,
Reyðarfirði og víðar.
„Já, ég reyni að ná góðri hreyf-
ingu á hverjum degi. Hjóla, syndi
og fer í gönguferðir hér um
Laugardalinn í Reykjavík og í hin-
um Laugardalnum austur í sveit-
um, það er að Laugarvatni þar sem
ég er uppalin. Sú sveit finnst mér
einmitt gott dæmi um heilsuefl-
ingu; þar er góð íþróttaaðstaða og
fólk duglegt við að hreyfa sig, sem
er alveg til fyrirmyndar,“ segir
Sabína Steinunn Halldórsdóttir.
Heilsuefling til fyrirmyndar
BÆTA UMHVERFIÐ MEÐ FORVARNASTARFI
VEÐUR » 8 www.mbl.is
Á sunnudag og mánudag Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Víða
léttskýjað norðan- og vestanlands en sums staðar hætt við þokulofti, einkum við Húna-
flóa. Skýjað og úrkomulítið um landið suðaustanvert. Hiti 12 til 19 stig í innsveitum, en
hiti 7 til 12 stig annars staðar.