Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 20
Í dag 09.30 Dubai Masters Golfstöðin 18.30 QBE Shootout Golfstöðin 19.05 Þór Þ. - Þór Ak. Sport 19.40 Sheff. Utd. - Bristol Sport 2 22.00 Körfuboltakvöld Sport 00.00 Detroit - Gold. State Sport Haukar - ÍR 97-87 Stigahæstir: Kári Jónsson 29, Paul Jones 23, Emil Barja 16 - Ryan Taylor 30, Matthías Orri Sigurðarson 20, Danero Thomas 19. Grindavík - Valur 90-89 Stigahæstir: Rashad Whack 21, Ólafur Ólafsson 17, Dagur Kár Jónsson 16 - Urald King 22, Gunnar Ingi Harðarson 20. Keflavík - Stjarnan 81-92 Stigahæstir: Reggie Dupree 16, Ragnar Bra- gas. 13 - Tómas Þórður Hilmarss. 22, Róbert Sigurðss. 21, Hlynur Bæringss. 18/14 frák. Tindastóll - Njarðvík 93-100 Stigahæstir: Brandon Garrett 28, Sigtryggur Arnar Björnss.22 - Logi Gunnarss. 29 (7/10 í 3ja), Terrell Vinson 22, Maciek Baginski 14. Höttur - KR 81-90 Stigahæstir: Kevin Lewis 32, Andrée Fares Michelsson 20 - Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19, Pavel Ermolinskij 17. Efri Haukar 14 KR 14 ÍR 14 Tindastóll 14 Keflavík 12 Njarðvík 12 Neðri Stjarnan 10 Grindavík 10 Valur 8 Þór Þorl. 6 Þór Ak. 4 Höttur 0 Domino’s-deild karla Nýjast Kominn með fimm Gullbolta alveg eins og Messi Bestur annað árið í röð Cristiano Ronaldo fékk í gær Gullboltann frá France Football sem besti knattspyrnumaður heims. Er þetta annað árið í röð og fjórða skiptið á síðustu fimm árum sem hann fær þessi eftirsóttu verðlaun. Þetta er enn fremur í fimmta sinn á ferlinum sem Ronaldo fær Gullboltann og jafnar þar með met Lionels Messi, sem varð annar í kjörinu eins og í öll fimm skiptin sem Cristiano hefur unnið Gullboltann. FRéTTABlAðið/EPA Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Fótbolti Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meist- ararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því lands- liðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í sam- tali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðs- hópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur s k o r a ð f i m m m ö r k í 15 lands- leikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi tak- markaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið. „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeild- ina vel en hann lék við góðan orð- stír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsend- ingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn. Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef marg- oft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. ingvithor@365.is Ekki skref aftur á bak Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir Malmö. Hann tók ákvörðunina með HM í Rússlandi í huga. Hann segist ekki vera að taka skref aftur á bak. Arnór ingvi fagnar markinu fræga sem hann skoraði gegn Austur- ríki á EM í fyrra. FRéTTABlAðið/AFP Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér. Arnór Ingvi Traustason 8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U d A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -7 1 C 4 1 E 6 E -7 0 8 8 1 E 6 E -6 F 4 C 1 E 6 E -6 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.