Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 12
8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð Kynntu þér málið á olis.is FRÁ: TIL: Vildarpunktasöfnurum Olís býðst nú einstakt Vildarpunktatilboð á borgarferðum með Icelandair. Frá kl. 12 á hádegi 3. maí til kl. 12 á hádegi 4. maí OLÍS Ferðatímabil: 15. sept. – 15. des. Þú bætir við 16.115 kr. (skattar og gjöld) Vildarpunktar Icelandair Vildarpunktasöfnurum Olís og ÓB býðst nú einstakt Hraðtilboð til fjögurra borga með Icelandair. FRÁ: TIL: BER LÍN AR OLÍS Frá kl. 12 á hádegi 8. des. til kl. 12 á hádegi 9. des. GILDIR Í 24 STUNDIR Ferðatímabil: 12. jan.–27. mars 2018 Báðar leiðir frá 18.000 kr. Aðra leið frá 8.900 kr. PALesTÍNA Að minnsta kosti sautján eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigð- um víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúl- um úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í her- liði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæra- varða. „Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Banda- ríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Pal- estínu,“ sagði Trump á blaðamanna- fundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerú- salem. Benjamin Netanjahú, forsætisráð- herra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendi- ráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orð- rómur um að Tékkland og Filipps- eyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leið- togi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þess- ari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahm- ouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendi- ráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæð- isins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Mac- ron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggis- ráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. johannoli@frettabladid.is Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. Palestínumenn mótmæltu í Hebron á Vesturbakkanum. Hér sést mótmæl- andi, sem handtekinn var, í höndum ísraelskra hermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Ekki eru fyrir hendi skipulagslegar forsendur né nokkur trygg- ing um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmannabúðum. Úr umsögn til bæjarráðs Mosfellsbæjar skiPULAGsmáL Starfsmannaleigan Somos fær ekki að setja upp starfs- mannabúðir fyrir útlendinga á Tungumelum í Mosfellsbæ, að því er bæjaráðið þar samþykkti í gær. Bæjarráðið tók ákvörðunina að fenginni umsögn frá umhverfis- sviði bæjarins. Í henni segir að suðursvæði Tungumela sé óbyggt og ekki deiliskipulagt. Því sé ekki hægt að reisa þar nein mannvirki. Þá sé landið í eigu Landsbankans en ekki Mosfellsbæjar. Somos vísaði í umsókn sinni til þess að Ístak sé þegar með starfs- mannabúðir á Tungumelum. Umhverfissviðið segir það ekki sambærilegt. Samkomulag Ístaks og Mosfellsbæjar um vinnubúðir tryggi aðstöðu þeirra sem gista í búðunum með þjónustu frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á sama stað. „Þar er aðgangur að mötuneyti, Synjað um búðir fyrir erlent vinnuafl Somos vildi leyfi fyrir starfsmanna- búðum nærri búðum Ístaks á Tungu- melum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFán starfsmannaaðstöðu, vinnuaðstöðu og þeirri þjónustu sem veitt er að öðru leyti í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins. Ístak tryggir ferðir og annast ferðaþjónustu þeirra íbúa sem eru í vinnubúðum Ístaks þannig að ekki er þörf á almenningssamgöngum á svæðið,“ segir í umsögninni. Ekki sé að sjá af erindi Somos að þessi þjónusta verði í búðum Somos. „Ekki eru fyrir hendi skipulags- legar forsendur né nokkur trygg- ing um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmanna- búðum,“ segir í umsögninni sem undirrituð er af framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa bæjarins. – gar 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -6 2 F 4 1 E 6 E -6 1 B 8 1 E 6 E -6 0 7 C 1 E 6 E -5 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.