Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 20

Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 20
Í dag 09.30 Dubai Masters Golfstöðin 18.30 QBE Shootout Golfstöðin 19.05 Þór Þ. - Þór Ak. Sport 19.40 Sheff. Utd. - Bristol Sport 2 22.00 Körfuboltakvöld Sport 00.00 Detroit - Gold. State Sport Haukar - ÍR 97-87 Stigahæstir: Kári Jónsson 29, Paul Jones 23, Emil Barja 16 - Ryan Taylor 30, Matthías Orri Sigurðarson 20, Danero Thomas 19. Grindavík - Valur 90-89 Stigahæstir: Rashad Whack 21, Ólafur Ólafsson 17, Dagur Kár Jónsson 16 - Urald King 22, Gunnar Ingi Harðarson 20. Keflavík - Stjarnan 81-92 Stigahæstir: Reggie Dupree 16, Ragnar Bra- gas. 13 - Tómas Þórður Hilmarss. 22, Róbert Sigurðss. 21, Hlynur Bæringss. 18/14 frák. Tindastóll - Njarðvík 93-100 Stigahæstir: Brandon Garrett 28, Sigtryggur Arnar Björnss.22 - Logi Gunnarss. 29 (7/10 í 3ja), Terrell Vinson 22, Maciek Baginski 14. Höttur - KR 81-90 Stigahæstir: Kevin Lewis 32, Andrée Fares Michelsson 20 - Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19, Pavel Ermolinskij 17. Efri Haukar 14 KR 14 ÍR 14 Tindastóll 14 Keflavík 12 Njarðvík 12 Neðri Stjarnan 10 Grindavík 10 Valur 8 Þór Þorl. 6 Þór Ak. 4 Höttur 0 Domino’s-deild karla Nýjast Kominn með fimm Gullbolta alveg eins og Messi Bestur annað árið í röð Cristiano Ronaldo fékk í gær Gullboltann frá France Football sem besti knattspyrnumaður heims. Er þetta annað árið í röð og fjórða skiptið á síðustu fimm árum sem hann fær þessi eftirsóttu verðlaun. Þetta er enn fremur í fimmta sinn á ferlinum sem Ronaldo fær Gullboltann og jafnar þar með met Lionels Messi, sem varð annar í kjörinu eins og í öll fimm skiptin sem Cristiano hefur unnið Gullboltann. FRéTTABlAðið/EPA Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Fótbolti Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meist- ararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því lands- liðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í sam- tali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðs- hópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur s k o r a ð f i m m m ö r k í 15 lands- leikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi tak- markaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið. „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeild- ina vel en hann lék við góðan orð- stír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsend- ingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn. Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef marg- oft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. ingvithor@365.is Ekki skref aftur á bak Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir Malmö. Hann tók ákvörðunina með HM í Rússlandi í huga. Hann segist ekki vera að taka skref aftur á bak. Arnór ingvi fagnar markinu fræga sem hann skoraði gegn Austur- ríki á EM í fyrra. FRéTTABlAðið/AFP Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér. Arnór Ingvi Traustason 8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U d A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -7 1 C 4 1 E 6 E -7 0 8 8 1 E 6 E -6 F 4 C 1 E 6 E -6 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.